Morgunblaðið - 03.05.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987
37
Er stemmingin á Islandsmótinu
í sveitakeppni að líða undir lok?
Brids
GuðmundurSv. Hermannsson
ÞEGAR ég var að byija að spila
alvöru keppnisbrids fyrir ára-
tug eða svo þóttum við ungu
strákarnir margir vera hálf
druslulega til fara. Ég heyrði
menn af eldri kynslóðinni
stundum tala með söknuði um
þá gömlu góðu daga þegar helst
var ekki sest niður við spila-
borð í alvarlegri keppni án þess
að vera í sínum bestu fötum.
Það er enginn stíll yfir þessu
lengur, sögðu menn og hristu
höfuðið.
En við strákamir kærðum okkur
kollótta um þetta, enda var þetta
á þeim tímum þegar það þótti fínt
var vera eins og fuglahræða, svo
við spiluðum áfram í bolum og
gallabuxum og jafnvel með pijóna-
húfur yfir hárstrýinu.
Þetta voru tímar breytinga; ný
kynslóð var að koma fram og leita
landvinninga. Og draumur allra var
að vinna íslandsmótið í sveita-
keppni. Yfir þessu móti hvfldi
ákveðinn hátíðleiki, hvað sem síðu
hári og bolum leið. Að komast í
átta liða úrslitin jafngilti þvi að
komast í hóp hinna útvöldu og
mótinu sjálfu fylgdi einskonar eft-
irvæntingarsæluhrollur, að
minnsta kosti man ég svona eftir
flestum mínum mótum.
Ég er ekki frá því að áhorfendur
hafi fundið fyrir þessu líka enda
átti íslandsmótið sína tryggu fylg-
ismenn sem létu sig aldrei vanta á
áhorfendabekkina. Spilasalirnir á
Hótel Loftleiðum voru yfirleitt troð-
fullir af fólki, einnig ráðstefnusal-
urinn, þar sem sýningartaflan var.
Þar inni ríkti síðan alveg sérstök
stemming, ekki síst þegar
skemmtilegir skýrendur eins og
Hjalti Elíassson, Stefán Guðjo-
hnsen og Jakob R. Möller spáðu í
spilin og komu með hæfilega eitr-
aðar athugasemdir um frammi-
stöðu spilaranna í sýningarleikn-
um.
Það var_ náttúrulega ýmislegt
sem gerði íslandsmótið sérstakt í
hugum spilaranna en þar átti töflu-
spilamennskan ekki hvað sístan
þátt. Menn fengu alltaf pínulítið í
magann þegar tilkynnt var hvaða
sveitir ættu töfluleik umferðarinn-
ar því það fylgdi því talsverð
ábyrgð og upphefð að setjast niður
við borð með þulinn sér við hlið
og heyra hann lýsa sögnum og
spilamennskunni, og vita að uppi
í sal sátu tugir manna og sáu öll
spilin og myndu gagnrýna mis-
kunnarlaust öll mistök. Og það var
líka sérstök tilfinning að koma upp
í ganginn framan við Kristalssalinn
eftir að hafa spilað síðasta leik fs-
landsmótsins á töflunni og geta
varla fundið sveitarfélaga sína í
mannþrönginni sem var komin til
að fylgjast með lokum mótsins.
Núna eru tímamir breyttir. Það
sjást varla snyrtilegri menn við
spilaborðin en einmitt ungu strák-
amir sem eru að hefja keppnisferil
sinn. Og við hinir emm líka búnir
að láta klippa okkur fyrir löngu
og 'eggja bolunum og prónahúfun-
um þótt við bregðum okkur
stundum í gömlu gallabuxumar ef
svo ber undir.
En samt er að fara fyrir mér
nú eins og gömlu mönnunum í
mínu ungdæmi að ég er farinn að
sakna gömlu góðu daganna. Ekki
vegna þess að klæðaburðurinn hef-
ur breyst heldur get ég nefnilega
ekki betur fundið en stemmingin á
íslandsmótinu í sveitakeppni sé að
verða minningin ein. Kannski er
ég sjálfur orðinn svona upptekinn
af fortíðinni eða hreinlega orðinn
ónæmur fyrir þessu en þá er ég
ekki einn um það því þessi skoðun
heyrðist víðar á nýafstöðnu ís-
landsmóti.
Á þessu íslandsmóti mátti það
heita undantekning ef einhveijir
áhorfendur komu til að fylgjast
með umferðunum. Og í lokaum-
ferðinni hafa kannski tveir þrír
tugir manna verið á staðnum til
að sjá íslandsmeistarana taka við
sigurlaunum sínum. Þetta er ekki
hægt að skýra með kosningunum'
eða því að ekki var spilað yfir
páskahelgina eins og undanfarin
ár, því slíkt var einmitt ekki gert
á þeim árum sem ég var að lýsa.
Og hvort sem það hefur verið
afleiðing, eða orsök þessa, var eng-
in sýningartafla i gangi í mótinu.
Spilarar bara komu, spiluðu og
fóru, og það var eins og mönnum
væri bara nokk sama hvemig þetta
allt saman veltist. Og þetta var
ekki aðeins vegna þess að þama
voru sömu gömlu spilaramir að
spila íslandsmót einu sinni enn því
sjálfsagt var rúmur þriðjungur
þeirra að taka þátt í sínum fyrstu
úrslitum.
Það má hinsvegar segja að ís-
landsmótið nú endurspegli nokkuð
þann vetur sem er að líða. Þótt
sjaldan hafi verið haldin fleiri eða
fjölmennari mót en einmitt í vetur
hefur áhugi spilaranna verið í lág-
marki. Og raunar mótshaldara
einnig því undirbúningur mótanna
hefur alltof oft borið þess merki
að kastað hefur verið til höndunum.
Ég man ekki eftir því að hafa tek-
ið þátt í neinu móti í vetur sem
mér fannst. ríkja virkileg stemming
í, ég man ekki eftir neinu móti sem
var haldið með reglulegum stæl,
eins og sagt er. Þvert á móti hefur
maður það á tilfinningunni að sum
mótin séu haldin afþví þau hafa
verið haldin í mörg ár og því orðin
einhver leiðinleg skylda. Þetta er
hálf aumt því við Íslendingar höfum
oft verið til fyrirmyndar í móta-
haldi og ég nefni þar til dæmis
Norðurlandamótið hér árið 1978
sem var byltingarkennt að mörgu
leyti og mörg skemmtileg smáat-
riði juku á ánægju spilaranna og
áhorfenda; og fyrstu Bridshátíðina
sem einnig var mjög skemmtileg
bæði fyrir keppendur og áhorfend-
ur.
Það er ekki nóg að fylla bara
spilarakvótann ( mótum svo þau
beri sig eða skili hagnaði. Spilurum
verður að finnast að það sé þess
virði að hafa tekið þátt í mótinu
þótt þeir vinni ekki endilega til
verðlauna og að mótshöldurum sé
virkilega annt um að góðir spilarar
séu með og komi síðan aftur á
næsta ári og þar næsta. Á það er
hinsvegar oftast litið sem sjálfsagð-
an hlut.
Og þama er kannski komið að
kjama málsins. Það skiptir ekki
öllu máli hvemig spilaramir sjálfir
em til fara eða líta út. Aðalatriðið
er að þeir finni til svipaðrar tilfinn-
ingar þegar þeir setjast niður við
spilaborð í íslandsmóti, eða öðru
móti, og þegar þeir setjast að uppá-
haldsmatnum sínum eða fá sér
staup af uppáhalds koníakinu sínu.
En til þess þurfa mótshaldarar að
nostra við smáatriðin sem gefa
mótunum fyllingu. Þetta var reynt
hér áður fyrr en nú er eins og
smáatriðin skipti engu máli lengur
og um leið fara mótin að minna á
hamborgara eða ódýrt brandísull.
Og spilarar missa smátt og smátt
áhugann.
Það hlýtur að slq'óta skökku við
að um leið og fjöldi iðkenda brids-
íþróttarinnar hefur aldrei verið
meiri hefur áhugi spilaranna aldrei
verið minni. Þama er eitthvað að ,
sem forsvarsmenn Bridgesam-
bands íslands þurfa að íhuga vel.
Kannski hefur þess ekki verið
nægilega gætt að byggja undir
íþróttina og þótt framhliðin virðist
vera í lagi séu á bakvið óhijáleg
herbergi sem mönnum er ekkert
umhugað um að skoðað sé í eins
og uppbygging mótshalds og aðlög-
un móta að kröfum tímans,
uppbygging bridsfélaganna, ungl-
ingastarfið, og svona mætti halda
áfram.
Ég ætla mér ekki að fara að
setjast í eitthvað dómarasæti yfír
bridsfomstunni. Ég þekki það af
eigin raun að þar em unnin van-
þakklát og ttmafrek störf og það
er mun auðveldara að gagnrýna •
en viðurkenna það sem vel er gert
ef menn em orðnir góðu vanir. En
einhversstaðar stendur skrifað að
þegar menn hætta að gera betur
hætti þeir að gera vel. Eg veit að
mörgun blöskraði framkvæmdin á
síðasta íslandsmóti og okkur, sem
þykir vænt um þessa íþrótt af því
hún hefur gefið okkur svo mikið,
finnst að við svo búið megi ekki
standa.
Hs A afmælisarinu 1986, var sett nýtt met í sölu
Skoda á íslandi. í framhaldi af því náöum viö bestu
samningum um verö til þessa. Nú bjóöum viö ár-
gerö '87 á ótrúlegu verði: Aöeins kr.145.000.-
■ Kíktu viö um helgina og þú sannfærist um aö
þetta eru bestu bílakauþin í dag.
OPIÐ LAUCARDAC OC SUNNUDAC
KL.1S-17 __
JOFUR HF
NYBYLAVEGI2
KÓPAVOGI
SÍMI 42600