Morgunblaðið - 30.04.1987, Page 1

Morgunblaðið - 30.04.1987, Page 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 96. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: Fyrsta ákæran í vopnasölumálinu Washington, Reuter. CARL „Spitz“ Channell, yfirmað- ur bandarisks fjáröflunarsjóðs, var i gær ákærður um að hafa reynt að féfletta Bandarikjastjórn í sambandi við vopnasöluna til ír- ans og játaði hann sekt sfna. Dómari spurði Channell hvort hann hefði haft samstarfsmenn og kvað hann Oliver North, fyrr- um aðstoðarmann i Hvíta húsinu, samsekan sér. Channell er yfirmaður bandarísks sjóðs til „eflingar frelsis" (NEPL). Lawrence Walsh sakaði hann og aðra ónefnda samstarfsmenn hans um að hafa ætlað að svíkja fé, sem Ný stjóm mynd- uð í Finnlandi Hclsinki, AP. Frammámenn í fjórum flokk- um hafa orðið ásáttir um að taka saman höndum i stjóm og þar með er i burðarliðnum fyrsta finnska ríkisstjómin í rúm 40 ár, sem hægrimenn hafa forystu fyrir. Harri Holkeri, fyrrum formaður Hægriflokksins og nú einn af bankastjórum finnska seðlabank- ans, lagði síðustu hönd á stjómar- myndunina í fyrradag og ráðgert er, að hann leggi í dag ráðherra- lista stjómarinnar fyrir Mauno Koivisto forseta. Stjómin mun hafa að bakhjarli 131 mann af 200 á þingi. Kalevi Sorsa, fráfarandi forsæt- isráðherra, hefur ákveðið að segja af sér formennsku í Jafnaðar- mannaflokknum á sumri komanda en er fús til að gegna embætti ut- anríkisráðherra í nýju stjóminni. Verður hún skipuð átta jafnaðar- mönnum, sjö hægriflokksmönnum, Harri Holkeri tveimur ráðhemim úr Sænska þjóð- arflokknum og einum úr Lands- byggðarflokknum. safnað var fyrir vopnum og annarri aðstoð við skæruliða í Nicaragua, undan skatti. í ákærunni á hendur Channell sagði að 2,1 milljón Banda- rflqadollara hefði verið skráð í bókhald NEPL sem frádráttarbær frá skatti. Aftur á móti væri féð ekki frádráttarbært þar sem það hefði ekki verið ætlað til mannúðar- málefna heldur vopnasendinga til skæruliða. Channell kvað já við þeg- ar dómari spurði hvort hann væri sekur um samsæri. Hefur Channell lofað að vera hjálplegur við rannsókn málsins. Walsh lýsti yfir því í Bandaríkja- þingi á þriðjudag að rannsóknin á vopnasölumálinu væri nú orðin jafn viðamikil og rannsóknin á Water- gate-málinu, sem lyktaði með því að Richard Nixon sagði af sér árið 1974. Sagði Tower að verið væri að rann- saka hvort háttsettir embættismenn stjómarinnar hefðu brotið af sér. Walsh sagði að rannsóknin næði m.a. til Hvíta hússins, embættis Ge- oige Bush varaforseta, bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), utanríkis-, landvamar- og dómsmálaráðuneytis. Suður-Afríka: Reuter Æft fyrir fyrsta maí Sovéskir hermenn taka sér stöðu á Rauða torginu í Moskvu. í gær fór fram æfing fyrir skrúðgönguna, sem farin verður í höfuðborg Sovétríkjanna fyrsta maí. I baksýn ber turna kirkj- unnar, sem kennd er við heilpgan Basil, við himin. Vaxandi ókyrrð og horfur á verkföllum Jóhannesarborg, Reuter. VOPNAÐIR lögreg’lumenn réð- ust í gær inn í aðalstöðvar Noregur: Eftirlit við sovésku landamærin aukið Osló, Reuter. NOMÐMENN lýstu yfir þvi í gær að þeir ætluðu að bæta alla aðstöðu til að fylgjast með athöfnum Sovétmanna við norsku landamærin. Sagði að þetta yrði gert til þess að úti- loka það sem embættismenn kalla alvarlegar gloppur í ör- yggisgæslu og eftirliti. Fimm eftirlitsstöðvar eru í Finnmörku og em þær starfrækt- ar allan sólarhringinn. Þaðan fylgjast Norðmenn með flutning- um sovésks herliðs og sjóherstöð Sovétmanna í Murmansk á Kóla- skaga. Johan Jörgen Holst vamar- málaráðherra sagði í ræðu, sem birt var í gær, að hann ætlaði að bæta aðstöðu þeirra þijú hundruð manna, sem vinna í stöðvunum, en hermenn hafa verið tregir til að starfa þar vegna þess hversu hijóstrugt er í Finnmörku og ein- manalegt. Talsmaður varnarmálaráðu- neytisins sagði I viðtali við Reuter-fréttastofuna að í tillögum ráðherrans væri m.a. lagt til að laun og aðbúnaður manna, sem allajafna vinna í eftirlitsstöðvun- um þijú til fimm ár, verði bætt. Stöðvarnar fimm eru fyrstu hlekkimir í viðvörunarkeðju, sem liggur um öll aðildarríki Atiants- hafsbandalagsins, allt til Tyrk- lands. Tyrkland og Noregur eru einu NATO-ríkin, sem eiga landamæri að Sovétríkjunum. „Það væri hættulegt ef gloppur yrðu á eftirlitinu," sagði norskur embættismaður, sem ekki vildi láta nafns getið. „Enn hefur það ekki gerst, en það gæti gerst ef mennimir, sem vinna í Finn- mörku, eru ekki ánægðir." Stöðvamar, sem standa á fjalls- tindum við strandlengju Noregs, senda mikilvægar upplýsingar til annarra Atlantshafsbandalags- ríkja. „Stöðvamar eru mikilvægar vegna þess að helsti herafli Norð- manna er lengra frá landamærun- um og viðvörun verður að berast samstundis til þess að senda megi liðsauka í tæka tíð,“ sagði emb- ættismaður Atlantshafsbanda- lagsins. stærsta verkalýðssambands svartra manna í Suður-Afríku og voru sjö menn handteknir. Nokkru áður höfðu frammá- menn þess og aðrir andstæðingar aðskilnaðarstefnunnar hvatt til mótmæla um land allt í næstu viku þegar hvítir menn einir ganga að kjörborðinu. Talsmaður lögreglunnar sagði að sjö félagar í verkalýðssambandinu hefðu verið handteknir þegar lög- regluþjónar réðust tugum saman inn í bygginguna, sem er í Jóhann- esarborg. Fjölmennt lögreglulið girti af aðalstöðvamar og nálægar götur og var allt starfsfólkið rekið út. Vom fjórir grímuklæddir menn með í för og er talið, að þeir hafi átt að benda á þá, sem kunna að bera ábyrgð á morði fjögurra verkfalls- bijóta. í yfirlýsingu lögreglunnar sagði, að mennimir hefðu verið teknir með valdi á vinnustað sínum, fluttir í aðalstöðvar verkalýðssam- bandsins og síðan myrtir á villi- mannlegan hátt. Mikil ókyrrð hefur verið meðal svartra manna í Suður-Afríku að undanfömu og verkföll tíð. í síðustu vikuvoru 16.000 járnbrautarstarfs- menn í verkfalli reknir úr starfí og sex svartir menn féilu í átökum við lögregluna. Verkalýðsleiðtogar svertingja búast við, að um ein milljón manna muni leggja niður vinnu í næstu viku til að mótmæla kosningum hvítu mannanna. Tyrknesk knatt- spyrna: Ugluspegill afhjúpaður Ankara, Reuter. ÞAÐ vakti óneitanlega undrun áhorfenda i bænum Mardin þegar tyrkneski knattspymu- maðurinn Ismail Kayar setti tuðruna f netið og hrópaði: „mark“. Kayar er nefnilega miðheiji liðs mál- og heyrnar- lausra. í Tyrklandi keppa mál- og heymarlausir knattspymumenn í sérstakri deild. Þegar forráða- menn knattspymusambandsins heyrðu að ekki var allt með felldu var boðað til fundar þar sem ákveðið var að víkja liði Kayars úr deildinni í eitt ár. Leikurinn gegn heimaliðinu í Mardin var einnig dæmdur tapaður. Máli Kayars hefur verið vísað til aga- nefndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.