Morgunblaðið - 16.04.1987, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987
UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Valhöll,
Háaleitisbraut 1,3. hæð
Símar: 689004 - 689005 - 689006
Utankjörstaðakosning ferfram hjá borgarfógetanum í
Reykjavík í Ármúlaskóla alla daga frá kl. 10-12,14-18
og 20-22 nema sunnudaga og aðra helgidaga kl. 14-
18. Lokað föstudaginn langa og páskadag. Skrifstofan
gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosn-
ingunum. Aðstoð við kjörskrárkærur.
Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstofuna ef
þið verðið ekki heima á kjördag.
EF Í>Ú VILT GLEÐJA
EINHVERN UM PÁSKANA
GEFURÐU MÓNV PÁSKAEGG
NÝTT OG ENN BETRA, SYKURMINNA SÚKKULAÐl
í PÁSKAEGGJUNUM FRÁ MÓNU!
ÁSKRIFENDUR
AÐEINS EITT
SÍMTAL
691140 691141
Með einu símtali er hægt að breyta innheimtuað-
ferðinni. Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfaerð á
E
Áskriftarsíminn er 83033
Skúlp-
túrí Kjar-
valssal
Myndlist
Valtýr Pétursson
Steinunn Þórarinsdóttir naut
starfslauna Reylgavíkurborgar á
seinasta ári og efnir nú til sýning-
ar á þeim verkum, sem orðið
hafa til, meðan starfslaunanna
naut við. Ekki verður annað sagt
en að vel hafi til tekizt með laun-
in að þessu sini — það sýna hin
heillandi verk, sem Steinunn hef-
ur unnið á þessum tíma og nú
eru til sýnis í austursal Kjarvals-
staða.
Það er nokkuð síðan verk
Steinunnar vöktu athygli mína
og sýning hennar á Kjarvalsstöð-
um 1982 var bæði forvitnileg og
lofaði góðu, en vart var hægt að
láta sér koma í hug, að hún
næði þeim árangri, sem blasir
nú við, að jafn skömmum tíma
liðnum. Það er skemmst frá að
segja, að verk Steinunnar hafa
fengið þann svip, sem ótvírætt
sannar gildi þeirra sem
„plastísks“ skúlptúrs, hvort held-
ur hún vinnur í gler, jám eða
leir. Verkin bera vitni um mikla
kunnáttu og Steinunn vinnur ber-
sýnilega af mikilli alvöm og
yfirvegun. Það er þokki yfír þess-
um verkum og stíllinn er persónu-
legur. Það er sama hvaða efni er
í höndum þessarar listakonu, allt
öðlast það visst líf og tilgang.
Kjami málsins blasir við á ein-
faldan og skiljanlegan máta. Hér
eru hlutimir hnitmiðaðir og hor-
tittir ekki til. Hér em stór orð
notuð, en að mínu mati ekki að
ástæðulausu. Sýning Steinunnar
Þórarinsdóttur er í mínum augum
stórviðburður í listalífí borgarinn-
ar og ánægjulegt til þess að vita,
að Reykjavíkurborg átti sinn þátt
í því að stuðla að henni. Og við
skulum ekki gleyma því, hvað
stuðningur við listafólk getur
verið mikils virði, ef rétt er á
haldið.
Astæða er til að minnast á
uppsetningu þessarar sýningar.
Hún er með miklum ágætum og
listrænt unnin — einnig hefur
verið vandað mjög til lýsingar á
hveiju verki fyrir sig. En alls em
26 verk til sýnis, og em þau
unnin í gler, jám, blý og leir.
Heildarsvipur sýningarinnar er
með slíkum ágætum, að segja
mætti, að sýningin væri lítið ljóð
í föstu efni. Þeir, sem unna vem-
lega listum og hafa áhuga á
skúlptúr, fá vart betra tækifæri
til að auðga anda sinn, en ein-
mitt á þessari sýningu Steinunn-
ar Þórarinsdóttur í Kjarvalssal.
BRAVÓ, Steinunn.
H