Morgunblaðið - 30.04.1987, Qupperneq 20
Fatlaðir og aidraðir hafa ekki látið sitt eftir liggja í íþróttaiðkun á ýmsum sviðum, eins og sést á þessum svipmyndum frá liðnum árum og er því búist við góðri þáttbku 1
Norræna trimminu nú sem endranær.
Norræn trimmlandskeppni fatlaðra:
Sigrar ísland í fjórða sinn?
Norræn trimmlandskeppni fatlaðra hefst á morgnn 1. mai og er vonast til að um 1000 íslend-
ingar taki þátt í keppninni sem nú er haldin í fjórða sinn, en Island hefur sigrað í hin þijú skiptin
ÞRISVAR sinnum hefur Norræn
trimmlandskeppni fatlaðra verið
haldin og þrisvar sinnum hafa ís-
lendingar borið sigur úr býtum,
1981, 1983 og 1985, en með þriðja
sigrinum unnum við til eignar veg-
legan bikar sem keppt hafði verið
um frá upphafi. Nú er svo að sjá
hvort landinn leggur ekki sitt af
mörkunum til að eignast annan
verðlaunabikar, en Norræna
Trimmlandskeppni fatlaðra hefst á
morgun, föstudaginn 1. maí og
stendur yfir til 31.maí, en að henni
standa hérlendis, íþróttafélag fatl-
aðra og Morgunblaðið. Þáttökurétt
hafa allir sem eru félagsbundnir í
íþróttafélögum fatlaðra, sem og
ófélagsbundnir fatlaðir. Þá er öldr-
uðum enfremur boði að taka þátt
í keppninni, en keppendur eru frá
íslandi, Færeyjum, Danmörku,
Finnlandi, Noregi og Svíþjóð.
En til að ísland geti sigrað á
nýjan leik og lagt drög að því að
nýji verðlaunagripurinn, sem er silf-
urskreytt hom, smíðað af Sigmari
Maríusyni gullsmið, standi við hlið
bikarsins sem hér er fyrir, þurfa
sem flestir að taka þátt í keppninni
og eru menn bjartsýnir á að svo
fari. Þegar keppnin var haldin hér
1985 tóku 800 manns þátt í henni
og stefnt er að því að fjöldi þáttak-
enda fari nú yfir 1000 manns.
Reglumar em einfaldar og allir
fatlaðir geta verið með, en þar að
auki hefur íþróttasamband fatlaðra
sent þáttökuskírteini til aldraðra og
hvetur þá til þáttöku. Keppnin fer
þannig fram að um er að ræða sjö
keppnisgreinar, göngu, hlaup, sund,
róður, hjólreiðar, hestamennsku og
hjólastólaakstur og til að hljóta stig
í keppninni þarf hvert trimm að
standa yfir í a.m.k. 30 mínútur.
Eitt stig fæst fyrir hvert trimm og
einungis er hægt að fá eitt stig á
degi hveijum.
Þáttökuskírteini, eins og það sem
er hér á síðunni hafa verið send
út til mögulegra keppenda, en einn-
ig má klippa þáttökuskírteinið sem
er í blaðinu út og nota það. Hver
þáttakandi skráir þá á skírteinið
dagsetningu, auðkennir greinina
sem hann trimmaði í og notar eitt
hólf fyrir hvert trimm. Að trimminu
loknu senda svo þáttakendur
skírteini sín til íþróttásambands
fatlaðra, eftir að trúnaðarmaður
hefur staðfest það. Trúnaðarmaður
getur verið hver sem er, vinur, að-
standandi eða starfsmaður á skóla,
stofnun eða vistheimili, sem vottar
með undirskrift sinni að skírteinið
sé rétt. Útfylltum þáttökuskírtein-
um á svo að skila til íþróttasam-
bands fatlaðra fyrir 15 júní.
Þegar skírteinin hafa borist kem-
ur svo í ljós hveijir sigra, en keppnin
er þríþætt, þ.e. Norðurlandakeppni,
innanlandskeppni og einstaklings-
keppni. í Norðurlandakeppninni
sigrar sú þjóð sem sýnir mesta
aukningu á þáttöku, miðað við
meðaltal þriggja síðustu keppna og
hreppir sú sem sigrar homið góða,
sem gefið er af Flugleiðum. Innan-
landskeppnin fer hins vegar þannig
fram að það héraðsssamband sigrar
sem hlýtur flest stig og hlýtur í
verðlaun bikar sem gefinn er af
Morgunblaðinu. Einstaklings-
keppnin verður á hinn bóginn
þannig að í lok keppninnar verða
nöfn tíu einstaklinga, sem hafa
trimmað að minnsta kosti 20 sinn-
um, dregin úr og þeim veitt sérstök
verðlaun. Allir þáttakendur fá svo
árituð verðlaunaskjöl til minningar
um þáttöku í Norrænu Trimmland-
skeppninni.
Það er því til mikils að vinna í
þessari þríþættu keppni, þó svo að
stæðsti vinningurinn sé að vera með
Morgunblaðið/Bjami
Verðlaunagripurinn veglegi sem
Flugleiðir gefa til keppninnar,
en hann er smíðaður af fötluðum
manni, Sigmari Maríussyni, gull-
smið. Um þennan grip keppa nú
þátttakendur frá íslandi, Dan-
mörku, Noregi, Sviþjóð, Finnl-
andi og Færeyjum.
og láta sitt ekki eftir liggja í íþrótta-
iðkun, eins og Markús Einarsson í
útbreiðslunefnd íþróttafélags fatl-
aðra kemst að orði. Hann hvetur
alla sem rétt hafa til að taka þátt
í keppninni og stuðla að glæsilegri
framgöngu íslands í henni nú sem
endranær. -VE
Þátttökuskírteini
Norræn trimmlandskeppni
MAÍ
1987
( hvert sinn sem þú tekur þátt færist dagsetning
(reit ásamt merki hverrar greinar.
Nafn
Heimili
Fd. Ar
ÞÁTTTÖKUGREINAR
ganga = g
hlaup = hl
sund = *
hjólrel&ar = hj
róður = r
hjólastólaakstur = ha
hestamennska = he
Reyndu a& ná einu stigi á dag, þá hefur þú gert
þitt til þess að færa fslandi slgur.
Til a& fá stig þarf a& trimma f a.m.k. 30. mín.
TRÚNAÐARMAÐUR
Nafn
Heimili
Eftir að keppni lýkur viljum við bi&ja þig um a&
fylla eftirfarandi töflu út:
Hve oft gengið?................... ........
Hve oft hlaupið?.................. ........
Hveoftsynt?....................... _____
Hve oft hjóiað? . ................ ........
Hve oft hjólastólaakstur?......... ........
Hve oft hestamennska?............. ........
Hve oft kajakróður? .............. ........
Samtals fjöldi trimma: ........... ........
Að lokum þökkum við þér fyrir þátttökuna og
vonumst tii a& þú hafir haft gaman af.
fþróttasamband fatlaðra/Morgunblaðiö.
Athugið. Þátttökuskírteinin þurfa að berast
skrifstofu IF fþróttamlðstöðinni Laugardal fyrir
15. júní.
__ V3.
Þannig lítur þáttökuskírteinið út og geta menn hvort heldur er notað skírteini sem
þeim hefur verið sent eða klippt þetta út úr blaðinu. Fyrir hvert trimm, sem þarf
að taka a.m.k. 30 mínútur, er fylltur út einn kassi og í lok keppninnar skrifar þáttak-
andi svo hversu oft hann hefur trimmað í hverri grein og samanlagðan fjölda trimma.
Þvinæst er að láta trúnaðarmann kvitta um að allar færslur séu réttar og senda svo
skirteinið til íþróttasambands fatlaðra, sem er til húsa i íþróttamiðstöðinni í Laugard-
al fyrir 15. júní.