Morgunblaðið - 30.04.1987, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 30.04.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Grunnskólanemar keppa í hj ólreiðum í framhaldi af spurninga- keppni 12 ára nemenda um umferðarmál, sem haldin var i marsmánuði í öllum grunnskól- um landsins, verður efnt til hjólreiðakeppni í Reykjavík og á Akureyri. Keppendur verða þeir nemendur sem bestum árangri náðu í spum- ingakeppninni. Keppt verður í góðakstri í raunverulegri umferð og í hjólreiðaþrautum á afmörkuðu svæði. Keppnin í Reykjavík verður haldin á Laugardalsvelli og hefst kl. 14 laugardaginn 2. maí. í góð- aksturskeppninni verður meðal annars hjólað eftir Sigtúni, Gullteigi og Kirkjuteigi. Síðan verður hjólað á hlaupabraut Laugardalsvallar, þar sem keppendur glíma við 12 þrautir á hjólum. Verðlaun verða afhent að lokinni keppni. Meðan stigaútreikningur fer fram skemmta félagar úr Camivaibandi Kópavogs, kór úr Árbæjarskóla og nemendur úr nokknim skólum fara í reiptog. Keppendur em víðs vegar að af landinu, allt frá Vestfjörðum til Austfjarða og verða 70-80 talsins. Norðlendingar keppa í sérstökum riðli á Akureyri laugardaginn 9. maí kl. 14, í og við nýju Iþrótta- höllina á Akureyri. Samkór Selfoss ásamt stjómanda sínum. Vortónleikar Samkór Selfoss Selfossi. SAMKÓR Selfoss hefur fengið til liðs við sig óperusöngkonuna Elinu Ósk Oskarsdóttur. Hún mun syngja einsöng með kórnum á vortónleikum hans. Elín kennir söng við Tónlistarskóla Rangæ- inga og á síðastliðnu ári söng hún aðalhlutverkið í Tosca. Tónleikar Samkórsins verða i Selfosskirkju föstudaginn 1. maí kl. 15.00 og í Njálsbúð Vestur- Landeyjum sunnudaginn 3. maí kl. 21.00. Stjómandi Samkórs Selfoss er Jon Knstinn Cortes og undirleik- ari Krystyna Cortes. sig. Jóns. Réttur dagsins í „íslenskum orðskviðum" segir. „Hjá þeim skal ráðs leita sem vel ræður fyrir sjálfum sér." — forsjálnisregla — Nýja innimálningin frá Slippfélaginu hentar allsstaðar. Milltex innimálningin er auðveld í með- höndlun og fæst í því gljástigi sem hentar hverju herbergi. Milltex málningin er slitsterk, einstaklega þvottheldin og hefur jafna og fallega áferð. Q] Milltex hefur 7% gljáa og er fyrir flesta fleti. Hún er góð í stofur og herbergi. [2j Milltex 20 hefur 20% gljáa og hentar vel í barnaherbergi, forstofur og ganga. Eins hentar MILLTEX 40 sem hefur meiri gljáa. [3] BETT vatnsþynnta plastlakkið þolir mjög mikla áníðslu og hentar vel þar sem rakamyndun er t.d. í eldhúsi, baðherbergi, þvottaherbergi og stigagöngum. BETT plastlakkið fæst í tveimur gljástigum, 20% og 35%. BETT plastlakkið er einstaklega auövelt í meðhöndlun og hefur mjög jafna og fallega áferð. Aðalkosturinn er hve vel málningin ver sig gegn óhreinindum. Litaval 0PNUM NÝJAVERSLUNISIÐUMULA 32, S. 689656 Reglan er ekki síður gullvæg eftir kosningar en fyrir þær. Reglunni er hér fylgt úr hlaði með gömlum góðum rétti, — tungumjúku gullasch (fyrir 4—6) 700 gr nautakjöt l/a bolli hveiti 1—2 tsk. paprika 1 tsk. salt 25 gr smjörlíki 2 matsk. matarolía malaður pipar 2 stórir laukar 250 gr gulrætur 1 lítil dós tómatkraftur U/2 bolli vatn 2 lárviðarlauf 1 teningur kjúklingakraftur (eða 2 matsk. sherry) 1. Kjötið er skorið í fremur litla teninga og feitin hituð á pönnu. 2. Blandað er saman hveiti, papr- iku, salti og pipar. Kjötbitunum er velt upp úr hveitinu, þeir eru síðan brúnaðir í feitinni og settir í pott. 3. Gulrætumar er hreinsaðar og skomar f bita. Laukurinn er saxaður og steiktur á pönnunni lítið eitt ásamt gulrótunum. 4. Tómatkrafti, vatni og kjúkl- ingakrafti er bætt á pönnuna og er suðan látin koma upp. Sósunni með grænmetinu er sfðan hellt yfír kjötið í pottinum og lárviðarblöðum, brotn- um í tvennt, er bætt í sósuna og salti ef þurfa þykir. 5. Kjötið og grænmetið er soðið í u.þ.b. 1 klukkustund eða þar til það er vel stoðið. Hrærið í öðm hvom á suðutfma svo sósan festist ekki við botn pottsins. Þessi réttur er bragðmildur en þeir sem vilja bragðmikla sósu geta bætt papriku við uppskriftina. Með þessum einfalda helgarlqot- rétti em bomar fram stappaðar kartöflur. Margrét Þorvaldsdóttir Verðáhráefni Nautakjöt (700 gr) ..... kr. 450,00 2 laukar ..... kr. 15,00 gulrætur ..... kr. 20,00 tómatkraftur ... kr. 14,00 Kr. 499^00 Á'kriftarsimim er 83033 'Við' wtálum n

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.