Morgunblaðið - 03.05.1987, Side 22

Morgunblaðið - 03.05.1987, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 22 matinbieu ••• Frönsku sportgallarnir nýkomnir í mörgum gerðum og litum. matin Þægilegir fallegir vandaðir. utiuf Glæsibæ, sími 82922. 3 5: Hulda Hákon sýnir gifs- og spýtuverk GALLERÍ Svart á hvítu við Óð- instorg opnaði sýningu á veggmyndum Huldu Hákon föstudaginn 1. mai sl. Verkin á sýningunni eru öll unn- in í gifs og spýtur á sl. vetri. Hulda fjallar í verkum sínum um heiminn eins og hann kemur henni fyrir sjón- ir. Hún blandar persónulegri reynslu sinni við minni úr íslenskum goða- og hetjusögum og þurrkar þannig út skilin milli nútíðar og fortíðar í þeim heimi sem hún veit- ir okkur innsýn í. Hulda stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla Islands 1977-81 og 1983-84 við School og Visual Arts í New York. Hulda hefur haldið einkasýning- ar í Visual Arts Gallerí í New York 1983, Kaplakrika í Hafnarfírði 1984 og í 13th Hour Gallery í New Hulda Hákon ásamt einu verka sinna. Morgunblaðið/Einar Falur York 1985. Hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Af helstu samsýningum má nefna: Nýlistasafnið 1982, Gull- ströndin Andar 1983, Mo David Gallery New York 1985, Kjarvals- staðir 1985, Downtown Beirut New York 1985, Phoenix City Gallery New York 1986, Gerðuberg 1986 og „Miklatún — Manhattan" í Gall- ery F15, Moss Noregi. Sýning Huldu Hákon stendur til 17. maí og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14.00-18.00. (Fréttatilkynning) Síðasta sýning á Aurasálinni AURASÁLIN, jólaleikrit Þjóð- leikhússins, verður sýnd í allra seinasta sinn í kvöld. Leikritið hefur verið sýnt þrátíu sinnum við góða aðsókn. Aurasálina ritaði franski rithöf- undurinn Moliére fyrir 300 árum, en hún er enn með vinsælli gam- anleikjum. Sveinn Einarsson þýddi og leikstýrði uppfærslu Þjóðleikhússins. Finnski listamað- írinn Paul Suominen gerði eikmynd og Helga Bjömsson tískuteiknari búninga. Meðal leikara eru Bessi Bjama- son, Pálmi Gestssson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Jóhann Siguijónsson, Guðlaug María Bjamadóttir, Sigurður Siguijóns- son, Sigríður Þorvaldsdóttir, Gisli Alfreðsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Jón Simon Gunn- arsson, Emil Gunnar Guðmunds- son, Flosi Ólafsson, Júlíus Hjörleifsson og Hákon Waage. Bessi Bjarnason. Sí.# y Með þínum stuðn- ingi náðum við 6. besta sæti í heimi á OL '84 og HM *86. Stefnum að verðlaunasæti á ólympíuleikunum í Seoul. Við getum það með ÞÍNUM STUÐNINGI. Kristján Sigmundsson landsliösmarkvördur: Klassaferð FERDA-HAPPDRŒTTI HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS # FERÐAVINNINGAR \x' Verðmæti vinninga allt að 28 milljónir! ÓVENJUHÁTT VINNINGSHLUTFALL! y & Sala úr bil í Austurstræti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.