Morgunblaðið - 03.05.1987, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987
59
t
Eiginkona mín og systir okkar,
ARNDfS FINNBOGADÓTTIR,
Kvisthaga 10,
Reykjavik,
sem lést 24. apríl sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu
daginn 4. maí kl. 10.30.
Kristinn Tryggvason
og systkini hinnar látnu.
Maðurinn minn t BJÖRN HÖGNASON
múrari,
Stóragerði 12,
lést 30. apríl. Sigurdrífa Jóhannsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
EDITH THORBERG JÓNSSON,
Sólvallagötu 39,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. maí kl. 13.30.
Trausti Thorberg Óskarsson, Dóra Sigfúsdóttir,
Elna Thorberg Stangegárd, Ole Stangegárd,
Georg Thorberg Georgsson, Bylgja Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður + minn, faðir og tengdafaðir.
FINNBOGI EYJÓLFSSON
bifreiðastjóri,
áðurtil heimilis á Egilsgötu 28,
Reykjavik,
lést 1. maí.
Rannveig Pótursdóttir,
börn og tengdabörn.
t
Útför bróður okkar,
GUÐMUNDAR JÓHANNESSONAR,
Blindraheimilinu Hamrahlfð 17,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. maí kl. 13.30.
Systklnin.
t
Útför föður míns,
GUNNARS ÞÓRIS HALLDÓRSSONAR,
Barónsstfg 63, Reykjavfk,
veröur gerð frá Fossvogskirkju þriðjudag 5. maí nk. kl. 13.30.
Elfa-Björk Gunnarsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÓLÖF ÍSAKSDÓTTIR,
andaðist á Vífilsstaðaspítala að morgni 1. maí.
Dóróthea J. Eyland Gfsli J. Eyland
Ólafur G. Einarsson Ragna Bjarnadóttir
Kristján Bogi Einarsson Sólveig Haraldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns mfns, föður, tengdaföð-
ur, afa og langafa,
ÞÓRARINS E. BJARNASONAR
frá Reyöarfirði,
Alfaskeiði 64.
Jónlfna fvarsdóttir,
Bjarni Þórarinsson, Svanhildur Jónsdóttir,
Þóranna Þórarinsdóttir, Ingólfur Árnason,
Ásdís Þórarinsdóttir, Bjami Björgvinsson,
Óskar Þórarlnsson, Gunna Kristjánsdóttir,
fvar Þórarinsson, Marfa Jónsdóttir,
Þórlr Þórarinsson, Kristfn Elfsdóttir,
Valur Þórarinsson, Ólaffa Andrósdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sigríður Ólafs-
dóttír—Minning
Fædd 25. apríl 1904
Dáin 23. apríl 1987
Sigríður Ólafsdóttir lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 23. apríl sl., 82
ára. Útför hennar verður gerð frá
Fossvogskirkju á morgun kl. 15;00.
Hún var dóttir hjónanna Ólafs
Halldórssonar og Magneu Bjarna-
dóttur, sem bjuggu á Arnarfelli í
Þingvallasveit og Sigríður fæddist
Jjar. 1926 giftist hún Finnboga
Ámasyni, síðar yfirfískmatsmanni
frá Miðdalskoti í Laugardal, fyrstu
búskaparárin bjuggu þau á Ketil-
völlum í Laugardal en fluttu til
Reykjavíkur og festu kaup á Berg-
stöðum við Kaplaskjólsveg og
bjuggu þar sinn búskap. Og átti
með honum fjögur böm, Kristin,
kvæntan Guðbjörgu Jóhannsdóttur;
Magneu, gifta Þorláki Runólfssyni;
Jónu, gifta Bimi Bjömssyni; Guð-
rúnu, gifta Ögmundi H. Stephens-
en. Okkur tengdabörnum var öllum
vel tekið er við komum á heimili
þeirra hjóna. Sigríður var mikil
dugnaðarkona og hugsaði vel um
heimili og íjölskyldu.
Eftir að hún var orðin ein og
börnin gift og búin að stofna sín
heimili fannst henni hún hafa lítið
fyrir stafni enda alltaf verið vinnu-
söm á stóm heimili. Lá leið hennar
til vinnu hjá Lyfjadeild ÁTVR og
vann hún þar meðan heilsa leyfði.
Um líkt leyti flutti hún í litla íbúð
sem hún festi kaup á við Hverfis-
götu 73. Það vom margir sem komu
við á Hverfisgötunni, skyldfólk og
vinir, enda margra leið þegar farið
var í bæinn og vitað að heitt kaffi
og meðlæti veitt af stórhug og
ánægju.
Síðustu tíu árin eftir að heilsunni
fór að hraka hefur Sigríður verið
barnið okkar allra og er það vel því
góð var hún móðir og tengdamóðir.
Ollum sem kynntust Sigríði þótti
vænt um hana enda hennar verk
og hjálpsemi góð meðan heilsa
leyfði, til hjálpar öðmm.
Ég vil enda þessi fáu orð með
erindi:
Ollum sem eru í nauðum
ást mína berðu þeim.
Berðu þeim blessun mína
berðu hana um allan heim.
(G. Dahl)
Blessuð sé minning góðrar sam-
ferðakonu sem umbar mikið og
kunni að fyrirgefa.
Þorlákur Runólfsson
Á fyrsta degi sumars lagði hún
amma augun aftur í hinsta sinn
eftir langa lífdaga, bæði sæta og
súra. Þó ég viti nú minnst um það,
því allir dagar vom góðir í návist
< y-
hennar, alltaf sama róin og friður-
inn sem fylgdi henni og hún gerði
alltaf gott úr öllu hjá okkur krökk-
unum. Sama hvenær maður kom
til hennar, hún var alltaf með bros
á vör.
Megi Guð og englanir blessa
hana ömmu mína í hinum nýju
heimkynnum og þakka ég henni
fyrir samveruna og alla góðu dag-
ana. Friður sé með henni.
„Far þú í friði
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði
guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“
(V.Br.)
Sigríður Þorláksdóttir
Guðmundur Jóhannes-
son — Minningarorð
Fæddur 15. ágúst 1909
Dáinn 27. apríl 1987
Mig langar að minnast hér
nokkmm orðum ömmubróður míns,
Guðmundar Jóhannessonar, sem
jarðsunginn verður á morgun,
mánudaginn 4. maí í Fossvogs-
kirkju í Reykjavík.
Mundi frændi, eins og við vomm
vön að kalla hann, fæddist í Litla
Laugardal í Tálknafírði. Hann var
sonur hjónanna Guðbjargar Vagns-
dóttur og Jóhannesar Bjama
Friðrikssonar, fimmti í röð ellefu
systkina. í Litla Laugardal ólst
hann upp til þrettán ára aldurs, er
hann fluttist ásamt foreldmm
sínum til Patreksfjarðar. Þá þegar
hafði hann reynt það sem síðar átti
eftir að hafa mikil áhrif á allt hans
líf. Þegar hann var tólf ára gamall
veiktist hann hastarlega er hann
var að sitja yfir ám, og fékk að því
er talið er heilahimnubólgu og lá
lengi mikið sjúkur. En hann náði
sér að mestu og til Patreksfjarðar
lá leiðin og síðan til Akureyrar, þar
sem hann hugðist hefja nám við
gagnfræðaskólann. Áður hafði
hann stundað undirbúningsnám hjá
sr. Böðvari Bjamasyni á Rafnseyri
í Amarfirði.
En margt fer öðmvísi en ætlað
er og svo var um nám Munda. Sjón
hans hafði hrakað svo mjög að
augnlæknir á Akureyri réð honum
frá frekara námi og bóklestri. Sjón-
inni hélt síðan áfram að hraka og
þar kom að Mundi varð blindur að
mestu á þrítugsaldri. Þar við bætt-
ist vanheilsa sem rakin var til
áðumefndra veikinda auk mikilla
veikinda sem hann átti við að stríða
árið 1930, þá kominn til Reykjavík-
ur og farinn að vinna við byggingar.
Þrátt fyrir mótlætið lét Mundi
ekki bugast. Hann ætlaði að standa
sig og var lífsviðhorf hans alla tíð
það að hann skyldi bjarga sér sjálf-
ur þrátt fyrir vanheilsu og blindu.
Það var því fátt sem honum líkaði
verr en þegar sjáandi vantreystu
honum til verka eða vildu vegna
blindu hans gera fyrir hann eitthvað
það sem hann var sjálfur fullfær
um. Hans líf varð því ein sjálfstæð-
isbarátta, barátta við viðhorf er
ekki trúðu að blindur maður gæti
verið hvort tveggja sjálfstæður og
sjálfbjarga. í byjjun beitti hann
kröftum sínum innan Blindravinafé-
lagsins en síðar innan Blindrafé-
lagsins, samtaka blindra og
sjónskertra á íslandi. Hann var
meðal stofnenda þess félags og einn
aðalhvatamaður þess að blindir
settu sjálfir á stofn og ráku sína
eigin vinnustofu.
Mundi var alla tíð óþreytandi í
vinnu sinni fyrir félagið og málefni
blindra hér á landi. Hann helgaði
því allt sitt líf og fátt snerti hann
meir en er einhver áföll urðu í
rekstrinum. En líf hans var ekki
aðeins innan veggja vinnustofunnar
eða íbúðarhúsa. Hann var sífellt á
ferðinni og fór allra sinna ferða um
borgina þvera og endilanga og þó
víðar væri. Hann vissi afstöðu húsa
og gatna og gekk ákveðið og hratt
á milli áfangastaða og var þá oft
fátt sem sýndi að hér væri blindur
maður á ferð. Mundi var kjarkmik-
ill í eðli sínu og gegndi því meðal
annars eitt sinn að innheimta fyrir
Blindravinnustofuna, sem krafðist
þess að hann færi einn um alla
borg, jafnt þar sem hann hafði kom-
ið áður og annars staðar. Ratvísi
hans og kunnugleiki í borginni kom
mér oft á óvart og minnist ég þess
að hann segði mér til, er hann var
með mér í bíl og ég villtist og <sit
ég þó sjáandi.
Mundi var vel gáfum gæddur og
minnugur með afbrigðum og hélt
hann fullum skýrleika í hugsun allt
fram til þess er hann tók sína
síðustu sótt um viku fyrir andlát
sitt. Hann hafði þá um eins árs
skeið átt við mikil veikindi að stríða
og verið langdvölum á spítala og
notið umönnunar hjúkrunarfólks og
lækna Landakotsspítala. Þá var
Mundi léttur í lund og kátur mað-
ur, skap hans ókyrrðist þó á
stundum og gat hann rokið upp.
Það var þó jafnan fljótt úr honum
aftur og var hann þá gjaman búinn
að láta heyra í sér áður en löng
stund var liðin og segja viðkomandi
að ekki hafi hann nú meint mikið
með því sem sagt var.
Ég kveð nú ljúfan frænda sem
horfinn er af sjónarsviðinu en lifir
í minningunni. I mínu hugskoti mun
hans alltaf njóta við, því í samtölum
okkar og samvistum hefur hann
kennt mér svo mikið. Hann hefur
bent mér á hversu ríkur maðurinn
er af hæfileikum og hversu fátæk-
leg viðhorf sjáandi manna eru oft
á tíðum til blindra og sjónskertra.
Hann hefur kennt mér að virða og
meta sjálfstæði og sjálfsbjörg sjá- v
andi og blindra.
Ég votta systkinum Guðmundar,
vinum og ættingjum samúð við frá-
fall kærs bróður, vinar og frænda.
Þá vil ég þakka hjúkrunarfólki og
læknum Landakotsspítala góða
umönnun og óska þeim Guðs bless-
unar í lífi og starfí.
Gunnar Rúnar Matthíasson —
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
RÓSANT SKÚLASON,
Faxabraut 7,
Keflavfk,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 5. maí kl.
13.30.
Soffía Gunnlaugsdóttir,
Guðrún Rósantsdóttir, Per Knrsgaard,
Skúli Rósantsson, GuArún Lára Brynjarsdóttir
og barnabörn.
‘mJi.