Morgunblaðið - 12.04.1987, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
Reykjanes við Djúp:
Hrossabrestir rædd-
ir á framboðsfundi
Reykjanesi við Djúp.
SAMEIGINLEGUR fram-
boðsfundur stjórnmálaflokk-
anna var haldinn hér á
Reykjanesi helgina 4. og 5.
apríl. Mættu þar tíu fulltrúar
sex flokka. Fulltrúar frá
Flokki mannsins og Borgara-
flokkinum mættu ekki. Urðu
margir fyrir sárum vonbrigð-
um, þar sem þá fýsti mjög
að kynnast hinum nýju
straumum í íslenskum stjórn-
málum.
Fyrirspumir til fulltrúa flokk-
anna voru einkum um þau
málefni, sem hér brenna heitast
Afmælishátíð
HSÍ í kvöld
Afmælis- og uppskeruhátíð
Handknattleikssambands Is-
lands verður í Broadway í
kvöld, sunnudag, og verður
húsið opnað kl. 19. Jón
Hjaltalín Magnússon formað-
ur HSÍ setur hátíðina kl. 20.
Sérstök móttaka verður fyrir
íslandsmeistara Víkings kl.
19,15 en klukkan 19,10 verður
tekið á móti nýkrýndum bikar-
meisturum, en í dag klukkan
14,30 fæst úr því skorið í Laug-
ardalshöll hvort Fram eða
Stjaman hreppa titilinn. Margt
verður til skemmtunar í kvöld
og m.a. verða þeir einstaklingar
sem skarað hafa framúr í vetur
verðlaunaðir. Uppselt er á hátíð-
ina og komust færri að en vildu.
á mönnum, s.s. byggðamál, sam-
göngur og búvörukvóti. Kom það
fram að mönnum finnst skrýtið
að mjólkurframleiðendur hér á
svæðinu megi ekki framleiða það
magn sem markaðurinn krefst
heldur er mjólk flutt að frá
Reykjavík og Akureyri.
Mörgum þótti ákaflega fróð-
legt að heyra ýmsar nýjar tillögur
um hvað bændur gætu haft fýrir
stafni þegar búið væri að skera
niður bústofninn. Vitnuðu sumir
ræðumenn þar í Fréttabréf stétt-
arsambands bænda. Meðal þess
sem upp var talið var tínsla beija
og fjallagrasa, smíði hrossabresta
og fléttun reipa úr hrosshári,
ánamaðkatínsla og sitthvað í
þeim dúr. Sjá nú bændur fram á
betri tíð með blóm í haga og
þykir undrun sæta að engum
skuli hafa dottið þetta fyrr í hug.
— Björg
Morgunblaðið/Björg
Veiðimennirnir með bráðina: Jón Valgeir Geirsson, Hjalti Halldórsson, Jónas E. Jónasson, Hlynur
Kristjánsson og Haraldur Bjarni Pálsson.
Reykjanes:
Veiddu mink við húsdyrnar
Pairl/iinaoi
Rcykjanesi.
MINKAR gera sig oft heldur
heimakomna hér á Reykjanesi.
Eru þeir oft að sniglast í kring-
um húsin á nóttunni svo
sporaslóðirnar liggja hér með-
fram öllum húsum þegar snjór
er á jörðu.
Fimm strákar úr bamaskólan-
um tóku sig til og lögðu minka-
gildru fáeina metra frá húsunum.
Er þetta heimasmíðuð gildra,
kassi sem minkurinn skríður inn
í til að ná í agnið og lokast þá
inni. Er það mun mannúðlegri
aðferð en að veiða þá í dýraboga.
Daginn eftir var stærðar minkur
í gildrunni. Voru hans dagar þar
með taldir.
Minkar eru engir aufúsugestir
hér á nesinu frekar en annars
staðar, einkum þegar vora tekur.
Gera þeir mikinn usla hér í fugla-
lífinu sem er mjög blómlegt þegar
það fær að vera í friði. — Björg
Vatnstúrbínur framleiddar
ad Arteiffi fvrir Grænlendinffa
Húsavík.
AÐ Árteigi i Þingeyjarsýslu er
hafin framleiðsla á vatnstúrbí-
num með fimmtán kilóvatta
rafali fyrir Grænlendinga og á
næstunni verður fyrsta stöðin
send þangað. Horfur eru á því
að alls verði framleiddar tíu til
tuttugu slíkar rafstöðvar á næstu
árum.
Feðgamir í Árteigi, Jón Sigur-
geirsson og sonur hans Eiður eru
þjóðþekktir hagleiksmenn og hefur
Jón framleitt túrbínur fyrir íslenska
sveitabæi um áratuga skeið. Á
Grænlandi mun aðeins vera til ein
rafstöð knúin vatnsafli og var hún
framleidd í Þýskalandi. Sú stöð
hefur hinsvegar reynst Grænlend-
ingum mjög dýr. Þeir munu því
ekki hafa áhuga á frekari kaupum
þaðan.
Árteigsstöðvarnar eru mun ódýr-
ari svo áhugi er mikill á Grænlandi
fyrir þessari framleiðslu frá íslandi
og hafa þegar verið gerðir samning-
ar um framleiðslu. Eiður mun fara
til Grænlands nú á vordögum til
frekari athugunar á aðstæðum, en
það hefur verið einn af kostum
þeirra Ártúnsfeðga að þeir hafa
ekki haft fjöldaframleiðslu á túrbí-
nunum heldur framleitt hverja stöð
með tilliti til staðhátta.
Segja má að með þessari nýju
framleiðslu sé sett á stofn enn ein
ný búgrein í sveitum landsins.
Fréttaritari
Frá þingi Sambands íslenskra bankamanna. í ræðustól er Hinrik Greipsson formaður SÍB.
Þing Sambands íslenskra bankamanna:
Kjara- og menntunarmál
einkenndu ársþingið
ÞINGI Sambands íslenskra bankamanna lauk á döstudag að Hót-
el Loftleiðum. Kjaramál settu svip sinn á þetta 35. þing banka-
manna, en einnig var ályktað um ýmis önnur sameiginleg
baráttumál bankamanna.
Þingið skoraði á stjóm SÍB að
herða á samningaviðræðum, en
samningar bankamanna hafa ver-
ið lausir síðan um áramót. Fulltrú-
ar frá bankamannasamböndum á
Norðurlöndunum voru á þinginu,
en SIB er aðiji að norræna banka-
mannasambandinu, sem í eru
rúmlega 150.000 félagar. Fram-
kvæmdastjóri norræna banka-
mannasambandsins, Jan Erik
Lidström, flutti ávarp á þinginu
um þýðingu þess fyrir starfs-
mannafélögin. Sambandið hefur
yfir að ráða kjaradeilusjóði og
kom fram að það stæði með
íslenskum bankastarfsmönnum í
kjarabaráttu sinni.
Þá ályktaði þingið að stjómin
beiti sér fyrir breytingu á löggjöf
þess efnis að tveir fulltrúar starfs-
manna verði látnir sitja í banka-
ráðum. Hingað til hafa fúlltrúar
starfsmanna ekki setið í bankar-
áðum, en þegar Útvegsbanki
íslands hf. var stofnaður fyrir
fáeinum dögum var fulltrúi starfs-
manna þar skipaður varamaður í
bankaráði.
Fjallað var um menntunarmál
bankamanna og kom fram vilji á
þinginu um að starfsemi Banka-
mannaskólans, sem nýlega flutti
í nýtt húsnæði að Snorrabraut 29,
verði efld. Tryggvi Pálsson, for-
stöðumaður í Landsbankanum,
hélt erindi um fjármagnsmarkað-
inn og bankastörf almennt sem
hann kallaði „Vinnurðu enn í
banka?“
. Hinrik Greipsson, Útvegsbanka
Islands, var endurkjörin formaður
SÍB. Fyrsti varaformaður var
kjörin Guðjón Skúlason, Lands-
banka íslands, og Sólveig
Guðmundsdóttir, Búnaðarbank-
anum, var kjörin annar varafor-
maður. Aðrir í stjóm voru kjörnir:
Anna Kjartansdóttir Landsbank-
anum, Anna Guðrún ívarsdóttir
Búnaðarbankanum, Gréta Kjart-
ansdóttir SPRON og Páll ísberg
Iðnaðarbankanum.
Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn:
Reynt að ljúka samn-
ingum um helgina
FUNDUM með háskólamenntuð-
um ríkisstarfsmönnum, sem eru
í verkfalli, var framhaldiö hjá
rikissáttasemjara i gær og var
stefnt að því að ljúka samningum
um helgina.
Fundur með samninganefnd
ríkisins og Félagi háskólamennt-
aðra hjúkrunarfræðinga stóð fram
yfir miðnætti í fyrrinótt og sest var
að samningaborðinu aftur klukkan
10 í gærmorgun. Þá voru einnig í
gær fundir með félagsráðgjöfum,
bókasafnsfræðingum, sálfræðing-
um, iðjuþjálfum og sjúkraþjálf-
urum.
Morgunblaðið/Emilía
Nýkjörið bankaráð Útvegsbanka íslands hf á fyrsta fundi sínum.
Frá vinstri eru Björgvin Jónsson, Jón Dýrfjörð, Gísli Ólafsson, Krist-
ján Ragnarsson og Baldur Guðlaugsson.
Bankaráð Útvegsbanka íslands hf.
skiptir með sér verkum:
Gísli Ólaf sson
formaður ráðsins
NÝKJÖRIÐ bankaráð Útvegsbanka íslands hf. hefur skipt með sér
verkum og er formaður þess Gísli Ólafsson forstjóri, Kristján Ragn-
arsson framkvæmdastjóri er varaformaður, Baldur Guðlaugsson
hæstaréttarlögmaður ritari og Björgvin Jónsson útgerðarmaður og
Jón Dýrfjörð vélstjóri meðstjórnendur.
Á fyrsta fundi bankaráðsins, á ins taka það fram, vegna misskiln-
föstudag, var ákveðið að ráða sem
fyrst tvo bankastjóra að Útvegs-
bankanum í stað þeirra þriggja sem
nú starfa.
í samtali við Morgunblaðið vildi
Gísli Ólafsson formaður bankaráðs-
íngs sem hefði gætt víða vegna
yfirtöku hlutafélagsins á rekstri
Útvegsbankans, að ríkissjóður
ábyrgist alla innlánsreikninga
bankans í tvö ár eftir rekstrarbreyt-
inguna.