Morgunblaðið - 10.04.1987, Page 35

Morgunblaðið - 10.04.1987, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 35 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson I dag ætla ég að fjalla al- mennt um helstu þættina sem hafa áhrif í persónuleika- stjörnuspeki. Eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir er yfir- leitt talað um Sól, Tungi, Merkúr, Venus, Mars, Rísandi merki og Miðhimin í svari við bréfum frá lesendum. Mörg merki Fyrir þá sem nýlega hafa hafið lestur þessa þáttar er rétt að geta þess að hver maður á sér nokkur stjörnu- merki. Þú ert ekki bara Hrútur heldur einnig undir áhrifum frá öðrum merkjum. Það er staða Tungls og plán- etnanna, Rísandi og Miðhim- ins á fæðingarstund þinni sem segja til um önnur merki þín. GrunneÖli og lífsorka Það er mánaðardagurinn sem segir til um það í hvaða merki Sólin er. Sólin er síðan fyrst og fremst táknræn fyrir vilja, lífsorku og grunneðli okkar. Þegar ég segi: Ég ætla, skipti ég yfir í sólargírinn. Sólar- merkið segir einnig til um hraða og eðli lífsorkunnar. Hvað við þurfum að gera til að viðhalda iífsorkunni. Þar sem sólarmerkið er ákveðin undirstaða, kemur það síðan til með að lita alla aðra þætti. Tilfinningar Tunglið er táknrænt fyrir til- finningar og daglegt hegðun- armynstur. Tunglmerkið, sem oftast er ekki það sama og sólarmerkið, segir til úm til- finningasveiflur okkar frá degi til dags og það hvemig umhverfi okkur líður vel í. Það hefur því töluvert með heimili og daglegt líf að gera. Tungl- ið er undirmeðvitund okkar og við erum því í tunglgir þegar við erum að dunda okk- ur í ósjálfráðri hegðun, vaska upp eða keyra bíl o.s.frv. Hugsun í þau fáu skipti sem við beit- um rökhugsun okkar, skiptum við yfir á Merkúr og merki hans. Hugsun og máltjáning eru eiginleikar sem falla und- ir Merkúr. Hann getur verið í öðru merki en Sólin. Ást Þegar við verðum ástfangin skiptum við yfir í merki Ven- usar. Maður með Sól í Tvíbura og Venus í Krabba, verður að Krabba þegar hjartað tek- ur að slá örar. Öll samskipti og vinátta fellur undir Venus og merki hennar. Gildismat okkar, fegurðarskyn og einnig listrænir hæfileikar eru á 4. gír Venusar. Framkxœmdir Þegar við ætlum að fram- kvæma vilja Sólarinnar skipt- um við yfir á Mars. Framkvæmdamáti fellur því undir Mars, það hvernig við vinnum og einnig það hvernig við beijumst fyrir rétti okkar. Þrár og langanir margs konar skrifast einnig á reikning Mars. Kynorku og ástalífið almennt má sjá út frá merkj- um Venusar og Mars, enda söng skáldið: „Venus og Mars eru í lagi í kvöld“, þegar hann skundaði á fund elskunnar sinnar. FramhliÖin Rísandi merki hefur mikið með það að gera hvemig við viljum að aðrir sjái okkur. Þegar við skreytum framhlið- ina, þ.e. líkamann, er það smekkur Risandi merkis sem iðulega ræður ferðinni. Fas og framkoma eru lykilorð fyr- ir Rísandann. Merki Miðhim- ins segir aftur á móti til um það hvert við stefnum i þjóð- félaginu, hvað við viljum rækta og verða. Lykilorð er þjóðfélagshlutverk. GARPUR DÝRAGLENS SMÁFÓLK HERE'S TME"L0NE PEA6LE'1 BACK HOME AFTEK MlS HlðTORIC FLI6MT FROM NEU) VORK TO PARIS... RIPIN6 THR0U6H THE CITV, HE15 6REETEP’ BV CHEERIN6 THR0N65 IN A WUGE TICKER TAPE PARAPE... v ífv, © &SIBBI u /i^SÉflHNIfi^ /o-zs- Hérna er „Voffinn eini“ kominn aftur heim eftir sögulega ferð frá New Hann ekur um borgina og manngrúinn fagnar hon- um í sigurgöngu með Sigurgöngu með einum strimli__ York til Parísar ... strimlaflóð ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þær sérkennilegu sagnir serrT fylgja eftirfarandi spili áttu sér raunverulega stað í keppninni um Rosenblum-bikarinn á Miami í haust. Norður gefur; NS að öllum líkindum á hættu. Vestur ♦ ÁD2 ¥ ÁKD65 ♦ 873 + G6 Norður ♦ K9873 ¥ G104 ♦ D62 ♦ K8 II Suður Austur ♦ 1065 i ¥72 ♦ 94 ♦ Á109543 ♦ G4 ¥983 ♦ ÁKG105 ♦ D72 Vestur Norður Austur Suður — 1 spaði Pass Pass 1 grand Pass Pass 3 grönd!? Dobl Pass Pass Pass Keppandi í heimsmeistara- móti passar makker sinn fyrst niður í einum spaða, en ákveður svo að freista gæfunnar í þrem- ur gröndum þegar andstæðing- amir em komnir í grandsamn- ing! Hvemig getur slíkt átt sér'' stað? Skýringin hljóðar svo: NS spila ólík kerfí eftir hættum. Utan hættu nota þeir sterkt pass, og þá sýnir opnun á einum spaða 7—11 punkta og lit. Á hættunni nota þeir hins vegar Precision, þar sem spaðavakning gefur upp venjulegan opnunar- styrk. Hættur em merktar á spila- bakka með tvennu móti. Annars s vegar með rauðum og hvítum ^ lit, og hins vegar með skamm- stöfuninni „Vul“ fyrir „Vuln- erable" (á hættu). í þessu tilfelli vildi svo til að öll hólf bakkans vom skjannahvít, en ef grannt var skoðað mátti lesa „Vul“ bæði í austur og norður. Vestur veitti þessu athygli þegar kom : að honum í sögnum og gat þess við börðið. Suður fékk sting í magann, en létti mjög þegar vestur hélt opnu. En áttaði sig ekki á að makker hans hafði líka látið blekkjast af hvíta litnum. Niðurstaðan varð 800 í AV. NS kvöddu keppnisstjóra á vett- vang, og vildu fá leiðrétta skor. Ekki fékkst það í gegn, en ijóð- ur vangi keppnisstjórans var vistr-' uppbót fyrir skortinn á rauða litnum við borðið. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í keppni á milli sveita úr sovézka hemum í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Vyz- manavin og hins kunna stór- meistara Vladimirs Tukmakov, sem hafði svart og átti leik. Svas^ ur getur nú mátað í aðeins tveimur leikjum: Svartur er hrók yfir, en hvítur— hefur gagnsóknarfæri eins og sést á afbrigðinu 34. — Dg7, 35. De8+ — Hf8, 36. Dh5 með tvöfaldri hótun, 37. Dxdl og 37. Hg6. Tukmakov fann mátið: 34. — Dh3+! og hvitur gafst upp, því það er sama á hvom veginn hann tekur drottninguna, hann verður mát í næsta leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.