Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 13
v«or jtímA ?.r auDAauxivarM .aiaAuawioflOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 13 Málflutningskeppni norrænna laganema haldin á Þingvöllum HÉR á landi var nýverið staddur prófessor Jacob W. F. Sundberg við lagadeild Háskólans í Stokk- hólmi. Hann annast framkvæmd málflutningskeppni laganema á Norðurlöndum og kannaði hann m. a. aðstæður hérlendis til að halda keppnina. Keppni sú, sem hér er um að ræða er sérstakur „kúrs“ í evrópurétti og snýst málflutningurinn um mál á sviði Mannréttindasáttmála Evr- ópu. í tengslum við hverja þá lagadeild, sem þátt tekur í keppn- inni eru stofnaðir svokallaðir „lögmannsklúbbar"; keppnishópar Morgunblaðið/Ámi Sæberg Prófessor Jacob W. F. Sund- berg: „Þingvellir hafa ákveðið lögfræðilegt aðdráttarafl." laganema, sem starfandi lögmenn veita forstöðu. Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður veitir for- stöðu íslenska hópnum. „Keppnin fer þannig fram, að öll lið fá senda atvikalýsingu og fá þau tvær vikur til þess að ganga frá skriflegum greinargerðum í málinu. Þegar dómarar hafa lokið við að yfirfara greinargerðir, hefst munn- legur málflutningur", sagði pr. Sundberg. Liðin geta lent bæði sóknar- og varnarmegin og er því hveiju liði skipt í sóknar- og vamar- lið. „Keppnin hófst 1984 og taka þátt í henni lið frá Kaupmanna- höfn, Árósum, Stokkhólmi, Lundi, Uppsölum, Osló og nú síðast Reykjavík. Við erum einnig að vinna að því að fá Finna með, en meðal Norðurlanda hafa þeir ákveðna sér- stöðu, þar sem þeir eru ekki aðilar að Evrópusáttmálanum." Aðspurður um tilgang þessarar keppni, sagði próf. Sundberg að hann væri margþættur. Fyrst og fremst væri þetta æfing fyrir laga- nema, annars vegar í gerð greina- gerða og munnlegum málflutningi og hins vegar í notkun reglna Evr- ópusáttmálans. Einnig er tilgangur- inn með þessu að auka samskipti norrænna laganema innbyrðis og við lögmenn og dómara frá Norðurl- öndum. Einnig má segja að þetta sé kjörinn vettvangur fyrir starf- andi lögmenn að „njósna" um lögmannsefni." „Viðbrögð hafa verið mjög góð við þessari keppni og lögmenn ver- ið mjög áhugasamir, enda sjá þeir hugsjónir eftirstríðsáranna að baki stofnun Evrópusáttmálans lifandi í lögfræðilegri umræðu. Einnig er það nokkuð skemmtilegt, að frammistaða laganemanna er orðið mikið metnaðarmál á milli þeirra lögmannsstofa, sem veita þeim for- stöðu.“ Lögmannsklúbbur Garðars Garð- arssonar hrl. tók í fyrsta sinn í þátt í keppninni í fyrra og náði þeim merka árangri að ná þriðja sæti. Aðspurður um tungumálaörðug- leika, sagði próf. Sundberg að þeir væru alls ekki fyrir hendi í greinar- gerðunum en væru hins vegar ákveðið vandamál í munnlega mál- flutningnum. „Til dæmis eiga Danir og Svíar mjög erfitt með að skilja hvern annan. Skilningurinn byggist mest á æfingu, en einnig eru ákveðnar reglur, svokallaðar „sprakprotest", sem felast í því, að menn geta mótmælt ef gagnaðilinn talar of hratt eða óskýrt eða notar óskiljanleg orð. Verður hann þá að hægja á sér og skýra orð sín.“ Próf. Sundberg hefur undanfarið venð að kanna aðstæður hérlendis til að halda keppnina. „Það er stefnt að því að halda keppnina hérlendis 1989; undanrásir færu þá fram ein- hvers staðar í Reykjavík, undanúr- slit vonandi í Hæstarétti og úrslitakeppnin á Þingvöllum, enda hafa Þingvellir ákveðið lögfræðilegt aðdráttarafl." Að endingu sagði próf. Sundberg að keppni þessi væri eins konar evrópsk útgáfa á bandarískri hug- mynd („Moot Court Competition") og keppni með svipuðu formi væri einnig háð í Frakklandi. „Það er von mín, að í framtíðinni verði þessi keppni ekki bara útfærsla á ró- mantík norrænna lögfræðinga, heldur alþjóðlegt fyrirbæri." Auglýsendur athugið ÚTGÁFUDAGAR Á NÆSTUNNI ERU SEM HÉR SEGIR: 16. APRIL FIMMTUDA GUR skírdagur Skilafrestur auglýsinga 14. apríl kl. 16:00 22. APRIL MIÐVIKUDAGUR síðasti vetrardagur Skilafrestur auglýsinga 15. apríl kl. 16:00 23. APRIL FIMMTUDAGUR sumardagvrínn fyrsti Skilafrestur auglýsinga 21. apríl kl. 16:00 25. APRIL LAUGARDAGUR alþingiskosninga. Skilafrestur auglýsinga 22. apríl kl. 16:00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.