Morgunblaðið - 03.05.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 03.05.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 Framkvæmda- og markaðsstjórar ráðn- ir hjá Hljóðvarpi hf. HAFSTEINN Vilhelmsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýrrar útvarpsstöðvar í eigu Hljóðvarps hf., sem tekur vænt- anlega til starfa í lok maí. Þá hefur Hallur Leópoldsson verið ráðinn markaðsstjóri. Hafsteinn hefur unnið ýmis stjórnunarstörf og starfaði síðast hjá Útflutningsráði. Hallur hefur undanfarið starfað hjá upplýsinga- þjónustunni Miðlun við markaðs- kannanir auk þess sem hann hefur starfað að markaðsráðgjöf. Ekki hefur verið ráðið fleira fólk við nýju útvarpsstöðina, en búið er að raddprófa um það bil 80 manns. Þeir Þorgeir Ástvaldsson, Gunn- laugur Helgason og Jón Axel Ólafsson munu stjóma dagskrár- gerðinni frá degi til dags, en fýrir- hugað er að ráða um það bil 20 dagskrárgerðarmenn í hlutastörf. Eigendur fyrirtækisins auglýstu eftir heiti á stöðina og barst fjöldi tillaga. Ekki hefur þó enn verið ákveðið hvað „bamið á að heita“, eins og einn forsvarsmaður útvarps- stöðvarinnar komst að orði. PENNINN opnar nýja verslun nk. föstudag í Austurstræti 10, þar sem áður var verslunin Torgið. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Penninn yfirgaf í gær húsnæði sitt f Hafnar- stræti, en þar hefur fyrirtækið verið með verslun í nærri 55 ár. „Við höfum verið við sömu göt- una í 55 ár, síðan í desember 1932, og við höfum trú á gamla miðbænum, hann er og verður hjarta borgarinnar," sagði Gunn- ar B. Dungal, eigandi Pennans. Hann tók við rekstri verslunarinn- ar af föður sínum, Baldvini Pálssyni Dungal, sem var stofn- andi fyrirtækisins. Verslun Pennans við Austur- stræti verður á þremur hæðum. í kjallara hússins verður ritfanga- deild og í tengslum við þá deild prentþjónusta, ljósritun og stimplagerð. Ennfremur verður þar mikið úrval fylgihluta í tölv- ur. Að sögn Gunnars hefur fyrir- tækið alltaf lagt aðaiáherslu á allan þann búnað, sem tilheyrir skrifstofuhaldi, og tileinkað sér þær nýjungar og breytingar sem orðið hafa á undanfömum árum. Á götuhæðinni verður bókadeild og gjafavörudeild. Gunnar sagði að lögð yrði áhersla á að sinna ýmsum áhugamannahópum og því yrðu á boðstólum margs konar tímarit og bækur um afmörkuð málefni. Á efstu hæð hússins verður deild fyrir arkitekta og myndlist- armenn, en slík deild hefur um árabil verið í verslun Pennans við Hallarmúla. Helmingur hæðarinn- ar hefur verið leigður Gallery Borg, sem verður þar með sýning- arsal. Sandgerði: Fundu loftnet af rússneskum kafbáti VÍÐIRII GK kom til Sandgerð- is á fimmtudagsmorgun með hlustunardufl sem bátsveijar höfðu fundið á reki suðvestur af Reykjanesi. Duflið reyndist vera fjarskipta- loftnet af sovéskum kafbáti. Áþekkt dufl fannst nýverið á Ströndum. Landhelgisgæslan tók duflið í sína vörslu og afhenti vamarliðinu. Það hefur nú verið sent til Bandaríkjanna til rann- sóknar. Morgunblaðið/Þorkell Penninn kveður Hafnar- stræti eftir 55 ára veru þar Duflið á þilfari Víðis n GK. Leitin að konunni árangurslaus LEITN að konunni S Vestmanna- eyjum hefur enn engan árangur borið, en nú eru liðnir fimm dagar síðan leit hófst. Konan, sem er 51 árs að aldri, fór að heiman frá sér um kl. 3 aðfara- nótt síðastliðins þriðjudags. Þegar ekkert hafði til hennar spurst um hádegi á þriðjudeginum hófu Hjálp- arsveit skáta og Björgunarfélag Vestmannaeyja leit, en hún hefur engan árangur borið. MorgunblaAið/Y ngvi Kristj&nsson Sumrinu ’87 að ljúka: Talfélag Reykjavíkur: TR keppir í Evrópu- keppni skáksveita Tjaldbúinn kemur af þakinu í kvöld TAFLFÉLAG Reykjavíkur mun fyrsta skipti sem íslensk skák- I sumar taka þátt í Evrópu- sveit tekur þátt f slíkri keppni. keppni skáksveita og er það í Keppnin er útsláttarkeppni og mun TR mæta sveit frá skák- klúbbnum Politehnica Bukar- esti frá Rúmeníu í fyrstu umferð. Evrópukeppni skákfélaga er nú haldin í 6. skipti. Tefldar eru 6 umferðir og tekur að meðaltali tvö ár að ljúka hverri keppni. Að þessu sinni taka 24 sveitir þátt í keppn- inni og keppa sex skákmenn í hverri sveit tvöfalda umferð í hvert skipti. í samtali við Morgunblaðið sagði Jón G. Briem formaður TR að bráðlega yrði kallaður saman 12 manna hópur sem í eru allir sex stórmeistarar íslands og tveir alþjóðlegir meistarar. Úr þessum hópi verður keppissveitin valin fyr- ir hveija umferð. Jón sagði að skákfélög í Evrópu legðu töluvert mikið upp úr að standa sig vel í þessari Evrópu- keppni og algengt væri að skák- klúbbar „keyptu" þekkta skákmenn til að keppa fyrir sig. Núverandi Evrópumeistari skák- sveita er skákklúbburinn Ceska frá Moskvu og þar er fremstur í flokki fyrrverandi heimsmeistari Anatoly Karpov. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvenær TR keppir við rúmenska skákklúbbinn en líkleg- ast er að það verði um næstu mánaðamót í Bukarest. SÝNINGUNNI Sumarið ’87 lýkur í kvöld. Pétur Ásbjörnsson sem dvalist hefur á þaki Laugardals- hallarinnar síðan 21. apríl, kemur niður á jörðina ld. 21.00. „Óneitanlega er ég farinn að hlakka til,“ sagði Pétur I samtali við Morgunblaðið. Fjöldi sýningargesta nálgaðist 24.000 þegar svæðið var opnað í gær. Pétur sagði að enn væri ekki búið að taka saman hversu mikið fé hefði komið inn í söfnun Krísuvíkursamtakanna. Tekið er við framlögum á þremur stöðum, á skrifstofu samtakanna í síma 621005, hjá Pétri í síma 687115 og í Laugardalshöll. Það fennti á þakinu hjá Pétri Hvalkjötið er enn í Hamborg HVALKJÖTIÐ, sem kyrrsett var í Hamborg fyrir nokkrum vikurn, er þar enn. Kjötið, samtals um 175 lestir, er í 7 frystigámum og er því ekki hætt við skemmdum. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagði ( samtali við Morgun- blaðið, að enn væri ekki Ijóst hvaða upplýsingar Þjóðveijar vildu varðandi útflutninginn. Með- an svo væri, gerðist einfaldlega ekki neitt. „Það kemur bara í ljós síðar, hvernig þetta leysist og hvenær. Þó þessari leið verði lokað, höfum við engar áhyggjur af því. Það liggja margar leiðir til Japans. Hins vegar byijuðum við á því 1975 að senda hvalkjöt í frystigámum með Eimskip til umskipunar í Hamborg. Öll þessi ár hafa fylgiskjöl verið unnin á ná- kvæmlega sama hátt og alls hafa rúmlega 20.000 lestir farið með þess- um hætti til Japans, það er í gegn um Hamborg. Þess vegna kemur þetta heldur flatt upp á okkur," sagði Kristján Loftsson. eins og annarstaðar á fímmtudags- kvöldið. Taldi hann að um 5 cm jafnallinn snjór hefði verið fyrir utan tjald sitt á föstudagsmorgun. „Þetta blés síðan í burtu, norðanátt- in sá til þess. Mér líður ágætlega og hefur ekki orðið neitt kalt,“ sagði Pétur. Hann verður búinn að dvelja í 300 klukkustundir, eða tólf og hálfan sólahring á þakinu þegar yfir lýkur. - ......... Neysla sterkra drykkja eykst NEYSLA sterkra drykkja hefur aukist á kostnað léttra vina það sem af er þessu ári, samkvæmt úttekt Áfengis- og tóbaksverslun- ar ríkisins. Fyrstu þrjá mánuði ársins hefur orðið um 11% sam- dráttur í hvítvínsneyslu í lítrum taiið en um 16,9% aukning i vod- kaneyslu. Heildameysla fyrstu þijá mánuði þesssa árs var í flöskum talið 889.406 eða 644736,62 lítrar, sem eru 171.091 alkóhóllítrar. Sambæri- legar tölur fyrir síðasta ár eru 887.338 flöskur eða 650.568 lítrar, sem eru 166.489 alkóhóllítrar. Neysluaukning á milli ára i alkó- hóllítrum talið nemur því um 2,75%.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.