Morgunblaðið - 03.05.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 03.05.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 Náin skyldmenni samþingmenn: Tvisvar sátu þrír bræð- ur samtíms á Alþingi Nokkrir félagar Retriever-klúbbsins á göngu. Ganga Retriver klúbbsins í dag MAÍGANGA Retriever-klúbbs ís- síðan gengið að Tröllafossi. Maí- lands verður í dag, 3. maí. Félagar gangan er jafnframt síðasta hittast við Esso-bensínstöðina í ganga vetrarins. í lok göngunnar Mosfellssveit kl. 13.45 og verður verða kaffíveitingar. Tónleikar í Útskálakirkju ÞAÐ er ekkert nýtt að náin skyldmenni sitji samtimis á Al- þingi. Til viðbótar fyrri dæmum hér í Morgunblaðsinu þar um skulu enn nokkur nefnd: * 1) Á þjóðfundi 1851, en þjóð- fundarmenn eru tíundaðir í Al- þingismannatali, sátu samtímis bræðumir Jón og Jens Sigurðssynir. * 2) Á þjóðfundi vóru og bræð- umir Eggert Olafur Briem og Ólafur Eggert Briem, báðir fyrir Eyjaíjarðarsýslu. * 3) Bræðumir Gunnlaugur E. Briem og Eiríkur Briem sátu samtímis á Alþingi 1883-85. * 4) Þrír bræður sátu samtímis á Alþingi 1887-92: Páll, Eiríkur og Olafur Briem. * 5) Halldór Jónsson, Hofi, og Ólafur bróður hans sátu samtímis á þingi 1859-64. * 6) Bræðumir Þórður læknir og Skúli Thoroddsen sátu á Alþingi 1895-1902. * 7) Jón Jensson, háyfirdómari, og bróðir hans Sigurður Jensson, Flatey, sátu samtímis á þingi 1894-1900. * 8) Bræðumir Magnús Th. S. Blöndahl og Bjöm Sigfússon, Komsá, vóru samþingmenn 1908-11. * 9) Þrír bræður: Kristján, há- yfirdómari frá Gautlöndum, Pétur á Gautlöndum og Steingrímur sýslumaður, Jónssynir, sátu saman á Alþingi 1908-15. * 10) Bræðumir Guðmundur og Sigurður Eggerts vóru samtímis þingmenn 1913-15. I tilefni af því að feðgarnir Al- bert Guðmundsson og Ingi Bjöm Albertsson verða samþingmenn nú var það rifjað upp í Morgunblaðinu 28. apríl sl., að feðgamir Þórarinn Böðvarsson í Görðum og Jón Þórar- insso, síðar fræðslustjóri, vóru samþingmenn 1880-1895. Feð- gamir Ölafur Sívertsen og Eiríkur Kúld sátu samtímis á þingi 1853-57. Þá var frá því greint að bræðumir Ólafur og Thor Thors sátu samtímsi á þingi um sinn, sem og bræðumir Finnbogi Rútur og Hannibal Valdimarssynir og bræð- umir Finnur Torfi og Gunnlaugur Stefánssynir. ÁRLEGIR tónleikar Tónlistarfé- lags Gerðahrepps verða í dag kl. 15.30 í Útskálakirkju. Þetta er sjöunda árið sem tónlistarfélagið gengst fyrir tónleikum sem þess- um. Á tónleikunum verða listamenn- imir þrír: Ragnheiður Guðmunds- dóttir mezzosópran, Þórarinn Sigurbergsson gítarleikari og Jó- hannes Georgsson kontrabassaleik- ari. Á efnisskrá tónleikanna eru m.a. verk eftir Pergolesi, Mozart, John Duarte, Jón Nordal og Jón Ásgeirs- son. Tónleikamir hefjast eins og áður segir kl. 15.30. Smygl fannst í skipi og bíl SMYGL fannst í Hafnarfirði og á ísafirði um og eftir páskana. Var þar um að ræða sterkt áfengi, bjór og skinku. Tollgæslumenn frá Reykjavík leituðu um borð í Urriðafossi þegar skipið kom til Hafnarfjarðar á ann- an dag páska. Við leitina fundust 250 flöskur af áfengi og nokkrir kassar af bjór. Smyglvamingurinn var falinn milli þilja í klefa og í matvælageymslu. Þá fannst hluti hans í smurolíutanki í vélarrúmi. Níu skipvetjar hafa viðurkennt að eiga vaminginn, en verðmæti hans er um 275 þúsund krónur. Lögreglan á ísafirði kom upp um smygl daginn eftir, þegar hún stöðvaði bifreið á leið frá Súganda- firði til ísafjarðar. í bílnum voru 45 kassar af bjór og 30 kíló af skinku. Vamingurinn reyndist vera úr flutningaskipinu Hauki, sem lá í Súgandafirði, en ekki fannst meira magn við leit um borð. Fjórir skip- verjar hafa viðurkennt smyglið. Að fara keðjuiaus yfír „kol- ófæra“ Oxnadalsheiði eftir Ingva Hrafn Jónsson Starfsmenn Vegagerðar ríkisins kveinka sér yfir föstum skotum, sem þeir telja að ég hafi skotið að þeim tilefnislaust og af fáfræði vegna mokstursleysis á Öxnadals- heiði, miðvikudaginn fyrir páska. Er vel að þeir kveinki sér en nær væri þó, að þeir litu í eigin barm og lofuðu vegfarendum, að þeir myndu hér eftir á árinu 1987 og á framtíðartækniöld sjá til þess að fjölfarnir fjallvegir í þjóðleið lokuð- ust ekki vegna fomaldarreglna um snjómokstur, sem eru algerlega úr takt við það þjóðfélag, sem við bú- um í í dag. Maður bregst því sneggra við sérhlífni og dugleysi fárra opinberra starfsmanna vegagerðarinnar á Akureyri, að hún er í dag líklega eitt best rekna fyrirtækið í almenn- ingseign, sem hefur veitt lofsvert fordæmi í því að virkja einkaaðila til að framkvæma að miklu leyti þá byltingu í vegamálum, sem orðið hefur á síðustu árum. Og það þrátt fyrir að skammsýnir stjómmála- menn hafi stöðugt skorið niður lögbundin framlög til vegamála. Með útboðum hefur vegagerðin líklega náð að leggja nokkur hundr- uð kílómetrum lengra bundið slit- lag, en fjárveitingar höfðu gefíð vonir um. Ég ætla að benda vinum mínum hjá vegagerðinni, Snæbimi Jónas- syni og Jóni Birgi á, að ef þeir byðu út snjómokstur á fjölfómustu heiðum í þjóðleið þyrfti líklega ekki að koma til atviks eins og nefndan miðvikudag fyrir páska og Norður- landskjördæmi eystra losnaði þá líka úr einangrun. Gunnar Gunnarsson, starfs- mannastjóri vegagerðarinnar, ritar ágæta og málefnalegan grein í Morgunblaðið 1. maí, þar sem hann fer rétt með nokkrar staðreyndir málsins ólíkt rangfærslum Sigurðar Oddssonar hjá vegagerðinni á Ak- ureyri í skýrslu, sem hann sendi frá sér 21. apríl og platar Smára Sig- urðsson hjá Hjálparsveit skáta á Akureyri til að undirrita. Ég segi platar, því lýsing atburðanna úr penna Sigurðar á rétt á Nóbelsverð- launum úr skáldskapardeild bókmenntanna. Og þennan skáldskap sendu þeir útvarpsstjóra, sem auðvitað hefur ekkert með það að gera þó að fréttastjórinn fari í vinnufrí norður yfir heiðar og botnaði eðlilega ekk- ert í þessu plaggi. Er því rétt að láta staðreyndimar tala. Nefndan miðvikudag lögðum við tveir kunningjar með fjölskyldur áleiðis til Akureyrar til að blanda geði við það ágæta fólk, sem þar býr, um páskahelgina. Við heyrðum um morguninn í útvarpinu, að Öxnadalsheiðin væri ófær og vont veður þar, en hún yrði mokuð á skírdag. Þama voru menn semsagt búnir að ákveða strax, að veðrið myndi ekkert lagast í sólarhring og að ekki væri ástæða til að huga að mokstri fyrr en daginn eftir, enda höfðu þeir af framsýni löngu ákveð- ið að láta mokstursreglur gilda fímmtudag og laugardag og 2. í páskum. Þeir hugsa greinilega ekki mikið um hag byggðarlagsins hjá vegagerðinni, því með þessu fældu þeir án efa mikinn fjölda manna frá ferðalögum. Nema það hafi verið tilgangurinn. Mættum jeppum Við vorum komin í Varmahlíð rúmlega hálffimm eftir sumarfæri á skotvegi að sunnan. Við vissum eftir góðum heimildum að veðrið á Öxnadalsheiði væri að ganga niður og höfðum það líka eftir góðum heimildum, sem fréttamenn stund- um hafa, að miðað við hve vel búnir væri værum ætti heiðin ekki að verða okkur tiltakanlega erfið. Ak- ureyringur á Lada Sport bað um að fá að fljóta með okkur, enda hafði hann þá nýverið talað við rútubílstjóra frá Blönduósi, sem hafði farið yfir heiðina vandræða- lítið. Við félagamir ákváðum því að renna á heiðina, allavega til að skoða. Keyptum „silliconsprey" yfir kertin á bílum okkar, sem voru Range Rover og Pajero og lögðum í hann klukkan 5. Rétt áður en við komum að fyrstu brekkunni hittum við menn á jeppum, sem voru að koma suður yfir Öxnadalsheiði, og fullvissuðu þeir okkur um, að við myndum komast yfir þótt við kynn- um að þurfa að setja keður á. Klukkan hálfsex komum við upp á heiði og var þá Ladan föst og þeg- ar við vorum að losa hana komu 4 öndvegispiltar úr Hjálparsveit skáta, sem voru á leið til Akur- eyrar, og buðust til að fara á undan okkur. Við þáðum það með þökkum. í stuttu máli tók það okkur um hálftíma að komast yfir 3 minni- háttar höft á heiðinni og ýttum við bílunum yfir versta haftið, til þess að „losna við að setja keðjur und- ir“, eins og einn hjálparsveitar- manna orðaði það, „það er svo asskoti leiðinlegt“. Kjarni málsins Klukkan rúmlega sex renndum við svo niður heiðina eftir að hafa þakkað skátunum fyrir samfylgdina og heyrðum þá um leið í svæðisút- vaipi RÚVAK að versta veður væri á Öxnadalsheiði og hún kolófær. Nokkrum mínútum síðar komum við að veghefli vegagerðarinnar, sem var kominn í snjómoksturs- reglnahvíld. Ef stjómendur hans hefðu haft áhuga eða nennt því hefðu þeir getað rennt í gegnum höftin á heiðinni á ca. 20 mínútum og þá hefðu menn á öllum bílum komist yfir. Hér erum við komin að kjama málsins, það var ekki albijálað veður í Öxnadalsheiði á miðvikudagskvöldið klukkan 18.00. Hún var ekki kolófær. Það var strekkingsvindur af SV og nokkur skafrenningur. Hún var erfið yfír- ferðar vegna þess að opinberir starfsmenn vegagerðarinnar höfðu sýnt af sér óþolandi dugleysi, sem til allrar hamingju er að verða æ sjaldgæfara hjá ríkisstarfsmönnum. En þessir opinbem starfsmenn komu um leið sök yfir á okkur hin, sem vinnum einnig hjá ríkinu, en felum okkur ekki á bak við ríkispil- sið til að réttlæta léleg afköst. Það er liðin tíð að við, sem þiggjum laun af almannafé, getum leyft okkur að leggja eitthvað minna af mörk- Ingvi Hrafn Jónsson „Hér erum við komin að kjarna málsins, það var ekki albrjálað veð- ur í Öxnadalsheiði á miðvikudagskvöldið klukkan 18.00. Hún var ekki kolófær. Það var strekkingsvindur af SV og nokkur skafrenning- ur. Hún var erfið yfirferðar vegna þess að opinberir starfs- menn vegagerðarinnar höfðu sýnt af sér óþol- andi dugleysi.“ unum, en þeir sem vinna hjá einkaaðilum. Það er líka óþolandi fyrir okkur að heyra fólk tönnlast á því þegar eitthvað fer miður — Já, það er ekki við öðru að búast, þetta er hjá hinu opinbera". Það er með hreinum ólíkindum, að engum hjá vegagerðinni á Akur- eyri, því mér er sagt að þetta sé alfarið þeirra mál, skyldi hafa dott- ið í hug, að veita þá sjálfsögðu þjónustu að halda Öxnadalsheiði opinni þessa fyrstu stóru ferðahelgi ársins. Þetta sagði ég við kollega mína á fréttastofu RUVAK er ég leit þar við rúmlega hálfsjö til að heilsa uppá liðið. Þeir gláptu auðvit- að á mig einsog naut á nývirki og spurðu hvaðan ég eiginlega kæmi. Nú, ég varð að segja þeim, að ég kæmi yfír þessa kolófæru Öxna- dalsheiði. Þeir vildu endilega að ég segði þetta í hátalarann, enda höfðu þeir nokkrum mínútum áður birt viðtal við Húsvíking, sem vegagerð- in hafði sent til baka. Ég sagði þá að 2—3 velbúnum jeppum væri ekk- ert að vanbúnaði, en lagði áherslu á, að hún væri ekki fólksbílafær. Þetta var rétt og satt og Akur- eyringur, sem ég hitti daginn eftir, sagðist hafa verið í Varmahlíð er hann heyrði þetta. Hann var á jeppa og fór einn síns liðs yfir heiðina um áttaleytið. Leggið nú af forn- aldarfyrirkomulag snjómoksturs Það er því harla ómerkilegur fyr- irsláttur hjá Sigurði Oddssyni, að segja að það hafi verið mér að kenna að fjöldi fólks lenti í vand- ræðum á Öxnadalsheiði. Það er nú einu sinni svo, að á íslandi búa ótrú- lega margir góðir menn, sem verða að hreinum hálfvitum er kemur að því að keyra í slæmri færð og vafa- laust hafa einhveijir slíkir lagt upp á Öxnadalsheiði á sléttum sumar- dekkjum þennan miðvikudag fyrir páska. Það er hins vegar værukær- um og metnaðarlausum starfs- mönnum vegagerðarinnar um að kenna,' að fólk festi sig þama, því ef þeir hefðu staðið sig í stykkinu og látið hefil rúlla fram og aftur um heiðina hefði hver sem er getað komist yfir. Ég fagna því að lokum að þessi umræða skyldi koma upp vegna norðurferðar minnar í þeirri von og trú, að forráðamenn Vega- gerðar ríkisins, með Snæbjöm í fararbroddi, leggi nú af fomaldar- fyrirkomulagj snjómoksturs og bjóði hann út til að tryggja, að þegnar landsins þurfi ekki nema í einstaka fárviðmm að láta hneppa sig í átthagafjötra. Ég er hræddur um að notendur sjónvarpsins væm ekki beint hressir ef við væmm enn að sjónvarpa í svart/hvítu. Legg því til að snjómokstursmenn vega- gerðar fari að sýna lit. Höfundur er fréttastjárí sjánvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.