Morgunblaðið - 30.04.1987, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987
685009
685988
2ja herb. ibúðir
Laugarnesvegur. Mjög
rúmg. ib. á 3. hæö (efstu) (góðu samb-
húsi. Nýt. gler. Mikiö útsýni. Suöursv.
Neðra-Breiðholt. 2ja herb.
íb. á jarðh. Ákv. sala. Verð 2,3 millj.
Haliveigarstígur. Rúmg. ein-
staklib. á jaröh. Sérinng. Eign i góöu
ástandi. Ákv. sala.
3ja herb. íbúðir
Bjarkargata. Ib. á jaröhæð i
góðu steinhúsi. Sérínng. Verð 2500 þús.
Valshólar. Nýi. vönduö endaíb.
á efstu hæð. Bílskróttur. Þvottah. innaf
eldhúsi. Æskil. skipti á stærri eign.
Verö 3,3 millj.
Langholtsvegur. Neön sérh.
í tvíbhúsi. Stærö ca 85 fm. Sór inng.
Sór hiti. Sór þvhús. íb. er mikiö endurn.
Verö 2,8 millj.
Seljahverfi. 117fmib.á2. hæö.
Gott aukaherb. í kj. fyfgir. Sór þvherb.
Vandaöar innr. Bílskýli. Ákv. sala.
Norðurmýri. ew hæö i fjórb-
húsi. Stærð rúmir 100 fm. Tvöf. gler.
Sér hrti. Eldri innr. Mjög snyrtil. og vel
umg. eign. Bílsk. fylgir. Ekkert óhvfl.
Afh. samkomul.
Ártúnsholt. 150 fm ib. á 1. hæö
í nýju sambhúsi. 4 svefnherb. Stór innb.
bflsk. GóÖar innr. Arinn í stofu. Nónast
fullb. eign. Mögul. skipti ó einbhúsi í
Mos. Verö 4950 þús.
Fossvogur. 130 fm íb. í nýju
fjórbhúsi. Auk þess fylgir íb. bílsk. Ákv.
sala. Verö 6 millj.
Vesturberg. uo fm ib. (góöu
ástandi á 3. hæð. Stórar svalir. Gott
útsýni. Verö 3,2 millj.
Kleppsvegur. 11 o fm 0 3. hæö.
Suöursv. Aukaherb. fylgir risi. Ákv. sala.
Verð 3,3 millj.
Snorrabraut. no fm ib. 0 2.
hæö. Sérinng. Eign í góðu óstandi.
Verö 2950 þús.
Sérhæðir
Mánagata. em hæö tæpir 100
fm í mjög góöu ástandi. Geymsluris
fylgir. 40 fm bilsk. fylgir. Ákv. sala.
Teigar. 4ra herb. íb. á 1. hæð.
Sérinng., sérhiti. Rúmg. bilsk. Ákv. sala.
Raðhús
Miklabraut. Raöhús, 2 hæðir
og kj. Húsiö er mikið endurn. og í góöu
ástandi. Eigninni fylgir bílsk. Innkeyrsla
frá Mjóuhlíö.
Einbýlishús
Vesturbær. Einbhús ó tveimur
hæöum ca -180 fm ósamt bflsí:. Húsiö
er ca 20 ára gamalt. Tvennar svalir.
Æskil. skipti á minni eign í Vesturbæ
en þó ekki skilyröi. Verö 7,5 millj.
Mosfellssv. Nýtt vandaö glæsil.
hús á einni hæö ca 180 fm. 40 fm bflsk.
Æskil. skipti á sórb. í Kóp. eöa Gbæ.
VerÖ 6,3 millj.
Seljahverfi. 300 fm einbhús.
Fullb. vönduö eign. Á jaröh. er fullb.
einstaklíb., auk þess tvöf. innb. bflsk.
Mjög gott fyrirkomul. Engar óhvfl. veö-
skuldir. Ákv. sala.
< Ýmislegt
Seljahverfi. 150 fm atvinnu-
húsn. á jaröhæö. Góö aökoma. Hentar
margvísl. starfsemi. Hagst. verö.
Fyrirtæki með i>akka-
mat. Fyrirtækiö er vel staösett í
öruggu húsn. Góöar vólar og óhöld.
Tilvalið fyrir samhenta fjölskyldu. Verö
2500 þús.
Seljahverfi. em hæð í
verslhúsn. Stærö ca 130 fm.
Hentar margvísl. starfsemi. Skipti
á íbhúsn. mögul. Til afh. strax.
Mjóddin Breiðholt
Höfum til sölu versl.,-þjón,- og
skrifstofuhúsn. i nýju húsi i
Mjóddinni. Frábær staðs. Afh.
apríl/maí. Tilb. u. trév. Hús aö
utan og sameign fullfrág.
KjöreignVf
Ármúla 21.
Oan. V.S. Wiium lögfr.
Ólafur Guömundsaon sölusljóri.
Hópurinn sem flutti Rúnar og Kyllikki
Með hvurslags skírskotun?
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Nemendaleikhúsið sýnir í Lind-
arbæ: Rúnar og Kyllikki
Höfundur: Jussi Kyltasku
Þýðing: Þórarinn Eldjárn
Leikmynd og búningar: Gretar
Reynisson
Lýsing: Ólafur Örn Thoroddsen
Tónlistarstjórn og undirleikur:
Valgeir Skagfjörð
Leikstjórn: Stefán Baldursson
Tónlist: Kaj Chydenius
NEMENDUR fjórða bekkjar Leik-
listarskólans ráðast ekki á garð-
inn, þar sem hann er lægstur í
glímu við lokaverkefnið. „ Rúnar
og Kyllikki" er flókið leikverk um
margt, og inntak texta má túlka
á ýmsa vegu. Hvort er hér á ferð-
inni félagssálfræðilegt verk,
sálgreinandi eða goðsöguleg?
Claes Andersson skrifar um það
í leikskrá og reynir að íhuga þess-
ar kenningar. Auðvitað er freist-
andi fyrir fræðinga að skipa
verkum á ákveðinn bás og vinnu-
brögð Andersson ekki óeðlileg.
Ég leyfi mér þó að ætla að verkið
fléttist saman úr þessum þremur
kenningum, án þess að ein virðist
afdráttarlausari en önnur.
Sögusviðið er finnskur smábær
á áratugnum milli 1950 og 1960.
Lífsbaráttan er miskunnarlaus, í
henni hafa margir orðið undir.
Þá er að leita sér hugarhægðar.
Og í hveiju. Trúin er nærtæk.
Að óglejmidri kynhvötinni. Þetta
tvennt saman plús tvöfeldni og
óheiðarleiki er meginuppistaðan í
fyrri hluta. Manneskjumar þama
em sennilega hvorki verri né betri
en gengur og gerist, en þeim mið-
ar misjafnlega í baráttu sinni við
þær mörgu og ruglingslegu
kenndir og hvatir sem á leita.
Svo má auðvitað segja að þetta
verk fjalli um sektina. Kærleika
móður sem eyðilagði einkasoninn.
Sú speki er nokkuð útþynnt; son-
ur tilfínningalega vanræktur af
móður verður kynferðislega bren-
glaður. Pyrir utan að ég er ekki
viss um að sú ásökun standist
hér. Hvað sem því líður, möguleik-
amir eru ótæmandi. Kannski of
margir. Ég fékk einatt á tilfínn-
inguna að það var líkast sem
aðstandendur sýningarinnar
hefðu ekki alveg á hreinu, hvað
ætti að leggja megináherzluna á.
Trúaróramir skírskota naumast
til okkar, nema að takmörkuðu
leyti og sett í víðara samhengi.
Því fínnst mér skorta _á, að
sýningin væri markviss. Ég tel
ábyrgðina vera leikstjórans að
langmestu leyti. Fólkið í þessu
samfélagi er hrátt, fmmstætt,
gróft og grimmt. En einhvers
staðar hlýtur að vera eitthvað
gott í því, sem ég náði ekki. Og
þótt fallast megi á skilning leik-
stjóra að leggja megináherzlu á
grófan leik, verður að hafa krafta
sem ráða við að koma honum tii
skila án þess að úr verði and-
kannaleg öskur og skrítnar
staðsetningar. Og textinn má ekki
kafna í agalausum hávaða. Og
textinn er að mörgu leyti forvitni-
legur. Þýðing Þórarins Eldjárns
virtist á kjamyrtu og blæbrigð-
aríku máli.
Ef leikritið er túlkað eftir sál-
greinandi aðferðinni, fínnst mér
brotalöm í túlkun Halldórs Bjöms-
sonar. Hann verður aldrei for-
hertur né sannfærandi sjúkur.
Dregin er mynd af viðkvæmum,
ráðvilltum pilti, ekki brengluðum.
Ef hann þjáist vegna alls þess sem
hann hefur farið á mis við, - þá
skilaði það sér ekki. En samt
fannst mér túlkun Halldórs - þótt
hún væri ekki fullkomlega í takt
við textann, vandað verk, hljóðlát
og skýr. Ingrid Jónsdóttir lék af
miklum móði. Full miklum og
handahreyfingamar em ekki al-
veg samboðnar útskrifuðum
leikara. Drykkjusena hennar var
ofleikin. Ég undraðist þar og oftar
í sýningunni, að leikstjóri skyldi
ekki gæta meira hófs.Ólafía
Hrönn Jónsdóttir gerði Kyllikki
að trúlegri manngerð og leikur
hennar vandaður. í góðri merk-
ingu. Hún náði tökum á því
tvíþætta í hlutverkinu, á býsna
sannfærandi hátt. Og typan var
vel gerð.Ámi Pétur Guðjónsson
gerði föður Kyllikki athyglisverð
skil. Framsögn hans á stöku stað
tilgerðarleg, en hreyfingar og
sviðsframganga oftast í góðu lagi.
Þórarinn Eyfjörð var Heikki og
Peltonen leikinn af Hjálmari
Hjálmarssyni. Þeir ýktu báðir og
hvorugur hefur á valdi sínu að
leika á þessum nótum. Valgeir
Skagfjörð leysti tónlistarstjóm vel
af hendi og skilaði kaupmanninum
stóráfailalaust.
Ég efast ekki um hæfileika
þessara leikara, enda hef ég séð
til þeirra margt gott. Og var með
ólíkindum að þetta væri sama
fólkið og flutti Þrettándakvöld
fyrir nokkm. En kjami málsins
er að mínu viti, að við þetta verk
réðu þau ekki. Og hafi leikstjóri
ekki gert upp við sig, til hvers
hann ætlast af þeim, er kannski
ekki við því að búast að þau nái
að fóta sig.
I__|l4120-20424
■cW.IL-l.klJ.mU.lHlilHCT
ENGIHJALLI
Mjög góð og snyrtileg 3ja herb.
ib. 90 fm (nettó) á 3. hæð I lyftu-
blókk. Tvennar svalir. Þvottahús
á hæð. Einkasala.
SKEIÐARVOGUR
Mjög góð 3ja herb. íb. ca 70 fm
+ ris i þríbýli. Suðursvalir. Stór
og góð lóð. Einkasala.
Fjöldl annarra elgna
á skrá
HEIMASÍMAR:
622825 — 667030
HÁTONI 2B- STOFNSETT 1958
Sveinn Skulason hdl. É
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Til minningar um listamann
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Tónlistarfélag Kristkirkju stóð
fyrir skáldavöku í samvinnu við
bókaútgáfu Máls og mennjngar og
var samkoman helguð minningu
Kristínar Önnu Þórarinsdóttur leik-
konu, er lést á besta aldri -2.
nóvember síðastliðinn. Bókaútgáfa
Máls og menningar hefur nýlega
sent frá sér snældu með upplestri
hennar á íslenskum ljóðum. Margir
minnast upplestra Önnu Stínu og
fyrír undirritaðan var það fyrst
upplestur hennar á ljóðaþýðingum
Magnúsar Ásgeirssonar og sérlega
á Tólfmenningunum, eftir Alexand-
Hafnarfjöröur
Álfaskeið. 2ja herb. 65 fm
íb. á jaröh. V. 1,6 millj.
Miðvangur. 3ja herb.
endaíb. V. 2,5 millj. Einkasala.
Selvogsgata. 2ja herb. falieg
íb. á jaröh. V. 1,4 millj.
Brattakinn. 3ja herb. jarðh.
Sórinng. V. 1,7 millj.
Vesturbraut. 4ra-5 herb. íb.
í timburh. V. 1,7 millj.
Hverfisgata. 2ja herb. rish.
V. 950 þús. Einkasala.
Kjarrmóar — Garðabær.
3ja herb. sem nýtt 110 fm raðh.
á tveimur hæðum. Skipti á 3ja
herb. íb. m. bílsk. koma til greina.
Ámí Gunnlaugsson m.
Austurgðtu 10, aftni 50764.,
er Blok, sem er enn lifandi í
minningunni. Auk þess aá vera frá-
bær ljóðaupplesari átti hún að baki
farsæla starfsævi sem leikari og
síðast með einstæðum hætti í Egg-
leikhúsinu, þar sem segja má að
hún hafl skipt tíma sínum á milli
leikhússins og sjúkrastofunnar af
slíku æðruleysi, að einstætt má
telja.
Skáldavakan hófst með því að
félagar í Musica Antiqua, Camilla
Söderberg, Ólöf Sesselja Óskars-
dóttir og Snorri Örn Snorrason,
fluttu svítu í h-moll eftir Charles
Dieupart, franskt tónskáld er var
nemandi Corelli. Dieupart starfaði
mestan hluta ævi sinnár í Englandi
og vitað að Bach afritaði tvær svítur
hans og notaði einnig töflu hans
yfír skrautnótur. Þá er einnig vitað
að Bach sótti til hans tónhugmynd-
ir enda dáði hann Dieupart sem
tónskáld. Svítan í h-moll er fallegt
verk en seinna verkið, sem Musica
Antiqua lék, var Rondeau eftir
Jacques Martin Hotteterre. Hann
var af frægri franskri ætt hljóð-
færaleikara, er aðallega léku listir
sínar á blásturshljóðfæri. Á eftir
leik Musica Antiqua lásu sjö skáld
úr ljóðum sínum en á milli upplestr-
anna lék Kolbeinn Bjamason flaut-
utilbrigði eftir Leif Þórarinsson.
Skáldavökunni lauk svo með því að
félagar úr Musica Nova, Anna
Guðný Guðmundsdóttir, Amþór
Jónsson og Kolbeinn Bjamason
fluttu Tríó í tveimur þáttum, einnig
eftir Leif Þórarinsson.
Upplesarar vora skáldin Nína
Björk Ámadóttirt Þorsteinn frá
Hamri, Kristján Ámason, Þorgeir
Þorgeirsson, Vilborg Dagbjarts-
Kristín Anna Þórarinsdóttir
dóttir, Sigfús Daðason og Stefán
Hörður Grímsson. Að lesa ljóð og
leika tónlist á vel saman og þrátt
fyrir að barokktónverkin væm hvað
stíl snertir ólík tónverkum Leifs
átti þessi efnisskipan mjög vel sam-
an, enda var flutningur tónlistar-
mannanna í alla staði geðþekkur
og vandaður. Lestur ljóða, flutning-
ur tónlistar og dans var fyrr á öldum
vinsæl skemmtan og í raun upphaf-
ið að ballettinum, eins og hann
tíðkaðist að vera hjá Frökkum.
Skáldavakan var mjög í þeim
anda er Kristín Anna Þórarinsdóttir
hefði viljað hafa hana og því vel
við hæfí að minnast hennar með
því að vefa saman tóna og ljóðlist,
með þeim hætti sem hér var gert.