Morgunblaðið - 03.05.1987, Page 38

Morgunblaðið - 03.05.1987, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 Heilbrigðisráðherra Svíþjóðar um alnæmi:: „Ekki ómaksins vert að mót- efnamæla alla þjóðina...“ MAGN- ÞRUNGNAR RAFHLÖÐUR ## Dreifing: TOLVUSPIL HF. sími: 68-72-70 eftirSvein Guðmundsson LÍKT OG á íslandi hefur sú hugmynd komið upp í Svíþjóð að rétt væri að prófa alla þjóðina með tilliti til mótefna gegn alnæmisveir- unni. Nú hefur heilbrigðis- ráðherra Svía, Gertrud Sigurdsen, tekið af skarið. Telur hún að ekki komi til greina að athuga mótefni hjá allri þjóðinni. 1 jákvætt... 2.000 neikvæð! í Svíþjóð eru 5 milljónir manna á aldrinum 18 til 65 ára. Áætlað er að 3.500 til 10.000 manneskjur séu smitaðar af HIV (human im- munodeficiency virus) í Svíþjóð. Nú hefur smit greinst hjá 1.500 manns. Til að fínna alla hina þarf að mæla HlV-mótefni hjá þessum 5 milljón- um 2svar á ári svo það megi skila einhveijum árangri. Þetta þýðir að uppskeran yrði 1 jákvætt próf fyrir hveijar 2.000 mælingar. Þörf væri á að ráða til starfa þúsundir starfsmanna á sjúkrahúsdeildum og rannsóknar- stofum. Með þeim rannsóknaraðferðum sem nú eru í notkun mundu 100.000 próf vera falskt jákvæð. Þörf væri á 500 ársstörfum til að fylgja eftir þessum prófum. 3 milljarðar ísl. kr. á ári Áætlun eins og hér er nefnd mundi að mati ráðherrans kosta 3 milljarða íslenskra króna á ári hveiju. Að hennar viti eru bæði betri og ódýrari áætlanir fáanlegar til að fínna HlV-smitaða einstakl- inga og beri Svíum að einbeita sér að eftirfarandi málaflokkum: i FLUG OG BILL Nú er kominn tími til að bregða undir sig betri hjólunum og fljúga til Luxem- borgar og rúlla um Evrópu fyrir lítinn pening. Terra býður einstaklega lágt verð á fluginu og bíllinn kostar sama og ekkert. Dæmi um Terruverð á flugi og bíl fyrir 4 í tvær vikur: Fíat Panda: Ford Sierra: kr. 10.904 or. mann kr. 13.182 pr. mann Ford Fiesta: Ford Scorpio: kr. 11.326 pr. mann kr. 16.203 pr. mann Ford Escort: kr. 11.860 pr. mann Innifalið í verði er flug (KEF-LUX-KEF) og bíll með ótakmörkuðum akstri, kaskótryggingu og söluskatti. Öll verðin miðast við 2 fullorðna og tvö börn á aldrinum 2-12 ára. Hittu starfsfólk Terru að máli og það opnar þér dyr að töfrum Evrópu. GÓÐA FERÐ! Ferðaskrifstofa Snorrabraut 29 Sími 26100 • Þörf er á því að horfa sérstak- lega til þeirra hópa sem alnæmi leggst harðast á, það eru homm- ar og eiturlyfjaneytendur. • Núverandi áróðursherferð mun veita almenningi hugmynd um smitleiðir. Þeir sem hugsanlega hafa smitast á liðnum árum láta mótefnamæla sig. Meðal þeirra sem leita sjálfír mótefnamæl- inga leynast hlutfallslega fleiri sýktir en hjá almenningi. • Takmarka skal HlV-próf við hópa þar sem telja má að smit finnist. Meðal þess hóps er fólk sem leitar lækninga á móttök- um kynsjúkdómadeilda. • Ófrískar konur. Fóstur kvenna með HlV-smit eru í verulegri hættu að smitast, þó þeirri spumingu sé ekki full- svarað hve mörg bamanna sleppa án þess að smitast. Ef kona með HlV-smit verður ófrísk er talið að hún sé í auk- inni áhættu að fá alnæmi, og má því telja fóstureyðingu rétt- lætanlega frá þeim sjónarhóli. Einnig má með prófun allra ófrískra kvenna gera sér grein fyrir útbreiðslu smits í þjóð- félaginu. • Allt blóð og blóð og blóðhlutar hafa verið prófuð með tilliti til HlV-mótefna frá haustinu 1985. Á árunum 1980 til 1985 hafa uppgötvast 50 blóðgjafar sem þá voru smitaðir. Talið er að nú séu enn ógreindir 50 til 200 einstaklingar sem smitast hafa með blóðgjöf. Nú eða aldrei... ? Sú hugmynd hefur vaknað að rétt væri að taka einskonar „stikk- próf“ af blóði sem berst til rann- sóknarstofa til annarra ákvarðana. Sú vitneskja sem þannig fengist gæti ef til vill gefið einhveija hug- mynd um raunverulega útbreiðslu HlV-smits í þjóðfélaginu, þó bæði þessi hópur og ófrískar konur séu á vissan hátt úrval úr þjóðfélaginu. Eins og tónninn er í ráðherranum má því telja ólíklegt að Svíar grípi til þess ráðs að mæla HlV-mótefni hjá.allri þjóðinni í nánustu framtíð. Gagnrýnisraddir á þetta viðhorf ráðherrans eru á lofti og má vænta þess að þær verði háværari á næst- unni. Álíta sumir að umþóttun- artíminn sé liðinn og ekki muni kleift að líta um öxl að einu eða tveimur árum liðnum. Þá verði ómögulegt að kortleggja útbreiðslu sýkingarinnar, svo útbreidd sem hún þá muni verða. Hvort sú verður raunin veit enginn í dag. Höfundur er fréttaritari Morgun- blaðsins / Uppsölum, Svíþjóð. Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! fltagiifsiMiifeife

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.