Morgunblaðið - 16.04.1987, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987
Komust klakk-
laust til byggða
BJÖRGUNARSVEITIR hófu í gær
að grennslast fyrir um ferðir fjög-
urra ungra manna sem voru á leið
yfir Kjöl á gönguskíðum. Sveitim-
ar vom beðnar um að athuga með
mennina þar sem slæmt veður
hefur verið á þessum slóðum og
þeir komu ekki á Hveravelli í
fyrrakvöld, eins og ættingjar
þeirra bjuggust við. Tveir snjó-
bflar hófu leit í gær og þyrla
Landhelgisgæslunnar var einnig
komin til leitar, þegar mennirnir
komu fram í veðurathugunarstöð-
inni á Hveravöllum rétt fyrir
klukkan 16 í gær.
Mennimir lögðu upp frá Gullfossi
um hádegið á laugardag. Þeir ætluðu
að ganga á skíðum yfir Kjöl og gista
í skálum á leiðinni. Landssamband
hjálparsveita skáta var beðið um að
grennslast fyrir um ferðir mannanna
þegar þeir voru ekki komnir fram á
Hveravöllum í fyrrakvöld, eins og
búist hafði verið við.
í gærmorgun fór Spori, snjóbíll
Hjálparsveitar skáta í Hafnarfírði, á
Kjöl til leitar. Snjóbfll björgunar-
sveitanna á Blönduósi fór upp
norðanmegin, ásamt nokkrum mönn-
um á snjósleðum. Spori kannaði skála
á leið mannanna. Þeir reyndust hafa
gist í skála sunnan undir Bláfelli
aðfaranótt mánudags og í skála við
Hvítárvatn aðfaranótt þriðjudags.
Þaðan héldu þeir I átt tii Þverbrekkn-
amúla en síðdegis í gær, þegar Spori
var nýkominn að skálanum við
Hvítámes, bönkuðu mennimir uppá
hjá veðurathugunarfólkinu á Hvera-
völlum. Amaði ekkert að þeim. Spora
var þá snúið við, en Blönduósbfllinn,
sem var að komast að Hveravöllum,
hélt för sinni áfram þangað. Þyrla
Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sem
komin var til leitar, lenti á Hveravöll-
um og sneri síðan aftur til Reykjavík-
ur. Ekki kom til þess að björgunar-
sveitir yrðu kallaðar út til
skipulagðrar leitar, en fyöldi manna
var tilbúinn, ef á þyrfti að halda.
Kristín Auður Jónsdóttir, veðurat-
hugunarmaður á Hveravöllum, sagði
að íjórmenningamir nefðu fengið
hálfgert áfall þegar þeir komu inn
úr dyrunum á Hveravöllum og fréttu
að fy'öldi manna væri að leita þeirra.
„Það virðist hafa orðið einhver mis-
skilningur hjá fjölskyldum þeirra, því
þeir ætluðu sér aldrei að vera komn-
ir hingað fyrr en í dag og jafnvel
ekki fyrr en á morgun," sagði Kristín
Auður. „Þeir voru allir mjög vel bún-
ir, heitir og fjallhressir þegar þeir
komu, en þeim leiðist auðvitað allt
þetta umstang að ástæðulausu. Þeir
voru í skála Ferðafélagsins í gær,
en ætluðu til Blönduóss í gærkvöldi."
Á Hveravöllum var leiðindaveður
í gær, 7—8 vindstig, éljagangur og
slæmt skyggni.
Morgunblaðið/Júlíus
Félagar i Starfsmannafélaginu fyrir utan slökkvistöðina þegar atkvæðaseðlar i atkvæðagreiðslunni
voru brenndir.
StarfsmannafélagReykjavíkurborgar:
Atkvæðagreiðslan ógilt
og seðlarnir brenndir
Strætisvagnar aka aftur samkvæmt tímaáætlun
ALMENNUR félagsfundur i
Starfsmannafélagi Reykjavikur-
borgar samþykkti í gær að ógilda
atkvæðagreiðslu um nýja kjara-
samninga félagsins við
Reykjavíkurborg og efna til ann-
arrar atkvæðagreiðslu, vegna
ákvörðunar borgarráðs að
hækka fóstrur og þroskaþjálfa
um tvo launaflokka og gæslukon-
ur um einn launaflokk meðan
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
Óskar Einarsson lækn-
ir með barnið sem sótt
var stundargamalt til
Víkur á Mýrdal. Á inn-
felldu myndinni bera
landhelgisgæslumenn
móðurina út úr þyrl-
Nýfætt barn og móðir
þess sótt með þyrlu
ÞYRLA landhelgisgæslunnar
var send í gærmorgun til Víkur
í Mýrdal að sækja vanfæra
konu.
Óskað var eftir aðstoð þyrlunn-
ar þar sem talið var að konunni
gæti verið hætta búin ef hún
kæmist ekki á sjúkrahús í
Reykjavík. Ófætt bam hennar var
ekki á sama máli og kom í heim-
inn tíu mínútum eftir að þyrlan
lagði af stað. Þyrlan fór þó áfram
til Víkur og sótti farþegana, sem
nú voru orðnir tveir. Skömmu eft-
ir hádegið lenti þyrlan aftur í
Reykjavík og heilsast móður og
bami vel á sjúkrahúsi. Bamið er
yngstj farþegi þyrlunnar til þessa.
atkvæðagreiðsla um samningana
stóð yfir. Á sjöunda timanum í
gær voru seðlar úr atkvæða-
greiðslunni brenndir. Vagnstjór-
ar þjá Strætisvögnum Reykjavík-
ur samþykktu á fundi I gær að
hefja akstur samkvæmt tíma-
áætlun í dag.
Ekki er ákveðið hvenær þessi
nýja atkvæðagreiðsla fer fram, en
hún er hin þriðja í röðinni, þar sem
kjarasamningar félagsins hafa einu
sinni verið felldir á þessu ári, en
að sögn Haraldar Hannessonar,
formanns félagsins, er ljóst að af
atkvæðagreiðslu getur ekki orðið
fyrr en eftir páska. Haraldur sagði
Slökkviliðs-
mönnum bann-
að að sækja
fund borgar-
starfsmanna
Slökkviliðsmenn á vakt í
Reykjavík í gær fengu þau fyrir-
mæli frá yfirmanni sínum að
þeim væri óheimilt að sækja fund
borgarstarfsmanna, sem hófst í
veitingahúsinu Glæsibæ kl. 16.30.
Mikil óánægja var meðal slökkvi-
liðsmanna vegna þessa.
Karló Olsen, aðalvarðstjóri hjá
slökkviliðinu, sagði að margir
slökkviliðsmenn á frívakt hefðu sótt
fundinn. „Þeir sem áttu vakt ætluðu
að fara á bflum slökkviliðsins inn
að Glæsibæ svo liðið væri tiltækt
ef útkall kæmi," sagði Karló. „Við '
ákváðum hins vegar að virða bann
slökkviliðsstjórans, en það kom
okkur mjög á óvart."
Rúnar Bjamason, slökkviliðs-
stjóri, sagði að þeir slökkviliðsmenn
sem væru við skyldustörf væru
ekki tilbúnir til neinna fundahalda.
„Það var full ástæða fyrir mig að
banna þeim að fara," sagði Rúnar.
„Þeir hugðust fara á bifreiðum
slökkviliðsins á fundinn og það er
ekki ætlast til þess að þeir noti þær
í slíkum erindum. Ef þeir hefðu
farið á eigin bifreiðum hefðu þeir
ekki verið tiltækir til starfa, svo
eina lausnin var að banna þeim að
sækja fundinn."
að einnig hefði verið samþykkt að
leita eftir viðræðum að nýju við
borgina, ef samningurinn yrði felld-
ur í væntanlegri atkvæðagreiðslu
og hugsanlega að leita eftir verk-
fallsheimild, ef ekki næðist sam-
komulag. „Það er óhætt að segja
að það sé mjög þungt hljóð í fólki.
Það var mikil eining á þessum
fundi. Fólk er sáróánægt út í allt
borgarráð með þessi vinnubrögð og
að það skuli hafa leyft sér að taka
slíka ákvörðun í félagslegu málefni
eins og þessu. Ég er afskaplega
feginn því hvað fólk er einhuga í
þessu máli. Það heyrist ekki rödd
í aðra vera en þá að svona eigi
ekki að standa að málum," sagði
Haraldur.
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að það væri algjörlega mál Starfs-
mannafélagsins að ógilda atkvæða-
greiðsluna. „Það liggur fyrir
undirskrifaður samningur á milli
aðila. Borgin er búin að samþykkja
samninginn fyrir sitt leyti. Hvemig
Starfsmannafélagið fer að því að
samþykkja samninginn fyrir sitt
leyti er þess mál, hvort það gerir
það í einni, tveimur eða mörgum
atkvæðagreiðslum."
Davíð sagðist vera bjartsýnn á
að þetta mál fengi farsælar mála-
lyktir, borgin væri búin að teygja
sig eins langt og hún gæti og menn
hlytu að meta það. „Þetta uppistand
er einhver misskilningur, sem erfitt
er að átta sig á hvað hefur valdið,"
sagði Davíð. Hann sagði að það
stæði ekki til að bjóða frekari breyt-
ingar á samningnum.
Vagnstjórar hjá SVR ákváðu á
almennum fundi f gær að akstur
hæfist í dag eftir tímaáætlun, en
strætisvagnar hafa ekki ekið um
borgina frá því klukkan 21 á þriðju-
dagskvöldið í mótmælaskjmi við
ákvörðun borgarráðs. „Við teljum
að sú aðgerð að aka ekki í einn dag
hafi skilað tilætluðum árangri, að
vekja athygli á launamálum vagn-
stjóra og ekki síður einhliða
ákvörðun borgarráðs um íhlutun í
kjaramál Starfsmannafélagsins,"
sagði Hannes Garðarsson, sem er
fyrir vagnstjóranum.
Örtröð í Ármúlaskóla
Morgunblaðið/Einar Falur
KJÖRSÓKN á utankjörstiiðaskrifstofunni f Ármúlaskóla hefur
vaxið dag frá degi og náði hámarki í gær. Sfðdegis í gær höfðu
1.580 manns kosið utankjörstaða, en skrifstofan f Armúlaskóla
verður einnig opin í dag frá klukkan 14.00 til 18.00, á laugar-
dag frá 10.00 til 12.00, 14.00 tfl 18.00 og 20.00 til 22.00 og á
annan i páskum frá klukkan 14.00 til 18.00. Hins vegar verður
lokað á föstudaginn langa og páskadag.