Morgunblaðið - 12.04.1987, Síða 69

Morgunblaðið - 12.04.1987, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 69 Kveðjuorð: Jóhann Gunnlaugs son á Víðimýri Þegar ég heyrði lát Jóhanns Gunnlaugssonar, bónda á Víðimýri í Skagafirði, fór ég að hugleiða, hve mikið Þjóðminjasafnið ætti því fólki upp að inna, sem annazt hefír og gætt þeirra menningarminja úti um landið, sem safnið á og ber að varð- veita. Ekki sízt eru það umsjónar- menn gömlu bæjanna og gömlu kirknanna, sem eru á fomleifaskrá, sem hér eiga þakkir skildar. Mér fannst ég því ekki mega láta hjá líða að geta Jóhanns að nokkru nú þegar hann er allur og færa þakkir fyrir samskipti okkar, sem ekki bar hátt en voru þó með þeim mestu ágætum, sem verða mega. Jóhann hitti ég fyrst sumarið 1965, en síðar kynntist ég honum betur er ég for að koma við nokkuð reglulega á Víðimýri í eftirlitsferð- um. Þessi lágvaxni og hógværi maður bar með sér mikla hlýju. Hann var samanrekinn og vinnu- merktur, eins og sagt var, enda var hann þá orðinn einbúi á Víðimýri, hinu gamla stórbýli, og var aleinn þar mestan hluta ársins þótt hann hefði oft nokkra hjálp yfír sumarið. A Víðimýri stendur ein af gömlu torfkirkjunum, sem Þjóðminjasafn- ið á og annast, og sú sem þekktust er og líklegast prýðilegust þeirra allra. Hún var reist 1834 af þjóð- hagasmiðnum Jóni Samsonarsyni í Keldudal, komst í eigu og umsjá Þjóðminjasafnsins er hún varð hundrað ára gömul og stendur nán- ast óbreytt með öllu enn í dag. Jóhann annaðist þessa gömlu kirkju á Víðimýri í áratugi af mik- illi samvizkusemi og trúmennsku. Þótt hann væri einbúi virtist hann aldrei eiga svo annríkt, að hann gæti ekki farið og sýnt kirkjuna, hvort sem komu hópar fólks eða einstakir menn, og mikils mat hann það þegar starfsmenn safnsins komu þar og gátu rætt við hann um ástand og þarfir kirkjunnar. Þama á Víðimýri var alltaf jafn- snyrtilegt umhverfís bæ og kirkju, aldrei véladót eða rusl neins konar og kirkjan ævinlega hrein og hirt af natni. Að Víðimýri koma þúsundir gesta árlega, erlendir sem innlendir, til þess að skoða kirkjuna. Alltaf brá Jóhann við, þótt hann væri í önnum, enda þurfti hann sjálfur að annast alla hluti innan- og utanhúss mest- allt árið. Hann fór þá og opnaði kirkjuna og sýndi. Honum virtist þetta til mikillar ánægju, settist gjarnan á einn fremsta bekkinn karlmannamegin, að gamalli venju, og skýrði þaðan frá kirkjunni eða ræddi um hana við okkur starfs- fólkið, ástand hennar og viðgerðir. Sjálfur dyttaði Jóhann að henni eins og hann gat, sló þekjur og veggi, málaði hurð og glugga og bar tjöru á stafna, og oft útvegaði hann í samráði við okkur menn til að vinna stærri viðgerðarstörf. Var ljóst, að Jóhann bar mikinn hlýhug til þessa gamla og merka húss og annaðist það af stakri samvizkusemi. Aldrei var vandræðazt yfir málum, jafnvel þótt veggur væri klofínn eða þekjan sólbrunnin, heldur var leitað ráða og samþykkis til að fá gert við skemmdir og bent á úrræði. Þannig var Jóhann. I gær, laugardag, var Jóhann Gunn- laugsson kvaddur frá Víðimýrar- kirkju og lagður til hvílu í garðinum þar, en hann andaðist nær 68 ára að aldri 1. apríl síðastliðinn. Eg veit harla lítið um ætt og feril Jó- hanns, nema það að hann var fæddur 16. maí 1919 að Fremri- Kotum í Norðurárdal í Skagafírði, yngstur af fimm börnum hjónanna þar, Gunnlaugs Guðmundssonar og- Friðbjargar Halldórsdóttur, er þar bjuggu til 1924. Eftir það bjó fjöl- skyldan á ýmsum stöðum í Skaga- firði, en 1941 fluttist Jóhann ásamt móður sinni að Víðimýri, sem þá var ríkisjörð, en hann fékk keypta fyrir nokkrum árum. Þar bjuggu þau meðan hún lifði og eftir það var Jóhann einn á Víðimýri, nema*' hvað hann hafði stundum hjálp yfir sumarið af unglingum, stundum þeim sem áttu við einhvetja erfíð- leika að stríða, enda var honum lagið að blanda geði við unglinga, skildi þarfir þeirra og vandamál og tókust vináttubönd á milli. Sjálfur kvæntist Jóhann aldrei né átti af- komendur. „Vertu trúr yfír litlu og yfir mik- ið mun ég setja þig.“ Ég vona, að Jóhann á Víðmýri njóti þessa fyrirheits nú þegar hann er horfinn héðan af heimi. Þór Magnússon Legsteinar Við erum fluttir a i Kársnesbraut 112, Kóp. S: 641072. LU/rUA, i.f. Qpið frá kl. 15-19. Nú vill Braun ræða við þá fjölmörgu, sem vilja hafa skegg sitt vel snyrt. Umræðuef nið er rakvél fyrir þá sem aldrei raka sig! Greiða og skæri eru _|. núleyst af hólmimeð snjöllu tæki sem við köllum skeggsnyrti. Það er tæki, sem um leið er bartskeri og klippur. 4_ Skeggsnyrtirinn er bæði fyrir straum og hleðslu — 40 mín- útna notkun á hleðslu. Hann er stillanlegur fyrir fjórar skegglengdir, 3—8—14 og 19 mm. Þessvegna kjörið tæki fyrir þá sem vilja alltaf hafa „3ja daga skegg“. Skeggsnyrtirinn er 4^. auðveldur f notkun, og klippir jafnt og ör- ugglega. Þú ákveður sjálfur skeggáferðina með þvl að velja á milli fjögurra still- inga. Það er ekki að spyrja að BRAUN! BRHUn <0> Verslunin PFAFF Borgartúni 20 Braun nýjung: „Rakvér sem aldrei fyrir þá raka sig! Ragnheiður Hansen Stykkishólmi Fædd 20. ágúst 1915 Dáin 31. mars 1987 Traustir skulu homsteinar. Þessi orð koma í huga minn þegar ég rita nokkur kveðju- og þakkarorð og minnist Rögnu Hansen. Vissu- lega var hún homsteinn síns heimilis, vakandi yfír velferð manns og bama. Heimilið var sá vettvang- ur hennar þar sem hún naut sín vel og heimilið hafði yfir sér þann blæ að mér leið vel þegar ég heim- sótti hana og hennar ágæta mann Jón Ólafsson. Hingað í Stykkishólm kom hún bam að aldri með foreldrum sínum, Sigurbjörgu Guðmundsdóttur og Hans J. Hansen bakarameistara, sem hér starfaði bæði að iðn sinni og auk þess að félagsmálum, var m.a. framarlega í bindindismálum, félagi st. Hildar. Hún fæddist í Reykjavík en unglings- og mann- dómsárin voru helguð Hólminum og snemma var Hólmurinn henni svo kær að mátti heita að þau ættu hvort annað. Jón Ólafsson maður hennar, sem látinn er fyrir nokkm, var sjómaður, alinn upp á stóru heimili í góðum hóp mannvænlegra systkina. Hann stundaði sjó meðan kraftar leyfðu og sjórinn var hans annar vettvangur, heimilið nr. 1 og þar voru þau samstæð. Snemma varð Ragna unnandi íþrótta og minnist ég hennar sérstaídega þeg- ar badmintoníþróttin var upp á sitt besta, því þar var hún framarlega og Stykkishólmur um skeið öndvegi þeirrar íþróttar. Hún var félagi ungmennafélagsins og á 20 ára afmæli þess 1958 var hún heiðruð fyrir góðan þátt í íþróttum hér í bæ. Frá samskiptum við Rögnu og Jón á ég margar góðar og skemmti- legar minningar, sem hugurinn rifjar upp þegar leiðir skilur í bili. Það var sem sé oft glatt og skemmtilegar umræður í eldhúsinu hennar þegar ég leit þar inn. Þang- að var bæði srott og gaman að koma. Þökk sé þeim góðu hjónum fyrir allar þær stundir og eins þeg- ar við mættumst á öðrum vettvangi. Jafnframt því að vera dugleg og vinna vel bæði sínu heimili og öðr- um var uppeldi bamanna, sem ekki var minni umhyggja borin fyrir, enda sýna þau öll að svo sem sáð er svo er upp skorið. Þau Jón og Ragna eignuðust 4 mannvænleg böm, Kristin Ólaf skipstjóra, Sigur- björgu Hönsu húsfrú og bæði búsett hér í Hólminum, góðar stoðir bæjar- félagsins, Emmu húsmóður á Akureyri og Eggert Ólaf, búsettan í Hafnarfirði. Einni góðri og traustri húsmóður er Hólmurinn nú fátækari. Hennar er því saknað um leið og störf henn- ar og viðmót er þakkað af öllum þeim sem nutu. Heilsu hennar hafði hrakað seinustu ár og bar hún slíkt með einstakri þolinmæði og æðm- leysi. Ég vil svo ljúka þessum fáu orð- um með innilegum þökkum fyrir góða samfylgd og biðja henni bless- unar á akri lífsins. Vandamönnum sendi ég innilega samúð. Árni Helgason Legsteinar Framieiðum aliar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf ______ um gerð og val iegsteina._ ÍB S.HELGASON HF | STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI48 SlMI 76677

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.