Morgunblaðið - 16.04.1987, Side 19

Morgunblaðið - 16.04.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987 19 HVERNIG VERÐ- UR FLOKKUR TIL? eftir Sólveigu Pétursdóttur Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, skrifaði ævisögu Ólafs Thors og kom hún út árið 1981 hjá Almenna bókafélaginu. Þetta ritsafn er afskaplega merkilegt fyrir margra hluta sakir, en kannski ekki síst fyrir þær, að þar er svo mikill fróðleikur um íslenska stjómmálasögu saman kominn. Á bls. 79 í bókinni Ólafur Thors, Ævi og störf I segir m.a. svo um stofnun og tilurð Sjálf- stæðisflokksins: „Sjálfsijóm, Utanflokkabandalagið, þ.e. Morg- unblaðsflokkurinn, Borgara- flokkurinn (1923), Kosninga- bandalagið og Sparnaðarbanda- lagið vom vörður á langri og villugjamri leið íslenskarar stjórn- málasögu. En samtök þessi vom til þess stofnuð að sameina and- stæðinga Alþýðuflokks og FVamsóknar undir eitt merki. Það gekk þó brösulega. Flokkadrættir vom miklir í röðum borgaralegra stjómmálamanna. Fortíðin elti þá eins og skuggi. Þeir vom sjálfum sér sundurþykkir. En það sem sameinaði þá voru andstæðing- arnir og að dómi margra pólitísk misnotkun þeirra á verkalýðsfé- lögum og samvinnuhreyfingu. Þeir áttu þá hugsjón að sætta ólík þjóðfélagsöfl og gagnrýndu t.a.m. forystu Alþýðuflokks og Framsóknar fyrir óvild í garð sjáv- arútvegsins." Og ennfremur segir í sömu bók á bls. 81: „Flokkur allra stétta var í deiglunni. En áður en hann var fullmótaður úr eldinum þurfti hann að herðast í þeim tveimur flokkum, sem Sjálf- stæðisflokkurinn óx úr, íhalds- flokknum og Frjálslynda flokknum." (Undirstrikanir em mínar, S.P.). Ólafur Thors Sjálfstæðisflokkurinn er síðan stofnaður árið 1929! Ástæðan fyrir því að ég rifja þessi atriði nú upp er sú, að með stofnun Borgaraflokksins gerir Al- bert Guðmundsson tilraun til þess að færa okkur 60 ár aftur í tímann. Forystumenn hins nýja flokks guma jafnvel af því, að stefnusrká hans hafi verið samin á mettíma, 24 klukkustundum, af fólki, sem þekk- ist sama og ekki neitt. Er ekki ástæða til að gjalda varhug við slíkum vinnubrögðum? Albert Guð- mundsson hefur oftlega í viðtölum rökstutt gerðir sínar, m.a. með tilvísun til fallinna forystumanna Sjálfstæðisflokksins, t.a.m. Ólafs Thors, og sagt, að Borgaraflokkur- inn ætti að líkjast Sjálfstæðis- flokknum undir stjóm Ólafs. Sjálfstæðisflokkurinn í dag væri kaldur og andsnúinn mannúðar- hyggju. I pólitík er ekkert óhugs- andi. Það má því ekki láta hið ótrúlega, þegar það gerist, koma sér á óvart. En þessi rök Alberts Guðmundssonar fyrir stofnun nýs Borgaraflokks eru blekking. Þetta er röksemd, sem gripið er til eftir á og virðist notuð til réttlætingar á athæfinu. Nú er Sjálfstæðisflokkur- inn allt í einu orðinn einhver „Grýla", sem öllu góðu fólki ber að varast! Ekki er nóg með, að „flokksræðið“ sé að sliga flokks- menn, heldur er „miðstýringin“ aldeilis að kæfa þá. Þetta eru rök a.m.k. nokkurra óánægðra sjálf- stæðismanna, sem að eigin mati hafa verið afskiptir í Sjálfstæðis- flokknum og kannski ekki náð nógu langt í prófkjörum á hans vegum. Einhvem veginn hefur það á þann veg æxlast, að málflutningur þess- ara manna virðist ekki hafa hlotið nægilegan hljómgrunn á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Þannig er þetta með lýðræðið. Meirihlutinn ræður, það þykir eðlilegt. En em þetta haldbær rök fyrir Albert Guð- mundsson, sem hefur um áraraðir verið einn helsti forystumaður sjálf- stæðismanna og líklega aldrei orðið undir í prófkjöri í Sjálfstæðisflokkn- um? Þvert á móti er Albert búinn að gegna flestum trúnaðarstörfum á vegum Sjálfstæðisflokksins, sem hann hefur sóst eftir, og komist til æðstu metorða. Því vil ég svara neitandi hvað Albert varðar. Þetta kann að eiga við um nokkra með- reiðarsveinanna, sem hugsa sér nú gott til glóðarinnar. En við skulum kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Hér er um persónulegan metnað að ræða. Hér er spurningin um vald, ekki málefni eða hugsjónir. í þessum tilgangi er Borgaraflokkur- inn stofnaður, hann er stofnaður til höfuðs Sjálfstæðisflokknum. Sá maður, sem hefur það beinlínis að markmiði að kljúfa Sjálfstæðis- flokkinn, getur ekki haldið því fram, að hann sé sjálfstæðismaður í hjarta sínu, eins og það hefur verið orðað. Slíkt er ekkert annað en móðgun við allt það fólk, sem lagt hefur til hliðar öll ágreiningsmál og jafnvel persónulegan metnað í þeim til- gangi að stuðla að framgangi sjálfstæðisstefnunnar. Þetta er fólkið, sem hingað til hefur tengt sjálfstæðismenn saman í eina órofa fylkingu, þegar á reynir. Nú heftir það gerst, að á 24 klukkustundum settu nokkrir óánægðir sjálfstæðismenn ásamt með fólki úr öðrum flokkum, m.a. Alþýðubandalaginu, niður á blað fáein atriði héðan og þaðan, sem þeir segja stefnuskrá Borgara- flokksins. Á þessi atburður að verða til þess, að ötult starf sjálfstæðis- manna, unnið á tæpum 60 árum, glatist og hafí því verið unnið fyrir gýg? Þetta er alvarlegasta tilraun til að lama það afl, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið í íslenskum stjómmálum frá stofnun hans 1929. Engin ríkisstjóm, sem mynduð hef- ur verið án þátttöku hans, hefur þorað að ganga í berhögg við þau grundvallarsjónarmið, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur lagt mesta áherslu á. Ástæðan er augljós, Sjálfstæð- Albert Guðmundsson Sólveig Pétursdóttir „Nú er Sjálfstæðis- flokkurinn allt í einu orðinn einhver „Grýla“, sem öllu góðu fólki ber að varast! Ekki er nóg með, að „flokksræðið“ sé að sliga flokksmenn, heldur er „miðstýring- in“ aldeilis að kæfa þá.“ isflokkurinn hefur frá stofnun verið stærsta og áhrifamesta stjórnmálaafl á íslandi. Þetta má ekki breytast! Sjálfstæðisflokkurinn gerir ekki upp á milli manna, þar er mönnum ekki skipt upp í hópa Iítilla manna og öðruvísi manna! í Sjálf- stæðisflokknum em allir menn jafnir. Þar er einstaklingurinn í öndvegi. Ég vil að endingu hvetja menn til að íhuga val sitt vel, er þeir ganga til kosninga hinn 25. apríl nk. Öflugur Sjálfstæðisflokkur er eina tiyggingin gegn því, að glund- roði hefji innreið sína í íslenska pólitík á ný. Höfundur skipar 7. sætiá fram- boðslista Sjálfstæéisflokks i Reykjavíkurkjördæmi. Á sviðinu fer starfsmannakórinn í Húnaríki á kostum. Morgunblaðið/Jón Sig. Stormur í glasi hjá Leikfé- lagi Blönduóss Blönduósi. HJÁ Leikfélagi Blönduóss er nú að ljúka æfingum á leikverk- inu Stormur í glasi sem fjallar um máttarstólpa og minnipoka- menn í samfélaginu. Höfundur þessa verks er Örn Ingi en ýmsir Ieikfélagar hjá Leikfé- lagi Blönduóss hafa lagt verk- inu lið. Storminn á að frumsýna nk. laugardag í félagsheimilinu á Blönduósi. Þessi frumsýning Leikfélags Blönduóss er alheimsfrumsýning og frumandinn í þessari upp- færslu austur-húnvetnskur. Om Ingi er aðalhöfundur verksins og er hann jafnframt leikstjóri og hönnuður leikmynda og búninga. Örn Ingi sagði í samtali við Morgunblaðið að æfingar hefðu hafist um miðjan febrúar og allt frá þeirri stundu hefði leikritið verið að taka breytingum og að- lagast þeim leikurum sem með hlutverkin fara. Öm Ingi sagði að ekki væri um að ræða sérhún- vetnskan kabarett, en þó bæri þessi uppfærsla þó nokkum keim af sínu nánasta umhverfi. Leikritið gerist á einum sólar- hring í Húnaríki, bráðhugguleg- um skemmtistað í byggðarlaginu, o g má segja að starfsfólk skemmtistaðarins innrammi allt sem viðkemur þessu leikverki eins og Öm Ingi orðaði það. Það hefur hvflt töluverð leynd yfir verkinu í allan vetur og bæði höfundur og leikarar varist flestra frétta, en eitt er víst, að á íjölum Leik- félags Blönduóss verður ýmislegt afhjúpað og atriði sem einungis heimsreisufarar verða vitni að sjást á Blönduósi nk. laugardag. 34 leikarar taka þátt í þessari uppfærslu en í allt hafa unnið við leikritið á milli 55 og 60 manns. — Jón Slg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.