Morgunblaðið - 30.04.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 30.04.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Reuter Amintore Fanfani kemur af fundi með Francesco Cossiga, forseta Ítaiíu, þar sem hann af- henti afsagnarbeiðni sína. Ítalía: Hafinnund- irbúningnr kosninga- baráttunnar Róm, Reuter. STJÓRNMÁLASKÝRENDUR eru þegar teknir að spá harðvít- ugri kosningabaráttu á Ítalíu og undirbúningur stjórnmálaflokk- anna er hafinn. Minnihlutastjórn Amintores Fanfani féll á þriðju- dag og boðað hefur verið til þingkosninga 14. og 15. júní. Flokkur Fanfanis, kristilegir demókratar, sat hjá við atkvæða- greiðslu um traustsyfirlýsingu við stjómina og stuðlaði þannig að eig- in falli eftir að hafa verið við völd í 10 daga. Á þennan hátt tókst flokknum að knýja fram kosningar því Francesco Cossiga, forseti ít- alíu, ákvað að þingið skyldi leyst upp og boðað til nýrra kosninga. Nokkrir stjómmálaflokkar studdu hins vegar stjómina til þess að spilla fyrir Fanfani og flokki hans. Þar með var bundinn endi á átta vikna stjómarkreppu á Ítalíu sem skall á er fímm fiokka samsteypu- stjóm Bettinos Craxi fór frá völdum, og er almennt talin ein sú alvarlegasta í sögu landsins. Stjóm- málaskýrendur telja líklegt að deilur flokkanna kunni enn að magnast og að ekki takist að tryggja stjómmálalegan stöðug- leika eftir kosningamar í júní. Telja þeir ómögulegt að spá fyrir um úrslit kosninganna en segja þó hugsanlegt að fylgi flokkanna kunni að breytast verulega. Talið er ólíklegt að fimm flokka stjóm Bettions Craxi, fyrrum for- sætisráðherra, verði endurvakin en reynslan sýnir að allt getur gerst í ítölskum stjómmálum. Bandalag flokkanna fímm var myndað til þess að útiloka kommúnista frá þátttöku í ríkisstjóm. Flokkur kom- múnista er næst stærsti stjóm- málaflokkur ítalfu og hafa stjómmálaskýrendur bent á að deil- ur hinna flokkanna kunni að koma þeim til góða. Ársskýrsla Alþj óðaherfræðistofnunarinnar: Harður áfellisdómur yf- ir stjóm Ronalds Reagan Vopnasölumálið hefur dregið úr áhrifum Bandaríkjamanna um allan heim London, Reuter. MEÐ vopnasölunni til írans urðu Bandaríkjastjórn á svo alvarleg afglöp, að verulega hefur dregið úr áhrifum henn- ar um allan heim. Eru það niðurstöður skýrslu frá Aijóða- herfræðistofnuninni ,IISS, i Lundúnum en hún var birt í gær. I ársskýrslu stofnunarinnar um helst heimsviðburði segir, að Re- agan-stjómin hafí orðið fyrir miklum álitshnekki í Persaf- lóaríkjunum, í Miðausturlöndum og í Mið-Ameríku auk þess sem barátta hennar gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi haJfi misst marks að nokkm leyti. Sagt er, að ólíku sé saman að jafna, frammistöðu Ronalds Reagan og Mikhails Gorbachev, sem virðist ætla að takast að losa Sovétmenn úr viðjum langvarandi aðgerða- leysis og stöðnunar. í skýrslunni, sem er einn sam- felldur áfellisdómur yfír Reagan- stjóminni, er forsetinn gagnrýnd- ur fyrir að hirða ekkert um smáatriði og nákvæma athugun mála og farið hörðum orðum um virðingarleysi sumra embættis- manna hans fyrir lögunum. „Það vom stjómarhættir Reag- ans og vinnulag, sem eijuðu þann akur, sem öll óreiðan er sprottin úr. Aðgerðaleysi hans olli því, að þessi valdamesta þjóð á Vesturl- öndum mun eiga erfítt með að halda fram trúverðugri og öflugri utanríkisstefnu á þessu ári,“ segir í skýrslunni. IISS gagnrýnir bæði stórveldin fyrir frammistöðuna á Reykjavík- urfundinum í október sl. I stað þess að ræða nýjan leiðtogafund á árinu 1987 og hugsanlega samninga, hefðu þau elst við „mýraljós og drauma um heim án kjamorkuvopna og, hvað Reagan varðar, um heim hinna fullkomnu vama ...Yfír viðræðunum sveif einhver andi óraunveraleika og tálsýna." ' Enn eittmálverk Van Goghs boðiðfalt London, Reuter. BÚIST er við að rúmar 420 milljónir íslenskra króna fáist fyrir málverk eftir hollenska málarann Van Gogh er það verður boðið upp hjá Christie’s- uppboðsfyrir- tækinu í London í júní. Verkið nefnist „Le Pont de Trinquetaille" (Trinquetaille-brúin) og telja sérfræð- ingar það til allra bestu verka málarans. Van Gogh málaði verkið í októbermánuði árið 1888 í borginni Arles í Frakklandi. Þar batt hann enda á líf sitt tveim- ur ámm síðar. Myndin hefur verið í eigu bandarískrar fjölskyldu allt frá árinu 1932. Metropolitan-safnið í New York hefur verkið nú að láni og verður það sýnt í sölum uppboðsfyrirtækja í New York, Genf, Tókýó og Hong Kong áður en það verður flutt til London þar sem það verður selt hæstbjóðanda þann 29. júnf. „TrinquetaiUe-brúinu eftir Van Gogh. Reuter Gengi gjaldmiðla Verða vextirnir hækkaðir vestra? London, Reuter. GENGI dollarans var nokkuð stöðugt á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu í gær vegna ýmissa vísbendinga um, að bandaríski seðlabankinn hygðist styrkja það með hærri vöxtum. Gjaldeyriskaupmenn vom þó sammála um, að mikil óvissa rílrti um dollaragengið á næstunni, einkum vegna viðskiptahallans í Bandaríkjunum. Lágt gengi doll- arans er farið að valda ókyrrð í alþjóðlegum efnahagsmálum og er búist við, að Opec, samtök olíu- útflutningsríkja, muni brátt til- kynna hækkun olíuverðsins en það er skráð í dollumm. Á hádegi í gær fengust 1,6535 dollarar fyrir pundið en gagnvart öðmm gjald- miðlum var staða hans þessi: 1,3335 kan. dollarar. 1,7985 v-þýsk mörk. 2,0290 holl. gyllini. 1,4765 sv. frankar. 37,30 belg. frankar. 5,9930 fr. frankar. 1.286,12 ít. límr. 140,65 japönsk jen. 6,2800 sænskar kr. 6,7100 norskar kr. 6,7700 danskar kr. Fyrir gullúnsuna fengust í gær á hádegi 451,90 dollarar. ERLENT, Eiturlyfjavandinn í Bretlandi: Eins og að negla niður kvikasilfur ENGINN veit fyrir víst, hversu margir eiturlyfjaneytendur eru í Bretlandi. Innanríkisráðuneytið nefnir töluna 15.000 fyrir árið 1985 — eða þrisvar sinnum fleiri en 1979, en sérfræðingar á þessu sviði telja töluna fimm til tíu sinnum of lága. Ef það væri nálægt lagi, væru eiturlyfjaneytendur f landinu yfir 100.000 talsins — og þeim fer fjölgandi með degi hveijum. Ekki er unnt að slá neinu föstu um fjöldann nema með allsheijarkönnun, en þó að rækilegar rannsókn- ir þar að lútandi hafi farið fram í fjölmörgum löndum, hefur aldrei orðið af slíku f Bretlandi. Eftir 1980 hefur aukningin orðið mest í heróínneyslu. Fjöldi saka- mála, þar sem heróín kemur við sögu, hefur þó minnkað upp á síðkastið, og bendir það til þess, að neyslan sé að dragast saman. Hins vegar búast lögreglu- og toll- gæslumenn við gífurlegri aukningu í kókaínneyslu, þar sem framleið- endur í Rómönsku Ameríku muni leita til Evrópu vegna mettunar á Bandaríkjamarkaði. Markaðsverð á kókaíni í London er komið niður í 50 sterlingspund grammið, en er enn tiltölulega hátt miðað við verð á öðmm eiturlyfjum. í desembermánuði síðastliðnum komst lögreglan í fyrsta sinn í tæri við „crack“, sem er mjög sterk og vanabindandi blanda af kókaíni og bökunarsóda og hefur farið eins og eldur í sinu um öll Bandaríkin. Neysla amfetamíns („speed"), sem meir og meir er neytt í stungu- skömmtum fremur en inntökum eða þefun, fer einnig hraðvaxandi. Fram að þessu hafa stjómvöld einbeitt sér að því að stemma stigu við framboði ólöglegra eiturlyfja, en minna skeytt um að draga úr eftirspuminni. En embættismenn em hóflega bjartsýnir á, að barátt- an við eiturlyfjasalana beri árangur. Þó hafa stór framleiðslulönd eins og Indland og Pakistan sýnt meiri samstarfsvilja, eftir að eiturlyfja- vandamálið fór að brenna á þeim sjálfum. Og alþjóðleg samvinna lög- reglu og tollgæslu hefur einnig tekið framfömm. Það er við ramman reip að draga. Einn eiturlyfjasérfræðinganna orð- aði það svo, að það að girða fyrir framboð eiturlyfla væri álíka erfítt og að negla niður kvikasilfursdropa. Hann mælti með, að kastljósunum yrði beint að eftirspuminni. Áróðursherferð stjómvalda til að draga úr heróínneyslu kostaði tvær milljónir punda og fékk misjafnar undirtektir. Sérfræðingar á sviði heilbrigðismála óttuðust, að her-1 ferðin kynni að hvetja ekki siður en letja til eiturlyfjaneyslu. Og ýmislegt bendir til þess, að gmn- semdir þeirra hafí ekki verið ástæðulausar. Á þessum vettvangi er mismun- urinn í stefnu stjómvalda mestur að því er varðar kannabisefni ann- ars vegar og áfengi hins vegar. í Bretlandi em í gildi strangari lög um neyslu kannabisefna en þekkj- ast annars staðar í Vestur-Evrópu, og lögregla og tollgæsla leitast af öllum mætti við að framfylgja þeim. Samt er það næstum einróma álit lækna, að kannabisefni séu síður vanabindandi en áfengi og valdi heilsu manna minni skaða en tóbak. í Ijósi þessa kann afskiptaleysi stjómvalda af áfengisneyslu að virðast furðulegt. Vitað er, að áfengi veldur 100 sinnum fleiri ótímabæmm dauðsföllum en eitur- lyf. Neysla þess hefur stöðugt farið vaxandi frá því á 6. áratugnum,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.