Morgunblaðið - 30.04.1987, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 30.04.1987, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Minning: Sesselja Konráðs- dóttirfv. skólastjóri Fædd 31. janúar 1897 Dáin 22. aprU 1987 Sesselja Konráðsdóttir fæddist 31. janúar 1897 á Syðra-Vatni, Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hún giftist Jóni Eyjólfssyni kaup- manni. Hann lést árið 1968. Þau eignuðust fjögur böm: Auði, Ingi- björgu Margréti, Þóru Margréti og Eyjólf Konráð. Á síðasta dag vetrar kvaddi okk- ur um leið og veturinn hún „amma langa". En án efa heilsar hún sumri á sólríkari og æðri stað en við. Ég ætla ekki að rekja ævisögu þessar- ar merku konu, því það gæti ég ekki, þó ég gjaman vildi. En þess betur langar mig að lýsa persón- unni. Ég kynntist Sesselju, eða „ömmu löngu" fyrir tæpum tólf árum, en stuttu áður hafði ég kynnst núver- andi eiginmanni mínum, Konráði Jónssyni, sem er dóttursonur Sess- elju. Sesselja hafði strax sterk áhrif á mig, enda bjó hún yfír sterkum, stórbrotnum persónuleika, þó sjálf væri hún fíngerð kona. Hún var hreinskilin, mjög ströng, en kunni líka vel að vera undurblíð. Ég leyfí mér að nota orð góðs vinar okkar beggja. „Stranghlý handleiðsla", sem gæti þýtt að hún gat verið bæði ströng og hlý í senn. Það lýs- ir henni vel. Það má með sanni segja að hún var vinur vina sinna. Alla tíð var hún oftar gefandi en þiggjandi og það sem hún veitti, var gefíð af rausn. Það var líka alltaf viss reisn yfír „ömmu löngu", þó hún væri orðin þetta fullorðin. Kímnigáfan var í fullkomnu lagi fram á síðasta dag, sem margir kunnu vel að meta og gat hún oft verið bráðfyndin. Dætur okkar Konráðs, Sesselja og Lilja, hændust snemma að „ömmu löngu", eins og hún var alltaf kölluð á okkar heim- ili, enda tók hún alltaf fullan þátt í leik þeirra og gerðist góður leik- félagi þegar þær voru t.d. „að búa saman" með dúkkumar í Skipa- sundi. Þennan tíma muna telpumar alla tíð. Við áttum óteljandi ánægju- stundir saman. „Amma langa" átti sér líka orðatiltæki, sem segir: „Alltaf em bömin best.“ Það má segja að hún hafi verið bömunum þrennt í senn: vinur, félagi og kenn- ari. Þess má líka geta að „amma langa" var trúuð kona og stórsnjall ræðumaður og hefur hún útbúið margar góðar ræður um ævina. Og annað var það sem hún útbjó líka vel, handavinnan hennar, hún var bæði vönduð og falleg, hvort heldur var teppi eða fínir dúkar. En sína síðustu ræðu hélt húr. á níræðisaf- mæli sínu 31. janúar sl. Það er sniðug tilviljun að við áttum sama afmælisdag og alltaf komum við saman þann dag. Ég vil að lokum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast „ömmu löngu", því það má segja að hún hafi verið eina amman, sem ég hef kynnst um ævina, og það sem ekki er síst, að geta átt ömmu fyrir tryggan vin er mikils virði fyrir alla. Eins og hún sagði sjálf: Vinátta okkar er ekta og var það hverju orði sannara, því ég, Konnráð og telpumar munum sakna hennar tryggu vináttu. Ógleymanlegust verður sú stund er við fórum á annan dag páska til hennar og hún brosti sínu síðasta brosi til okkar þó mikið veik væri, en Guði sé þökk fyrir að „amma langa" fékk að sofna, án þess að þurfa að kveljast. Við óskum að elsku „amma langa" vakni svo aftur til vorsælu stundar. Við þar sem brosa mun eilífðin blíð. Ég, Konráð og dætumar biðjum Sesselju allrar blessunar Guðs og þökkum fyrir allt. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mótöllumossfaðminnbreiðir. (E.B.) Anna Það er sagt að stjama sem útkólnuð er lýsi aldaraðir til jarðar hér, eins ert þú minning ég af þessu ræð, ég á þig í vitund þótt sjái þig enginn. (J.S. Kjarval) Ánægjulegar endurminningar köllum við fram aftur og aftur okk- ur til uppörvunar. Það hljóta að vera æði margir sem nú minnast Sesselju, svo mörgum kenndi hún, liðsinnti og styrkti. Sumarið 1971 færði ég henni pakka frá dóttur hennar, Auði, vin- konu minni og varð strax aðdáandi hennar. Hún var glæsileg, skynsöm, fljót til svars og glettin. Síðar dvaldi hún um tíma hjá Auði og ég undrað- ist hversu næm hún var á alla hluti henni áður algjörlega ókunna. Þá var hún örugg í bridgespilamennsku og vissi hvað var í höndum and- stæðinganna. Hún hafði enn öll skörpu skilningarvit skagfírsku bóndadótturinnar, sem bauð erfíð- leikunum byrginn og dreif sig í Kennaraskólann ung að árum. Hún var farandkennari áður en hún giftist Jóni Eyjólfssyni kaup- manni og settist að í Stykkishólmi. Hún eignaðist sín fjögur böm í skólafríum og þurfti aldrei að taka sér frí frá kennslustörfum í 30 ár. Þegar hún var hætt kennslu vann hún áfram að sínum áhugamálum, t.d. bindindis- og trúmálum. Einnig las hún fyrir blinda og heimsótti þá, sem ekki áttu heimangengt og stytti þeim stundir. Hennar ham- ingja lá í að hjálpa öðrum. Ogleymanlegt er mér hvassviðris desemberkvöld 1974, þegar ég heimsótti hana inn í Hátún. Hún hafði lagt fallega á borð, keypt mínar uppáhaldskökur og allt gert svo mér liði vel. í kertaljósi röbbuð- um við saman og ég hætti að taka eftir ýlfri vindsins um háhýsið. Þeg- ar leið á kvöld las hún fyrir mig endurminningu sína frá æsku: „Síðasta brosið hans pabba." Hún lýsti jólaföstunni á litla bænum, þar sem bóndinn og faðir- inn lá kvalinn og sársjúkur. Á aðfangadagskvöld, þegar eiginkon- an og bömin höfðu safnast í kringum hann og kveikt á jólakert- unum, gafst honum þrek til að brosa. Sesselja, þá 77 ára, las með ömggri ró á meðan mín tár runnu hindrunarlaust. Seinna fylgdi hún mér að strætis- vagni. Þegar ég var sest upp í hann, horfði ég á eftir henni, sem gekk teinrétt niður brekku, þó að rokið feykti fötum hennar. Pyrir mér er þessi mynd eins og málverk eftir meistara. Adda Minning: Valgerður Hall- grímsdóttir Kröyer Fædd 8. október 1913 Dáin 21. apríl 1987 Mildur vetur er að baki, vetur konungur hefur kastað sínum klakakufli og landið er óðum að íklæðast blómum skrýddum sumar- skrúða. Á þessum fyrstu og fögru vordögum sveif engill vorsins hægt og hljótt, með þýðu og mjúku vængjablaki að hvílu Valgerðar, þar sem sárþjáður líkami eftir langvar- andi veikindi var að heyja sína hinstu baráttu við ofurefli dauðans. Eftir það stríð heyrði likaminn moldinni til, en friðarboðinn flutti anda hennar og sál til æðri heima, þar sem eilífðin sjálf er alein til. Valgerður fæddist á Seyðisfírði, en fluttist komung með foreldrum sínum og fjölskyldu að Skálanesi, sem er út með fírðinum að sunnan- verðu. Þar ólst hún upp og dvaldi til fullorðinsára á mannmörgu heimili, því hún var næst elst af tíu systkinum. Foreldrar hennar voru dugnaðar- og heiðurshjón og Skálanes var mjög góð bújörð sem fylgdu mikil hlunnindi bæði til lands og sjávar. Jafnframt landbúnaði var sjórinn mikið stundaður og fiskur verkaður til útflutnings. Árið 1934 eignaðist Valgerður dóttur sem skírð var Jakobína en hún var Hermannsdóttir. Litla stúlkan ólst upp hjá afa sínum og ömmu á Skálanesi fram yfir ferm- ingaraldur, eða þar til þau fluttu til Reykjavíkur, en eftir það dvaldi hún á heimili móður sinnar, þar til hún giftist ung að ámm Helga Elíassyni rennismið og áttu þau sex böm sem öll eru á lífi, en Jakobína andaðist fyrir skömmu. Árið 1937 flutti Valgerður al- komin hingað til Reykjavíkur, en ári seinna giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Inga Kröyer, sem einnig er ættaður að austan, en fluttist hingað 15 ára gamall. Ingi stundaði þá akstur á Litlu bílastöð- inni en alls var hann leigubifreiða- stjóri í nær 50 ár eða þar til heilsan fór að gefa sig og aldurinn að segja til sín. Áður en þau giftust eignaðist Ingi dóttur, Hjördísi að nafni. Hún er gift Benedikt Guðmundssyni sem vinnur hjá Landhelgisgæslunni og eiga þau þrjá syni. Þau hjónin eignuðust saman tvær dætur, dugnaðar- og myndarkonur; María, gift Jóni Páli Guðmundssyni rafvirkjameistara og eiga þau fimm böm. Þau hafa verið búsett í Calg- ary í Alberta-fylki í Kanada sl. sex ár, áður bjuggu þau í Hafnarfirði; Hulda, gift Andrési Þórarinssyni ættuðum úr Borgarfirði og eiga þau þijá syni, búsett í Svíþjóð sl. níu ár. Valgerður var mikil myndar- og dugnaðarkona, sérstaklega var hún vel að verki farin bæði í matreiðslu og handavinnu. Á heimili þeirra hjóna hefi ég séð handverk eftir hana sem unun er að sjá og nú þegar yfir lauk var hún að grípa í að sauma gullfallega mynd, sem sýnir best elju hennar og ástundun. Mér er minnisstætt þegar ég sá fyrst þessi myndarlegu og snyrti- legu hjón. Þá var ég vetrarmaður upp í Mosfellssveit hjá Kristni og Dóru á Mosfelli. Valgerður og Ingi komu þá í heimsókn til Mosfells- hjónanna með dætur sínar komung- ar, en Valgerður hafði áður verið eitt sumar hjá þeim Mosfellshjónum og lá þeim sérstaklega hlýtt orð til hennar. Ég gleymi ekki hvað mér fannst hjónin samvalin og myndar- leg, og viðmótið hlýtt, litlu dæturn- ar prúðar og fallegar, og svo vel klæddar að maður hlaut að veita því eftirtekt, klæddar í föt saumuð af móðurinni, smekkvísin leyndi sér ekki. Ingi var þá á rauðbrúnum Dodge-bfi, R-348, svo fallega hirt- um að eftirtekt vakti. Fjölskyldan og bíllinn eftirtektarverð og minnis- stæð. Valgerður mun hafa verið stutt- an tíma við nám á Hallormsstað, sem hefur ömgglega komið henni að góðum notum, þar sem hæfileik- ar hennar voru fyrir hendi að grípa það sem kennt var. Hér í Reykjavík vann hún á Hinn 24. apríl sl. lést í Landspít- alanum vinur okkar og vinnufélagi, Þórarinn Gísli Jónsson. Hann hafði um langt skeið átt við vanheilsu að stríða en engu að síður kom andlát hans okkur í opna skjöldu. Þórarinn fæddist í Vestmanna- eyjum þann 18. maí 1921 og þar bjó hann lengst af. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Markúsdóttir og Jón Gíslason. Þórarinn stundaði nám við Sam- vinnuskólann að Bifröst árin 1942—1944, en flutti að afloknu prófí aftur til Eyja, þar sem hann stundaði margvísleg störf. Meðal annars stofnaði hann útgerðarfélag ásamt bróður sínum og Báta- ábyrgðarfélagi Vestmannaeyja veitti hann forstöðu um langt ára- saumastofu Andrésar Andréssonar í allmörg ár, en húsmóðurstarfíð var ávallt hennar aðalstarf, en þar naut hún sín vel hjá eiginmanni og dætrum. Við Ingi Kröyer vorum starfs- bræður á BSR í nær 30 ár. Fljótt urðu á milli okkar traust og góð kynni sem alltaf hafa haldist síðan. Þessi kynni urðu einnig til þess að konumar okkar kynntust líka. Við áttum oft sameiginlegar gleðistund- ir bæði í heimaveislum og á samkomustöðum, en á þeim árum áttum við bílstjóramir á stöðinni oft á tíðum ógleymanlegar sam- verustundir ásamt konum okkar. En tímamir breytast og mennim- ir með, við skulum vona til bóta, en því miður ekki allt. Það var bæði gaman og gott að vera gestur á heimili þeirra hjóna, gestrisni mikil, heimilishald allt til fyrir- myndar og viðmótið vermdi. Það leyndi sér ekki hjá KrÖyer- hjónunum að heimilið höfðu þau í fyrirrúmi. Þau söfnuðu ekki ver- aldarauði en nutu þess lengst af að búa í eigin húsnæði og sniðu sér bil. Hann var því gjörkunnugur högum sjómanna og útgerðar sem honum varð tíðrætt um. Árið 1954 kvæntist Þórarinn eft- irlifandi eiginkonu sinni, Elínu Vilhjálmsdóttur, sem einnig er ætt- uð frá Vestmannaeyjum. Ættleiddu þau soninn Pétur, sem stundar nám við Iðnskóla Hafnarfjarðar. Eftir eldgosið á Heimaey 1973 fluttist Þórarinn ásamt fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar og bjó þar æ síðan. Réðst hann fljótlega til starfa á Skattstofu Reykjanesumdæmis. Þangað flutti hann með sér reynslu athafnamannsins sem ekki verður lærð á skólabekk. Þórarinn var gæddur mikilli kímnigáfu og hafði ákveðnar skoð- anir. Var því oft líflegt í kaffitímum þegar skipst var á skoðunum um menn og málefni. Það er hætt við að umræður verði heldur dauflegri Þórarinn G. Jóns- son — Minning Fæddur 18. maí 1921 Dáinn 24. apríl 1987 stakk eftir vexti. Ingi var vandlátur á bílaeign sína og átti oftast góða bíla. Mörg síðustu árin gekk Valgerður ekki heil til skógar, gekk undir margar læknisaðgerðir sem lengdu líf henn- ar og heilsu. Hún sýndi mikinn hetjuskap í löngu og erfíðu veik- indastríði. Fyrir sex árum fluttu þau hjónin í litla en notalega íbúð á Norðurbrún 1, sem borgin leigir á vægu verði. Þar hafa þau verið ánægð og liðið vel. Sambúð þeirra hjóna var löng og farsæl, í nær 50 ár, ástúð og virðing í garð hvors annars batt þau traustum böndum sem ekki brustu fyrr en dauðinn aðskildi þau. Sárt er hennar saknað af stórum ástvinahópi, en mestur er missirinn hjá öldruðum og heilsuskertum eig- inmanni. Lífíð hjá honum er bið eftir næsta endurfundi, þar sem hún tekur á móti honum og býður hann velkominn heim. Við hjónin þökkum góða vináttu sem enginn skuggi féll á. Blessuð sé minning hennar. Jakob Þorsteinsson þegar hann er ekki lengur á meðal okkar. Þórarinn var góður og hjálpsam- ur vinnufélagi. Vegna langrar reynslu sinnar varð hann leiðbein- andi margra okkar. Hafí hann þökk fyrir alla hjálp- semina og þolinmæðina. Eftirlifandi eiginkonu og syni vottum við okkar innilegustu samúð. Vinnufélagar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.