Morgunblaðið - 15.04.1987, Page 13

Morgunblaðið - 15.04.1987, Page 13
v«or jtímA ?.r auDAauxivarM .aiaAuawioflOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 13 Málflutningskeppni norrænna laganema haldin á Þingvöllum HÉR á landi var nýverið staddur prófessor Jacob W. F. Sundberg við lagadeild Háskólans í Stokk- hólmi. Hann annast framkvæmd málflutningskeppni laganema á Norðurlöndum og kannaði hann m. a. aðstæður hérlendis til að halda keppnina. Keppni sú, sem hér er um að ræða er sérstakur „kúrs“ í evrópurétti og snýst málflutningurinn um mál á sviði Mannréttindasáttmála Evr- ópu. í tengslum við hverja þá lagadeild, sem þátt tekur í keppn- inni eru stofnaðir svokallaðir „lögmannsklúbbar"; keppnishópar Morgunblaðið/Ámi Sæberg Prófessor Jacob W. F. Sund- berg: „Þingvellir hafa ákveðið lögfræðilegt aðdráttarafl." laganema, sem starfandi lögmenn veita forstöðu. Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður veitir for- stöðu íslenska hópnum. „Keppnin fer þannig fram, að öll lið fá senda atvikalýsingu og fá þau tvær vikur til þess að ganga frá skriflegum greinargerðum í málinu. Þegar dómarar hafa lokið við að yfirfara greinargerðir, hefst munn- legur málflutningur", sagði pr. Sundberg. Liðin geta lent bæði sóknar- og varnarmegin og er því hveiju liði skipt í sóknar- og vamar- lið. „Keppnin hófst 1984 og taka þátt í henni lið frá Kaupmanna- höfn, Árósum, Stokkhólmi, Lundi, Uppsölum, Osló og nú síðast Reykjavík. Við erum einnig að vinna að því að fá Finna með, en meðal Norðurlanda hafa þeir ákveðna sér- stöðu, þar sem þeir eru ekki aðilar að Evrópusáttmálanum." Aðspurður um tilgang þessarar keppni, sagði próf. Sundberg að hann væri margþættur. Fyrst og fremst væri þetta æfing fyrir laga- nema, annars vegar í gerð greina- gerða og munnlegum málflutningi og hins vegar í notkun reglna Evr- ópusáttmálans. Einnig er tilgangur- inn með þessu að auka samskipti norrænna laganema innbyrðis og við lögmenn og dómara frá Norðurl- öndum. Einnig má segja að þetta sé kjörinn vettvangur fyrir starf- andi lögmenn að „njósna" um lögmannsefni." „Viðbrögð hafa verið mjög góð við þessari keppni og lögmenn ver- ið mjög áhugasamir, enda sjá þeir hugsjónir eftirstríðsáranna að baki stofnun Evrópusáttmálans lifandi í lögfræðilegri umræðu. Einnig er það nokkuð skemmtilegt, að frammistaða laganemanna er orðið mikið metnaðarmál á milli þeirra lögmannsstofa, sem veita þeim for- stöðu.“ Lögmannsklúbbur Garðars Garð- arssonar hrl. tók í fyrsta sinn í þátt í keppninni í fyrra og náði þeim merka árangri að ná þriðja sæti. Aðspurður um tungumálaörðug- leika, sagði próf. Sundberg að þeir væru alls ekki fyrir hendi í greinar- gerðunum en væru hins vegar ákveðið vandamál í munnlega mál- flutningnum. „Til dæmis eiga Danir og Svíar mjög erfitt með að skilja hvern annan. Skilningurinn byggist mest á æfingu, en einnig eru ákveðnar reglur, svokallaðar „sprakprotest", sem felast í því, að menn geta mótmælt ef gagnaðilinn talar of hratt eða óskýrt eða notar óskiljanleg orð. Verður hann þá að hægja á sér og skýra orð sín.“ Próf. Sundberg hefur undanfarið venð að kanna aðstæður hérlendis til að halda keppnina. „Það er stefnt að því að halda keppnina hérlendis 1989; undanrásir færu þá fram ein- hvers staðar í Reykjavík, undanúr- slit vonandi í Hæstarétti og úrslitakeppnin á Þingvöllum, enda hafa Þingvellir ákveðið lögfræðilegt aðdráttarafl." Að endingu sagði próf. Sundberg að keppni þessi væri eins konar evrópsk útgáfa á bandarískri hug- mynd („Moot Court Competition") og keppni með svipuðu formi væri einnig háð í Frakklandi. „Það er von mín, að í framtíðinni verði þessi keppni ekki bara útfærsla á ró- mantík norrænna lögfræðinga, heldur alþjóðlegt fyrirbæri." Auglýsendur athugið ÚTGÁFUDAGAR Á NÆSTUNNI ERU SEM HÉR SEGIR: 16. APRIL FIMMTUDA GUR skírdagur Skilafrestur auglýsinga 14. apríl kl. 16:00 22. APRIL MIÐVIKUDAGUR síðasti vetrardagur Skilafrestur auglýsinga 15. apríl kl. 16:00 23. APRIL FIMMTUDAGUR sumardagvrínn fyrsti Skilafrestur auglýsinga 21. apríl kl. 16:00 25. APRIL LAUGARDAGUR alþingiskosninga. Skilafrestur auglýsinga 22. apríl kl. 16:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.