Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 57

Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 57 Noregur: Álþjóðleg skipaskráning til að afstýra frekari sam- drætti kaupskipaútgerðar Ósló. Reuter. NORSK stjórnvöld kynntu á föstudag ráðstafanir, sem þau hyggjast grípa tii í því skyni að koma í veg fyrir, að kaupskipa- floti landsins dragist meira saman en orðið er. Komið verður á alþjóðlegri skipaskráningu, slakað á kröfum varðandi áhafnaskráningu, erlendum skipafélögum veittar skattaíviln- anir og skipveijar frá öðrum löndum undanþegnir tekjuskatti. Tillögur minnihlutastjómar Verkamannaflokksins um alþjóð- lega skipaskráningu, sem felast m.a. í því að lækka útgerðarkostn- að, miða að því að fá útgerðir kaupskipa til að sigla undir norsk- um fána. Skipamiðlarar segja, að reglugerðarákvæði um áhafna- skráningu hafi orðið til þess, að kaupskipum undir norskum fána um fimmtung á einum áratug. Það hefur færst í vöxt á undan- förnum árum, að útgerðir víða um heim, m.a. í Noregi, hafa skráð skip sín í löndum eins og Panama og Líberíu, þar sem útgerðarkostn- aður er lægri og kröfur varðandi áhafnaskráningu minni. Með nýju skipaskráningunni, sem tekur gildi 1. júlí nk., ætla Norðmenn enn fremur að sannfæra bandamenn sína í NATO um, að í Noregi verði til reiðu nægur skipa- kostur, sem unnt sé að grípa til á hættutímum. Sjómannasambandið í Noregi hefur harðlega mótmælt þessum áformum stjómvalda og lýst yfír, að 15.000 norskir sjómenn muni missa vinnuna, þar sem sambandið muni ekki lengur njóta einkaréttar til samninga við útgerðarfélögin. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10-21 Ingólfsstræti 6 sími 25656 FIAT UMBOÐIÐ SKEIFUNNI 8 S. 91-68 88 50

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.