Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 Iþróttaskemman verður vettvangur menningarstarfsemi í sumar Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson Bárdur Halldórsson og Hreiðar Jónsson fyrir utan íþróttaskem- muna. Listaverkið sem þeir standa hjá gerði Jóhann Ingimarsson, betur þekktur sem Nói í Örkinni hans Nóa. ÁKVEÐIÐ hefur verið að Iþróttaskemman á Oddeyri verði notuð undir menningarstarfsemi frá 15. maí næstkomandi til 1. september. Það er menningarmálanefnd bæjarins sem tekur að sér þetta verkefni, í samráði við íþróttaráð, og hefur Hreiðar Jónsson verið ráð- inn framkvæmdastjóri þess sem þarna fer fram. Iþróttaskemman hefur oftsinnis verið notuð undir alls kyns menn- ingarviðburði en fyrr hefur starf- semin ekki verið skipulögð í svo langan tíma í einu. Skemman var á sínum tíma byggð sem geymsla fyrir þunga- vinnuvélar Akureyrarbæjar en hefur í áraraðir þjónað íþrótta- mönnum. Listamenn hafa einnig fengið þar inni, því eins og þeir Hreiðar og Bárður sögðu í samtali við Morgunblaðið er hún „mjög gott tónleikahús og fyrirtaks sýn- ingarsalur". Fróðir menn segja hljómburð hvergi betri í bænum, enda hafa margir vel heppnaðir tónleikar farið þama fram. Skemman verður opin fyrir alla listamenn og bentu þeir félagar á Söludeild Pósts og síma breytt SÖLUDEILD Pósts og síma á Akureyri var í síðustu viku tekin í notkun á nýjan leik eftir miklar breytingar. að tilvalið væri fyrir menn að taka sig saman, nokkra myndlistarmenn eða tónlistarmenn með myndlistar- mönnum — því húsið væri ömgg- lega of stórt fyrir marga til að sýna þar einir. Einhverjir hafa þegar ákveðið að sýna í Skemmunni í sumar — hafa pantað tíma — en þeir sem hafa hug á slíku geta haft samband við Hreiðar Jónsson í Skemmunni í síma 21530, eða heima í síma 21352. „Við sækjumst eftir að menn hafi samband og höfum áhuga á hvers kyns sýning- um og tónleikum," sögðu þeir. Það var Hreiðar sem átti hug- myndina að því að skipuleggja menningarstarfsemi sem þessa í íþróttaskemmunni yfir sumarmán- uðina — hefur verið með hana í kollinum í 1-2 ár að sögn, og „eftir að Bárður fór í menningarmála- nefndina fór eitthvað að gerast í málinu“, eins og Hreiðar sagði. Skíðatrimm í Hlíðarfialli Skíðaáhugamönnum stendur margt til boða í Hlíðarfjalli um þessa páska eins og undanfarin ár. Flugleiðatrimm verður á sínum stað og einnig trimm sem Skíðaráð Akureyrar verður með. Á morgun, skírdag, verður Flug- leiðatrimm í svigi. Flokkur 13-14 ára verður kl. 10.00, flokkur 10-12 ára kl. 12.00 og kl. 13.30 hefst keppni fyrir 9 ára og yngri. Skrán- ing fer fram í Strýtu rétt áður en keppni hefst. Öllum er heimil þátt- taka. Keppt verður um verðlauna- peninga en allir þátttakendur fá svo viðurkenningu. Á laugardag, 18. apríl, gangast Skíðaráð Akureyrar og foreldraráð SRA fyrir kepni í samsíða svigi fyrir 12 ára og yngri. Keppni hefst kl. 14.00 og geta allir krakkar kom- ið og verið með. Keppt verður um verðlaun. Á páskadag verður Flugleiða- trimm í göngu. Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 4 og 8 kílómetra. Brautin verður opin öllum sem vilja frá kl. 10.00 en tímataka hefst kl. 14.00. Sigurvegarinn í hvorri vega- lengd hlýtur að launum helgarferð með Flugleiðum en eins og undan- farin ár verður svo dregið eitt nafn úr hópi allra þátttakenda — og hlýt- ur sá heppni utanlandsferð með Flugleiðum. „Það má segja að héðan hafi öllu verið rutt út og byggt upp á nýtt,“ sagði Gísli Eyland, stöðvarstjóri, í samtali við Morgunblaðið. Aðstaða er nú öll mun betri en áður var fyrir viðskiptavinina, plássið rýmra og því gefst betri kostur á að skoða vöruna. Þama eru til sýnis þau símatæki sem til sölu eru, innan- hússsímstöðvar, póstfax-tæki og tölvutelextæki svo eitthvað sé nefnt. Þegar söludeildin var opnuð á nýjan leik sýndu starfsmenn fyrir- tækisins viðstöddum öll helstu tækin sem til sölu eru og útskýrðu hvemig þau virka. Þróunin í tækj- um sem þessum er mjög hröð að þeirra sögn, „við erum alltaf að fá Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri Pósts og síma, ávarpar viðstadda. eitthvað nýtt,“ sögðu þeir, og þama reyna í fyrsta skipti. Það kom til var gestum til dæmis sýnt nýtt landsins þremur dögum áður. póstfax-tæki, sem verið var að Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Frá afhendingu tækjanna um helgina. Frá vinstri: Þorkell Guð- brandsson, yfirlæknir lyfjadeildar, Rúrík Kristjánsson og Sigurveig Halldórsson, stjórnarmenn í Samtökum hjartasjúklinga, Ingólfur Viktorsson, formaður Samtakanna, og Friðrik Yngvason, læknir. €S Davíð Jónsson sýnir hvernig nýj- ustu póstfax-tækin vinna. Sjónvarp Akureyri MIÐVIKUDAGUR 15. apríl 18.00 Hvarf Harrys (Disappearanoe of Harry). Bresk sjónvarpskvikmynd með Annette Crosbie, Cornelius Garret og David Lyon í aöalhlutverk- um. Einn morguninn fer Harry Webster í vinnuna eins og vana- lega, en hann kemur ekki heim aftur. Kona hans hefur leit að hon- um og er brátt komin á óhugnan- lega slóö. 19.40 Frambjóöendur og fréttamenn. Málmfríður Siguröardóttir, Kvenna- lista, svarar spurningum. 20.00 Hardy-gengiö. Teiknimynd. 20.25 Benny Hill. Breskur gamanþátt- 21.00 Allt í gamni. Nýr innlendur skemmtiþáttur í umsjón Ladda og Júlíusar Brjánssonar. í þætti þess- um fá þeir til liös viö sig gesti og gangandi og spjalla við þá í léttum dúr. §21.35 Innflytjendurnir (Ellis Island). Seinni hluti. Þúsundir manna streymdu um hlið útlendingaeftirlits- ins á Ellis-eyju. I þessum banda- rísku sjónvarpsþáttum er fylgst meö afdrifum nokkurra þeirra. Meö aöal- hlutverk fara Peter Riegert, Faye Dunaway, Kate Burton og Richard Burton, en þetta er siöasta hlutverk- iö sem hann lék. 00.40 Dagskrárlok. Landssamtök hjartasjúklinga: Gjafir til FSA LANDSSAMTOK hjartasjúkl- inga afhentu Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri um helgina formlega tæki sem þau hafa gef- ið stofnuninni. Hér er um að ræða sjálfvirkan blóðþrýstimæli og fullkomið hjartalínuritstæki. Að sögn Ingólfs Viktorssonar, formanns Samtaka hjartasjúklinga, gáfu samtökin tæki á síðastliðnu ári fyri samtals 6.650.000 krónur. VELKOMIN TIL AKUREYRAR FLUGLEIÐATRIMM A SKIÐUM Skírdagur Svig, flokkur 13-15 ára kl. 10.00. Svig, flokkur 10-12 ára kl. 12.00. Svig, flokkur 9 ára og yngri kl, 13.30. Páskadagur Skíðaganga 8 km og 4 km kl. 14.00 Trimm fyrir alla fjölskylduna — Vegleg verðlaun f boði. „Þá tala ég um það sem við greiðum fyrir tækin, en með aðflutnings- gjöldum og tollum, sem við fáum niðurfelld, yrðu þau miklu dýrari. Raunvirði gjafa er um 13 milljón- ir,“ sagði hann: Þorkell Guðbrandsson, yfirlæknir lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahúss- ins, tók við gjöfunum fyrir hönd stofnunarinnar og sagði þær afar kærkomnar. Sagði hann um 60 sjúklinga koma á lyfjadeildina ár- lega vegna kransæðastíflu og að þar til nú hefði ekki verið hægt að veita hér ýmsa þjónustu. Það breyttist hins vegar með tilkomu þessara tækja. Tækin hafa verið í notkun á sjúkrahusinu í nokkurn tíma. „Blóðþrýstimælirinn kom hingað á Þorláksmessu og við not- uðum hann strax á aðfangadag. Menn voru þá mjög ánægðir með hann — við litum á þetta sem góða jólagjöf. Það hefur verið mjög góð reynsla af tækjunum," sagði Þor- kell.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.