Morgunblaðið - 03.05.1987, Síða 61

Morgunblaðið - 03.05.1987, Síða 61
61 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 heimili sínu. Og það eru ekki bara listamenn sem minnast slíkra stunda. Ekki var gerður greinar- munur á háum og lágum, gestum og gangandi, börnum eða fullorðn- um, heimili hennar var öllum opið. Sérstakt þakklæti berum við fjöl- skylda mín í bijósti nú á leiðarlok- um. Þær eru margar grónar götumar í Skálholti. En sú gata sem við rötuðum og lá að hjarta Önnu frænku grær aldrei meðan nokkurt okkar hefur minni til að varðveita hug okkar. Guð gefi okkur öllum styrk að segja með Job: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drott- ins.“ Guðmundur Ingi Leifsson í sumarbyijun lést Anna Magn- úsdóttir í Skálholti. Minning hennar tengist sumrinu, ógleymanlegum stundum á heimili hennar og í kirkj- unni. Það er sunnudagur, hið fegursta veður og kyrrð hvílir yfir Skálholts- stað. I kirkjunni eru að hefjast tónleikar. Meðal áheyrenda eru prestshjónin sr. Guðmundur Óli Ól- afsson og Anna. Þau hafa einnig sótt tónleikana daginn áður og litið inn á lokaæfingu á föstudags- kvöldi. Þegar þau em mætt geta tónleikar hafist. Eftir tónleikana er messa í kirkjunni. Orð Guðmundar Óla berast um kirkjuna og Anna leiðir söng kirlq'ugesta. Hljómburð- ur kirkjunnar er hinn fegursti á landinu. Eftir messu er drukkið kaffi á prestssetrinu. Svo hefur verið frá því að Sumar- tónleikar í Skálholtskirkju hófust. Anna var stórbrotin kona. Málfar hennar skýrt og fagurt. Hún bjó yfír þeim krafti sem til þarf til að segja skoðun sína umbúðalaust. Tónlistarskyn hennar var óvenju næmt. Hún hafði hreina og fagra sópranrödd. Ég þekkti hana tólf sumur, en ein vetrarminning mun þó lengst lifa. Það var skömmu fyrir síðustu jól. Það er æfíng fyrir helgileik bamanna svo að allt geti farið skipulega fram. Hún syngur með þeim og talar til þeirra hvatningar- og uppörvunarorðum. Æfingin tek- ur hálfan dag og Anna er mjög veik, en hún gleymir sér í gleði sinni. Ég kem til hennar þegar liðið er á æfínguna og spyr hvemig hún geti annað eins. Og hin kjarkmikla kona svarar brosandi: „Ég stend meðan stætt er.“ Slík var Anna. Frá fyrstu kynnum hefur prests- setrið í Skálholti staðið mér opið. Án vináttu og stuðnings þaðan hefði starf mitt í Skálholti verið óhugs- andi. Helga Ingólfsdóttir Lof sé þeim hæsta fyrir lífið, til- brigði þess, liti og óma. Allur yndisleiki þess og fegurð festist í huga okkar allra — augnablikum tendmðum kærleika og hugnaði sem stafar bjartar og glæstar frá einstaka persónu án þess að fölva slægi á nokkum annan nærstaddan. I mínum huga er lífslistakonan Anna Magnúsdóttir, sem nú er kvödd í sámm trega ástvina sinna og ijölda vina, ímynd kærleikans og þeirrar birtu sem breytir um- hverfi sínu úr gráma í glit vegna einskærra persónutöfra. Ég man er ég sá Önnu og hitti fyrst. Á útmánuðum fyrir röskum 30 ámm er hún kom ásamt manni sínum, sr. Guðmundi Óla Ólafssyni, á heimili foreldra minna í Uthlíð. Það gleymist engum sem sáu Önnu í fyrsta sinni svo mikil var reisn hennar og glæsileiki. Lífsstarf þeirra var ráðið, prestshjón í Bisk- upstungum hafa þau verið í 32 ár. Við höfum notið þeirra einstöku hæfileika í starfi og leik, gleði og sorg. Margþætt vom hennar störf sem prestskona í stórri sveit. Við hveija athöfn var hún ómissandi. Enga vissi ég gleðjast meira með glöðum og ógleymanleg á sorgarstundum, svo traust og hlý. Anna kenndi mörg ár við bama- skólann í Reykholti. Hún var mikilhæfur kennari, kristinfræði og íslensku lét henni sérstaklega vel að kenna. Hún naut sín einnig mjög vel við kennslu yngri barnanna og mörg em þau ungmennin sem búa vel að fræðslu hennar langt um veg fram. Ógleymanleg em þau tvö sumur sem ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa með þeim prests- hjónum í sumarbúðum barna í Haukadal. Það var vor í lofti þegar verið var að undirbúa starfsemina. Náttúran skartaði sínu fegursta og mér finnst við öll hafa verið svo ung. Bjartsýnin og aðstöðuleysið var jafnt af hvom. Mikið var sung- ið og mikil var gleðin í Haukadal þá. Það var mjög lærdómsríkt að starfa með Önnu og annan eins náttúruunnanda man ég eigi. Hún þekkti hveija þá jurt sem Flómna prýða og var mikil ræktunarkona, gladdist yfir öllu sem óx og dafn- aði. Við minnumst allra góðra stunda úr Haukadal. Þeim stað unni hún mjög kyrrðin við kirkjuna og náttúmfegurðin heillaði hana. Gefðu að móðurmálið mitt minn Jesú þess ég beiði frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði. H.P. Oft var þessi fallegi sálmur Hallgríms Péturssonar sunginn við messu. Móðurmálið var hennar hjartans mál. Hljómþýð var röddin hennar og söngurinn fagur. Anna fór ekki varhluta af veik- indum og öðm mótlæti. Ung dvaldi hún á Vífilsstöðum alvarlega veik en komst til heilsu á ný. Lífskraftur hennar var einstakur. Þar hlaut hver að hrífast af sem til þekkti. í Skálholti var mikið lífsstarf unnið. Hús Önnu og Guðmundar Óla stóð öllum opið sem á þurftu að halda. Mikil var gestrisnin, öllum fagnað og erindum sinnt, stómm sem smáum. Hvergi man ég eftir að hafa notið betur að sitja að spjalli en í stofu með þeim hjónum. Og gaman var er við fómm saman Línuveg svokallaðan, norðan Skjaldbreiðar og Hlöðufells, síðast- liðið sumar. Gleði hennar var svo ósvikin að fá að líta þau lönd sem hún hafði ekki farið um fyrr. í Mosaskarði bað hún um að stansað yrði, hún sá jurt sem hún vissi ekki að yxi þama, aðalblábeijalyng. Þó ekki gengi hún heil til skógar og á mörkum að vera ferðafær var eld- móður og áhugi fyrir náttúmnni óbilaður. Við þökkum fyrir að hafa átt svo góðar stundir með Önnu Magnús- dóttur. Örlögin em grimm þegar lífsljós á borð við það sem glæddi vegferð Önnu er slökkt. Geysikraftur lífsorku hennar sjálfrar og góð áform þeirra, sem leituðust við að hjálpa og hamla, komu öll fyrir ekki. Hún átti góða að í sínu langa sjúkdómsstríði. Eiginmaður og systur vom henni eitt og allt. Elskunnar Guð þína ævi krýni. Um eilífð þér ljós hans í fylling skíni. Friðarins Guð þegar sól nálgast sæinn svæfi þig blítt eftir liðinn daginn. (S.Þ.) Við Greipur sendum vini okkar, sr. Guðmundi Óla Ólafssyni, inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Önnu Magnúsdóttur. Kristín Sigurðardóttir I gær var til moldar borin Anna Guðrún Magnúsdóttir prestsfrú í Skálholti. í dag drúpa Skálhyltingar höfði í sorg og söknuði. Við brott- kall hennar er skarð fyrir skildi úr röð Skálholtsunnenda. Það skarð verður vandfyllt. Um ætt og uppmna Önnu verðyir ekki fjallað í þessari kveðju, það gera þeir sem betur til þekkja. Úr foreldrahúsum liggur leið hennar í Kennaraskóla Islands. Þaðan tekur hún próf 1951. Hún hefur þegar kennslustörf við bamaskóla heima- byggðar sinnar, Ólafsvíkur, en fær 1952 kennarastöðu við Langholts- skólann í Reykjavík. Koma þegar j- upphafi í ljós afburða kennsluhæfi- leikar hennar. Hinn 30. ágúst 1952 stígur hún sitt stóra gæfuspor, þeg- ar hún giftist séra Guðmundi Óla Ólafssyni og flyzt með honum aust- ur í Biskupstungur, fyrst að Torfastöðum en síðan að Skálholti. Þar hefst merkasti og þýðingar- mesti þátturinn í lífsstarfi Önnu. w Hún er vakin og sofin á verði um velferð staðarins. Betri vörð getur ekki. Heimili þeirra hjóna varð þeg- ar þekkt að rausn, opið öllum, jafnt sóknarbörnum sem gestum. <-■, Við húsmóðurina áttu sannarlega þessi norrænu orð um gildi konunn- ar: „Hun skaber hjem.“ Anna var vingjamleg í viðmóti og virðuleg í fasi, skapföst og skapmikil og lét ekki á sinn hlut ganga, hver sem í hlut átti. Jafnframt húsmóður- störfum gegndi hún einnig um árabil kennslu við gmnnskóla Bisk- upstungna í Reykholti. Nemendur hennar dáðu hana alla tíð. Anna var trúkona mikil. Hún stóð sem bjarg við hlið eiginmanns sín í öllu, enda hjúskapur þeirra hinn ástríkasti. I vöggugjöf hafði Anna hlotið mikla og sérstaka hljómfagra söng- rödd. Þá var hún og aflgjafí í hinui^ ágæta Skálholtskór. Bæði studdu þau hjón hina núþekktu sumartón- leika í Skálholti svo um munaði. Skálhyltingar votta minningu hennar þakklæti og virðingu og eig- inmanni hennar, séra Guðmundi Óla, dýpstu samúð. Sveinbjörn Finnsson Heimílístækí sem bíða ekki! isskápnr íTim a ííTirn iriiiiirii'iM þurrkarj tMdiivúl Irystikisla Nú er ekki eftir neinu að bíöa, þú verslar í Rafbúð Sambandsins fyrír 100 þúsund og getur þá keypt öll heimilistækin í einu, valið sjálfur hvert tæki af ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki eða hrærivél við og skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði. Engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir einn mánuð. Enginn (slenskur raftækjasali hefur boðið slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Hafðu sam- band við Rafbúð Sambandsins strax - það er ekki eftir neinu að bíða.tr-.V?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.