Morgunblaðið - 10.04.1987, Page 48

Morgunblaðið - 10.04.1987, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 fólk í fréttum Brúðarkjóll frá Bláa fuglinum og herraföt frá Herraríki. „Safari" fatnaður og dragtir frá Betty, Bankastræti. Morgnnblaðið/Einar Falur. Baðfatnaður frá Madam, Glæsibæ. Yngsta kynslóðin vel búin í fatnaði frá versl. „Krakkar". Á fuilri ferð f gölium frá Don Cano. Bílakirkjugarðurinn ÍF.B. Aristófanes, leiklistarklúbbur Fjölbrautaskólans í Breiðholti, sýndi fyrir skömmu leikritið Bílakirkjugarður- inn eftir Femando Arrabal og var Guðrún Gísladóttir leikstjóri. Leikritið fjallar um utangarðsfóik er tekur sér bólfestu í gömlum bílakirkjugarði og er í því að finna tilvísun í sögu Krists. Leiklistarklúbburinn hefur starfað í nokkur ár og starfsemin verið misjafnlega blómleg eins og gengur. í þetta sinn tókst að koma verkinu á fjalimar og á meðfylgjandi mynd getur að líta flesta þeirra er áttu heiðurinn að því. „Vortískan í Evrópu 1987“ Modelsamtökin eiga um þessar mundir 20 ára afmæli og efndu í því tilefni til hátíðar i Veitingahúsinu Evrópu, um síðustu helgi undir yfirskriftinni „Vortískan í Evrópu 1987“. Heppnaðist hátíðin vel, haldnar voru 7 sýningar er um 2.000 manns sóttu og hefur verið ákveðið að halda sýningu i haust þar sem haust- og vetrartískan verður kynnt. Unnur Amgrímsdóttir rekur fyrirtækið, Modelsamtökin, sem er umboðsskrifstofa fyrir sýningarfólk og heldur einnig fjöl- breytt námskeið fyrir almenning og sérstök námskeið fyrir sýningarfólk og hefur fyrir- tækið á milli 40 og 50 manns á skrá hjá sér. Aður rak Unnur Snyxti- og tiskuskól- ann. Á sýningunum um helgina var sýndur fatnaður af ýmsu tagi, allt frá baðfötum til brúðarkjóla og sýningarfólkið, á milli 40 og 50 talsins, var á ýmsum aldri. Sýndar voru tískuvörur frá: Betty, Bláa fuglinum, Braga-Sporti, Dömunni, Don Cano, First, Flónni, Goldie, Gulleyjunni, Herraríki, ís- flex, Lótus, Linsunni, Madam, Pandóru, Partý, Últímu, Útilífí og Verðlistanum. Salo- on Ritz sýndi hártískuna og veislusalir voru skreyttir með silkiblómum frá „Blóm frá Báru“. Kjartan Guðbergsson sá um ljós og tónlist, kynnir var Heiðar Jónsson og sýn- ingunni stjómaði Unnur Amgrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.