Morgunblaðið - 12.04.1987, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
9
—
HUGVEKJA
Mannfjöldinn þyrptist út á móti
þeim og söng og hrópaði. Fagnaði
með ærslum.
Lærisveinamir hófu þessi fagn-
aðarlæti. Þetta uppþot gleðinnar.
Þeir hrópuðu slagorðin sem lýður-
inn bergmálaði. Gáfu tóninn fyrir
lofsönginn. Það var banastuð.
Ærslin í manngrúanum svo
mikil að ábyrgum mönnum hætti
að lítast á blikuna. Þetta gat snú-
ist - upp í illsku, meiðingar,
götuóeirðir.
Inni í miðjum þessum hama-
gangi ríður Jesús ólánlegu asna-
tryppi sem álpast klaufskum
fótum yfir flíkumar, sem breiddar
em á veginn. Leiðin er teppalögð
með svitastorknum skyrtum erfið-
ismanna, silkislæðum jómfrúa,
skikkjum hermanna, kápum góð-
borgara. Yfirhöfnum mannfólks-
ins. Tignarklæðum og groddabur-
um.
Fólkið kastar af sér sínum ytri
einkennum — táknum stétta,
skoðana og mannamunar — og
greiðir veg Drottins.
Allir leggja sitt til að gera
mjúkan þann stig, sem fararskjóti
hans treður, svo að hófatak þess-
arar sérstæðu sigurgöngu heyrist
ekki. Endurómar ekki til okkar
tíma.
Það er annar dómur sem berst
yfír æpandi mannhaf aldanna.
Annar söngur sem tilheyrir mynd-
inni af Jesú, ríðandi á asnanum.
Það kveður við beiskan tón í
þeim söng. Því að við vitum að
þessi mynd, sem er nánast skop-
stæling á innreið herkonungs í
hásætisborg, er mynd Drottins
sem gengur á vald mannlegum
vanmætti. Heimsku okkar,
grimmd og úrræðaleysi.
Hann er kominn — og stefnir
til Hausaskeljastaðar — Til kross-
ins — Örþrifaúrræðis mannlegrar
siðblindu og stjórnvisku. Upp-
gjafar siðmenntaðs réttarríkis.
Það eru takmörk mannlegs
réttarfars, að það telur sig geta
beitt lífi og dauða eins og verk-
færum. Það er lítill munur í þeim
efnum á Rómaveldi hinu foma og
þeim ríkjum sem í dag kúga þegna
sína með valdi. Jafnt einstaklinga
sem heilar þjóðir.
Allir vilja í orði fagna Kristi
og eiga hlutdeild í náð hans. Feg-
urð kenningarinnar, líknarmætt-
inum og ástúðinni.
Öll viljum við fylgja honum.
Þiggja bót meinanna, saðningu
hungursins, njóta fagnaðar í
vænni veislu.
Við viljum kætast taumlaust
með múgnum í hlíðum Jórsala.
Finna réttlætiskenndina svella í
barmi, þegar við sjáum Jesúm
velta um borðum braskaranna og
hrekja þá með skömmum og bar-
smíðum út úr helgidómnum.
Þá viljum við geta sagt: „Ég
er með honum. Eg er búinn að
elta hann um allt land og sjá allt
sem hann hefur gert. Hann er
minn maður.
Við viljum líka eiga sæti við
borð kvöldmáltíðarinnar. Njóta
þess innilega samfélagá og dul-
mögnuðu augnablika, þar sem
hvert orð og andartak er þrungið
spennu — örlagaríkt um alla fram-
tíð. Það hvarflar ekki að okkur
að taka til okkar ummæiin um
væntanlegan svikara, hvað þá að
við munum innan fárra stunda
þvertaka fyrir að kannast nokkuð
við þennan Jesúm — og það í
þrígang.
Þetta er síst af öllu í huganum
þegar við gefumst á vald múgsefj-
uninni í borgarhliðunum, því þetta
er ekki sefjun lágkúrunnar. Við
tökum af einlægni- undir lofgerð-
ina. Við viljum mikla Drottin með
öllum þeim raddstyrk sem í barka
býr.
Við viljum syngja um halta sem
ganga, blinda sem sjá, geðveika
sem læknast. — Nýtt mannlíf með
nýjum leiðtoga.
En — við eigum bágt með að
horfa lengra inn í hina helgu borg
— til hæðarinnar handan múr-
anna, þar sem krossinn mun rísa
eftir fáein dægur, eða svefn-
drungans í garði um nótt, eða
hringlandi silfurpeninga í pússinu.
Það er gaman að ganga með
Kristi meðan allt leikur í lyndi og
kraftaverkin blómstra við hvert
fótmál. Það er gaman að baða í
dýrð hans.
En — leið hans liggur lengra.
Hún liggur alla leið — í dauða.
Þess vegna kveður við dökkan,
stríðan tón — klökkan tón — í
gleðisöngnum í dag. Við vitum,
að hann, sem hér kemur, mun
ganga í dauðann okkar vegna.
Deyja til að við megum lifa.
Samt verðum við að fagna, því
að þetta er stærra og meira fyrir-
heit en nokkurt annað. Okkar
raddir verða að heyrast, því ann-
ars verður skynlaus náttúran —
ijollin, sjórinn, vindamir og gijót-
ið — að taka við því hlutverki.
Það er hlutverk mannsins að
skynja og skilja verk Guðs — og
fagna þeim. Dýrðarverk Drottins
eru lofsins verð og það mannkyn,
sem er hætt að skynja mikilleika
og fegurð þeirra og dásama þau
í orði og verki, — það mannkyn
er jafnsljótt og gijótið, og steinn-
inn því eins hæfur til að syngja
Guði dýrð.
Kristur er kominn til að kaupa
okkur mönnunum lausn.
Þess vegna fögnum við syngj-
andi: „Kom í hátign, herra minn.“
'Seltjarnarnes
Vorum að fá í einkasölu nýlegt og fallegt 161 fm ein-
býlishús á einni hæð við Melabraut, ásamt 42 fm bílskúr.
(%
S621600
Borgartún 29
RagnarTómasson hdl
HUSAKAUP
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
'Hraunbær'
Vorum að fá í sölu 4ra herb. ca 110 fm íb. á 3. hæð
við Hraunbæ. 3 góð svefnherb. Suðursvalir. Verð: 3,4
millj.
S* 621600
Borgartún 29
Ragnar Tómasson hdl.
„Þér er óhætt að treysta ráðgjöfum
Fjárfestingarfélagsins fyrir peningunum
þínum.Pað er fólk sem kann sitt fag!"
Að undanförnu hefur fjöldinn allur af fólki haft samband
við okkur vegna ávöxtunar á sparifé. Flestir hafa vitnað í
dæmið um hana Margréti Borgarsdóttur og hvernig
Fjárfestingarfélaginu tókst að skapa henni lífeyri, - fastar
tekjur af peningaeign sinni.
HVAÐ ER BEST?
Pað hafa allir heyrt um Kjarabréfin, sem hafa sérstaklega
góða vexti, færri vita um Tekjubréfin, og ennþá færri
gera mun á Bankabréfum, Ríkisskuldabréfum og öðr-
um verðbréfum. Spurningin er bara hvert þeirra hæfi
þér best.
NAUÐSYNLEG AÐSTOÐ
Dæmi Margrétar, og í reynd margra annarra, hefur
sýnt og sannað, að ráðgjöf Fjárfestingarfélagsins
er nauðsynleg fyrir venjulegt launafólk.
Fólk eins og Margréti. Fólk eins og þig' FjÁRFBrÍNGÁRFÉlAGIÐ
----------------------------------Hafnarstræti 7 101 Revkiavík O (911 28566
VERÐMÆT ÞJÓNUSTA
Við hjá Fjárfestingarfélaginu bjóðum ennfremur:
1. Fjárvöxtunarreikning: - fyrir þá sem eiga peninga og
vilja ávaxta þá með verðbréfaviðskiptum.
2. Sparnaðar- og ávöxtunarreikning: - fyrir þá sem eiga
ekki handbæra peninga, en geta lagt fyrir ákveðna
upphæð reglulega.
Upplýsingar um gengi Kjarabréfa og Tekju-
bréfa eru gefnar í símsvara allan
sólarhringinn, í síma 28506.