Morgunblaðið - 12.04.1987, Síða 72
Skákmótið
í New York:
Margeir
vanní
4. umferð
MARGEIR Pétursson vann
andstæðing sinn í 4. umferð
opna skákmótsins í New
York á föstudag en Helgi
Ólafsson gerði stutt jafntefli
við bandaríska stórmeistar-
ann Maxim Dlugy.
Margeir hafði svart í skák
sinni við íranska alþjóðameist-
arann Shiraza sem er nú
búsettur í Bandaríkjunum. Mar-
geir fékk verri stöðu en þegar
Shiraza teygði sig of langt snéri
Margeir vörn í sókn og vann í
60 leikjum.
Stórmeistaramir Smyslov,
Seirawan og Portisch eru efstir
og jafnir með_ 3,5 vinninga eftir
4 umferðir. A eftir þeim koma
nokkrir skákmenn með 3 vinn-
inga, þar á meðal Helgi Ólafs-
son. Margeir Pétursson er með
2,5 vinninga. Fimmta umferð
verður tefld í dag en í gær áttu
skákmennirnir frí.
Framfarir í
eggjaframleiðslunni;
Hænurnar
farnar að
verpa meira
GÓÐUR árangur hefur náðst í
eggjaframleiðslunni að undan-
förnu með fugium af nýjum
varphænsnastofni, sem fluttur
var inn frá Noregi í fyrra. Fugl-
ar af þessum stofni eru heilsu-
hraustari en af gamla stofninum
og verpa mun meira. Framleiðsl-
an er því mun hagkvæmari en
áður var.
Nýi stofninn var fluttur inn til
landsins fyrir P/2 ári og hafa fugl-
ar af honum verið að koma inn í
varpið undanfama mánuði. Þor-
steinn Sigmundsson eggjabóndi í
Elliðahvammi segir að varpprósenta
nýja stofnsins hafi verið 90% frá
áramótum, en að meðaltali um 55%
hjá gamla stofninum á síðasta ári.
Framleiðslan í Elliðahvammi muni
aukist úr 60 tonnum í 100 á ári
með tilkomú fugla af nýja stofnin-
um, en kostnaðurinn svipaður.
Þorsteinn segir að mikill fóður-
kostnaður sparist, nú þurfi 2,2 kg
fóðurs á móti 1 kílói af eggjum, en
áður hefði þurft að nota 3,5 kg af
fóðri til að framleiða kíló af eggjum.
Sjá viðtal við Þorstein í Elliða-
hvammi á blaðsíðu 16b.
Veiðibann
smábáta hafið
ALLAR fiskveiðar smábáta undir
10 brúttólestum eru bannaðar yfir
páskana eins og undanfarin ár.
Bannið tók gildi klukkan 20 í
gærkvöldi, laugardaginn 11. apríl.
oggildirtil klukkan 10 árdegis þriðju-
daginn 21. apríl nk.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Þyrla Landhelgisgæslunnar við björgunaræfingar. Verið er að kenna notkun flotbjörgunarbún
inga, sem komnir verða í flest íslensk fiskiskip fyrir árslok.
Slysayarnaskóli sjómanna:
700 sjómenn hafa tekið
þátt í námskeiðum í vetur
UM 700 sjómenn hafa frá því um áramót tekið þátt í björgunar-
námskeiðum og öryggisfræðslu Slysavarnaskóla sjómanna. Þessi
námskeið, sem þegar hafa verið haldin í Reykjavík, á ísafirði, í
Vestmannaeyjum, á Skagaströnd, Sauðárkróki og Dalvík, hafa
verið vel sótt. Einstaklingar, heilu skipshafnirnar og útgerðirnar
hafa komið, að sögn Þorvalds Axelssonar hjá Slysavarnafélagi
íslands. Einnig allir nemendur Stýrimannaskólans i Reykjavík
og skóianna úti um land. Hvert námskeið tekur 3—4 daga.
Að sögn Þorvalds er á nám- varnafélagsins, þeir Þorvaldur
skeiðunum lögð mikil áhersta á
sjóbjörgun almennt, svo sem end-
urlífgun, ofkælingu, brunavamir
og slökkvistörf, meðferð fluglínu-
tækja, viðbrögð ef maður fellur
fyrir borð, hvemig yfirgefa á skip,
dvöl í björgunarbátum, hvernig
halda má lífi við erfiðar aðstæður
og notkun þeirra björgunartækja
sem lögboðin em um borð í skip-
um og björgunarfömm. Leiðbein-
endur á námskeiðunum em
aðallega þrír starfsmenn Slysa-
Axelsson, Höskuldur Einarsson
og Þórir Gunnarsson og Kristín
Einarsdóttir, lífeðlisfræðingur,
auk þess sem menn frá Land-
helgisgæslunni og Siglingamála-
stofnun hafa leiðbeint í sértímum.
Þorvaldur sagði að greinilegt
væri að gífurleg þörf væri á nám-
skeiðum af pessu tagi og enn
væri engan veginn hægt að anna
eftirspum og þörf. Biýnt væri að
þjálfa fleiri leiðbeinendur og bæta
tækjabúnað. Aðstöðu á landi með
aðgangi að sjó hefði skort, en
stefnt væri að úrbótum í þeim
efnum á næstunni. Þar þyrfti
sérstaklega að koma upp aðstöðu
til bmnavarnaæfinga og slökkvi-
starfa, en slík aðstaða væri hvergi
hér á landi. Þá sagði Þorvaldur
að LÍÚ hefði fest kaup á flot-
björgunarbúningum sem fæm í
flest íslensk fiskiskip fyrir lok
þessa árs og nauðsynlegt væri að
kennslu á notkun þessara öryggis-
tækja væri lokið á sama tíma og
tækin kæmu um borð í skipin.
Sæbjörg, gamla varðskipið Þór,
hefur verið notuð í nær ár til sjó-
manna- og öryggisfræðslu og
verið miðstöð fræðslustarfs Slysa-
varnaskóla sjómanna. Fyrirhugað
er að skipið fari á næstunni til
námskeiðahalds til Vestmanna-
eyja og síðan norður um land.
Leifsstöð í gagnið
á miðvikudag:
Fyrstufar-
þegarnir
koma frá
Chicago
FYRSTU farþegarnir sem
ganga á land í Leifsstöð á
Keflavíkurflugvelli koma
með Flugleiðavél af gerðinni
DC-8 frá Chicago kl. 5.45 á
miðvikudagsmorgun. Flug-
stjóri í ferðinni verður Pálmi
Sigurðsson. Þessar upplýs-
ingar fengust hjá varnar-
málaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins og Flugleiðum.
Nú um helgina höfðu 116 far-
þegar verið skráðir með vélinni,
tólf ætla að hafa viðdvöl hér en
afgangurinn heldur áfram til
Lúxemborgar. Skömmu eftir
lendingu Chicago vélarinnar er
væntanleg samskonar þota frá
New York. Hún er nánast full-
bókuð, með 237 farþega. Gunnar
Valdimarsson verður flugstjóri
vélarinnar.
Árekstur í Grindavík:
Tveir piltar
slösuðust
Voru réttindalaus-
ir á mótorhjóli
Grindavík.
ALVARLEGT umferðarslys
varð á aðalgötu bæjarins
þriðjudagskvöld þegar tveir
réttindalausir piltar á mótor-
hjóli óku framan á ameríska
bifreið og slösuðust mikið.
Piltarnir, sem eru 13 og 14
ára, óku á mikilli ferð eftir
Víkurbraut og lentu framan á
fólksbifreiðinni, sem kom úr
Borgarhrauni stuttu áður. Pilt-
arnir brotnuðu bæði á fótum og
höndum og hlutu aðra áverka,
en að sögn lögreglunnar munu
hjálmar ,sem þeir notuðu hafa
bjargað lífi þeirra. Mótorhjólið
er ónýtt og bfllinn er mjög
skemmdur.
— Kr. Ben.
• •
Olvun og
óspektir í
miðborginni
TALSVERÐUR mannfjöldi safn-
aðist saman í miðborginni í
fyrrinótt og var nokkuð um ölv-
un og slagsmál, sem lögreglan
þurfti að hafa afskipti að.
Fjórar rúður voru brotnar í mið-
bærium, þar af tvær í Austurstræti,
en ekki gerðar tilraunir til þjófnað-
ar. Einn maður fékk bað í Tjöminni
og var bjargað af félögum sínum.
Hann var fluttur á slysadeild til
aðhlynningar og læknismeðferðar.