Morgunblaðið - 12.04.1987, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
J
Þúsundir á skíðum í Bláfjöllum:
ÓHÆTT er að segja að margt
hafi verið um manninn i Blá-
fjöllum í gær enda veður
hagstætt til skíðaiðkana, suð-
austan gola eða kaldi, skýjað
en bjart og eins stigs frost, eins
og Þorsteinn Hjaltason, fólk-
vangssljóri, orðaði það er
blaðamenn heimsóttu Bláfjöll í
gærmorgun.
Þorsteinn sagði að ekki vantaði
fólkið þegar veður væri gott.
„Veturinn hefur verið tiltölulega
mildur fyrir alla landsmenn, en
ekki nógu góður til skíðaiðkana,
að minnsta kosti ekki hér sunnan-
iands. Ég frétti þó að Akureyring-
ar uni glaðir við sitt.“
Morgunhanarnir
fyrstir
Morgunhressir borgarbúar
voru mættir fyrstir manna í
brekkurnar í BláQölium og alltaf
bættist í hópinn er líða tók að
hádegi. Stöðugur straumur bíla
átti leið um Bláfjallaveginn og
nokkrar rútur komu fullar af
skíðafólki upp úr kl. 11.00. Þor-
steinn sagði að vinsældir skíða-
íþróttarinnar færu stöðugt vax-
andi. Þó væri ákveðinn kjarni
fólks, sem kæmi reglulega og hin-
ir kæmu þegar sólguðinn léti ljós
sitt skína. „Metaðsókn var hér á
síðasta laugardag, fyrir viku. Þá
skein sólin allan liðlangan daginn
og var hér stöðugur straumur
John Peterson og kona hans Christene ásamt börnum sínum
Rebekku, Niel, Ian og Heather.
plóg,“ sagði Sigrún Birna Haf-
steinsdóttir, fjögurra ára
Reykjavíkurmær. Hún sagðist
hafa fengið skíðin sín í fyrra þeg-
ar hún var þriggja ára. „Við
mamma förum oft á skíði saman
og mér finnst það ofsalega gam-
an,“ sagði Sigrún Birna.
fólks frá morgni til kvölds, ég
held um 5.000 manns. í sólinni
liggur engum á. Það skiptir engu
máli hversu langar biðraðirnar eru
— fólk er þá bara ekkert að flýta
sér.“
Fjóla Jónsdóttir og Jakob Þorsteinsson Morgunbiaðið/Þorkeii
Nýja barnalyftan
vinsæl
„Má bjóða ykkur upp á kaffi
eða heitt kakó, blaðamenn?“ sagði
Halldór Júlíusson, veitingamaður
í Bláijöllum, og þáðu blaðamenn
það með þökkum. Halldór sagði
að mikil aukning hefði orðið í
útleigu skíða undanfarið og væri
nýbúið að kaupa 20 pör af barn-
askíðum í viðbót til leigu. Þessa
aukningu þakkaði hann nýju
barnalyftunni, sem sett hefði ver-
ið upp sl. sumar.
Erum að leita að tóm-
stundaiðju
Þau hjón Jakob Þorsteinsson
og Fjóla Jónsdóttir sögðu að þetta
væri í annað sinn í vetur sem þau
kæmu í Bláfjöll. „Við erum að
reyna að finna okkur einhverja
tómstundaiðju og ákváðum að
prófa gönguskíðin. Jakob er vanur
Góður skíðastaður
John Peterson var í Bláfjöllum
í fyrsta skipti í gær ásamt konu
sinni Christene og fjórum börnum
þeirra, Niel, Ian, Heather og Re-
bekku, sem aðeins er eins og hálfs
árs gömul. Þau voru öll hæstá-
nægð með aðstöðuna, að eigin
sögn, en þau sögðust vera tíðir
gestir í skíðalöndum Utah-fylkis
í Bandaríkjunum þar sem þau eiga
heima. Þau voru komin alla leið
frá Keflavíkurflugvelli þar sem
John starfar hjá upplýsingaþjón-
ustu Varnarliðsins og bjuggust
þau fastlega við að heimsækja
skíðalöndin aftur.
Sigrún Birna Hafsteinsdóttir
síðan í gamla daga, en ég er allt-
af á rassinum," sagði Fjóla. Þau
notuðu sér skíðaleiguna að þessu
sinni og sögðust fá sér skíði seinna
meir ef þeim líkaði skíðagangan.
Lærði sjálf á skíði
„Ég kann að beygja og fara í
I sólinni
liggur engum á
Hugmyndir um innheimtu söluskatts í tolli:
Tekjutap ríkisins yrði
8-10 milljarðar á ári
- segir Víglundur Þorsteinsson formaður FII
GREIÐSLA söluskatts af vör-
um og hráefni í tolli og síðan
virðisaukaskattur iðnfyrir-
tækja af framleiðsluvörum,
sem Júiíus Sólnes prófessor lýs-
ir í grein í Morgunblaðinu í
gær, myndi annaðhvort kosta
ríkissjóð 8-10 milljarða á ári
eða verða til að hækka vöru-
verð til neytenda um 12-15%
ef tekjur ríkisins eiga að halda
sér við slíka kerfisbreytingu,
að mati Víglundar Þorsteins-
sonar, formanns Félags
íslenskra iðnrekenda.
í grein sinni segir Júlíus Sólnes
að með nýjum lögum um tollkrít,
þar sem veittur er 90 daga gjald-
frestur, ætti að vera hægt að
leggja söluskatt á í tolli án þess
að hann íþyngi versluninni um of.
25% söluskattur á allar söluskatt-
skyldar vörur svo og hráefni til
iðnaðarins myndi skila svipuðum
tekjum í ríkissjóð og núverandi
kerfi um leið og innheimta sölu-
skatts í tolli yrði bæði einfold og
skilvirk og söluskattsvik yrðu úr
sögunni. Til þess að koma til
móts við iðnaðinn, sem þannig
yrði gert að greiða söluskatt af
aðföngum sínum, stingur Júlíus
upp á að íslensk fyrirtæki í sam-
keppnisiðnaði greiði áfram 25%
söluskatt af framleiðsluvörum en
geti dregið frá allan söluskatt sem
þau hafa áður þurft að borga
vegna aðfanga.
Þegar Morgunblaðið leitaði
álits Víglundar Þorsteinssonar á
þessum hugmyndum sagði hann
að kerfíð væri virðisaukaskatts-
hugmyndin með þeirri nýjung að
sleppa því að mestu leyti að inn-
heimta skattinn. Ef kerfíð yrði
framkvæmt samkvæmt orðanna
hljóðan í greininni myndi þetta
þýða að tekjutap ríkissjóðs yrði
um 8-10 þúsund milljónir króna,
eða um helmingur af tekjum af
núverandi söluskatti.
Víglundur sagði það einfaldlega
vanþekkingu að halda því fram
að þetta kerfi myndi skila jafn
miklum tekjum í ríkissjóð með
sömu söluskattsprósentu. Til þess
þyrfti að hækka söluskattspró-
sentuna í 45-50%, sem myndi
þýða það að skatturinn legðist
aðallega á almennar neysluvörur,
þar sem allt hráefni og öll fjárfest-
ingarvara á ekki að bera sölu-
skatt. Að óbreyttu myndi þetta
því hafa í för með sér verulega
hækkun á neysluvörum til al-
mennings, og í fljótu bragði virt.ist
sú hækkun vera 12-15%.
Morgunblaðið/Kr.Ben.
Ómar Másson stýrimaður með lúsíferfiskinn sem kom í netin á
Sigurði Þorleifssyni GK.
Lifandi lúsífer í net
Grindavík.
SKIPVERJARNIR á Sigurði Þor-
Ieifssyni GK fengu lifandi lúsífer
í netin í siðasta róðri. Lúsífer er
sjaldgæfur djúpsjávarfiskur og
því mjög óvenjulegt að hann ná-
ist lifandi, að sögn Ómars
Mássonar stýrimanns.
„Ég hafði samband víð Fiska-
safnið í Vestmannaeyjum," sagði
Ómar, „og þeir eru æstir í að fá
fískinn. Þeir fengu einu sinni lif-
andi lúsífer en hann drapst eftir
viku. Ætli við fáum ekki þá hjá
íslandslaxi hf. til að hjálpa okkur
að halda honum lifandi þar til hann
kemst til Eyja.“
Bjarni Sæmundsson segir í bók
sinni, Fiskunum, að hann hafi gefið
fiskinum þetta nafn með tilliti til
útlitsins og ljósberans á höfðinu,
en merkingin er kölski og ljósberi,
en á ensku er fiskurinn kallaður
fótboltafiskur því hann minnir á
gamlan leðurfótbolta sem loft hefur
lekið úr. Lúsífer er stuttur, hár og
klunnalegur fiskur með feiknastórt
höfuð og uppstæðan munn, með
eygður með skúf af lýsandi öngum
á löngum legg upp af höfðinu.
Lífshættir lúsífers eru algerlega
óþekktir, en vaxtarlag hans bendir
til að þar fari botnfiskur.
Von er til þess að Fiskasafnið í
Vestmannaeyjum eignist nú lifandi
lúsífer því sá sem skipveijamir á
Sigurði Þorleifssyni höfðu í þvotta-
karinu á dekkinu virtist sprækur.
— Kr.Ben.
Auglýsendur
athugið
MORGUNBLAÐIÐ kemur út
á skírdag þann 16. apríl. Er
það síðasta blað fyrir páska.
Skilafrestur auglýsinga í
skírdagsblað er þriðjudaginn
14. apríl kl. 16.00.
Fyrstu blöð eftir páska koma
út: Síðasta vetrardag 22.
apríl, skilafrestur auglýsinga
er miðvikudag 15. apríl kl.
16.00. Sumardaginn fyrsta 23.
apríl, skilafrestur auglýsinga
er þriðjudag 21. apríl kl. 16.00.
Laugardaginn 25. apríl, kosn-
ingadag, skilafrestur auglýsinga
er miðvikudag 22. apríl kl.
16.00.