Morgunblaðið - 03.05.1987, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987
Gunnbritt Lawruns
HAUKURDOR
Haukur Dór var hér í eina tíð
einn þekktasti leirkerasmiður hér
á landi og hafði mikið verkstæði
á Álftanesi, ef ég man rétt, en
svo lagðist hann í ferðalög og
hefur víða búið erlendis seinustu
árin, er hættur við keramíkina og
stundar nú eingöngu listmálun.
Haukur Dór er einn af þeim frægu
súmmurum og hefur fyrir löngu
haslað sér völl sem listamaður hér
í sveit. Þó hefur hann aðeins einu
sinni haldið sýningu á málverkum
sínum hér áður, en sýnt hefur
hann á erlendri grund og það fýr-
ir skömmu í kóngsins Kaup-
mannahöfn.
Það hafa átt sér stað miklar
breytingar í málverki Hauks Dórs
á síðustu árum, eða frá því hann
sýndi verk sín 1974 á Kjarvals-
stöðum. Hann hefur auðsjáanlega
tamið sér meiri einbeitni í vinnu-
brögðum og sneggri viðbrögð,
sem skapa lifandi myndgerð,
skorðaða í þröngu litavali og ag-
aðri myndbyggingu. Haukur Dór
teiknar mikið með sjálfum litnum
og nær skemmtilegum tilþrifum á
myndfletinum, en það kemur
nokkuð oft fyrir, að myndir hans
verða dálítið mónótónar, og orsak-
ast það einfaldlega af mjög
hnitmiðuðu og þröngu litavali.
Hvítt, svart, rautt og blátt hefur
yfírhöndina í flestum þeim verk-
um, sem eru á núverandi sýningu
Hauks Dórs í Kjarvalssal að
Kjarvalsstöðum, en þar eru 74
verk á veggjum. Nokkuð þröngt
er á sumum þessara verka, þau
eru yfirleitt dálítið ágeng í út-
færslu og krefjast rýmis. Betra
hefði verið að grisja svolítið til
og fylgja þar með eðli þessara
málverka.
Þetta er fersk og fjörug sýning
og mætti enn margt ágætt um
hana segja, en því lengra mál,
þeim mun færri lesendur. Haukur
Dór sýnir hér verulegan árangur
í myndgerð sinni. Hann virðist
snarpur listamaður í öruggri þró-
un, og er það sannarlega gleðilegt,
að hann skuli hafa náð þeim
áfanga, sem raun ber vitni. En
einhæfni þessara verka er ótvíræð
og verður fróðlegt að sjá hver
framvindan verður hjá svo djörf-
um listamanni sem Haukur Dór
virðist vera.
upp á Austurgangi Kjarvals-
staða. Það er sænsk listakona
sem á í hlut og heitir Gunnbritt
Lawruns.
Þessar smámyndir eru flestar
gerðar á lítil pappaspjöld og eru
ekki veigamiklar, hvorki að efni
né innihaldi. Það er ilmur gróð-
urs og blóma, sem er vaki að
þessum verkum, eftir því sem
listakonan sjálf segir, og má það
vel vera, en að mínum dómi
kemst það ekki til skila, sem
höfundurinn virðist vilja láta í
ljós. Það má vel lesa úr þessum
myndum viðkvæmni og ljóðræna
tilfinningu, en þótt það séu í
sjálfu sér ágætir eiginleikar,
nægja þeir vart til að skila mynd-
gerð. sem stendur undir nafninu
list. Ég fæ ekki greint myndræn
gæði í þessum verkum, og að
mínu mati eru þau hvergi nægi-
lega unnin til að líklegt sé, að
þau eigi erindi við almenning.
Það er einhver misskilningur
í því fólginn hjá Svíum að setja
þessa sýningu upp hér hjá okkur
og þvi að eyða krafti og krónum
í að komast yfír hálft Atlants-
hafíð með ekki merkilegri
myndlist. Kannski þykir þetta
góð og gild vara í Svíþjóð, enda
umburðarlyndi þarlendra marg-
frægt meðal þjóða. En því miður
get ég ekki lagt gott orð inn
fyrir þessi verk, sem nú eru á
Austurgangi Kjarvalsstaða og sé
ilminn af gróðri og blómum i
þeim að finna, fer hann að
minnsta kosti fyrir ofan garð og
neðan hjá mér.
Myndlist
Valtýr Pétursson
Svo nefnist sýning á smá-
myndum, sem sett hefur verið
Blomsterangar
och botaniska
trádgárdar
Iðnaðarmenn — Verktakar!
Lækkum verkkostnað!
Gunnebo skotnaglar og Fiocchiskothylki
laus og í beltum í flestar gerðir af naglabyssum.
Mjög hagstætt verð.
Fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum landsins.
Einnig fyrirliggjandi Gunfi5c naglabyssur með
30 skota magasíni frá Gunnebo
Heildsölubirgðir:
BLAFELL
Hverfisgötu 105 - Sími 621 640
Gunnebo og Fiocchi, gæðavörur sem eiga samleið.
íbúð óskast til leigu
Útivinnandi ung hjón með eitt barn óska eft-
ir 2ja-3ja herb. íbúð helst í miðbænum eða á
stór-Reykjavíkursvæðinu sem fyrst.
Fyrírframgreiðsla ef óskað er.
Góð meðmæli.
Uppl. í síma 14842 í dag.
Bladburóarfólk
óskast!
AUSTURBÆR VESTURBÆR
Lindargata 1 -38 o.fl Aragata o.fl.
Hverfisgata 4-62 o.fl.
Hverfisgata 63-115 o.fl.
Háahlíð