Morgunblaðið - 03.05.1987, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 03.05.1987, Qupperneq 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 4 t Eiginkona mín, SVANLAUG LÖVE, form. Kattavinafélags íslands, Reynimel 86, lést að morgni 30. apríl i Landakotsspítala. Fyrir mína hönd og ættihgja, Gunnar Pétursson. t Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR, Hverfisgötu 73, sem lést þann 23. april sl., veröur gerö frá Fossvogskirkju mánu- daginn 4. maí kl. 15.00. Kristinn Finnbogason, Guöbjörg Jóhannsdóttir, Magnea Finnbogadóttir, Þorlákur Runólfsson, Jóna Finnbogadóttir, Björn Björnsson, Guðrún Finnbogadóttir, Ögmundur Stephensen, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, SIGURÐAR ÁRMANNS MAGNÚSSONAR stórkaupmanns, Barðaströnd 10, Seltjarnarnesi, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. maí kl. 13.30. Guðrún Lilja Halldórsdóttir, Örn Ármann Sigurðsson, Kristfn Gunnarsdóttir, Halldór Ármann Sigurðsson, Hólmfrfður Valdlmarsdóttir, Anna Sigurbjörg Sigurðardóttlr, Magnús Ármann Sigurðsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÖNNU BERNBURG, Hlfðargötu 21, Sandgerði, sem lést 7. apríl sl. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landspítalans fyrir umhyggju og hjálp. Guð blessi ykkur öll. Andrés Pálsson, Olga Elfasdóttir, Pétur Jóhannsson, Jón Páll Andrésson, Olgeir Andrésson, Ágústfna Andrésdóttir, Elías Birgir Andrésson, Harpa Hansen, Sigrún Slgurðardóttir, Steinþór Gunnarsson, Kristfn Erla Einarsdóttir og barnabörn. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúö og hlýhug vegna andláts og útfarar bróöur míns, GÍSLA MAGNÚSSONAR, Saurum, Miðfirði. Guö blessi ykkur öll. Þórdfs Magnúsdóttir. t Einlægar þakkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför GUÐRÚNAR EYÞÓRSDÓTTUR, Sauðárkrókl. Sigrfður Stefánsdóttir, Eyþór Stefánsson, Júlfus H. Kristjánsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og ' útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur, tengdadóttur og ömmu, HALLDÓRU GUÐLAUGAR KJARTANSDÓTTUR, Háagerði 77. Guðmundur Már Brynjólfsson, Sesselja Þ. Jónsdóttir, Hallvarður Ferdinantsson, Una Marfa Guðmundsdóttir, Hatldór Jónasson, Sólrún Erla Guðmundsdóttir, Reynir Kristófersson, tengdamóðir og barnabörn. Ólafsvík: Mikil óánægja er með ástand vega á Snæfellsnesi Ólafsvík. FRÓÐÁRHEIÐI hefur nú í tvær vikur verið ófær öðrum bílum en jeppum vegna aurbleytu. Eng- inn hreyfing virðist vera á að fylla í hvörfin. Mikil óánægja er hér vegna þessa og ýmsir telja að það sé ásetningur vegagerðar- innar að láta viðgerð bíða til þess að beina athygli og umferð að veginum um Kerlingarskarð. Sé vísvitandi unnið gegn Fróðár- heiði sem vor- og vetrarleið og mætti nefna þar til mörg dæmi frá liðnum vetri sem þó hefði verið snjóléttur. Vegagerðar- menn segjast aftur á móti einungis vera að meta aðstæður miðað við takmarkað fjármagn. Vörubifreiðastjórar segja að ein- . ungis sé um örfá hvörf að ræða á Fróðárheiði og að í mesta lagi fari dagsstund í lagfæringar. Hafa þeir haft á orði að bjóðast til að vinna við það í sjálfboðavinnu til þess að þeir og aðrir þurfí ekki að lengja leið sína um 40 kílómetra í einni Reykjavíkurferð. Það er ljóst að mikil óþægindi og kostnaður er samfara því að ekki Se hægt að aka yfír Fróðárheiði. Sérleyfis- bílamir verða að breyta leið sinni og draga þar með úr þjónustu við Staðarsveit og Breiðuvík. Einnig má benda á að Ólafsvíkurlæknis- hérað nær yfir þessi byggðarlög. Dagana áður en Fróðárheiði var lokað var þar mikil umferð vörubif- reiða sem nótt og dag fluttu físk frá höfnum við Breiðaíjörð til vinnslu syðra. Því benda menn á að um árið þegar Þorlákshafnarbú- ar lokuðu veginum hjá sér og þrýstu á um úrbætur voru ein helstu rök þeirra að veginn yrði að gera varan- legan vegna mikilla fiskflutninga sem kæmu öðrum byggðarlögum til góða. Þorlákshafnarbúum tókst að sannfæra fjárveitingavaldið. Nú fara Snæfellingar ekki fram á að slitlag verði lagt á Fróðárheiði að svo stöddu, en ætlast til þess að hann verði styrktur svo að ekki sökkvi þar bílar hvert vor. Fréttamaður náði tali af Bimi Jónssyni, verkstjóra hjá Vegagerð ríkisins, og spurði hann hvenær vænta mætti lagfæringa. Björn sagði að vegna takmarkaðs fjár- magns yrði vegagerðin að meta það blákalt með hvaða ódýrasta hætti umferð yrði tryggð um Nesið meðan aurbleytu gætir í vegum. Kerlingar- skarð hefði orðið fyrir valinu til viðgerða vegna þess að ekki væri hægt að beina umferð þungra bíla um Skógarströnd vegna þess að þar mætti ekkert út af bera með veg- inn. Kerlingarskarð yrði því að vera samnefnarinn því ótækt væri að sóa fjármagni á margar leiðir. Aðspurður um Fróðárheiði sagði Bjöm að nú þegar væri mikill aur á efsta hluta heiðarinnar. Við skoð- un hefði komið í ljós að segja mætti að frá Rjúpnaborgum og suður í Heiðarkast væri vegurinn á floti og ekkert vit að athafna sig þar fyrr en þomaði. Sama mætti segja um veginn í Staðarsveit frá Brautar- holti suður til Hofsstaða, yrði því að hlífa honum. Bjöm sagði að fé væri fyrir hendi til að bera lag á veginn á Fróðárheiði að sunnan- verðu. Yrði það notað til þess í sumar, en alls ekki núna þegar að tíð væri svo vætusöm eins og hefur verið að undanfömu og langir kafl- ar ættu ekki eftir annað en að springa í sundur. Bjöm sagði það efalaust að mikl- ir fiskflutningar hefðu átt sinn þátt í að auka á vandann. Það ásamt rigningunum hefði gert sitt til að ástandið væri jafnslæmt og raun ber vitni. SVAR MITT eftir Billy Graham Eg er bitur Ég hef orði fyrir svo miklum vonbrigðum um ævina að hjarta mitt er fullt af beiskju. Ég veit að þetta er rangt, en 'eg fyl- list gremju þegar ég hugsa um sumt sem á dagana hefur drifið. Hvernig get ég losnað við þessa beiskju? Gott er að þú áttar þig á að biturleikinn er af hinu illa og að hann veldur eyðileggingu. Biblían varar okkur við: „Hafið gát á... að engin beiskjurót renni upp, sem truflun valdi og margir kunni af henni að saurgast" (Hebr. 12,15). Biblían segir líka: „Ef þér hafið beiskan ofsa og eigingimi í hjarta yðar, þá stærið yður ekki og ljúgið ekki gegn sannleikan- um ... er hún jarðnesk, náttúrleg, djöfulleg. Því að hvar sem ofsi og eigingimi er, þar er óstjóm og hvers kyns ill hátt- semi“ (Jak. 3,14—16). Er einhver leið að eyða þessari beiskju? Byrjaðu á því að viðurkenna þessa synd og játa hana fyrir Guði. Jesús Kristur dó á krossinum til þess að taka syndir þínar í burtu. Treystu því að Guð fjarlægi þessa synd úr lífí þínu, eins og reyndar allar syndir þínar, ef þú hefur ekki áður sett traust á Krist sem drottin þinn og frelsara. Bið síðan Guð að hjálpa þér að sætta þig við þær aðstæð- ur sem hafa valdið þessari beiskju í huga þínum. Guð elskar þig. Hann veit, að þessi reynsla hefur verið þér erfíð. En hann hefur leyft að þetta kæmi fyrir þig. Hann getur notað þessa reynslu til að mynda þig og móta til þeirrar gerðar sem hann stefnir að með þig. Minnstu Páls postula. Hann lenti í fangelsi vegna trúar sinnar og hefði getað fyllst beiskju. En hann sagði: „Ég hef lært að vera ánægður með það sem ég á við að búa. Bæði kann ég að búa við lítinn kost, ég kann einnig að hafa alls- nægtir. Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir“ (Fil. 4,11,12,14). Að endingu skaltu biðja Guð að gefa þér nýjan kærleika gagnvart þeim sem í kringum þig eru, einkum þeim sem kunna að gera þér lífíð leitt. Kærleikur og beiskja geta ekki farið saman því að: „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður; kærleikurinn öfundar ekki. .. hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa“ (1. Kor. 13,4—5). t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur, ömmu og langömmu okkar, SIGRÍÐAR HALLDÓRU GUÐJÓNSDÓTTUR, Hólmgarði 27. Krlstjén R. Þorvarðarson, Þórhildur Kristjánsdóttir, Eggert Bogason, Sigri'ður Kristjánsdóttir, Viðar Vilhjálmsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Viö biðjun Drottin að blessa alla þá sem sýndu okkur samúö og vinarhug, og þá mörgu sem veittu aðstoö sína viö andlát og út- för eiginmanns míns og fööur okkar, WILLY HANSSEN trúboða, Álfatúnl 31, Kópavogi. Guölaug Hanssen, Davíð Stefán Hanssen, fsrael Daníel Hanssen. — Helgi Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð f Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu lfnubili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.