Morgunblaðið - 30.04.1987, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987
25
Guðrún Agnarsdóttir um afstöðu Kvennalistans:
Útílokum engan sem vill
teygja sig yfir til okkar
Morgunblaðið/Rax
Guðrún Agnarsdóttir, Kristín HaUdórsdóttir og Kristín Einarsdóttir, þingmenn Kvennalista, á fundi
í Vík í gær.
VID erum að sjálfsögðu með
ítarlega og góða stefnuskrá. Á
hinn bóginn viljum við draga
út úr henni meginatriði. Við
teljum okkur einnig þurfa að
fá tölulegar upplýsingar frá
opinberum aðilum. Við viljum
vita, hvemig fjárhag hins opin-
bera er háttað. Við viljum fá
hugmynd um, hvað kostar að
framkvæma þau mál, sem við
teljum mikilvægust, sagði Guð-
rún Agnarsdóttir, þingkona
Kvennalistans I samtali við
Morgunblaðið í gær i tilefni af
stjórnarmyndun og umræðum
um þátttöku Kvennalistans.
Eftir að kosningaúrslit lágu
fyrir, er ljóst að Kvennalistinn
kemur til álita sem þátttakandi í
ríkisstjóm. Hann hefur sex þing-
menn í stað þriggja áður og getur
verið hlutgengur í þriggja flokka
ríkisstjóm. Jón Baldvin Hannib-
alsson, formaður Alþýðuflokksins,
hefur kannað forsendur fyrir slíkri
stjóm. Pulltrúar Kvennalistans
hafa hins vegar varist allra frétta.
Þær hafa sagt, að nú þyrftu þær
tíma til að fara yfir málefni og
setja þau í forgangsröð.
I upphafi samtalsins við Guðr-
únu Agnarsdóttur sagði blaða-
maður, að það orð færi af
Kvennalistanum, að þær vildu
ekkert við blaðamenn tala, hreyf-
ing þeirra minnti helst á
frímúrarareglu. Hún sagði þetta
alrangt. Þær hefðu engu að leyna.
Þær teldu sig á hinn bóginn ekki
þurfa að segja frá neinum niður-
stöðum sínum opinberlega; það
myndu þær annars vegar gera í
samtölum við Vigdísi Finnbogad-
óttur forseta íslands fyrsta af
öllum og hins vegar við talsmenn
annarra flokka.
„Við viljum auðvitað, að öll
okkar mál nái fram að ganga,"
sagði Guðrún „okkur er á hinn
bóginn ljóst, að við erum að semja
til ijögurra ára. Við getum ekki
vænst þess að ná öllu okkar fram
á þeim tírna."
Guðrún sagði, að fjórir starfs-
hópar ræddu nú um einstaka
málaflokka á vegum Kvennalist-
ans. Þar væru dregin fram
höfuðatriði í tilefni stjómarmynd-
unarinnar. Dag hvem gera þessir
hópar grein fyrir störfum sínum
á sameiginlegum fundi, sem hald-
inn er í höfuðstöðvum Kvennalist-
ans, þar sem áður var Hótel Vík.
Hverjir sækja þá fundi í samtök-
um sem hafa enga félagaskrá?
„Við höfum að vísu félagatal,
þótt það sé ekki fullkomið. Hingað
koma Kvennalistakonur, “ sagði
Guðrún „eftir áralanga og oft á
tíðum erfíða baráttu í þágu
íslenskra kvenna erum við famar
að þekkja hver aðra. Á laugardag-
inn ætlum við svo að halda stóran
fund með kvennalistakonum af
öllu landinu. Um og eftir helgina
verðum við tilbúnar með okkar
niðurstöðu."
— Verður þetta ekki þungt í
vöfum, þegar kemur að því að
ræða við aðra flokka?
„Nei, það er engin hætta á
því. Það er samhentur hópur, sem
stendur að Kvennalistanum.
Hreyfíngin er sammáia um meg-
inatriði. Konur eiga svo margt
sameiginlegt og það er mikiu
meira og dýrmætara en það sem
sundrar þeim."
— Hver tekur ákvörðun um
skipan fulltrúa ykkar í ráðherra-
embætti?
„Það gera kvennalistakonur í
sameiningu, ef þar að kemur."
— Ætlar Kvennalistinn að
setja öðrum flokkum einhver föst
og ófrávíkjanleg skilyrði?
„Það er ljóst, að við förum ekki
inn í neina stjóm, sem gengur
ekki að vissum skilyrðum. Ég er
sannfærð um, að fleiri en við eru
nú önnum kafnir við að búa sig
undir viðræður um nýja ríkis-
stjóm, þótt athyglin hafi einkum
beinst að okkur. Aðrir hljóta lík
að vera að vega og meta einstök
atriði."
— Afhenti Jón Baldvin ykkur
ekki málefnaskrá frá Alþýðu-
flokknum?
„Hann lét okkur hafa kosninga-
stefnuskrá Alþýðuflokksins. Hún
dugar skammt í viðtölum af þessu
tagi. Menn hljóta að koma til
þeirra sérstaklega undirbúnir.
Þess vegna emm við nú að vinna
okkar starf."
— Setjið þið skilyrði um ráð-
herraembætti?
„Að sjálfsögðu gemm við það,
en slíkt er umræðuefni í stjómar-
myndunarviðræðum en ekki í
tjölmiðlum á þessu stigi málsins.
Við útilokum engan flokk, sem
getur og vill teygja sig yfir til
okkar. Það verða fyrst og fremst
málefnin, sem ráða.“
— Framgangur Kvennalistans
vekur verulega athygli utan land-
steinanna. Verðið þið varar við
það?
„í stuttu máli má segja, að það
sé ekki flóafriður fyrir erlendum
blaðamönnum. Hringt er frá er-
lendum útvarpsstöðvum til að fá
okkur í yiðtöl og stórblöð í útlönd-
um hafa sagt frá okkur eða
segjast ætla að skrifa um okkur.
Þetta vekur mikla athygli allt frá
Nýfundnalandi til Nýja Sjálands.
Og við vonum, að fréttir af
Kvennalistanum styrki konur í
öðmm löndum í baráttu þeirra
fyrir bættum kjörum og betri
heimi."
— Væruð þið kannski að
bregðast þeirri eftirvæntingu sem
við ykkur tengist, ef þú yrðir ekki
forsætisráðherra eða fengir ekki
umboð til stjómarmyndunar?
„Við skulum ekki ræða saman
á þessum nótum."
Borgaraflokkur
opnar skrifstof-
ur um allt land
Undirbúningsfuiidur að landsfundi haldinn 9. mai
BORGARAFLOKKURINN undirbýr nú að opna skrifstofur i
öllum kjördæmunum og verið er að vinna að skipuriti fyrir
flokkinn og treysta innviði hans. Stefnt er að þvi að halda
landsfund flokksins sem fyrst og hefur verið ákveðið að halda
undirbúningsfund að honum 9. mai næstkomandi þar sem kall-
aðir verða til frambjóðendur flokksins um allt land og aðrir
sem tóku þátt í kosningabaráttunni.
„Að loknum þessum kosningasigri
okkar sjáum við að við höfum
mikið traust um land allt og því
er verið að treysta innviði flokks-
ins um allt land núna. Þá er verið
að • leita eftir hugmyndum um
hvemig uppbygging flokksins eigi
JNNLENTT
að vera á sem lýðræðislegastan
hátt og það er stór hópur að vinna
að skipuriti fyrir flokkinn, bæði
úti á landi og hér í Reykjavík,"
sagði Guðmundur Ágússtsson 2.
maður á lista Borgaraflokksins í
Reykjavík í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Stefnt er að því að kosninga-
skrifstofa flokksins í Skeifunni
verði opin út næsta mánuð, og
verið er að leita að húsnæði fyrir
skrifstofu flokksins í Reykjanesi,
sem verði fyrst um sinn opin stutt-
an tíma á dag þar sem þingmenn
og varaþingmenn verða til taks.
Stefnt er að opnun skrifstofa í
öllum kjördæmunum.
Eigum sumarhús og lítil baðhús m/sauna
til afgreiðslu í vor og sumar.
Uppsett sýningarhús er á lóð okkar að
Kársnesbraut 110 Kópavogi.__________
Opið alla virka daga frá 2 - 5
og eftir nánara samkomulagi.
KRSUMARnÚS
Kristinn Ragnarsson, húsasmíðameistari,
Kársnesbraut 110 — símar 41077 og 44777.