Morgunblaðið - 12.04.1987, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
I þágu bama
eftir Ragnhildi
Helgadóttur
Hér á eftir verður vikið að fáein-
um af þeim framfarasporum, sem
núverandi ríkisstjóm hefur stigið
að frumkvæði sjálfstæðismanna, og
miða sérstaklega að því að bæta
hag bama með ráðstöftinum á sviði
heilbrigðis- og tryggingamála. Hér
verður fjallað um fæðingarorlof,
mæðralaun og barnabætur.
Verður fyrst vikð að stærsta
skrefmu á þessu kjörtímabili, nýjum
lögum um lengingu fæðingarorlofs.
Er þetta sérlega vönduð lagasmíð,
byggð á víðtækum athugunum og
samanburði utanlands og innan.
Það er skemmtileg staðreynd að
aðalhöfundur þessara frumvarpa og
formaður undirbúningsnefndar er
engin önnur en Ingibjörg Rafnar,
eiginkona formanns Sjálfstæðis-
flokksins og fyrrum borgarfulltrúi.
Hin nýju lög um þetta efni em
tvenn. Önnur lögin era um vinnu-
rétt og þar með rétt til leyfis, en
hin lögin um tryggingarétt og þar
með greiðslur í leyfum.
Hugtakið fæðingarorlof er í
fyrsta sinn skilgreint í lögum, leyfí
frá launuðum störfum vegna bams-
burðar. Er þetta í samræmi við hina
almennu skilgreiningu orlofs ann-
ars staðar í löggjöf okkar. Lögfest-
ur er sjálfur rétturinn til fjarvista
frá starfi úti á vinnumarkaðnum,
þ.e. rétturinn til að vera heima
nokkra mánuði af þessu gleðilega
tilefni án þess að glata réttinum til
fyrra starfs. Orlofstíminn lengist
EF t>U VILT GLEÐJA
EINHVERN UM PÁSKANA
GEFURÐU MÓNU PÁSKAEGG
NÝTT OG ENN BETRA, SYKURMINNA SÚKKULAÐI
í PÁSKAEGGJUNUM FRA MÓNU!
„í vetur kom ríkis-
stjórnin á heimild til
greiðslu mæðralauna
þegar annaðhvort for-
eldri er öryrki sem
hefur þurft að vistast á
sjúkrahúsi eða stofnun
til langf rama og heimil-
ið verður af trygginga-
bótum þess vegna.“
nú samkvæmt lögunum úr þrem
mánuðum í fjóra og síðar í sex
mánuði.
Jafnframt er lögfestur réttur
bamshafandi konu til að flytjast,
án þess að lækka í launum, milli
verkefna á vinnustaðnum ef unnt
er að koma því við og aðstæður í
hinu fyrra verkefni stofna heilsu
hennar í hættu.
Það er skoðun okkar sjálfstæðis-
manna, að traust tengsl foreldra
og bams og þá ekki síst móður og
bams í frambemsku leggi grand-
völl að eðlilegu tilfinningalífi og
heilbrigði.
Hinni nýju löggjöf um fæðingar-
orlof er ætlað að styrkja stöðu
einstaklingsins að þessu leyti.
Hin lögin era um breytingu á
almannatryggingalögum og fj'alla
um greiðslur í fæðingarorlofi. Er
þá alfarið skilið milli greiðslna, sem
fjármagnaðar era af ríkinu og
greiðast öllum mæðram, jafnhá
upphæð hvort sem þær vinna innan
eða utan heimilis, og svo greiðslna,
Ragnhildur Helgadóttir
sem íjármagnaðar era af framlagi
atvinnurekenda til lífeyristrygg-
inga, greiðast útivinnandi konum
og nefnast fæðingardagpeningar.
Nefnist fyrri greiðslutegundin fæð-
ingarstyrkur. Breytingin felst í því
að greiðsla á mánuði til heimavinn-
andi mæðra hækkar um 50% auk
þess sem tíminn lengist með sama
hætti og fyrir útivinnandi mæður.
Að því er útivinnandi mæður
varðar er þess að geta, að saman-
lögð upphæð fæðingarstyrks og
fæðingardagpeninga er nokkra
hærri en upphæð greiðslna í fæð-
ingarorlofi samkvæmt þeim lögum,
sem falla úr gildi um áramót, er
hin nýju lög koma til framkvæmda.
Með þessum tvennum lögum hef-
ur Alþingi samþykkt farsæla lausn
á flóknu og mikilvægu viðfangs-
efni. Það er lærdómsríkt í því
sambandi og töluvert skondið að
virða fyrir sér viðbrögð sumra þing-
manna Alþýðubandalagsins og
fylgihnattar þeirra, Kvennalistans,
við þessu máli. Eiga þau á stundum
erfitt með að leyna „spælingunni"
yfir því að „íhaldið" skuli hafa kom-
Kór Langholtskirkju:
Flytur Jóhannes-
arpassíu Bachs
Á SKÍRDAG og föstudaginn
langa, 16. og 17. apríl, flytur Kór
Langholtskirkju Jóhannesar-
passíuna eftir Johann Sebastian
Bach. Fimm einsöngvarar og
kammersveit flytja verkið með
kórnum. Jóhannesarpassían
verður flutt kl. 20 á skírdag og
kl. 15 föstudaginn langa.
Einsöngvaramir era Ólöf Kol-
brún Harðardóttir, Sólveig M.
Björling, Kristinn Sigmundsson,
Viðar Gunnrsson og Michael Gold-
thorpe.
Michael Goldthorpe kemur hing-
að til lands sérstaklega til að syngja
guðspjallamanninn í verkinu. Gold-
thorpe er þekktur fyrir flutning á
því hlutverki.
Konsertmeistari er Júlíana Elín
Kjartansdóttir og stjómandi Jón
Stefánsson.
Miðar era seldir í ístóni, Ey-
mundsson og Langholtskirkju.
Ert þú í húsgagnaleit
Páskatilboð
Carina sófasett klætt með svörtum uxahúðum
eða brúnu vatnabuffalóskinni. 3ja sæta sófi
og tveir stólar kr. 103.000.- staðgreitt.
VALHÚSGÖGN
Ármúla 8, símar 82275 - 685575.
ið stærstu skrefunum á í þessu
máli í höfn.
Þegar Alþýðubandalagið sá um
ráðuneyti tryggingamála árið 1980
vora sett lög, sem rýrðu fæðingar-
orlofsrétt kvenna í ASÍ veralega frá
því sem var samkvæmt lögunum
frá 1975, sem sjálfstæðismenn
höfðu staðið að.
Allir þingmenn efri deildar Al-
þingis nema einn greiddu þó
atkvæði með nú. Var það þingmað-
ur Kvennalistans. Minnir það
óneitanlega á yfirlýsingu refsins um
að berin væra súr, þegar hann náði
þeim ekki sjálfur.
Nú verður vikið að tveimur mál-
um sem sérstaklega varða böm
einstæðra foreldra. Ríkisstjómin
hefur veralega bætt mæðralauna-
réttinn. Mæðralaun höfðu í ráð-
herratíð Svavars Gestssonar dregist
aftur úr öðram bótum. í sambandi
við efnahagsaðgerðir þessarar ríkis-
stjómar vora mæðralaun hækkuð
veralega, eða á áranum
1984—1987 um 441% með einu
bami, um 302% með tveimur og
256% með þremur. Fyrir ári síðan
fékk ríkisstjómin samþykkta laga-
breytingu, sem leiddi til þess að nú
era mæðralaun greidd með ungling-
um tveimur áram lengur en áður
var, eða til átján ára aldurs í stað
sextán áður. Hefur þetta verulega
þýðingu í sambandi við nám í fram-
haldsskóla.
Vert er þá að geta um aðra laga-
breytingu sem eykur rétt til
mæðralauna. í vetur kom ríkis-
stjómin á heimild til greiðslu
mæðralauna þegar annaðhvort for-
eldri er öryrki sem hefur þurft að
vistast á sjúkrahúsi eða stofnun til
langframa og heimilið verður af
tryggingabótum þess vegna. Sam-
kvæmt hinum nýju lögum er slík
heimild einnig fyrir hendi ef tekjur
heimilisins falla niður vegna ann-
arrar langtímavistunar, svo sem
fangavistar.
Loks vora bamabætur hækkaðar
veralega þá strax, einkanlega
vegna bama undir sjö ára aldri. í
hinum nýju skattalögum er tvöföld-
un bamabóta ákveðin.
Hugsunin á bak við allar þessar
lagabreytingar er, að ráðstafanir
skulu gerðar í þágu bama til að
auðvelda þeim að komast til þroska,
þó að höndum beri einhver þau at-
vik er geri foreldram örðugt að ala
önn fyrir þeim hjálparlaust.
í lok þessarar upprifjunar skal
áréttað að stefna Sjálfstæðisflokks-
ins er mannleg og mannúðleg vegna
þess að hún setur frelsi hvers ein-
staklings í öndvegi. Þess vegna er
framkvæmd þessarar stefnu í þágu
bama.
Og til að framkvæma þessa
stefnu svo og að fylgja árangrinum
eftir þarf D-listinn, listi Sjálfstæð-
isflokksins, hér eftir sem hingað til
öfiugt fylgi almennings í alþingis-
kosningum 25. aprfl.
Höfundur er heilbrigðia- og trygg-
ingaráðherra.
Þorsteinn Hann-
esson í Upp-
reisn á ísaf irði
ÞORSTEINN Hannesson óperu-
söngvari hefur tekið við hlut-
verki Þorsteins Ö. Stephensen
sem þingmaður í leikritinu Upp-
reisn á Isafirði sem sýnt verður
í Þjóðleikhúsinu nk. sunnudags-
kvöld. Þorsteinn Ö. Stephensen
verður forfallaður þær þrjár sýn-
ingar sem eftir eru.
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!