Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987
eins og Fridrik Sigurðsson
matreiðslnmeistari í Tbrfunni
RJÓMAÍS MEÐ RIBS- OG JARÐARBERJUM
4Egg
2 matsk. Heitt vatn
225 gr. Frosin Sól jarðarber
225 gr. Frosin Sól ribsber
!ó líter Rjómi
300 gr. Sykur
Blandið ribsberjunum og jarðarberjunum saman í bakka. Stráið 150 gr. af
sykri yfir og látið þiðna vel. Blandið eggjarauðunum og 150 gr. afsykrinum
saman í potti. Þeytið upp við vægan hita, uns þetta er orðið vel stíft (ca. 5
mín.). Takið af hitanum og hrærið rólega í, uns þetta er farið að kólna
nokkuð. Blandið saman eggjahvítu og rjóma, þeytið upp uns þetta er vel
stíft. Blandið að endingu saman kreminu og rjómanum, varlega með sleif.
Setjið berin saman við og 3-4 matskeiðar af safanum sem myndast hefur af
berjunum. Sett í skál eða ísform og fryst í ca. 6 klukkustundir.
Sól hf.
með afbrigðum og vildi hafa allt á
hreinu og gætti hann þess vel að
skulda engum neitt.
Einar var ekki mikill félagsmála-
maður, enda naut hann sín best,
hvort sem var heima eða heiman,
í góðum stól með góða og fræðandi
bók, enda var fróðleikur hans mik-
ill, hvort sem var á sviði tungumála,
læknisfræði eða heimsmálanna. Þó
var einn félagsskapur sem hann
stundaði vel á árum áður og það
var Oddfellow-reglan, sem hann
mat mikils og minntist oft á með
mikilli virðingu og hlýhug.
Oft ræddum við um æskuslóðir
hans og það var eins og kæmi sér-
stakur ljómi yfír allt andlitið þegar
talað var um Svalbarða og Raufar-
höfn og grunar mig, að þeir staðir
hafí í huga hans komið næst himna-
ríki.
Á undanfomum árum hef ég
ferðast töluvert. Ávallt fylgdist Ein-
ar vel með og spurði margs. Það
var með 'olíkindum hvað hann vissi
og skipti ekki máli hvort var um
að ræða eyjuna Möltu eða Hom-
strandir. Alls staðar var hann jafn
vel að sér.
Margs er að minnast og gott að
eiga jafngóðar minningar fyrir sig.
Lífíð er til þess að þroskast og ná
lengra til fullkomnunar. Að kynnast
manni eins og Einari, sem ávallt
var tilbúinn að gefa af sjálfum sér,
án þess að fá eitthvað í staðinn,
hlýtur að vera þroskandi.
Það var gaman að sjá þau hjónin
á rölti í bænum. Þau bökkuðu hvort
annað upp með krafti og dugnaði,
enda bæði ávallt tilbúin að fóma
sér til að gera öðmm greiða.
Mig langar sérstaklega að fá að
þakka honum fyrir, hversu hugul-
samur hann var í veikindum móður
minnar og hversu mikið hann bar
hag hennar fyrir brjósti.
Elsku Gyða frænka mín. Góður
Guð styrki þig í sorgum þínum.
Matthias Guðm. Pétursson
Að heilsast og kveðjast, það er
lífsins saga. Þessi setning, svo ör-
stutt og einföld, segir svo ótal mikið
að mínu mati. Að heilsa þeim sem
við mætum á lífsleiðinni, því fylgir
oftast gleði og fögnuður, en að
kveðja þann sem manni þykir vænt
um, fylgir viss tregi og tóm.
Einar Pálsson, sem við kveðjum
nú, fæddist á Hólsfjöllum í lok jan-
úarmánaðar 1898, en ólst upp nyrst
á okkar norðlæga landi, nánar til-
tekið á Svalbarði við Þistilfjörð,
sonur prestshjónanna þar. Mér býð-
ur í grun að umhverfíð, stórbrotið
landslag og harðir og dimmir vetur
hafí mikið mótað ungan dreng.
Sömuleiðis menning prestsheimilis-
ins þar sem lestur góðra bóka og
virðing fyrir öllu sem andar var í
hávegum höfð. Einar kvæntist
uppáhalds móðursystur minni,
Gyðu, og varð þannig í gegnum
hana minn besti frændi og á þeirra
góða heimili átti ég í æsku minni
yndislegar stundir og ógleymanleg-
ar þar sem hlúð var að mér og ég
umvafín elsku eftir föðurmissi og
tímabundna fjarveru móður minnar.
Já, fyrir þetta allt þakka ég af al-
hug.
En það var fleira. Einar stórfróð-
ur og víðlesinn maður varð minn
leiðbeinandi og fræðari þegar ég á
skólaárum mínum þurfti á hjálp að
halda. Alltaf gat ég komið og alltaf
var mér tekið opnum örmum og
Einar útskýrði og kenndi í mestu
rólegheitum sem honum einum var
lagið.
Einar Pálsson var farsæll maður
í sínu langa lífí, maður sem mátti
ekki vamm sitt vita, maður af gamla
skólanum eins og sagt er, því
tímamir hafa sannarlega breyst og
mennimir með frá aldamótum og
fram til dagsins í dag.
Að heilsast og kveðjast er lífsins
saga. Spámaðurinn Kahlil Gibran
segir: „Þú skalt ekki hryggjast,
þegar þú skilur við vin þinn, því
að það sem þér þykir vænst um í
fari hans, getur orðið þér ljósara í
fjarvem hans eins og fjaligöngu-
maðurinn sér fjallið best af slétt-
unni.“ Ég kveð Einar Pálsson með
hjartans þökk fyrir allt og allt og
óska honum góðrar ferðar.
Helga Mattína Björasdóttir
Minning:
Einar Pálsson
Fæddur 29. janúar 1898
Dáinn 9. apríl 1987
Einar Pálsson fæddist á Víðihóli
á Hólsfjöllum þann 29. janúar 1898.
Foreldrar hans voru Páll Hjaltalín
Jónsson sóknarprestur og síðar pró-
fastur á Svalbarði í Þistilfírði og
kona hans, Ingveldur Einarsdóttir.
Einar var elsta bam þeirra hjóna
en önnur voru: Ámi f. 1899, Ást-
hildur f. 1901, Ingveldur f. 1904
og Þyri Ragnheiður f. 1910. Ámi
er eini sem er á lífí í dag.
Einar lauk prófí frá Gagnfræða-
skóla Akureyrar 1915. Hann varð
að hætta námi eftir 4. bekk í
Menntaskólanum í Reykjavík vegna
augnveiki. Hann var prófdómari við
vorpróf bama í Svalbarðshreppi
1921—24. Árið 1931 hóf hann störf
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og
starfaði þar til þess er hann náði
hámarksaldri opinberra starfs-
manna, síðustu árin sem deildar-
stjóri.
Þegar rifjað er upp er margs að
minnast. í hugann koma þau ótal
skipti sem hann aðstoðaði okkur
við heimanám. Hann hafði ávallt
tíma til þess og þá var ekki verið
að flumbrast áfram eða drífa hlut-
ina af. Nei, í þessu sem öðru var
hann vanur að vanda sig og gefa
sér tíma, enda mjög rólegur að eðl-
isfari. Hann átti líka auðvelt með
þetta því hann var víðlesinn og sjálf-
menntaður.
Einar ferðaðist ekki mikið, en
þó hafði hann farið tvisvar til Græn-
lands til að skoða og kynnast
fólkinu og landinu. Hann var mjög
áhugasamur og fylgdist vel með því
sem gerðist þar og sagði oft frá
ferð sinni þangað. Hann gekk mik-
ið og naut þá útiverunnar, sem
hann taldi nauðsynlegt mótvægi við
þá inniveru sem fylgdi skrifstofu-
starfi.
Árið 1953 verða þáttaskil í lífí
Einars, þegar hann kvæntist móð-
ursystur minni, Gyðu Guðmunds-
dóttur Guðnasonar skipstjóra og
konu hans, Mattínu Helgadóttur,
en hún starfaði einnig hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Þeim varð
ekki bama auðið.
Þau stofnuðu heimili á Leifsgötu
3, Reykjavík, og bjuggu þar alla tíð
síðan. Þangað komum við systkina-
böm Gyðu og böm okkar oft. Þar
var gott að koma. Þau hjónin ein-
staklega samhent og vildu allt fyrir
alla gera. Aldrei minnist ég þess
að hafa nokkru sinni heyrt Einar
tala styggðaryrði um nokkum
mann, enda maðurinn heilsteyptur
og traustur. Nákvæmur var hann