Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 + ASJONUR KLAUS BARBIES • íiH F'. -f^ f!' jÖf1?' JS liá h.,: *■ ' * - , ■ á. 'i,yÉpf’“ Hinn hlýðni flokksmaður. Gestapo-foringinn. Stríðglæpamaðurinn f Bólivíu. FRAKKAR SJALFIR SAKAÐIR UM STRÍÐSGLÆPI ÍRÉ TTARHÖLD UNUM GEGNKLA US BARBIE y .... : ^ r,;+ .... :. ' ( „ V ." ; ' *►' : *vv,' x'V • ' ' - , KLAUS BARBIE, yfirmaður Gestapo í Lyon í Frakklandi í stríðinu, kemur fyrir rétt þar 11. maí, ákærdur fyrir glæpi gegn mannkyninu. Margir Frakkar vildu helzt ekki að þessi réttarhöld færu f ram, því að þeir telja öllum fyrir beztu að gleyma hernámi nazista og óttast það sem kunni að koma fram í þeim. Verjandi Barbies, vinstri- öfgamaðurinn Jacques Verges, sem er aðdá- andi Pol Pots, hins blóðþyrsta Kambódíu- leiðtoga, hyggst nota réttarhöldin til að saka Frakka sjálfa um „stríðsglæpi." Réttarhöldunum hef- ur verið frestað mörgum sinnum síðan Barbie var framseldur frá Bólivíu 1983. Sumir hafa vonað að hann hrökkvi upp af áður en þau hefjast. Barbie, eða „slátrarinn frá Lyon“ eins og hann var kallaður, bar ábyrgð á því að 4,342 manns í borg- inni voru myrtir, 7,000 Gyðingar fluttir nauðugir í útrýmingarbúðir og 14,311 menn úr andspymuhreyf- ingunni voru pyntaðir. í réttarhöldunum verður Barbie í skotheldu glerbúri, svo að enginn taki lögin í sínar hendur og skjóti hann. Fjölmargir lögfræðingar, 115 stefnendur og rúmlega 700 blaða- menn víðs vegar að úr heiminum verða við réttarhöldin, sem em tal- in hin sögulegustu í Frakklandi síðan Pétain marskálkur og Pierre Laval vom ákærðir eftir stríðið. Barbie, sem er 73 ára að aldri, gekkst nýlega undir skurðaðgerð vegna meins í blöðmhálskirtli. Hann hefur lifað tilbreytingarlausu lífi á fyrstu hæð St.Josephs-fang- elsis í Lyon, skammt frá Hotel Terminus, þar sem pyntingarklefar hans vom til húsa, lesið þýzk blöð og horft á sjónvarp. Einu gestir hans hafa verið lögfræðingur hans og dóttir, sem nú býr í Tyrol. Hann á lífstíðardóm yfir höfði sér. „Guðfaðirinn“ Frakkar fóm fyrst fram á fram- sal Barbies frá Bólivíu 1972, en fengu afsvar, þar sem þeir höfðu ekki gert samning við stjóm lands- ins um framsal glæpamanna. Nú telja margir að frönsk yfirvöld hefðu átt að láta þar við sitja, en þá var orðið of seint að snúa við. Eftir stríðið hafði Barbie tekið sér nafn eins fórnarlamba sinna, Gyðingaprests að nafni Klaus Alt- mann Haussen, og séð sér farborða í Þýzkalandi með fölsunum, ránum og svartamarkaðsbraski. Hann var tvívegis handtekinn, en slapp í bæði skiptin. í seinna skiptið var ástæðan sú að hann hafði unnið í nokkra mánuði fyrir bandarísku gagnnjósnaþjónustuna (CIC), sem vissi hver hann var, útvegaði honum skilríki og greiddi honum 1700 doll- ara á mánuði. Barbie bjó yfir mikilvægri vitn- eskju um starf kommúnista í Lyon og mun hafa sett á fót njósnanet, sem komst yfír þýðingarmiklar upp- lýsingar um Rúmeníu. Hann mun einnig hafa skýrt frá ískyggilegum fyrirætlunum Rússa um úraníum- gröft í Tékkóslóvakíu. Árið 1951 flýði hann til Bólivíu frá Genúa ásamt konu sinni, Regínu, ogtveim- ur bömum, Klaus og Ute. Hann notaði vegabréf, sem Alþjóða Rauði krossinn gaf út og þóttist vera „vélaverkfræðingur“. Hann virðist hafa notið aðstoðar „Odessa“, flóttasamtaka nazista undir forystu Ottos Skorzeny, sem fyrirleit hann af því að hann varð aðeins „SS Obersturmfúhrer" (kapteinn) í stríðinu. Fyrstu árin í Bólivíu vann Barbie í sögunarmyllu í afskekktu héraði, Yngas, en mikið var um fyrrver- andi nazista og aðra Þjóðveija í landinu og hann sá ekki ástæðu til að fela sig. Hann fiutti því til höfuð- borgarinnar La Paz og sneri sér að timburverzlun og útflutningi og Aftaka: „næg sönnunargögn". efnaðist vel. Seinna stofnaði hann fýrsta skipafélag Bólivíu, Transma- ritima, og ferðaðist mikið á þess vegum um alla Evrópu, þótt hann væri eftirlýstur. Barbie varð handgenginn bóliví- skum herforingjum og einræðis- herrum. Félagi hans, Friedrich Schwend, sem hafði dreift fölsuðum pundseðlum í stríðinu, komst í svip- aða aðstöðu í Perú og skipulagði leyniþjónustu landsins. Þeir stóðu í sambandi við félög fv. nazista í Suður-Ameríku og skiptust á upp- lýsingum. Upp úr 1970 varð Barbie síðan „guðfaðir" nýfasista og mála- liða frá Evrópu, sem voru fengnir til að verja kókaínverzlun Bólivíu- manna og stunduðu sjálfir eitur- lyfjasölu, vopnasmygl og hryðju- verk. Þeir reyndu líka að koma hægriöfgamönnum til valda á Ítalíu og víðar. Einn þessara málaliða var Stef- ano delle Chiaie, sem tók þátt í misheppnaðri byltingartilraun „svarta prinsins", Junio Valerio Borghese, 1970 og svipaðri tilraun fv.yfirmanns leyniþjónustu hersins, ijórum árum síðar. Seinna var Chia- ie ákærður fyrir að standa á bak við sprengjuárásina í Bologna í ágúst 1980 þegar 48 biðu bana. Barbie tók þátt í að skipuleggja byltingu Hugo Banzers Suarez ofursta í ágúst 1971 og varð örygg- isráðgjafí innanríkisráðherra hans, Acre Gómez ofursta. Reynsla hans úr stríðinu var talin mikilvæg og hann kom á fót fangabúðum og dauðasveitum og kenndi yfir- heyrsluaðferðir og pyntingar með raflosti. Málaliðar hans myrtu só- síalistaleiðtogann Marcelo Quiroga Cruz og skipulögðu loks byltingu Garcia Meza hershöfðingja, „kon- ungs kókaínsbraskaranna", 1980. Frémseldur Á þessum árum sást Barbie oft á ferli í höfuðborg Bólivíu og var tíður gestur á Café La Paz. í fylgd með honum var jafnan vopnaður lífvörður, sem innanríkisráðuneytið lét honum í té. Vinir hans kváðu hann ljúfmenni, sem ætti um sárt að binda vegna þess að kona hans væri að deyja úr krabbameini. Son- ur hans fórst í svifdrekaflugslysi 1981. Barbie var alltaf sami gamli naz- istinn. Honum var kastað út úr Þýzka klúbbnum í La Paz um 1970 þegar hann heilsaði að nazistasið og hrópaði „Heil Hitler" af því hon- um sinnaðist við þýzka sendiher- rann. Eftir það fækkaði þýzkum vinum hans í Bólivíu. Þýzki nazistaveiðarinn Beate Klarsfeld og eiginmaður hennar, Serge, franskur lögfræðingur af Gyðingaættum sem missti föður sinn í Auschwitz og er sækjandi í I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.