Morgunblaðið - 16.04.1987, Síða 1
160 SIÐUR B/C/D
89. tbl. 75. árg.
Gandhi
sakaðurum
spillingu
Nýju Delhi, Reuter.
RAJIV Gandhi, forsætisráð-
herra Indlands, átti í gær undir
hög-g að sækja á þingi þegar
stjórnarandstaðan sakaði hann
um að vera „á kafi í spilling-
unni“. Vísaði hann ásökununum
á bug en lét annars lítið til sín
taka í umræðum um hneykslis-
málin, sem nú eru efst á baugi
á Indlandi.
I umræðum um vantrauststil-
lögu, sem stjómarandstaðan flutti,
sagði Gandhi, að áburðurinn væri
rakalaus með öllu en vék þó ekki
orði að hneykslismálunum sjálfum.
Snúast þau um 23 milljóna dollara
þóknun eða mútur, sem maður
náinn Kongress-flokknum fékk fyr-
ir að semja um kaup Indverja á
vestur-þýskum kafbátum. V. P.
Singh, fyrrum vamarmálaráðherra
í stjóm Gandhis, hafði fyrirskipað
rannsókn á þessu máli en sl. sunnu-
dag sagði hann af sér. Hefur
afsögnin orðið til að rýra mjög álit
Gandhis og stjómarinnar.
Evrópubandalagið:
Kannaundir-
boð Japana
í Evrópu
Brussel, Reuter.
Stjórnarnefnd Evrópubanda-
lagsins skýrði í gær frá skipan
nefndar, sem á að kanna hugsan-
leg undirboð Japana á Evrópu-
markaði, einkum hvað varðar
tölvuprentara. Þá voru Japanir
einnig sakaðir um blekkingar-
starfsemi, sem fælist í því að
standa ekki við gerða samninga
um gagnkvæm viðskipti.
Athugunin á hugsanlegum und-
irboðum Japana er sú umfangs-
mesta, sem gripið hefur verið til í
Evrópubandalaginu, en Japanir
ráða 70% markaðarins þar fyrir
tölvuprentara. Willy de Clercq, sem
fer með utanríkisviðskiptamál,
kynnti málið í gær í harðorðri ræðu
og sagði, að allt frá lokum síðari
heimsstyijaldar hefði maður gengið
undir manns hönd við að liðka til
fyrir viðskiptum Japana en þeir
samningar, sem Japanir hefðu gert
um að opna sinn eigin markað,
væru „ekki óálitlegir við fyrstu sýn
en hafa allir reynst blekkingin ein-
skær“.
Athugunin á undirboðunum get-
ur tekið eitt ár og ef Japanir
reynast sannir að sök verða settir
tollar á japönsku tölvuprentarana.
Japanir eiga einnig í stríði við
Bandaríkjamenn, sem saka þá um
að hafa ekki staðið við samning
um sölu tölvukubba í Bandaríkjun-
um. Eru þeir sagðir hafa sniðgeng-
ið samninginn með því að flytja
kubbana fyrst til Hong Kong og
Singapore og stunda síðan undir-
boðin þaðan. Vegna þessa er
fyrirhugað að setja 100% toll á
ýmsar japanskar vörur í Banda-
ríkjunum frá og með nk. föstudegi.
STOFNAÐ 1913
FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
GLEÐILEGA PÁSKA
Nú á þessum dymbilvikudögum standa fermingamar sem hæst og páskamir em framundan, upprisuhátíð krist-
inna manna. Em þeir jafnan haldnir fyrsta sunnudag eftir fullt tungl næst eftir voijafndægur. Ól.K.M. tók
þessa mynd við fermingu í Neskirkju um síðustu helgi.
Sjónvarpað úr sænskaw
skerjagarðinum:
Nýtt eftir-
litskerfi með
erlendum
kafbátum
Stokkhólmi, Reuter.
SÆNSKI herinn ætlar að koma
tölvuvæddu eftirlitskerfi, sjón-
varpskerfi, fyrir í skerjagarð-
inum og með ströndum fram
til að fylgjast með ferðum út-
lendra kafbáta. Kom þetta
fram hjá talsmanni sænska
varnarmálaráðuneytisins í
gær.
Agneta Welander, talsmaður
varnarmálaráðuneytisins, sagði,
að sænska fyrirtækið Saab AB og
norska fyrirtækið Simrad A/S
hefðu hannað búnaðinn og lokið
nú í vikunni við árangursríkar til-
raunir með hann. Sagði Christer
Dahlberg, markaðsstjóri Saab, að
kafbátar eða kafarar kæmu fram
á skjánum sem hvítur depill á
hreyfíngu.
Svíar hafa tvisvar sakað Sovét-
menn um að virða að vettugi
sænska lögsögu, í fyrra sinnið í
október 1981, þegar sovéskur kaf-
bátur af Whisky-gerð strandaði
fyrir utan flotastöðina í Karls-
krona, og í það síðara í september
1982. Síðan hefur oft orðið vart
við ókunna kafbáta í skeijagarðin-
um án þess að sænska sjóhemum
hafi nokkru sinni tekist að klekkja
á landhelgisbijótunum.
Sænsk-norska kerfið, sem kall-
ast „Flöskutappinn", felst í ótal
botnsjám, tengdum tölvum, sem
skilja frá allt, sem ekki er verið
að skyggnast eftir, t.d. skipsflök
og annað þess háttar. Verður haf-
ist handa við að koma því fyrir á
næsta ári og fyrst við hernaðar-
lega mikilvæga staði eins og
flotastöðina í Karlskrona.
Hér er um að ræða fyrsta bún-
að sinnar tegundar í heiminum og
hefur hann vakið mikla athygli og
áhuga erlendis. Hafa ríkisstjómir
í fimm ríkjum að minnsta kosti
farið fram á það við Svía, að þær
fái að fylgjast með reynslunni af
þessari tækninýjung.
Nýtttilboð um skamm-
drægn eldflaugamar
Moskvu, Reuter.
VEL miðaði í Moskvuviðræðuin
utanríkisráðherra stórveldanna
um upprætingu meðaldrægra
eldflauga í Evrópu en um önnur
mál er enn mikill ágreiningur.
Sovétmenn hafa boðist til að fjar-
lægja flestar skammdrægar
flaugar innan árs frá samkomu-
lagi um fyrrnefndu flaugarnar.
Að loknum þriggja daga viðræð-
um George Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, við Eduard
Shevardnadze, sovéskan starfs-
bróður sinn, og Mikhail Gorbachev,
Sovétleiðtoga, sagði Shultz, að góð-
ur árangur hefði náðst hvað varðar
meðaldrægu flaugarnar og Shev-
ardnadze sagði, að um þær mætti
ná samkomulagi fyrir árslok. Hjá
báðum kom hins vegar fram, að enn
greinir stórveldin mikið á um lang-
drægu flaugamar og geimvama-
kerfið.
í Moskvuferðinni bauð Shultz
Gorbachev að koma til þriðja fund-
arins með Ronald Reagan Banda-
ríkjaforseta í Washington en
Gorbachev vill binda slíkan fund við
endanlegt samkomulag um meðal-
drægu flaugamar og önnur „lykil-
atriði" í afvopnunarmálunum.
Fréttaskýrendur eru samt sammála
um, að árangur viðræðnanna sé
miklu meiri en búist var við þegar
Shultz lagði upp í förina og stór-
veldin stóðu í háværam njósna-
brigslum.
Shultz fór í gær frá Moskvu og
í dag mun hann eiga fund í Brass-
el með utanríkisráðherram
NATO-ríkjanna og skýra þeim frá
viðræðunum og nýjustu tillögum
Sovétmanna.