Morgunblaðið - 16.04.1987, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987
15
Festa eða lausung
— um það er kosið
þeir hljóta að vera hver með sínu
lagi.
Það er stundum talað um kyn-
slóðabilið í þingflokki sjálfstæðis-
manna?
Já, það skapast alltaf nokkur
spenna þegar yngri menn koma til
skjalanna. En ég hef þá trú að þessi
spenna, sem raunar hefur ekki far-
ið framhjá neinum, hafí fremur
orðið til þess að styrkja flokkinn
en að veikja hann. Fyrir mitt leyti
hefur það t.d. verið ákaflega hollt
að fá að njóta reynslu mér eldri
þingmanna. Mér fínnst okkur hafa
tekist farsællega að flétta saman
reynslu eldri mannanna í þing-
flokknum og viðhorf nýrrar kyn-
slóðar sem hefur verið að taka
forystu á flestum sviðum í flokks-
starfínu.
SJÁLFSTÆÐISSTEFNAN
ER ÓBREYTT
Andstæðingamir hafa klifað á
því að þú hafír sveigt flokkinn til
hægri og hann sé kominn út af
þeirri miðlínu sem hann hefur fetað
sig eftir í þjóðmálum frá dögum
Ólafs Thors?
Já, heyrst hefur það. Þetta er
algjörlega út í bláinn. Raunar hefur
þetta verið meginuppistaðan í
áróðri andstæðinga okkar í gegnum
tíðina á móti Sjálfstæðisflokknum
og einstökum forystumönnum hans.
Þeir réðust á Ólaf Thors fyrir að
vera ekki eins og Jón Þorláksson,
þeir héldu því fram að Bjami hefði
breytt flokknum og verið þver og
einstrengingslegur, þeir réðust á
Jóhann fyrir að vera ekki eins og
Bjami og þeir réðust á Geir fyrir
að vera ekki eins og Ólafur, Bjami
og Jóhann! Þetta er áróðursbragð
fyrst og fremst gert til þess að
koma á sundrungu í liði sjálfstæðis-
manna sjálfra. En broslegast af
öllu er að heyra nokkra, sem voru
í okkar hópi og klifað hafa á van-
rækslu við hreinræktaða hægri
stefnu, beita þessu áróðursbragði í
nafni Borgaraflokksins.
Því fer víðs fjarri að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafí breyst. Þó að
forystumennimir á hveijum tíma
setji mikið svipmót á flokkinn er
hann miklu meira afl, miklu breið-
ari fylking og stendur dýpri rótum
í þjóðfélaginu en svo að einn for-
maður geti alfarið lagað hann til
eftir eigin höfði.
Verkin em auðvitað ólygnasti
mælikvarðinn á þetta og svo ég
nefni bara eitt dæmi: Er flokkur
sem hækkar tryggingabætur um
30% þegar matvömr hækka um
10% að snúa frá velferðarstefnu?
Sjálfstæðisstefnan er auðvitað
óbreytt. Markmið okkar er enn sem
fyrr félagslegt markaðskerfí. í því
felst annars vegar aukið sjálfstæði
atvinnulífsins og um leið meiri
ábyrgð, en á hinn bóginn er það
skylda stjómvalda að veita borgur-
unum félagslegt öryggi og skjól.
Forsenda þess er ekki innantóm
loforð og gaspur, heldur öflugt at-
vinnulíf sem skilar arði og eykur
verðmætin sem til skiptanna em.
Um þetta snýst sjálfstæðisstefnan
og þetta er leiðin til hagsældar og
aukinnar velferðar.
KLOFNINGSFRAMBOÐ
ALBERTS
Jú, síðustu dagar hafa verið erf-
iðir. Þó maður eigi auðvitað ekki
að bera tilfínningar sínar á torg
hefur það óneitanlega tekið mikið
á mann að horfa upp á fyrrum sam-
heija ganga gegn flokknum á jafn
ódrengilegan hátt og raun ber vitni.
Það skiptir þó miklu að flokksmenn
hafa tekið þessu af rósemi og verið
mjög samstiga í allri kosningavinn-
unni þrátt fyrir þetta óvænta áfall.
Ég kynntist Albert Guðmunds-
syni býsna vel eftir að ég tók við
embætti íjármálaráðherra og þau
samskipti vom öll með ágætum.
Við þurftum oft að ræða vandasöm
mál, ekki síst síðastliðið ár, en það
gerðist allt með hreinskiptni þangað
til núna á dögunum að hann stóð
ekki við orð sín. Ég held að aðrir
en hann sjálfur hafi ráðið þar mestu
um.
Fólk spyr margt af hveiju þú
hafír talið hægt að notast við Al-
bert sem fyrsta þingmann Reyk-
víkinga en ekki sem ráðherra vegna
þessara skattamistaka?
Það er augljóst að Albert Guð-
mundsson hefur ekki verið dæmdur
sekur fyrir dómstólum um neitt,
kjörgengi hans er óskert og hann
því gildur sem frambjóðandi. Málið
snýst um pólitískan trúnað og
traust til þess að gegna ráðherra-
starfi. Honum varð á í messunni
og féllst á að axla ábyrgð á því
sjálfur eftir að þingflokkurinn hafði
gert það sameiginlega allt þar til
rannsókn skattrannsóknarstjóra lá
fyrir. Hann bað sjálfur um að halda
sæti sínu á framboðslistanum.
Þingflokkurinn ætlaði ekki að
útskúfa Albert Guðmundssyni og
við vildum því verða við óskum
hans og veija hann í fyrsta sæti
listans í Reykjavík. Á þjóðþingum
flestra lýðræðisríkja sitja menn sem
hafa orðið að víkja úr ráðherraemb-
ætti vegna einhverra verka sem
ekki hafa samrýmst embætti þeirra.
Það má taka hliðstætt dæmi: Þótt
maður hafí orðið að víkja úr dóm-
arasæti vegna embættisafglapa er
ekki þar með sagt að hann geti
ekki verið málflutningsmaður.
Hvað viltu segja um stefnu þessa
nýja flokks sem nú hefur verið
stofnaður til höfuðs Sjálfstæðis-
flokknum?
Til þessa framboðs er stofnað án
málefnaágreinings og raunar einnig
án ágreinings um persónur í Sjálf-
stæðisflokknum. Það var enginn
ágreiningur um málefni, þótt eins
og ég sagði áður sumir núverandi
liðsmanna Alberts Guðmundssonar
hafí fyrr í vetur skrifað í blöð um
nauðsyn þess að stofna hreinrækt-
aðan hægri flokk fyrir borgara og
þau sjónarmið hafi ekki átt hljóm-
grunn meðal sjálfstæðisfólks. Samt
var þetta stóra skref tekið að kljúfa
flokkinn.
En Albert safnar ekki bara í
kringum sig sjálfstæðismönnum, til
hans hópast fólk úr öllum flokkum
og stefnuskráin, sem búin er til
eftir á, ber þess auðvitað merki. í
stuttu máli má segja að þar eigi
að gera allt fyrir alla fyrir ekki
neitt. En í vamarmálum er greini-
lega tekið undir þá stefnu sem
Ólafur Ragnar Grímsson hefur
markað fyrir Alþýðubandalagið, að
koma hér á viðvarandi óvissu um
vamarsamstarfíð við Bandaríkin.
Borgaraflokkurinn hefur gengið í
lið með Alþýðubandalaginu að
reyna að ijúfa þá samstöðu sem
um langt árabil hefur verið með
þjóðinni í vamarmálum — og það
vekur furðu að menn sem áður töldu
sig til sjálfstæðismanna skuli nú
vera reiðubúnir að reka fleyg í vam-
arkeðju vestrænna þjóða og skapa
óvissu um öryggi landsins.
Þá hafa forsvarsmenn Borgara-
flokksins lýst því yfír að það sé
ásetningur þeirra að reyna að fella
meirihluta sjálfstæðismanna í borg-
arstjóm Reykjavíkur. í þessu felst
einhver heift sem enginn hafði látið
í ljós eða skynjað áður innan Sjálf-
stæðisflokksins en brýst nú fram á
yfírborðið. Það er aðeins eitt ráð
til að hrinda á bak aftur þessari
atlögu gegn hagsmunum Reyk-
víkinga og það er að stemma á að
ósi og koma í veg fyrir að Borgara-
flokkurinn nái þeim áhrifum í
þingkosningum sem hann ætlar að
nota sem stökkpall til árásar á borg-
arstjómarmeirihlutann.
VIUA MENN
FJÖGURRA FLOKKA
RÍKISSTJÓRN?
Reynslan sýnir að flokkar af
þessu tagi hafa oft risið hátt í einum
kosningum, en það hefur ávallt
fylgt pólitísk upplausn í kjölfarið.
Menn muna eftir einum glæsileg-
asta kosningasigri sem um getur
þegar Hannibal Valdimarsson stökk
með alskapaðan flokk í einu vet-
vangi inn á Alþingi 1971 og upp
úr því hélt ringulreiðar-verðbólgan
innreið sína í íslenskt þjóðfélag.
Núna sýnist hættan vera enn
meiri, m.a. fyrir þá sök að nú em
fleiri flokkar í framboði en nokkru
sinni og við vitum að engin þriggja
flokka inkisstjóm hefur setið út
heilt kjörtímabil. Ef kosningaúrslit
fara eftir niðurstöðum skoðana-
kannanna þyrfti a.m.k. tvo flokka
til að mynda stjóm með Sjálfstæðis-
flokknum, en ef hann veiktist á
hinn bóginn svo mikið að hann yrði
knúinn til að standa utan stjómar
þyrfti a.m.k. fjóra flokka til að
mynda ríkisstjóm. Menn þurfa ekki
að velta því lengi fyrir sér að afleið-
ingin yrði meiri lausung í íslenskum
stjómmálum.
Nú stöndum við hins vegar
frammi fyrir verkefnum sem kalla
á festu. Við höfum náð miklum
árangri, það ríkir efnahagsleg upp-
sveifla, en það blasir við að ekki
má mikið út af bera til að við fáum
verðbólguholskefluna yfír okkur á
nýjan leik í lok ársins.
Spumingin er því einfaldlega:
Nær lausungin meirihlutafylgi, eða
verður það festan.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemur
sterkur út úr þessum kosningum
mun festan ríkja og þá get ég full-
yrt að haldið verður áfram að kveða
niður verðbólgudrauginn og skapa
þjóðinni heilbrigt efnahags- og at-
vinnulíf þar sem ftjálslyndi og
mannúð verða höfð að leiðarljósi.
Það væri þjóðarógæfa að veikja
Sjálfstæðisflokkinn þegar tekin hef-
ur verið stefnan í rétta átt og á
öllu ríður að þeirri stefnu sé fylgt
fram. Ef frá henni er hvikað, keyr-
ir allt um þverbak.
Þjóðin má ekki kalla yfír sig fjög-
urra flokka glundróðastjóm!
—Feiti er okkarfag —
Djúp
steikingar
feiti
amm
Dreifing: Smjörlfki hf. Þverholti 19.
Framleiðandi: Hydrol hf. v/Köllunarklettsveg Reykjavík
11 °9 ^ o A
Fjvklingastaóuri nn
SOUTHERN FRIED
CHICKEN
09
Gledilega páska
Svakia
PANPíArS
Hraörétta veitingastaöur
í hjarta bongarinnar
O
ahorm
Tryggvagotu og Pósthusstrætis
Simi 16480
VI 1 i f I I I I I I
■ liilMlir.l
LEIKK) HL SIGURS
GENE HACKMAN
Winning isn’t everything.. .it’s the only thing.
Mögnuð mynd sem tilnefnd var til Óskarsverð-
launa í vor.
UMMÆU BLAÐA-
„Þetta er virkilega góð kvikmynd með afbragðsleik
Gene Hackman".
„...mynd sem kemur skemmtilega á óvarf1.
„Hooper er stórkostíogur".
Nýr þjátfari (Gerte Hackman) með nýjar hugmyndir kemur í smábæ til
aö þjálfa körfubottalið. Það hefur sín áhrif, því margir kunna betur.
Leikstjóri: David Anspaugh.
Aðalhlutverk: Gene Hackman, Barbara Hershey, Dennis Hooper.
Sýnd W. 5,7 og 9.