Morgunblaðið - 16.04.1987, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.04.1987, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ,' FIMMTUDAGURd6.iAPRÍU.il»87 Orgel- tónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Þrettándu tónleikar Félags ís- lenskra organleikara, sem haldnir eru í tilefni af afmæli Bachs og áttu að vera á árinu 1985, voru haldnir í Dómkirkjunni sl. þriðjudag og flutti Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti, nokkur verk meistar- ans. Fyrsta verkið á efnisskránni var preludía og fúga í f-moll. Það sem helst einkenndi leik Marteins var hversu hraðanum var stillt í hóf. Þessi hægferðugheit gætu ver- ið leikstíll, er mega þó ekki vera um of. í sálmforleikjum úr Org- elbuchkein var hraðinn bæði ójafn og hægur og við það glataðist að nokkru lagstreymi sálmanna. Þetta var einkum áberandi í f-moll partítunni. Fjórðaparts slagið í sálmalaginu hélt ekki gildi sínu í tilbrigðunum, en breyttist í áttunda- parts gildi og fyrir bragðið voru tilbrigðin allt of hæg. Á eftir partít- unni lék Marteinn þijá sálmforleiki. Sá þriðji, yfir sálmalagið Ach Gott und herr, er eftir Johann Gottfried Walther, sem var nemandi Bachs (ekki sá Walther, sem var vinur og samstarfsmaður Luthers). Næstsíð- asta verkið er heldur ekki eftir Bach, heldur eftir Johann Friedrich Fasch, nemanda Kuhnaus, er var forveri Bachs við Tómasarkirkjuna í leipzig. Fram að þessu hafði leikur Mar- teins H. Friðrikssonar verið heldur of hægferðugur, en í síðasta verk- inu, sem var prelúdía og fúga í e-moll, brá allt á betri veg og var leikur hans mun reisulegri og til- þrifameiri en verið hafði nær alla tónleikana, þó í staðin mætti heyra einstaka hnökra, sérstaklega 'fúg- unni. Þrátt fyrir að flest verkin væru flutt nokkuð hægt hafði það í för með sér að tónmál verkanna varð mjög skýrt og eins og fyrr sagði má vera að hér hafi verið um stílbragð að ræða hjá Marteini H. Friðrikssyni, og dómorganista, er tengjast megi páskahelginni, sem nú fer í hönd. Dómkirkjan: Guðný Guð- mundsdóttir leikur ein- leik á fiðlu ! MESSUNNI kl. 11 á föstudag- inn langa leikur Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari einleik á fiðlu. Hún leikur 1. þátt úr sónötu fyrir einleiksfiðlu í g-moll eftir Joh. S. Bach. Sr. Þórir Stephensen les lok píslarsögunnar og flytur stutta hug- leiðingu, en annars verður messan mest byggð á tónlistarflutningi. Dómkórinn syngur m.a. lag Páls ísólfssonar við sálminn „Eg kveiki á kertum mínum" eftir Davíð Stef- ánsson og „Ave verum corpus" eftir W.A. Mozart. Loks verður sungin Litanía sr. Bjarna Þorsteinssonar. Að venju verða engin ljós í kirkj- unni, hvorki á altari né annars staðar. Þannig ber messan öll sér- stakan blæ til þess ætlaðan að leiða hugi okkar að hinni miklu kærleiks- fórn Krists. Það er og hlutverk föstudagsins langa. Þórir Stephensen BEIIMT SJALLIIMN AKUREYRI 22. 23. og 26. APRIL Borðapantanir og miðasala í Broadway sími: 77500 24. og 25. APRIL Borðapantanir og miðasaia í Sjallanum Símar: (96) 22970 og (96) 22525 Páskar í BIKCACWAT Fimmtudagur 16. apríl. Stórsýningin AIK vitlaust. Húsiðopnað kl. 18. Opið til kl. 23.30 Föstudagurinn langi 17. aprfl. Lokað. Mánudagur 20. aprfl (annar í páskum). Hljómsveit hússins Broadway-bandið leikur. Þriðjudagur 21. apríl Kosningahátíð Borgaraflokksins Ávarp: Albert Guðmundsson. Hljómsveitin Marmelade kemur fram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.