Morgunblaðið - 30.04.1987, Side 60

Morgunblaðið - 30.04.1987, Side 60
^-Yuglýsinga- siminn er 2 24 80 STERKTEORT FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 VERÐ f LAUSASÖLU 50 KR. Hætta fóstrur störfum í kvöld? ÞRJÁTÍU og sjö bama- heimili sem rekin em af Reykjavíkurborg munu loka þegar 190 fóstrur og forstöðumenn, sem hafa sagt upp frá og með mánaðamótum, ganga út í kvöld. Fóstrur sem vinna hjá ríkinu á bama- heimilum við spítalana hafa einnig sagt upp störfum frá 1. maí. Við- ræður vom milli aðila í allan gærdag. Að sögn Bergs Felixsonar framkvæmdastjóra dagvist- ar bama, lamast að auki starfsemin á ellefu heimil- um, en starfsemi á jafn mörgum raskast ekki. „Við lifum í þeirri von að samn- ingar takist fyrir 1. maí en erum þó viðbúin því að það takist ekki,“ sagði Bergur. Hann sagði að forstöðumenn á þeim heimilum þar sem starfsemin raskast hefðu yfírleitt ráðið fram úr vand- anum en á öðrum heimilum hefði verið óskað eftir fundi með foreldrum um hvemig hægt væri að bregðast við. „Við emm með ákveðna vinnuáætlun sem gripið verður til og stofnunin mun tilkynna foreldmm um það strax í dag,“ sagði Bergur. Bömin á Grænuborg léku sér áhyggjulaus í gær. Morgunblaðið/RAX. Erlend ítök í íslenzkum sjávarútvegi aukast: Skozka byggða- stofnunin á hlut í íslenzku fyrirtæki Fyrirframgreiðsla afurða tryggir forkaupsrétt ÍTÖK útlendinga í íslenzkum sjávarútvegi fara nú vaxandi. Skozka byggðastofnunin á hlut í fyrirtæki, sem flytur út íslenzkan fisk, Belgar, Danir og Þjóðverjar tengjast fyrirtækj- um á sama sviði og fyrirframgreiðsla fyrir afurðir frystiskipa tryggir ákveðnum kaupendum erlendis forkaupsrétt á afurð- unum. Eðvarð Benediktsson, einn eigenda fyrirtækjanna Isskotts og Icescot, segir að eðlilegt sé að menn sæki lánafyr- irgreiðslu og hlutafé til útlanda, þar sem verulegur skortur sé á því hér. Hann segir ennfremur, að fyrirtækið sé ekki skuldbundið til að selja hluthöfum erlendis fiskinn, sem það flytur út. Fiskurinn sé seldur hæstbjóðanda hveiju sinni. Eðvarð á 43% í fyrirtækinu Ice- scot, sem aftur á 49% í ísskotti, sem flytur út ferskan fisk og íhug- ar nú tilraunafrystingu á físki til útflutnings. Skozka byggðastofn- unin lagði fram fé til stofnunar Icescot, en er ekki skráð fyrir hlutabréfum og á ekki fulltrúa í stjóm. Eðvarð sagði að fískinum væri landað í Mallaig á vestur- strönd Skotlands og við það skapaðist nokkur vinna þar, þó selt væri á markaðnum við Hum- berfljótið í flestum tilfellum. Hann sagði fyrirtæki sitt og fjármögnun liggja fyllilega ljósa fyrir og hann hefði ekkert að fela. Menn yrðu að gera sér grein fyrir því, að auðvitað sæktu útlendingar í físk- inn okkar og reyndist það auðvelt vegna skorts á lánsfé hér á landi. Útlendingar væm hluthafar í nær öllum fískeldisstöðvum og fyrir- tækjum af ýmsu tagi, en þegar fréttist af því, að þeir legðu fé í sjávarútveginn, yrði allt vitlaust. Hann sjálfur ætti erfítt með að skilja hvers vegna. V esturlandskj ördæmi: Atkvæðin fundust en Jbreyta engn um úrslit TÝNDU atkvæðaseðlamir í Vesturlandskjördæmi komu fyrir tilviljun í leitirnar í Borgaraesi skömmu fyrir klukkan 21 í gærkveldi. Seðlarn- ir voru 47, en talning þeirra breytti engu um niðurstöður kosninganna. Lögreglumaður rakst á seðlana í kjörkassa, sem var ásamt öðrum kössum í fangageymslu lögreglunnar. Voru þetta ótalin atkvæði úr einum sveitahreppi. Yfiriyörstjórn kjördæmisins var þegar kölluð saman til fundar vegna þessa og lágu úrslit fyrir um kl. 1 i nótt. Skipting atkvæðanna var á þá lund að A listi hlaut 5, B listi 19, D listi 7, G listi 4, M listi 3, S listi 5 ^ ^ iisti 3. Einn seðill var auður. Porkell Helgason prófessor tjáði blaðinu í nótt að þessi úrslit breyttu ekki skipan þingsæta í kjördæminu, þar sem skipting atkvæða væri svip- uð og heildarskipting. Á þriðjudagskvöld sneri yfírkjör- stjóm sér til sýslumanns Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og óskaði eftir opinberri rannsókn, þar sem 48 at- ■^Kvæðaseðlar hefðu ekki komið fram við talningu. Málinu var vísað til rannsóknarlögreglu ríkisins og í gærmorgun fóru menn á hennar vegum til Borgamess. Bogi Nilsson, rannsóknarlögreglustjóri, stjómaði rannsókn málsins. Yfirheyrslur stóðu yfír í allan gærdag, en að sögn Boga kom ekkert þar fram sem varp- að gæti ljósi á það hvar kjörseðlamir væm niður komnir. Um klukkan 20.45 fór Bjöm Þor- bjömsson, lögreglumaður, að huga að kjörkössunum í fangageymslu lögreglunnar, þar sem rannsóknar- lögreglan hafði hug á að skoða kjörbækur, sem í þeim vom. „Þegar ég opnaði þriðja kassann og tók bókina úr honum, blasti þetta við mér,“ sagði Bjöm. „Ég áttaði mig ekki strax á því hvað þetta væri, hélt helst að þetta væru einhverjar pappírsræmur og tók þær upp. Sá ég þá hvers kyns var. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum, en það lyftist brúnin á mönnum hér í húsi þegar þetta fréttist." Bjöm sagði að innsigli kassans hefði verið rofíð á talningarstað og gengið frá honum til endursendingar í kjördeild. Hann var læstur og lykill- inn límdur ofan á lok hans. Kjörkass- amir biðu endursendingar í fangageymslu lögreglunnar ( Borg- amesi og var reyndar búið að senda hluta þeirra til baka. Um leið og atkvæðin fundust boðaði Jón Magn- Eggjárn í hjónaeijum LÖGREGLAN var kölluð að fjöl- býlishúsi við Hátún síðdegis { gær. Komið hafði til ryskinga á milli hjóna og mun konan hafa slæmt til mannsins með eggjárni svo skurður kom á öxl hans. Var farið með fólkið í fanga- geymslur, en yfírheyrslur gátu ekki farið fram hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær vegna ölvunar fólks- Hlutdeild útlendinga mun vera með misjöfnum hætti. í sumum tilfellum er um hrein hlutafélög að ræða, í einhveijum um lánafyr- irgreiðslu að ræða og ennfremur er algengt að greitt sé fyrirfram fyrir afurðir, sem í raun hlýtur að teljast lán. Með þessu móti virðist sem erlend fyrirtæki og aðilar tryggi sér í einhveijum mæli fersk- an físk og frystan til kaups og greiði fyrir hann í samræmi við markaðsverð. ússon, formaður yfírkjörstjómar, til kjörstjómarfundar, sem hófst skömmu eftir miðnættið. Grunur um tvö tilfelli páfa- gauksveiki GRUNUR leikur á að upp séu komin tilfelli af svokallaðri páfagauksveiki, psittacosis. Páfagauksveiki er veirusjúk- dómur sem berst frá fuglum til manna. Að sögn Skúla Johnsens, borgarlæknis, hef- ur tilfelli af þessu tagi ekki verið staðfest hér á landi í áratugi. Sjúkdómurinn berst um andrúmsloftið frá sýkt- um fuglum, en smitast sjald- an á milli manna. Þau tilfelli af páfagauksveiki sem hér hafa greinst lýsa sér sem bronkítis, lungnakvef, en algengt er að sýkingunni fylgi lungnabólga. Um er að ræða feðga sem hafa fengið þann úrskurð læknis að veikindi þeirra stafí af víms frá páfa- gauk á heimili þeirra. Sjúkdómurinn psittacosis, páfagauksveiki, greindist fyrst árið 1879 sem óvenjuleg lungnabólga og var hún þá rak- in til suðrænna fugla, en á ámnum 1929-30 kom upp al- varlegur lungnabólgufaraldur í Evrópu og Ameríku. Hann reyndist eiga rætur að rekja til páfagauka sem fluttir vom inn frá Suður- Ameríku. Þessi far- aldur leiddi til nánari þekkingar á sjúkdómnum og hafa síðarí rannsóknir sýnt að yfír 90 teg- undir fugla geta verið smit- berar, þótt páfagaukar séu algengustu smitberamir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.