Morgunblaðið - 16.04.1987, Side 20

Morgunblaðið - 16.04.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1987 MATTHÍAS JOHANNESSEN: Vemleiki sem Islattd áslálið Það hefur eik er afannarri skefur Buchminster Fuller sem að mínu viti sá lengra inn í framtíðina en margir aðrir talaði um jörðina sem geimskipið Jörð. Hann sá hana augum nútíma- mannsins sem hefur upp- lifað hana utanúr geimnum, séð hana bláan en þó marglitan eðalstein á glitrandi festingu guðs. Séð skógana dýrlegar vinjar í þessu undursam- lega töfraverki sem spratt undan fíngrum guðs þessa sex daga, sem hann var með það í eldinum áður en hann hvíldi sig. Þannig kynnumst við þessu kraftaverki í Genesis (1. Mós.) og hvemig drottinn alls- heijar saumaði trén inní marglitan vefnað, því hann þurfti að nota grænt ilmandi lauf í litrofið, svo það yrði fullkomnað eins og regnboginn. I miðjum aldingarðinum Eden stóð tré lífsins, en einnig tré samvizkunnar, þaðan sem maðurinn fékk þekkinguna á góðu og illu, það sem skilur hann frá öðrum skepnum jarðar. Þetta tré kölluðu forfeður okkar Ask Yggdrasils. Það var mikið tré. Það var ímynd vizkunnar, tákn þess guðlega efnis, sem maðurinn er gerður af. En þeir sem ræktuðu þetta tré úr hugmyndum sínum um yfirburði mannsins vissu líka að rætur þess eru nagaðar og laufið í hættu. Og manninum var afhent þessi mikla eik til varðveizlu og þeir fluttu hana út hingað til íslands, gróðursettu hana hér. Það var upphaf skógræktar á íslandi. Þannig verður skógrækt aldrei aðgreind frá öðrum menningararfi okkar. Hún á rætur í sýn forfeðranna, viðhorfum þeirra og hugmyndum um hlutverk okkar í þessu lífi og öðru. Þetta hlutverk er öðru fremur ræktunar- starf, ræktun hugmynda, ræktun mikilvæ- grar arfleifðar, ræktun okkar sjálfra. Það er þessi ræktun, sem ber okkur öðru fremur vitni, þessi skógrækt í táknrænum og bók- staflegum skilningi. Ræktun verðmæta, ræktun arfs og menningar, ræktun lands. Svo að jörðin megi ilma, svo að við megum lifa af jörðinni og hún í okkur. Ilmurinn af syni mínum, segir í helgri bók, er góður ilm- ur af jörð og ökrum, sem guð hefur blessað. Þrátt fyrir takmarkanir mannsins voru honum falin störf skógræktarstjóra í alding- arðinum Eden, sem var stolt guðs og fyrirheit um frjósamt og gott mannlíf. En maðurinn klúðraði því eins og öðru. í stað þess að fara að lögmálum þessa vinalega umhverfis og eta af öllum tijám nema tré samvizkunnar, þurfti maðurinn að sjálf- ' sögðu að bijóta þau fyrirmæli með þeim voðalegu afleiðingum, að hann fékk í vega- nesti skilning guðs á réttu og röngu og var rekinn úr garðinum að eija jörðina og sjá sér farborða með þann gamla adam að erfið- um óvini og höggorminn á næstu grösum. Það var þá sem hann var dæmdur til að hverfa aftur til duftsins. Og það var þá sem fíkjublaðið kom til sögunnar! Samt erum við enn með hugann við Ed- en. Við vorum rekin þaðan og þó er hugur okkar enn bundinn þessum langþráða stað, honum öðrum fremur. Líklega fórum við þaðan aldrei, þar er hugur okkar enn og hjarta. Þar hefur undir- vitundin búið um sig til frambúðar, hvað sem lögmálinu líður. Þess vegna höfum við haldið ræktunar- starfinu áfram. Það ber þess vitni, hvert hugurinn stefnir. Hann stefnir inn, inn í okkur sjálf þar sem garðurinn er, þessi græni tijáprúði garður, sem hefur fylgt okkur á langri hættulegri göngu um tíma og rúm. Eða mundi það ekki vera öðru tak- marki eftirsóknarverðara að endurheimta garðinn, höggormslausan, fíkjublaðslausan, adamslausan, þessa eilífu þrá sem hefur fylgt okkur eins og erfðasyndin? Við erum í miðju ræktunarstarfi undir skugga Sprengjunnar og trúum því samt við munum endurheimta sjálf okkur þar sem ferðin hófst, þar sem guð skapaði okkur í sinni mynd, þar sem hann kallaði okkur til vitnis um sig, þar sem hann kallaði okkur til ábyrgðar, þar sem hann gerði okkur að skógræktarstjórum, hvert og eitt, þar sem hann trúði okkur fyrir freistingum okkar og þar sem við stóðumst þær ekki. Og þar sem hann lagði á okkur eldraunina miklu, að gegna hlutverki mannsins á jörðinni, ræktunarmannsins, þess sem sáir og upp- sker það sem hann sáir. Við eigum enn langa ferð fyrir höndum. Þrátt fyrir allt og allt er eitthvert vor í lofti í lífi mannsins á jörðinni. En það er nægur tími, ekki sízt með tilliti til þess að Abraham varð 175 ára og ísak sonur hans 180 ára og áttu þeir þó margt ógert, þegar þeir féllu frá. Hákon Bjamason er ekki einu sinni orðinn áttræður! Fom-Grikkir litu jörðina svipuðum augum og forfeður okkar. Hún var ekkert geim- skip, enginn dauður hnöttur í lífvana himinhvolfí, heldur lifandi vera, margar lif- andi verur. Ilesiod, fyrsta gríska skáldið sem reyndi að útskýra upphaf himins og jarðar, segir í einu ljóða sinna ... og hin ljósa •Jörð fæddi fyrst af sér stjömuhimin í eigin 1 mynd svo að hann hjúpaði hana alla og Hárbarðsljóö yrði að eilífu bústaður hinna blessuðu guða. Það var úr ringulreið, óskapnaði, myrkri og dauða sem ástin reis, steig útúr gull- vængjuðu eggi svartvængjaðrar nætur eins og Aristofanes kemst að orði, þegar hann lýsir genesis þeirra Grikkja í frægu kvæði og af henni fæddist ljós og dagur og tilver- an öll vaknaði til lífs og tók á sig mynd mannsins með einhveijum hætti. Úr þessum jarðvegi spratt eilífðartrú Grikkja. Þeir leituðu sársauka sínum hugg- unar í síendurtekna hringrás náttúrunnar, þar sem tré og plöntur vaxa til að minna okkur á að það er í laufinu sem upprisan er sífelldlega endurtekin. Tré, þetta undurfagra orð, þetta dular- fulla orð, sem minnir á trú og traust. Og vizku — eða þekkingu á grísku, enda hékk Óðinn í Vingameiði og engin tilviljun frekar en annað í okkar fomu fræðum. Króna trésins hvíslast á við hvíta vinda himinsins og rætur þess bera honum tíðindi úr þeirri djúpu jörð sem öðrum er hulinn leyndardómur. Þannig stendur tréð sem táknmynd reglu og jafnvægis í umhverfi mannsins. Einatt heilagt tákn í miklum bókmenntum. Og eins og það hefur átt er- indi við þær, þannig á það einnig erindi við íslenzka jörð og íslenzkan himin, þótt svalur sé. En það er víðar svalt en á íslandi og ekkert tiltökumál. En það getur líka átt eftir að hlýna ískyggilega á norðurslóðum eins og annars staðar undir þeim koltvísýringshjúp, sem nú er óðum að breytast í viðsjárvert einang- runarlag umhverfis jörðu. Þá mun reyna á þanþol hennar og okkar meir en nokkru sinni fyrr og síðar í sögunni og þá gæti verið gott að hafa eitthvert skóglendi uppá að hlaupa sem andaði frá sér ómenguðu súrefnisríku lofti í aðkrepptum, óviðbúnum heimi gegndarlausrar sóunar. Meðalhófið milli ofhitunar og ísaldar er vandratað í umhverfi mannsins, ekki sízt þegar hann rær sjálfur, knúinn og óknúinn, öllum árum að jafnvægisleysi í viðkvæmri náttúru jarðar, þar sem regla og lögmál hefna þess grimmilega, ef að þeim er sótt. Tréð hefur mikilvægan boðskap að flytja, þegar upprisan brosir við okkur í laufi þess og minnir á hlutverk vínviðarins í tilveru okkar. Og gleymum því ekki, að það var af dauða og upprisu vínguðsins Dionysusar, sem Grikkir drógu einkum þá ályktun, að mannssálin ætti einnig sitt lauf, sína eilífu hringrás. Það var í fylgd með honum, sem þeir ferðuðust til landsins, sem aldrei var. Vissu samt fullvel, að vínið er tvíbent eins og allt annað á jörðinni, það á sitt líf og sinn dauða. Eins og við. Eins og náttúran. Eins og umhverfi okkar. Eins og skógurinn, sem er svartur á vetrin og grænn á sumrin. Þessi litli, vinalegi skógur íslenzka birkisins, áður en honum vex ásmegin með sígrænni er- lendri furu, sem gefur fyrirheit um grænni skóga og stærri. Sumir dýrkendur Dionysusar drukku aldrei vín. En þeir dýrkuðu jörðina, leituðu þess ilms, sem var í þeim sjálfum, þeirrar eilífðar sem niðaði i blóði þeirra. Sömu eilífð- ar og niðar í grænum krónum tijánna. Þessarar óforbetranlegu eilífðar, sem leitar ljóss og daga í hikandi laufí, leitar sólar. Leitar eftirvæntingar, gleði. Sigrar kyrrstæðan dauða þessa langa vetrar, sem sækir líf okkar heim af árvissri nákvæmni. Það er í fyrirheit laufsins, sem við sækjum þrek til að „lifa í gleði og deyja í von“, svo notuð séu orð Cicerós af öðru tilefni. Svo mikilvægt er tréð, svo mikilvæg- ur er skógurinn í þessari hryssingslegu veröld, þessari í aðra röndina miskunnar- lausu veröld, sem knýr okkur til að leita samsvörunar í dularfullum, ókunnum heimi draumsins, svo við getum horfzt í augu við ægileg örlög og tekizt á við það blinda mis- kunnarleysi, sem fylgir vitneskjunni um dauðans óvissan tíma. Svo við getum lifað af. Eins og tréð. Eins og skógurinn. Eins og landið. Og Jörðin. Hafandi í huga það sem Carl Sagan hef- ur minnt okkur á, að við séum úr sama efni og trén. Þessu timalausa geimryki. Við, þessi eilífa hringrás. Jörðin er lifandi vera. Hún talar sífelld- lega við okkur, hefur verið sagt, en við þurfum að læra að hlusta. Hún hefur fylgt þróun lífsins þá fjóra milljarða ára frá því það kviknaði fyrst og ávallt aðlagað sig aðstæðum eins og lífvera í síbreytilegu umhverfí. Fyrir fjórum milljörðum ára var sólin 30% kaldarí en nú. Samt hefur jörðin lagað sig að svo ólíkum aðstæðum. Nú er svo komið að við gætum veitt sjálf- um okkur og móður Jörð það sár sem sköpum skipti. Eyðing hitabeltisskóga og bruni lífrænna efna sem losar koltvísýring útí andrúmsloft- ið auka á sama hátt álagið á það lífkerfi, sem nú er allsráðandi á jörðinni, segir brezki vísindamaðurinn James Lovelock, sem hefur borið fram Gaia-kenninguna af hvað mest- um sannfæringarkrafti. Áhrifín geta leitt til nýs jafnvægis í lífríkinu. Fari svo hefur það skyndileg og mögnuð áhrif á þær lífver-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.