Morgunblaðið - 03.05.1987, Side 23

Morgunblaðið - 03.05.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 23 Ráðstefna um eðli og tilgang íbúa- samtaka í Reykjavík STJÓRNIR allra íbúasamtaka í Reykjavík hafa ákveðið að standa fyrir ráðstefnu um eðli og tilgang slíkra samtaka. Nú eru starfandi 11 íbúasamtök í gömlum og nýjum hverfum borg- arinnar og er verulegur áhugi fyrir því að ræða starf og vett- Tveir fyrir- lestr ar í trúarlífs- félagsfræði DR. WILLIAM H. Swatos, banda- riskur trúarlífsfélagsfræðingur, mun halda tvo opinbera fyrir- lestra í Háskóla íslands dagana 4. og 6. maí. Dr. Swatos dvaldi hér á landi árið 1982 sem gistiprófessor við guðfræðideild Háskóla íslands á vegum Fulbright-stofnunarinnar. Hann er einn af ritstjórum tímarits- ins Sociological Analysis. Fyrri fyrirlesturinn verður hald- inn á vegum félagsvísindadeildar í stofu 101 í Odda mánudaginn 4. maí kl. 17.15 og nefnist hann: End- urvakning trúarlegs táknmáls í stjómmálaumræðu. Síðari fyrirlesturinn, sem er á vegum guðfræðideildar, ijallar um afhelgun og afkristnun og verður 6. maí kl. 10.15 í stofu 5 f aðalbygg- ingu háskólans. vang slíkra samtaka í ljósi reynslu og hugmynda manna. Ráðstefnan verður haldin í Gerðubergi miðvikudaginn 6. maí nk. og stendur frá kl. 18.00—22.00. Léttur kvöldverður og ráðstefnu- gögn eru innifalin í ráðstefnugjaldi sem er kr. 500. Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir: 18.00 Ráðstefnan sett. 18.05 Erindi um tilgang íbúasam- taka, tilurð þeirra og starf svo og tildrög ráðstefnunnar og vænting- ar. 18.25 Erindi um skipulag borgar- stofnana og tengsl, gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlana og ferli ákvarðana sem varða einstök hverfi og svæði. 18.45 Erindi þar sem reifaðar eru hugmyndir um hugsanlegan mynd- ugleika íbúasamtaka, ábyrgð þeirra, samráð milli borgaryfirvalda og slíkra samtaka og upplýsinga- streymi. 19.05 Örstuttar fyrirspumir. Um- ræðuhópar kynntir. 19.20 Matarhlé og starf umræðu- hópa. 20.45 Pallborðsumræður með full- trúum frá íbúasamtökum, stjórn- málamönnum og embættismönn- um. 21.45 Þræðir dregnir saman og ráðstefnu slitið. Þátttakendur verða frá öllum starfandi íbúasamtökum, frá borg- aryfirvöldum og einnig er ráðstefn- an opin öllum þeim sem áhuga hafa, t.d. frá þeim hverfum þar sem ekki eru formleg samtök starfandi. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Bjami Börn frá Húsavík íheimsókn á Suðurlandi Tólf ára börn í Barnaskóla Húsavíkur voru á vorferðalagi á Suðurlandi í síðustu viku. Meðal annars heimsóttu þau Hveragerði og gistu þar tvær næt- ur og fóru í skoðunarferð um Suðurland og Suðumes. í Reykjavík skoðuðu þau nýja útvarpshúsið, þar sem þessar myndir voru teknar. VORSÝNING VELTIS ÖRYGGIS- OG TÆKNISÝNING VOLVO KOMIN TIL LANDSINS Sýningin í Volvosalnum á öryggis- og tæknibúnaði Volvobifreiða er opin í dag og alla daga til 9. maí. Sýning þessi hefur vakið mikla athygli í Evrópu og er fengur að henni hingað til íslands. BÍLASÝNING í REYKJAVÍK, Á AKRANESI OG HÚSAVÍK! Samhliða öryggissýningunni efnum við til bílasýningar í Volvosalnum, á Akranesi og á Húsavík. Nú gefst tækifærið að kynna sér Volvobílana út í ystu æsar utan sem innan Nýjustu vörubifreiðarnar árgerð 1987 verða til sýnis á svæðinu í Skeifunni 15. Húsavik: Jón Þorgrimsson Akranes: Bilasalan Bilás FL4, FL7, FL10 og FL6 m/loftpúðum. VOLVOSYNINGIN Laugard. 2. maí Sunnud. 3. maí Mán.-fös. 4.-8. maí Laugard. 9. maí ER OPIN: kl. 13-17 kl. 13-17 kl. 9-18 kl. 10-16 Heitt á könnunni. Blöðrur og Volvofánar fyrir börnin. \U b MITt SKEIFUNNI 15, SÍMI: 91-35200. P&Ó/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.