Morgunblaðið - 03.05.1987, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987
I ÞINGHLEI
STEFÁN
FRIÐBJARNARSON
Stj órnar stefan hélt velli:
Ríkisstjórnin steytti
á Borgaraflokki
Mismunandi kjörfylgi flokksformanna
Ríkisstjórn Steingríms Hermannsonar hefur beðist lausnar í
kjölfar nýafstaðinna kosninga. Hún naut ekki lengur meirihluta-
fylgis á Alþingi vegna fylgistaps Sjálfstæðisflokksins. Klén
niðurstaða flokksins á fyrst og fremst rætur í mótframboði „frá
hægri" í öllum kjördæmum landsins, sem rauf einingu borgara-
legra afla í landinu. Slíkt hægra landsframboð hefur ekki komið
fram fyrr, frá stofnun Sjálfstæðisflokksins 1929 talið, þó skammlíf
hægri framboð hafi skotið upp kolli í einstökum kjördæmum.
Framboð Borgaraflokksins er og eina ástæða þess að stjórnar-
flokkamir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, héldu ekki
meirihluta sinum á Alþingi. Ríkisstjóra Steingríms Hermannsson-
ar féll á framboði Borgaraflokksins. Og nú ríkir mikil óvissa um
framvinduna í þjóðmálum okkar, að ekki sé meira sagt.
FYLGISTJORNAR-
STEFNUNNAR
Fáar ríkisstjómir hafa skilað
meiri né betri starfsárangri í þjóð-
arbúið en samstjóm Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks á
nýliðnu kjörtímabili. Þegar grannt
er gáð er og erfitt að túlka niður-
stöður nýafstaðinna þingkosninga
sem ósigur stjómarstefnunnar, þó
framboð Borgaraflokksins hafí
höggvið nokkurt fylgi úr Sjálf-
stæðisflokknum.
í fyrsta lagi bám forystumenn
* Sjálfstæðisflokks, Framsóknar-
flokks og Borgaraflokks sameig-
inlega ábyrgð á stjómarstefnunni
1983-1987. Albert Guðmundsson,
öxull Borgaraflokksins, var ráð-
herra í ríkisstjóminni frá stofnun
hennar og þar til fáum vikum
fyrir kosningar.
Fylgi þessarra þriggja flokka,
hverra forystumenn báru ábyrgð
á stjómarstefnunni, reyndist sam-
tals 57%.
í annan stað beið „helzti"
stjómarandstöðuflokkurinn, Al-
þýðubandalagið, mikið afhroð,
hlaut minnsta kjörfylgi í sögu
sinni, aðeins 13,3%. Sá var dómur
kjósenda yfír stjómarandstöðu
Alþýðubandalagsins.
Alþýðuflokkurinn, sem kom
þokkalega út úr kosningunum,
hlaut engu að síður verulega
minna fylgi en 1978, þegar veldi
hans var mest. Kjörfylgi Alþýðu-
flokksis 1978 var 22%, nú 15,2%.
í tjórtán alþingiskosningum á lýð-
veldistímanum hefur Alþýðu-
flokkurinn sjö sinnum fengið
meira hlutfallslegt kjörfylgi en nú.
En „litlu verður Vöggur feginn".
Kjörfylgi Samtaka um kvenna-
lista (10,1%) vannst fremur á
„sérmál" en meintar óvinsældir
fráfarandi ríkisstjómar. Sigur
Kvennalistans, sem er mikill, bitn-
ar og fyrst og fremst á Alþýðu-
bandalaginu, öðrum stjómarand-
stöðuflokki.
Annað mál er að aðdragandinn
Steingrímur Hermannsson
fékk 19,8% atkvæða í Reykjan-
eskjördæmi.
að stofnun Borgaraflokksins gerir
samstarf fráfarandi stjómar-
flokka við hann meira en erfitt,
ef ekki útilokað.
FLOKKSFORMENN
OG KOSNINGAÚR-
SLIT
Sjálfstæðisflokkurinn fær lang-
bezta kosningu í kjördæmi Þor-
steins Pálssonar, formanns
flokksins, 32,5%, þrátt fyrir það
að Borgaraflokkur fái þar mann
kjörinn.
Ekkert annað kjördæmi skilar
hærra hlutfallsfylgi til Sjálfstæð-
Þorsteinn Pálsson hlaut 32,5%
kjörfylgi í Suðurlandskjör-
dæmi.
isflokksins. Og flokkurinn hefur
afgerandi mest fylgi framboðs-
flokka í kjördæminu. Formaður-
inn nær góðum árangri í eigin
kjördæmi, sem hann má vel við
una éftir atvikum, þó flokkurinn
tapi nokkm fylgi þar sem annars-
staðar.
Framsóknarflokkurinn vinnur
hvergi stærri sigur en í Reykjan-
eskjördæmi, þar sem formaður
flokksins, Steingrímur Her-
mannsson, skipaði efsta sæti; fær
tvo menn kjöma en hafði engan
áður.
Langsótt er að túlka kosninga-
niðurstöður í kjördæmum form-
anna Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks sem mótmæli
gegn stjómarstefnunni á liðnu
kjörtímabili. Þorsteinn fær 32,5%
kjörfylgi í sínu kjördæmi og
Steingrímur 19,8% í sínu, þrátt
fyrir sjö-flokka-framboð í hvoru
lq'ördæmi um sig. Stjómarflokk-
amir fengu samtals tæplega 60%
kjörfylgi í Suðurlandskjördæmi
og rétt um 50% í Reykjaneskjör-
dæmi.
Formenn A-flokkanna, Jón
Baldvin Hannibalsson og Svavar
Gestsson, vóm báðir í framboði í
Reykjavíkurkjödæmi. Þar fékk
Alþýðuflokkur 16% kjörfylgi en
Alþýðubandalag 13,8%. Þegar
tekið er tillit til þess að þessir
flokksformenn leiddu stjómar-
andstöðuna liðið kjörtímabil er
ekki hægt að segja að sérstök
reisn sé yfír framboðsmálum
þeirra, sérstaklega ekki formanns
Alþýðubandalagsins.
Ef dæma á frammistöðu A-
flokka á liðnu kjörtímabili eftir
kjörfylgi þeirra í höfuðborginni,
kjördæmi formanna þeirra, hafa
kjósendur ekki verið að hrópa
sérstaklega húrra fyrir henni.
Sama máli gegnir raunar um önn-
ur kjördæmi. Hinsvegar er hlutur
Kvennalistans góður, miðað við
kosningar 1983, eða 14%, en það
er saga út af fyrir sig. Vinningur
Kvennalistans kemur ekki sízt frá
öðmm stjómarandstöðuflokkum.
LANGAROG
STRANGAR STJÓRN-
ARVIÐRÆÐUR
Hér verður ekki fjallað, að
sinni, um stjómarmyndunarvið-
ræður, sem verða sennilega bæði
langar og strangar. Kjósendur
lögðu ekki skýrar línum í kosnin-
gaúrslitum um þetta efni. Það er
meira að segja stór spuring hvort
tekst yfírhöfuð að mynda meiri-
hlutastjóm.
Það er sennilega ekki á færi
annarra en forspárra að segja
fyrir um framvindu þeirra mála á
þessarri stundu. En við bíðum og
sjáum hvað verður.
Vonandi verður framhaldið
ekki vinstri-verðbólgu-stjóm. Það
vær a.m.k. ekki vænlegur kostur
fyrir skuldara verðtryggðra lána.
NÁMSKEID
saNskipti
foreldra og barna
Næstu námskeið byrja miðvikudaginn 6. maí.
Skráning og upplýsingar í síma 621132 og 82804.
Hjónavinna
Markviss aðstoð fyrir hjón og sambýlis-
fólk sem gerir fólki kleift að skoða og
endurmeta samband sitt. Einkatímar fyrir
hvert par einu sinni í viku í alls sex vikur.
Upplýsingar í síma 688160 milli kl. 14.00
og 17.00 daglega.
Guðrún Einarsdóttir
Hörður Þorgilsson
sálfræðingar,
Lækninga- og sálfræðistofunni,
Skipholti 50c.
TfLKYNNING
FRÁ SEÐLABANKA ÍSLANDS
Þriðjudaginn 5. maí nk. opnar bankinn afgreiðslur sínar
í Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg. Almenn afgreiðsla er á
1. hæð hússins og er gengið inn frá Ingólfsstræti Arnarhólsmegin.
Eftir lokun aðalinngangs er gengið inn á jarðhæð frá
Ingólfsstræti næst Skúlagötu, þar sem einnig er
inngangur sérafgreiðslu fyrir peningastofnanir.
Gjaldeyriseftirlit og Ríkisábyrgðasjóður flytja deginum fyrr
og eru þá allar deildir bankans fluttar í nýja húsnæðið.
7<
Nýtt símanúmer Seðlabankans er 699600.