Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
Helga Jóns-
dóttir — Minning
Fædd l.júlí 1907
Dáin 31. mars 1987
„0 amma, 6 amma, ó ansaðu mér
því ég er að gráta og leita að þér.
Fórstu út úr bænum eða fórstu út á hlað?
Fórstu ti! Jesú í sælunnar stað?“
Þetta er eitt af þeirn mörgu fal-
legu versum sem hún amma mín
kenndi mér og söng við mig þegar
ég lítill hnokki var að nema mín
fyrstu ljóð og syngja mína fyrstu
söngva. Það er yndislegt að geta
rifjað upp að það var einmitt í Garði
hjá afa og ömmu sem ég steig mín
fyrstu spor, því þar dvaldi ég fram
til rúmlega þriggja ára aldurs, en
þá fluttum við fjölskyldan í bæinn
eins og það var kallað. Og nú er
hún amma farin í sælunnar stað til
Jesú.
Helga Jónsdóttir, amma mín,
Garði, Hauganesi, lést þriðjudags-
morguninn 31. mars sl. á áttugusta
aldursári. Hún var fædd 1. júlí 1907
á Baldursheimi í Arnarneshreppi
og var dóttir hjónanna Maríu Þor-
steinsdóttur og Jóns Júlíusar
Jónssonar smiðs. Þau eignuðust 8
börn en eitt þeirra dó skömmu eft-
ir fæðingu og tvö fórust í rokinu
mikla aldamótaárið, þegar Rauðvík-
urhúsið fauk af grunni. Nú er
aðeins eitt þessara systkina ofar
moldu, en það er Petrea, komin á
níræðisaldur.
Þegar Helga Jónsdóttir var
tveggja ára lá leið hennar fyrst út
á Arskógsströnd, sem æ síðar var
hennar heimasveit og henni afskap-
t
Eiginmaður minn,
WILLY HANSSEN
trúboði,
sem lést aðfaranótt sunnudagsins 5. apríl, verður jarðsunginn frá
kirkju Fíladelfíusafnaðarins mánudaginn 13. apríl, kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna
Guðlaug Hanssen.
t
Faöir okkar, tengdafaðir og afi,
HERMANN G. HERMANNSSON
trésmfðameistari,
Melgerði 13, Reykjavík,
áður Njálsgötu 92,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu 14. apríl 1987 kl. 1 5.00.
Dýrleif Hermannsdóttir,
Björg S. Hermannsdóttir,
Ingvi Þorsteinsson,
Unnur Jónasdóttir,
°9
Jóhannes Bergsteinsson,
Gunnar Gislason,
Inga L. Guðmundsdóttir,
Páll Sigurðsson
barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN S. GÍSLASON
múrari,
Kleppsvegi 56,
verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 14. apríl kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hins látna
er bent á líknarstofnanir.
Laufey Bergmundsdóttir,
Gísli S. Guðjónsson, Auður F. Jóhannesdóttir,
Reynir S. Gislason.
t
Eiginkona mín,
JÓHANNA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Viðihvammi 18,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð Kópavogi 7. apríl verður
jarösungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 15. apríl kl. 15.00.
Jóhann Kr. Jónsson og fjölskylda.
t
Þökkum innilega" auðsýnda samúð við andlát og útför,
JÓHANNESAR SIGURÐSSONAR,
Hátúni 10.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á lungnadeild Vífilsstaðaspítala.
Guðrún Jónsdóttir,
Sigrún Jóhannesdóttir, Geir Runólfsson,
Gunnar Jóhannesson, Rósa Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför,
GRÉTARS JÓHANNESSONAR,
Eiríksgötu 19.
Helga Sigurjónsdóttir,
börn, tengdasonur og barnabörn.
lega kær, en Jþá fluttist fjölskyldan
út í Stærri-Arskóg, þar sem þau
áttu heima í nokkur ár, og þaðan
lá leiðin í Vallholt.
1. desember 1926 giftist amma
mín Gunnari Níelssyni, afa mínum,
en hann lést 1980. Þau Gunnar og
Helga byijuðu sinn búskap í Vall-
holti, en 1928 keyptu þau Brimnes-
bæinn og stofnuðu þar sitt heimili.
Þar hóf afi útgerð á eigin báti, en
1938 fluttust þau amma og afi til
Hauganess, þar sem þau reistu sér
hús, sem þau kölluðu Garð, og var
í mínum augum ætíð sami unaðs-
reiturinn. Börn þeirra eru 6. Þau
eru Níels, skipstjóri og útgerðar-
maður, Hauganesi, kvæntur Rósu
Stefánsdóttur; Petrea, gift Jóhanni
Antonssyni á Hauganesi; Halldór,
sjómaður og útgerðarmaður á
Hauganesi, kvæntur Astu Hannes-
dóttur; Valborg, í sambúð með
Sigtryggi Valdimarssyni vörubíl-
stjóra á Akureyri; Helga, gift Ellert
Kárasyni skrifstofumanni á Akur-
eyri, og Gunnborg yngst, gift Pétri
Sigurðssyni múrara á Akureyri.
Barnabörnin eru nú orðin 18 og
barnabarnabörnin einnig 18.
Geta má nærri að nóg hefur ver-
ið að starfa hjá húsmóðurinni ungu
meðan verið var að koma börnunum
á legg, byggja upp heimilið og jafn-
framt að leggja gjörva hönd á
verkun sjávaraflans, sem afi flutti
að landi með sinni alkunnu útsjón-
arsemi, aflasæld og dugnaði. En
fjölskyldan varð snemma samhent
Gunnar Þ. Arnar-
son — Kveðjuorð
Fæddur 1. mars 1971
Dáinn 28. mars 1987
„Kallið kemur og við hlýðum kallinu,
þetta kall heyrir aðeins hann,
og hann hlýddi kallinu."
16 ár ekki langur tími af manns-
aldri að vera. Þegar við fengum
freguina um að vinur okkar Gunnar
Þór hefði verið kallaður á brott
komu upp margar spurningar. Af
hvetju hann? Bara 16 ára og átti
alia framtíðina fyrir sér. En spurn-
ingarnar eru margar og svörin
engin. Við minnumst Gunna sem
áhugasams nemanda og virkur var
hann í öllu sem við tókum okkur
fyrir hendur. Gunni var vinur vina
sinna, því kynntumst við öll, sem
eitt hvað þekktum til hans. Með
þessum fáu orðum viljum við þakka
kynni sem aldrei gleymast. Það
hefur verið höggvið stórt skarð í
hópinn. Foreldrum, systkinum og
Olafi Erni, besta vini hans, sendum
við okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Þið hafið misst góðan dreng sem
aldrei gleymst. Góður Guð styrki
ykkur í ykkar miklu sorg.
F.h. nemenda Héraðsskólans
í Reykjanesi veturinn
1986-1987,
Anna Ólafsdóttir
Veturinn 1985 fór ég í heimavist-
arskóla og kynntist ég Gunna Þór
þann vetur lítillega. En skólaárið
1986 lá leiðin á sama stað aftur
og var ég þá ein af gömlu nemend-
unum. Þá kynntist ég vini sem
reyndist sem bróðir. Þessi vinur var
Gunni Þór, alltaf brosandi, bláu
augun hlæjandi hvað sem dagurinn
hét og þolinmæðin var alveg ein-
stök. Tímunum saman gat hann
verið að hlusta á vandamál eða
kenna manni stærðfræði. Gunni var
duglegur í skólanum og hafði mjög
gaman af íþróttum. Eg minnist
þess sérstaklega þegar fyrsti snjór-
inn kom eftir áramót. Þá var Gunni
kominn út um leið, þróttmikill og
fjörugur og allir á eftir. Það er erf-
itt að hugsa til þess að fá ekki að
njóta fleiri stunda í þessum heimi
með Gunna. Minning um góðan
dreng gleymist seint. Eg vil þakka
fyrir að hafa notið þess að þekkja
Gunna. Þeir deyja ungir sem guð-
irnir elska. Innilegustu samúðar-
kveðjur til foreldra, systkina og Ola
Arnar. Guð blessi ykkur og styrki
í ykkar miklu sorg.
Við munum hittast síðar.
Anna
Þær eru margar minningarnar
sem sækja á hugann er ég kveð
minn ástkæra bernskuvin, Gunnar
Þór. Við vorum ekki háir í loftinu
t
Þökkum innilega auösýnda samúð við andlát og útför móöur
okkar og tengdamóður,
SVEINU SVEINSDÓTTUR.
Sveinn Björnsson, Sigurbjörg Sigurðardóttir,
Sólrún Björnsdóttir, Steindór Hálfdánarson,
Arnheiður Borg, Kjartan Borg,
Birna Björnsdóttir, Viðar Ólafsson
og aðrir aðstandendur.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug vegna andláts
eiginkonu minnar, dóttur okkar, móður, tengdamóður og ömmu,
HRAFNHILDAR MARGRÉTAR VIGGÓSDÓTTUR,
Álfhólsvegi 27, Kóp.,
sem lést 29. mars sl.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landakotsspítala
fyrir umhyggju og hjálp. Guð blessi ykkur öll.
Bogi ÞórirGuðjónsson,
Viggó Guðjónsson,
Guðjón Bogason,
Aðalheiður Bogadóttir lckes,
Sólveig Bogadóttir,
Þórunn Bogadóttir Moyer,
Heba Bogadóttir,
Linda Lea Bogadóttir
Aðalheiður Gestsdóttir,
Elín Björk Einarsdóttir,
Robert lckes,
Páll Einarsson,
Sidney C. Moyer,
og barnabörn.
og allir lögðu sitt af mörkum til að
nýta sem best það hráefni, sem að
landi barst. í Garði reistu þau amma
og afi sér og börnunum fagurt og
hlýlegt heimili, þar sem rausn og
myndarskapur sátu ætíð í fyrir-
rúmi, enda sambúð þeirra og
samheldni slík að þar bar aldrei
skugga á. í Garði var jafnan mann-
margt, börnin mörg og oft mikill
gestagangur enda hjónin vinsæl og
vinmörg og afi mjög virkur í sveit-
arstjórnamálum. Hann var í hrepps-
nefnd í 35 ár og vann manna mest
og ötullegast að því að byggð væri
upp hafnaraðstaða á Hauganesi og
einnig á Sandinum. Með þeim mál-
um fylgdist amma mín af miklum
áhuga og eldmóði og hugur hennar
var alltaf bundinn sjónum og bátun-
um, sem á sjóinn sækja, og margar
ferðir var búið að ganga út að
glugganum til að líta eftir hvort
eiginmaðurinn á bátnum sínum, og
síðar synir og tengdasynir, væri að
nálgast bryggju. En áhugi hennar
var ekki eingöngu bundinn við þann
bát, því að hún þurfti líka að fylgj-
ast með hinum bátunum og athuga
hvemig gengi þar. Þessi áhugi
þegar við kynntumst fyrst og mörg
voru ævintýrin sem við rötuðum í.
Ekki var laust við að fullorðna fólk-
inu þætti stundum nóg um, þegar
við fórum af stað. Aldrei mun ég
gleyma síðustu helginni okkar sam-
an. Þá sátum við lengi í herberginu
hans Gunnars, og riQuðum upp öll
ævintýrin okkar, gömul og ný,
grunlausir um að þetta væm okkar
síðustu samvemstundir. Gunnar var
skemmtilegur og góður félagi, og
alltaf hélt hann tryggð við mig, þó
hann færi burt úr bænum. Eg trúi
því líka að hann verði áfram vinur
minn, þó hann sé nú farinn á enn
fjarlægari stað. Þar er gott að vita
Gunnar minn, umvafinn gæsku
Guðs sem skilur allt. Ég kveð hann
með sámm söknuði með þökk fyrir
allar yndislegu stundirnar sem við
áttum saman. Ég veit að við munum
hittast síðar og þá verða fagnaðar-
fundir. Guð styrki foreldra hans,
systkini og aðra ástvini í þeiira
miklu sorg. Fjölskylda mín sendir
innilegar samúðarkveður til allra
er nú syrgja hann sárt og þakka
Gunnari liðnar stundir. Ég kveð
elsku brosmilda vin minn.
Hans vinur að eilífu.
Dinni
Blómastofa
Friðfinns
Suðurtandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öllkvöld
til kl. 22,- eínnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.