Morgunblaðið - 16.04.1987, Side 22

Morgunblaðið - 16.04.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987 Sj álf stæðisflokkur- inn tryggir varnir og öryggi Islands eftir Guðmund H. Garðarsson Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið bijóstvöm íslendinga í vamar- og öryggismálum frá stofnun lýðveld- isins íslands árið 1944. Áður hafði flokkurinn haft forystu í sjálfstæð- isbaráttunni. Um þetta er ekki deilt. Þetta eru sögulegar stað- reyndir. Aðildin að NATO Styrkur þjóðarinnar í utanríkis- málum byggðist á styrkleika Sjálf- stæðisflokksins. Það voru forystumenn hans sem mörkuðu stefnuna. Með öflugum stuðningi sjálfstæðismanna var framgangur stefnunnar tryggður. Aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) árið 1949 tryggði vamar- og örygg- isstöðu íslendinga, jafnframt því sem framsókn austrænna kommún- ista var stöðvuð á meginlandi Evrópu, við stofnun Atlantshafs- bandalagsins. Síðasta landið sem féll undir hramm rússneska bjam- arins var Tékkóslóvakía árið 1948. Stofnun NATO og öflug samstaða aðildarríkjanna síðan, hefur tiyggt frið og öryggi Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku á sama tíma og mikill Qöldi smástyijalda hefur geisað víðs vegar annars staðar í heiminum. Víða hefur útþenslu- stefna kommúnista náð of miklum árangri í skjóli ofbeldis og vopna- burðar. Nýjasta dæmið er það ofbeldis- verk sem Sovétríkin eru nú að fremja í Afganistan á Afgönum. Þar er verið að drýgja þjóðarmorð. Af þessu má læra að jafnvel árið 1987 er það ekkert frekar sjálfsagð- ur hlutur en árið 1948 að frelsi og sjálfstæði smáþjóða sé virt. Fyrir því verður að betjast. í þeim efnum má aldrei láta deigan síga. Lýðræð- isþjóðimar verða að halda vöku sinni. Gæfa Islands Til þessa hefur það verið gæfa íslands, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft afl og styrk til að fylgja eftir þeirri stefnu í vamar- og ör- yggismálum, sem hefur tryggt eindregna aðild íslands að NATÓ. í áratugi hefur þjóðin búið við ör- yggi í þessum efnum. Nú er stöðu þessa vígis teflt í mikla hættu. Ef ekki verður staðið fast í ístaðinu, er stöðu Sjálfstæðisflokksins sem sterku, sameinuðu afli ógnað. Vegið að öryggis- hag’smunum Að stuðla að því að bijóta niður Sjálfstæðisflokkinn jafngildjr til- ræði við öryggishagsmuni íslend- inga og vestrænna þjóða í vamar- og öryggismálum. Þetta vita Alþýðubandalags- menn. Þess vegna fagna þeir tilkomu nýrra flokka, sem eru ístöðulausir í vamar- og öryggis- Herinn burt? ■ Jóhanna Haraldsdóttir, Reykjavik: [ Mvnduð þið \ilja að ameríski herinn H ■ á Keflavíkurflugvelli færi á brott strax Hj ■ ef þið fengjuð meirihluta á Alþingi H ^H núna? ^H ■ - Ég m.vndi gjaman vilja að herinn H ■ færi á brott. En eins og þú ef til vill ^H ■ veist erum við orðin nokkuð háð þess- ^H HB um ameriska her og því teljúm við ^H 9 mikilvægt að draga úr áhrifum hans BH ■ eins og hægt er. Við höfum lýst því HH 9 \"fír að við erum á móti allri hervæó- H Hj ingu. jafnt innanlands sem erlendis. H gg Við viljum sjá ísland vera með í yfir- H ■ lýsingum um kjamorkuvopnalaus^H ■ svæði og við viljum stuðla að minnk- ^H 9 andi hervæðingu. bæði hér á landi og |9 9 annars staðar. Hitt er annað að svona H 9 mál ganga ekki hratt fvrir sig. Stór- ^H ■ veldin hafa slík x'firráð vfir okkur og H ■ þau hafa skipt heiminum á milli sín Hj ■ og þannig erum við fiækt í þetta net. ^H ■ Ég geri mér grein fyrir þvi að herinn H 9 færi ekki daginn eftir að við næðum^H 9 meirihluta á Alþingi. Kvennalistinn vill varnarliðið á brott málum. Sérstaklega fagna alþjóða- kommúnistar því, ef upp rísa á íslandi stjómmálaflokkar sem hugsanlega bijóta niður borgara- lega einingu í þessum mikilvægu málum. Þessu til staðfestingar nægir að vísa í ummæli ólafs Ragn- ars Grímssonar formanns fram- kvæmdastjómar Alþýðubandalags- ins. Óskaflokkar hans í pólitízku samstarfi eru Kvennalistasamtökin og svonefndur Borgaraflokkur. Andvestræn stefna þessara flokka í vamar- og öryggismálum er vatn á myllu alþjóðakommúnista. Guðmundur H. Garðarsson „ Að stuðla að því að brjóta niður Sjálfstæð- isf lokkinn jafngildir tilræði við öryggis- hagsmuni Islendinga og vestrænna þjóða í varn- ar- og öryggismálum.“ Því miður hafa alltof fáir hugsan- legir kjósendu þessara flokka gert sér grein fyrir þessari staðreynd. Það er engin tilviljun, að nokkrir yfírlýsir andstæðingar Atlantshafs- bandalagsins skipa efstu sæti á listum Borgaraflokksins. Hættan mikla Við lifum í hverfulum og hættu- legum heimi. Margreynt er, að þeir valdamenn sem mest eru með orð- takið umburðarlyndi á vörum þegar þeir eru að komast til valda í fijáls- um kosningum, hafa reynzt hinir mestu harðstjórar. íslendingar hafa í áratugi notið þeirrar sérstöðu að búa við fijálst og jákvætt stjómarfar. Þeir þekkja ekki harðstjóm nema af afspum. Hins vegar gera þeir sér fulla grein Þjóðleg- umbótastefna eftir Stefán Friðbjarnarson Annað af tveimur megin- markmiðum sjálfstæðisstefnunn- ar, eins og hún var fram sett við stofnun Sjálfstæðisflokksins 1929, var þannig orðað: „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu á grundvelli einstaklings- frelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir aug- um.“ Hinn þjóðlegi þáttur Eftirtektarvert er hve ríka áherzlu stofnendur Sjálfstæðis- flokksins leggja á þjóðlega stefnu, varðveizlu þjóðtungunnar, þjóðar- sögunnar, þjóðemisins, kristinna viðhorfa og menningarlegrar arf- leifðar yfírhöfuð. Birgir Kjaran hagfræðingur (þingmaður 1959-63 og 1967-71) sagði m.a. í erindi um þennan undir- stöðuþátt sjálfstæðisstefnunnar: „Heilbrigð þjóðemiskennd og hollur metnaður hvetja þjóðina til dáða og framfara en eiga ekkert skylt við kjmþáttadramb og þjóð- emishroka, sem geta af sér kúgun og ofmetnað ... Heilbrigð þjóðem- isstefna ber virðingu fyrir þjóðemi annarra og metur að jöfnu rétt annarra þjóða til frelsis og sjálf- stæðis. Þess vegna er þjóðemis- stefna sjálfstæðismanna aðeins önnur hlið á hinni almennu sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar." Einstaklingsfrelsi — atvinnufrelsi Hvað felst í því að sjálfstæðis- stefnan sé reist á grundvelli ein- staklingsfrelsis og atvinnufrelsis! Þessi kjamyrta stefnuyfírlýsing segir í raun allt sem segja þarf um þjóðfélagsgerðina, sem höfð var í huga, þ.e., að megintakmark sam- félagsins skuli vera að veita ein- „Við þurfum að glöggva okkur á því fyrir kosningar hver áhrif atkvæði okkar hafa eftir kosningar, ekki sízt á stjórnar- myndun og stefnu- mörkun á Alþingi næstu árin. Það er of seint að iðrast eftir að skaðinn er skeður, sam- anber eftirleik Alþing- iskosninga 1978.“ staklingnum, manneskjunni, allt það frelsi sem nauðsynlegt er til þess að hún geti þroskað einstakl- ingsbundna kosti sína og notið hæfíleika sinna, án þess að óvirða rétt annarra. Birgir Kjaran, sem fyrr er vitnað til, sagði orðrétt í erindi sínu um sjálfstæðisstefnuna: „Það er rökstudd sannfæring sjálfstæðismanna, að í fijálsu at- vinnulífi með fijálsri samkeppni vegni öllum þegnum þjóðfélagsins jafnbezt, því að þá verði framleiðsl- an mest og bezt, vöruvalið mest og þjóðartekjumar mestar." Reynslan, hvarvetna í veröldinni, staðfestir þetta. Þjóðartekjur á hvem vinnandi mann, sem eru traustur mælikvarði á almenn lífskjör, em afgerandi meiri í sam- keppnisríkjum en löndum sósíalism- ans, jafnvel margfaldar. Öll svokölluð félagsleg þjónusta, al- mennt afkomuöryggi og efnahags- legt sjálfstæði einstaklinga og þjóðar eiga þessa einu og sömu kostnaðarlegu undirstöðu: hagvöxt- inn og þjóðartekjumar. Samkeppnisríki eiga og vinning- inn hvað varðar almenn mannrétt- indi. Þau eru verulega rýmri og víðfeðmari á Vesturlöndum (hóf- lega orðað) en í ríkjum sósíalism- ans. Afkoma, tekjujöfnun og- framfarahvatar Enn skal hér vitnað til skilgrein- ingar Birgis Kjaran á sjálfstæðis- stefnunni: „Sjálfstæðismenn telja, að fé- lagslegur markaðsbúskapur miði að eðlilegri telquskiptingu. Þeir hafa og unnið að tekjujöfnun og telja, að bezt fari á því í smágerðu þjóð- félagi sem hér á landi, að nokkur jöfnuður sé um tekjur manna ...“ Birgir sagði hinsvegar að tekjujöfn- uður mætti ekki vera svo niður- negldur „að hann dragi úr athafnaþrá, afköstum og fram- leiðslunni yfírleitt". „Sjálfstæðisstefnan álítur því merg málsins, að telquskiptingin sé með þeim hætti, að hún auki framleiðsluna og það, sem til skip- tanna kemur. Hennar skoðun er, að líklegast til árangurs sé því, að eðlilegri arðsvon atvinnurekenda sé haldið vakandi og hlutdeild laun- þeganna í afrakstrinum tengd afkomu fyrirtækjanna, beint eða óbeint, þar sem því verður við kom- ið. Að áliti sjálfstæðismanna er þessi leið líklegri til þess að sætta fjármagn og vinnu en lögþvinganir, sem ekki eru samræmanlegar fijálsu þjóðfélagi." Oft var þörf en nú er nauðsyn Hversvegna er nauðsynlegt að Opið laugardag fyrir páska frá kl. 07:00-16:00 Geysilegur magnafsláttur af páskaeggjum. KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.s. 686ÍII fyrir því að á næsta leyti í aðeins um 4—5 klukkustunda flugfjarlægð í austur frá íslandi, er öflugasta víghreiður heimsins, Kola-skaginn, nyrzt í Rússlandi. Þar ræður ríkjum öflugasta herstjóm voldugasta ein- ræðisríkis heimsins, Sovétríkjanna. Frá þessari herstöð fljúga daglega og mörgum sinnum á dag öflugar sprengjuflugvélar, búnar kjam- orkueldflaugum eða viðlíka sprengj- um. Frá höfnum á Kola-skaga sigla sovézkir kjarnorkukafbátar óg her- skip suður í Atlantshafíð, í tugatali. Margir þessara kafbáta em á stöð- ugu sveimi við strendur íslands og Norðurlandanna. Tilræði við frelsið Það gælir enginn við herveldi þessarar gerðar og allra sízt þegar því stjóma einræðisherrar á komm- únistavísu. Það er tilræði við frelsi og öiyggi íslands að gæla við þá hugmynd að endurskoða skuli stöðu íslendinga innan Atlantshafsbanda- lagsins. Það gera Kvennalistakonur og Borgaraflokkurinn. Alþýðubandalagið, íslenzkir kommúnistar, bíða eftir stóra tæki- færinu, að gera ísland vamarlaust í samstarfí við þessa aðila, að kosn- ingum loknum. Öryggasta vörnin — Sjálf stæðisf lokkurinn Alþingiskosningamar 25. apríl nk. munu vera með örlagaríkustu kosningum sem íslendingar hafa gengið til, síðan ísland gekk í Atl- antshafsbandalagið. í þeim verður tekist á um stöðu íslands í vamar- og öryggismálum. Það er aðeins einn flokkur sem getur tryggt ör- ugga stöðu þessara mála. Það er Sjálfstæðisflokkurinn. Um er að tefla frelsi og sjálf- stæði þjóðarinnar. Það em aðeins ábyrgir og staðfastir stjómmála- menn sem geta veitt íslendingum farsæla forastu í þeim málum. Höfundur skipar 5. sæti á fram■ boðslista Sj&lfstæðisflokks í Reykjavíkurkjördæmi. Stefán Friðbjarnarson hamra í dag á kjamaatriðum sjálf- stæðisstefnunnar, eins og hún var fyrst fram sett? Svarið liggur í augum uppi: Sjálf- stæðisflokkurinn og sjálfstæðis- stefnan sæta nú alvarlegustu aðför frá stofnun flokksins. Stöðugleiki og stefnufesta í íslenzkum þjóðmál- um, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur trýggt öðram flokkum frem- ur, mæta nú alvarlegri ógn: pólitísk- um glundroða, sem stefnt getur velferð þjóðar og einstaklinga í hreinan voða. Við þurfum að glöggva okkur á því fyrir kosningar hver áhrif atkvæði okkar hafa eftir kosningar, ekki sízt á stjómar- myndun og stefnumörkun á Alþingi næstu árin. Það er of seint að iðr- ast eftir að skaðinn er skeður, samanber eftirleik Alþingiskosn- inga 1978. Oft var þörf en nú er nauðsyn að slá skjaldborg um Sjálfstæðis- flokkinn, ef við viljum hafa heildar- og framtíðarhagsmuni í huga. Höfundur er blaðamaður og skrif- ar um þing- og þjóðmil íMorgun- blaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.