Morgunblaðið - 15.04.1987, Page 44

Morgunblaðið - 15.04.1987, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 Iþróttaskemman verður vettvangur menningarstarfsemi í sumar Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson Bárdur Halldórsson og Hreiðar Jónsson fyrir utan íþróttaskem- muna. Listaverkið sem þeir standa hjá gerði Jóhann Ingimarsson, betur þekktur sem Nói í Örkinni hans Nóa. ÁKVEÐIÐ hefur verið að Iþróttaskemman á Oddeyri verði notuð undir menningarstarfsemi frá 15. maí næstkomandi til 1. september. Það er menningarmálanefnd bæjarins sem tekur að sér þetta verkefni, í samráði við íþróttaráð, og hefur Hreiðar Jónsson verið ráð- inn framkvæmdastjóri þess sem þarna fer fram. Iþróttaskemman hefur oftsinnis verið notuð undir alls kyns menn- ingarviðburði en fyrr hefur starf- semin ekki verið skipulögð í svo langan tíma í einu. Skemman var á sínum tíma byggð sem geymsla fyrir þunga- vinnuvélar Akureyrarbæjar en hefur í áraraðir þjónað íþrótta- mönnum. Listamenn hafa einnig fengið þar inni, því eins og þeir Hreiðar og Bárður sögðu í samtali við Morgunblaðið er hún „mjög gott tónleikahús og fyrirtaks sýn- ingarsalur". Fróðir menn segja hljómburð hvergi betri í bænum, enda hafa margir vel heppnaðir tónleikar farið þama fram. Skemman verður opin fyrir alla listamenn og bentu þeir félagar á Söludeild Pósts og síma breytt SÖLUDEILD Pósts og síma á Akureyri var í síðustu viku tekin í notkun á nýjan leik eftir miklar breytingar. að tilvalið væri fyrir menn að taka sig saman, nokkra myndlistarmenn eða tónlistarmenn með myndlistar- mönnum — því húsið væri ömgg- lega of stórt fyrir marga til að sýna þar einir. Einhverjir hafa þegar ákveðið að sýna í Skemmunni í sumar — hafa pantað tíma — en þeir sem hafa hug á slíku geta haft samband við Hreiðar Jónsson í Skemmunni í síma 21530, eða heima í síma 21352. „Við sækjumst eftir að menn hafi samband og höfum áhuga á hvers kyns sýning- um og tónleikum," sögðu þeir. Það var Hreiðar sem átti hug- myndina að því að skipuleggja menningarstarfsemi sem þessa í íþróttaskemmunni yfir sumarmán- uðina — hefur verið með hana í kollinum í 1-2 ár að sögn, og „eftir að Bárður fór í menningarmála- nefndina fór eitthvað að gerast í málinu“, eins og Hreiðar sagði. Skíðatrimm í Hlíðarfialli Skíðaáhugamönnum stendur margt til boða í Hlíðarfjalli um þessa páska eins og undanfarin ár. Flugleiðatrimm verður á sínum stað og einnig trimm sem Skíðaráð Akureyrar verður með. Á morgun, skírdag, verður Flug- leiðatrimm í svigi. Flokkur 13-14 ára verður kl. 10.00, flokkur 10-12 ára kl. 12.00 og kl. 13.30 hefst keppni fyrir 9 ára og yngri. Skrán- ing fer fram í Strýtu rétt áður en keppni hefst. Öllum er heimil þátt- taka. Keppt verður um verðlauna- peninga en allir þátttakendur fá svo viðurkenningu. Á laugardag, 18. apríl, gangast Skíðaráð Akureyrar og foreldraráð SRA fyrir kepni í samsíða svigi fyrir 12 ára og yngri. Keppni hefst kl. 14.00 og geta allir krakkar kom- ið og verið með. Keppt verður um verðlaun. Á páskadag verður Flugleiða- trimm í göngu. Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 4 og 8 kílómetra. Brautin verður opin öllum sem vilja frá kl. 10.00 en tímataka hefst kl. 14.00. Sigurvegarinn í hvorri vega- lengd hlýtur að launum helgarferð með Flugleiðum en eins og undan- farin ár verður svo dregið eitt nafn úr hópi allra þátttakenda — og hlýt- ur sá heppni utanlandsferð með Flugleiðum. „Það má segja að héðan hafi öllu verið rutt út og byggt upp á nýtt,“ sagði Gísli Eyland, stöðvarstjóri, í samtali við Morgunblaðið. Aðstaða er nú öll mun betri en áður var fyrir viðskiptavinina, plássið rýmra og því gefst betri kostur á að skoða vöruna. Þama eru til sýnis þau símatæki sem til sölu eru, innan- hússsímstöðvar, póstfax-tæki og tölvutelextæki svo eitthvað sé nefnt. Þegar söludeildin var opnuð á nýjan leik sýndu starfsmenn fyrir- tækisins viðstöddum öll helstu tækin sem til sölu eru og útskýrðu hvemig þau virka. Þróunin í tækj- um sem þessum er mjög hröð að þeirra sögn, „við erum alltaf að fá Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri Pósts og síma, ávarpar viðstadda. eitthvað nýtt,“ sögðu þeir, og þama reyna í fyrsta skipti. Það kom til var gestum til dæmis sýnt nýtt landsins þremur dögum áður. póstfax-tæki, sem verið var að Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Frá afhendingu tækjanna um helgina. Frá vinstri: Þorkell Guð- brandsson, yfirlæknir lyfjadeildar, Rúrík Kristjánsson og Sigurveig Halldórsson, stjórnarmenn í Samtökum hjartasjúklinga, Ingólfur Viktorsson, formaður Samtakanna, og Friðrik Yngvason, læknir. €S Davíð Jónsson sýnir hvernig nýj- ustu póstfax-tækin vinna. Sjónvarp Akureyri MIÐVIKUDAGUR 15. apríl 18.00 Hvarf Harrys (Disappearanoe of Harry). Bresk sjónvarpskvikmynd með Annette Crosbie, Cornelius Garret og David Lyon í aöalhlutverk- um. Einn morguninn fer Harry Webster í vinnuna eins og vana- lega, en hann kemur ekki heim aftur. Kona hans hefur leit að hon- um og er brátt komin á óhugnan- lega slóö. 19.40 Frambjóöendur og fréttamenn. Málmfríður Siguröardóttir, Kvenna- lista, svarar spurningum. 20.00 Hardy-gengiö. Teiknimynd. 20.25 Benny Hill. Breskur gamanþátt- 21.00 Allt í gamni. Nýr innlendur skemmtiþáttur í umsjón Ladda og Júlíusar Brjánssonar. í þætti þess- um fá þeir til liös viö sig gesti og gangandi og spjalla við þá í léttum dúr. §21.35 Innflytjendurnir (Ellis Island). Seinni hluti. Þúsundir manna streymdu um hlið útlendingaeftirlits- ins á Ellis-eyju. I þessum banda- rísku sjónvarpsþáttum er fylgst meö afdrifum nokkurra þeirra. Meö aöal- hlutverk fara Peter Riegert, Faye Dunaway, Kate Burton og Richard Burton, en þetta er siöasta hlutverk- iö sem hann lék. 00.40 Dagskrárlok. Landssamtök hjartasjúklinga: Gjafir til FSA LANDSSAMTOK hjartasjúkl- inga afhentu Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri um helgina formlega tæki sem þau hafa gef- ið stofnuninni. Hér er um að ræða sjálfvirkan blóðþrýstimæli og fullkomið hjartalínuritstæki. Að sögn Ingólfs Viktorssonar, formanns Samtaka hjartasjúklinga, gáfu samtökin tæki á síðastliðnu ári fyri samtals 6.650.000 krónur. VELKOMIN TIL AKUREYRAR FLUGLEIÐATRIMM A SKIÐUM Skírdagur Svig, flokkur 13-15 ára kl. 10.00. Svig, flokkur 10-12 ára kl. 12.00. Svig, flokkur 9 ára og yngri kl, 13.30. Páskadagur Skíðaganga 8 km og 4 km kl. 14.00 Trimm fyrir alla fjölskylduna — Vegleg verðlaun f boði. „Þá tala ég um það sem við greiðum fyrir tækin, en með aðflutnings- gjöldum og tollum, sem við fáum niðurfelld, yrðu þau miklu dýrari. Raunvirði gjafa er um 13 milljón- ir,“ sagði hann: Þorkell Guðbrandsson, yfirlæknir lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahúss- ins, tók við gjöfunum fyrir hönd stofnunarinnar og sagði þær afar kærkomnar. Sagði hann um 60 sjúklinga koma á lyfjadeildina ár- lega vegna kransæðastíflu og að þar til nú hefði ekki verið hægt að veita hér ýmsa þjónustu. Það breyttist hins vegar með tilkomu þessara tækja. Tækin hafa verið í notkun á sjúkrahusinu í nokkurn tíma. „Blóðþrýstimælirinn kom hingað á Þorláksmessu og við not- uðum hann strax á aðfangadag. Menn voru þá mjög ánægðir með hann — við litum á þetta sem góða jólagjöf. Það hefur verið mjög góð reynsla af tækjunum," sagði Þor- kell.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.