Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 I ÞINGHLEI STEFÁN FRIÐBJARNARSON Stj órnar stefan hélt velli: Ríkisstjórnin steytti á Borgaraflokki Mismunandi kjörfylgi flokksformanna Ríkisstjórn Steingríms Hermannsonar hefur beðist lausnar í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Hún naut ekki lengur meirihluta- fylgis á Alþingi vegna fylgistaps Sjálfstæðisflokksins. Klén niðurstaða flokksins á fyrst og fremst rætur í mótframboði „frá hægri" í öllum kjördæmum landsins, sem rauf einingu borgara- legra afla í landinu. Slíkt hægra landsframboð hefur ekki komið fram fyrr, frá stofnun Sjálfstæðisflokksins 1929 talið, þó skammlíf hægri framboð hafi skotið upp kolli í einstökum kjördæmum. Framboð Borgaraflokksins er og eina ástæða þess að stjórnar- flokkamir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, héldu ekki meirihluta sinum á Alþingi. Ríkisstjóra Steingríms Hermannsson- ar féll á framboði Borgaraflokksins. Og nú ríkir mikil óvissa um framvinduna í þjóðmálum okkar, að ekki sé meira sagt. FYLGISTJORNAR- STEFNUNNAR Fáar ríkisstjómir hafa skilað meiri né betri starfsárangri í þjóð- arbúið en samstjóm Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks á nýliðnu kjörtímabili. Þegar grannt er gáð er og erfitt að túlka niður- stöður nýafstaðinna þingkosninga sem ósigur stjómarstefnunnar, þó framboð Borgaraflokksins hafí höggvið nokkurt fylgi úr Sjálf- stæðisflokknum. í fyrsta lagi bám forystumenn * Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks og Borgaraflokks sameig- inlega ábyrgð á stjómarstefnunni 1983-1987. Albert Guðmundsson, öxull Borgaraflokksins, var ráð- herra í ríkisstjóminni frá stofnun hennar og þar til fáum vikum fyrir kosningar. Fylgi þessarra þriggja flokka, hverra forystumenn báru ábyrgð á stjómarstefnunni, reyndist sam- tals 57%. í annan stað beið „helzti" stjómarandstöðuflokkurinn, Al- þýðubandalagið, mikið afhroð, hlaut minnsta kjörfylgi í sögu sinni, aðeins 13,3%. Sá var dómur kjósenda yfír stjómarandstöðu Alþýðubandalagsins. Alþýðuflokkurinn, sem kom þokkalega út úr kosningunum, hlaut engu að síður verulega minna fylgi en 1978, þegar veldi hans var mest. Kjörfylgi Alþýðu- flokksis 1978 var 22%, nú 15,2%. í tjórtán alþingiskosningum á lýð- veldistímanum hefur Alþýðu- flokkurinn sjö sinnum fengið meira hlutfallslegt kjörfylgi en nú. En „litlu verður Vöggur feginn". Kjörfylgi Samtaka um kvenna- lista (10,1%) vannst fremur á „sérmál" en meintar óvinsældir fráfarandi ríkisstjómar. Sigur Kvennalistans, sem er mikill, bitn- ar og fyrst og fremst á Alþýðu- bandalaginu, öðrum stjómarand- stöðuflokki. Annað mál er að aðdragandinn Steingrímur Hermannsson fékk 19,8% atkvæða í Reykjan- eskjördæmi. að stofnun Borgaraflokksins gerir samstarf fráfarandi stjómar- flokka við hann meira en erfitt, ef ekki útilokað. FLOKKSFORMENN OG KOSNINGAÚR- SLIT Sjálfstæðisflokkurinn fær lang- bezta kosningu í kjördæmi Þor- steins Pálssonar, formanns flokksins, 32,5%, þrátt fyrir það að Borgaraflokkur fái þar mann kjörinn. Ekkert annað kjördæmi skilar hærra hlutfallsfylgi til Sjálfstæð- Þorsteinn Pálsson hlaut 32,5% kjörfylgi í Suðurlandskjör- dæmi. isflokksins. Og flokkurinn hefur afgerandi mest fylgi framboðs- flokka í kjördæminu. Formaður- inn nær góðum árangri í eigin kjördæmi, sem hann má vel við una éftir atvikum, þó flokkurinn tapi nokkm fylgi þar sem annars- staðar. Framsóknarflokkurinn vinnur hvergi stærri sigur en í Reykjan- eskjördæmi, þar sem formaður flokksins, Steingrímur Her- mannsson, skipaði efsta sæti; fær tvo menn kjöma en hafði engan áður. Langsótt er að túlka kosninga- niðurstöður í kjördæmum form- anna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem mótmæli gegn stjómarstefnunni á liðnu kjörtímabili. Þorsteinn fær 32,5% kjörfylgi í sínu kjördæmi og Steingrímur 19,8% í sínu, þrátt fyrir sjö-flokka-framboð í hvoru lq'ördæmi um sig. Stjómarflokk- amir fengu samtals tæplega 60% kjörfylgi í Suðurlandskjördæmi og rétt um 50% í Reykjaneskjör- dæmi. Formenn A-flokkanna, Jón Baldvin Hannibalsson og Svavar Gestsson, vóm báðir í framboði í Reykjavíkurkjödæmi. Þar fékk Alþýðuflokkur 16% kjörfylgi en Alþýðubandalag 13,8%. Þegar tekið er tillit til þess að þessir flokksformenn leiddu stjómar- andstöðuna liðið kjörtímabil er ekki hægt að segja að sérstök reisn sé yfír framboðsmálum þeirra, sérstaklega ekki formanns Alþýðubandalagsins. Ef dæma á frammistöðu A- flokka á liðnu kjörtímabili eftir kjörfylgi þeirra í höfuðborginni, kjördæmi formanna þeirra, hafa kjósendur ekki verið að hrópa sérstaklega húrra fyrir henni. Sama máli gegnir raunar um önn- ur kjördæmi. Hinsvegar er hlutur Kvennalistans góður, miðað við kosningar 1983, eða 14%, en það er saga út af fyrir sig. Vinningur Kvennalistans kemur ekki sízt frá öðmm stjómarandstöðuflokkum. LANGAROG STRANGAR STJÓRN- ARVIÐRÆÐUR Hér verður ekki fjallað, að sinni, um stjómarmyndunarvið- ræður, sem verða sennilega bæði langar og strangar. Kjósendur lögðu ekki skýrar línum í kosnin- gaúrslitum um þetta efni. Það er meira að segja stór spuring hvort tekst yfírhöfuð að mynda meiri- hlutastjóm. Það er sennilega ekki á færi annarra en forspárra að segja fyrir um framvindu þeirra mála á þessarri stundu. En við bíðum og sjáum hvað verður. Vonandi verður framhaldið ekki vinstri-verðbólgu-stjóm. Það vær a.m.k. ekki vænlegur kostur fyrir skuldara verðtryggðra lána. NÁMSKEID saNskipti foreldra og barna Næstu námskeið byrja miðvikudaginn 6. maí. Skráning og upplýsingar í síma 621132 og 82804. Hjónavinna Markviss aðstoð fyrir hjón og sambýlis- fólk sem gerir fólki kleift að skoða og endurmeta samband sitt. Einkatímar fyrir hvert par einu sinni í viku í alls sex vikur. Upplýsingar í síma 688160 milli kl. 14.00 og 17.00 daglega. Guðrún Einarsdóttir Hörður Þorgilsson sálfræðingar, Lækninga- og sálfræðistofunni, Skipholti 50c. TfLKYNNING FRÁ SEÐLABANKA ÍSLANDS Þriðjudaginn 5. maí nk. opnar bankinn afgreiðslur sínar í Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg. Almenn afgreiðsla er á 1. hæð hússins og er gengið inn frá Ingólfsstræti Arnarhólsmegin. Eftir lokun aðalinngangs er gengið inn á jarðhæð frá Ingólfsstræti næst Skúlagötu, þar sem einnig er inngangur sérafgreiðslu fyrir peningastofnanir. Gjaldeyriseftirlit og Ríkisábyrgðasjóður flytja deginum fyrr og eru þá allar deildir bankans fluttar í nýja húsnæðið. 7< Nýtt símanúmer Seðlabankans er 699600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.