Morgunblaðið - 30.04.1987, Side 56

Morgunblaðið - 30.04.1987, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 SVIPMYNDIR FRÁ ANDRÉSAR ANDAR—LEIKUNUM Á SKÍÐUM: „Þaft er miklu betra að skffta hérna á Hlfðarfjalli en heima og mér finnst vera ágætt skíftafæri f brautinni," sagði Dalvfkingurinn Atli Viðar Björnsson sem var meðal keppenda f fiokki sjö ára og yrngri f svigi og stórsvigi. „Ég var þriggja ára þegar ég lærði á skíði, pabbi kenndi mér, ■ven hann var mikið að þjáifa þegar hann var tuttugu og eitthvað." - Hvernig gekk þér í sviginu? „Mér gekk vel en ég veit ekki í hvaða sæti ég er, því að ég er ekki búinn að sjá skránna með úrslitunum ennþá.'1 • Atli Viðar Björnsson keppti f flokki sjö ára og yngri. Ánægður með sjötta sætið Þetta er í annað sinn sem ég . tek þátt í Andrésar andar leikun- um, ég var líka með í fyrra,“ sagði Ólafur Magnússon sem kastaði mæðinni eftir svigkeppnina í átta ára flokknum. „Ég held að ég lendi annað hvort í fimmta eða sjötta sæti í sviginu og ég varð sjötti í stórsviginu, svo ég er bara ánægður með árangur- inn,“ sagði Ólafur sem keppir fyrir Þrótt Neskaupstað. Hann varð síðan að sætta sig við áttunda sætið í svigkeppninni. 119 ItW • Það var mikil stemming hjá yngstu kynslóðinni á skemmtun sem fram fór í íþróttahúsinu að kvöldi fyrsta keppnisdagsins. Morgunblaðið/Þorkell Bjami Hall Víkingi og Jóhann Haukur Hafstein frá Isafirði Ætla að reyna að vinna á næsta móti Hulda Þórisdóttir: Verður erfiðara á næsta ári „Ég keppti bæði í svigi og stórsvigi og gekk ekki nógu vel. Ég náði ekki verðlauna- sæti,“ sagði Hulda Þórisdóttir sem keppti í tólf ára aldurs- flokki með ÍR, Reykjavík. „Ég reikna með því að ég haldi áfram að æfa eftir að ég fer upp í 13—14 ára flokkinn á næsta ári en það verður mikið erfiðara því að þá þarf maður að mæta miklu oftar á æfing- ar." S Hulda Þórisdóttir. Betra að skíða hér en heima Morgunblaðiö/Þorkell aRKfc - segir Bjarni Hall. Morgunblaöiö/Þorkell e Bjarki Már Flosason frá Siglufirði, Karl Már Flosason frá Neskaup- stað og Sveinn Arndal Torfason frá Dalvík ræddu sín á milli hvernig best væri að fara framhjá hliðunum f seinni umferð svigsins hjá níu ára strákunum. Sveinn var með bestan tíma eftir fyrri ferðina en Bjarni náði bestum tíma í seinni ferðinni og vann samanlagt en munurinn var sáralítill. Karl hafnaði i fjórða sæti. Bjarni Hall frá Reykjavfk og Jóhann Haukur Hafstein kepptu f flokki sjö ára og yngri f svigi og stórsvigi. „Ég get gert miklu betur og ég ætla að reyna aö vinna á næsta móti," sagði Bjarni sem ekki var allskostar ánægður með aö lenda í sjötta sæti í svigi og því níunda í stórsviginu. Bjarni á enn eftir eitt ár í sjö ára flokki svo að hann ætti að geta bætt sig. Félagi hans, Jóhann var öllu hressari; „Þetta hefur gengið mjög vel, ég varð fimmti bæði svigi og stórsvigi." i • Verðlaunahafar í svigi tfu ára drengja. Talið frá vinstri: Gfsli Már Helgason Siglufirði, Ragnar Hauks- son Siglufirði, Arnar Pálsson ísafirði, Hjörtur Arnarsson Vfkingi, Runólfur Benediktsson Fram og Ólafur ^Eiríksson ísafirði. • Guðrún Rúnarsdóttir og Díana Hilmarsdóttir kepptu fyrir hönd Reyðarfjarðar á mótinu og voru ánægðar með tfmann f sviginu. Þær höfðu báðar keppt áður, á Austurlandsmótinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.