Morgunblaðið - 03.05.1987, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987
67
Kasparov heimsmeist-
ari náði Ljubojevic
Skák
Margeir Pétursson
Gary Kasparov, heimsmeist-
ara, tókst að komast upp að
hlið Júgóslavans Ljubomir
Ljubojevic í síðustu umferð
SWIFT-skákmótsins í Brussel
sem lauk um helgina. í síðustu
umferðinni áttu báðir sigurveg-
ararnir í höggi við fyrrverandi
heimsmeistara. Kasparov tókst
að yfirbuga landa sinn, Mikhail
Tal, sem hlaut þar með sitt eina
tap á mótinu. Ljubojevic gerði
hins vegar jafntefli við Anatoly
Karpov, sem varð í þriðja sæti.
Þeir Ljubojevic og Kasparov
hlutu báðir átta og hálfan vinn-
ing af ellefu mögulegum, sem
er frábær árangur á svo sterku
móti.
Þetta er bezti árangur
Ljubojevic og kom sigur hans
mjög á óvart því hann var heillum
horfinn á alþjóðlegum mótum í
Wijk aan Zee í Hollandi og í
Reykjavík í janúar óg febrúar.
Það kom jafnframt mikið á óvart,
að sigurvegarinn á þeim tveimur
mótum, Englendingurinn Nigel
Short, varð næstneðstur í Brussel.
Kasparov sannaði enn einu
sinni að hann er verðugur heims-
meistari, það var miklu meiri
broddur í taflmennsku hans en
Anatoly Karpovs. Uppgjör þess-
ara tveggja sterkustu skákmanna
heims fór fram í næstsíðustu
umferð. Karpov hafði hvítt og
tefldu þeir hörkuskák sem var
lengst af í jámum og lauk með
jafntefli eftir 53 leiki.
Um röð þátttakenda og einstök
úrslit vísast til meðfylgjandi töflu.
Bent Larsen var í mjög góðu
formi framan af, hafði hlotið fjóra
vinninga úr fímm fyrstu skákun-
um. En þá sló Korchnoi hann
alveg út af laginu í öretuttri skák
sem hér fer á eftir. Út úr næstu
fimm skákum fékk Larsen aðeins
hálfan vinning. Með sigri yfir
Short í síðustu umferð náði hann
þó 50% vinningshlutfalli.
Hvitt: Bent Larsen
Svart:Viktor Korchnoi
Reti byijun
1. c4 - Rf6 2. g3 - c6 3. Rf3
- d5 4. b3 - Db6 5. Bg2 - e5!
6. 0-0 - e4 7. Rel - h5!T
Korchnoi teflir byrjunina eins
og fífldjarfur unglingur, blæs til
sóknar og hirðir ekki um að ljúka
liðsskipaninni.
8. Rc3 - h4 9. d4 - hxg3 10.
fxg3 - Da5 11. Dc2?
Korchnoi taldi hvít mjög illa
staddan eftir þennan leik því það
var nauðsynlegt að eiga c2-reitinn
lausan fyrir riddarann á el, sem
nú verður alveg gagnslaus. Mun
betra var því 11. Dd2.
11. Bb4 12. Bb2 - Be6 13.
cxd5 — Rxd5 14. Rxd5 — cxd5
15. a3?
Afleikur í mjög erfíðri stöðu,
svartur hótaði að leika 15. — Bd2
og síðan 16. — Be3+ og Larsen
„þvingar" andstæðinginn til að
framkvæma hótunina. 15. Hdl
var þó ekki gott vegna 15. — Ra6
16. a3 — Hc8! með vinningsstöðu,
en helst virðist 15. Hcl! reyn-
andi, til að svara 15. — Bd2 með
16. Dc7.
15. - Bd2 16. Ddl - Be3+ 17.
Khl - Dc7.
í þessari stöðu varð Larsen að
bíta í það súra epli að þurfa að
gefast upp eftir aðeins sautján
STIG- 1 2 3 H 5 (o 7 8 9 10 u 12 VINN. RÓÐ
1 L JunoiEVic ZÍZ0 '//// y/// Vx Vz 'L 1 'L 1 Vz 1 i 1 i SVz 1-2.
2 kfíSPAKOV 27 35 Vz yy// Vz 'L Vz i i i Vz 1 i i SVz 1-2.\
3 KflPPov 2 710 'k T YY/S Vz i Vz 'L Vz Vz Vz i 1 1 3. !
H TIMMflN 25% 1/z 'lx •A y/s /YYY i Vz O Vz 'Vz i i Vz b’/z H-S.\
5 KOPCHNO! 21,25 0 Vz 0 o 1 Vz 1 i Vz i i i b'/z
(d TflL 2 ÍOS Vz o Vz Vz Vz yzz V/V Vx Vz Vz i Vz i (o í. i
? LflPSEN 2 S65 o a •A i o 'L V/A yy/ ■ Vz i O i i 5/z 7. !
$ VflN VEfl (M/EL 1 S°IO Vz 0 Vz Vz o Vz Vz m Vz. i Vz Vz 5 n
9 TOKRT 2SW 0 Vz Vz Vz Vz Vz o Vz Y/// Vz Vz i 5" 8-9.
10 W/NflNJS 2WS 0 O 'L o o o 1 o \'L m Vz i 3/z 10.
11 SHOPT 2Í1E o o O o o Zz. o Vz Vz Vz v/L i 3 H.
12 MEULISEKÓ 2360 o 0 O 0 VL o o Vz O o 0 777Z, i 12.
Svo virðist sem þeim hafi um stund tekist að gleyma gömlum
væringum. Frá vinstri: Karpov, Kasparov og Korchnoi á mótinu
í Brussel.
leiki með hvítu, því hann á enga
vöm við hótuninni 18. — Dxg3
með máti í kjölfarið.
Þetta ár ætlar að verða Jan
Timman mun happasælla en það
síðasta og hann er nú aftur kom-
inn vel upp fyrir 2600 stigin.
Hans bezta skák í Brussel var
vafalaust gegn Korchnoi, sem
beitti þekktri mannsfóm í tíunda
leik í franskri vöm. Timman hefur
þrívegis áður orðið að kljást við
mannsfómina, enda kom Korc-
hnoi ekki að tómum kofunum hjá
honum:
Hvitt: Jan Timman
Svart: Viktor Korchnoi
Frönsk vörn
1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 -
Rf6 4. e5 - Rfd7 5. f4 - c5
6. Rf3 - Rc6 7. Be3 - Db6 8.
Ra4 — Da5+ 9. c8 — cxd4 10.
b4 Rxb4!7
Þessi mannsfóm mun fyrst
hafa sézt f skákinni Bronstein-
Portisch, millisvæðamótinu í
Amsterdam 1964. Hún hefur
lengst af þótt vafasöm, en var oft
beitt á síðastliðnu ári. 11. cxb4 —
Bxb4+ 12. Bd2 - Bxd2+ 13.
Rxd2 - b6 14. BdS
Timman lék 14. Dc2 gegn Ju-
supov í áskorendaeinvíginu í
janúar í fyrra. Þeirri skák lauk
með jafntefli, en í Bugojno stuttu
síðar lék Timman 14. Db3 gegn
Jusupov og kom þá fram nokkrum
hefndum fyrir ófarimar í einvíg-
inu með því að vinna skákina.
14. - Ba6 15. Rb2 - Bxd3 16.
Rxd3 — Rc5
Skákin Oszvath-Eperjesi f Ung-
veijalandi 1973 tefldist: 16. —
Dc3 17. Ke2 - Rc5? 18. Rb3! og
hvítur fékk unnið tafl.
17. Rf2 - Ra4 18. 0-0 - Rc3
19. Dg4 - 0-0 20. Rf3 - Hac8
21. Dh4
21. Rxd4? var slæmt vegna 21.
— Hc4. Það er greinilegt að við
heimarannsóknir sínar hefur Tim-
man komist að þeirri niðurstöðu
að möguleikar hvíts lægju í
kóngssókn, fremur en að leggjast
í vöm á drottningarvæng.
21. - Da4 22. Rg4 - Re2+ 23.
Khl - Dc2 24. Hael - d3 25.
Hdl!
Vinningsleikurinn. í skákskýr-
ingasalnum komust menn að
þeirri niðurstöðu að eftir 25. f5 —
d2! gengi hvíta sóknin ekki upp.
T.d. 26. Rg5 - h6 27. Rxh6+ -
gxh6 28. Dxh6 — Dxf5.
25. - h6
26. Rxh6+! - gxh6 27. Dxh6 -
f6 28. exf6 - Hc7 29. Re5 -
Hh7
Eða 29. — Rg3+ 30. hxg3 —
Hh7 31. f7+ - Hfxf7 32. Rxf7
— Hxh6+ 33. Rxh6+ og vinnur.
30. Dg6+ og Korchnoi gafst upp,
því éftir 30. - Kh8 31. f7 fær
hann ekki varist hótuninni 32.
Df6+.
ENDURMEIMNTUNAR-
NÁMSKEIÐ FYRIR
FLUGKENNARA
Vélflugfélag íslands og Flugmálastjórn efna til endur-
þjálfunarnámskeiðsfyrirflugkennara, dagana 9. og 10.
maí nk., í samvinnu við Flugöryggisstofnun
AOPA í Bandaríkjunum.
Námskeiðið er aetlað öllum flugkennurum, sem hyggjast
notfæra sér réttindi sín til starfa við flugkennslu nú í sumar.
Leiðbeinendur eru Ken Medley og John McLain frá
AOPA, Lárus J. Atlason frá Flugmálastjórn og Guðmund-
ur Hafsteinsson veðurfræðingur.
Námskeiðið fer fram að Hótel Esju, kl. 9 -17 báða dag-
ana. Þátttaka tilkynnisttil loftferðaeftirlits flugmálastjórn-
arfyrirmiðvikudaginn6. maíísíma 17430.
Vélflugfélag
íslands
Flugmálastjórn
íslands
Morgunblaðið/Bjöm Guðmundsson
SUMRIFAGNAÐ f ÓLAFSVÍK
Á sumardaginn fyrsta í Ólafsvik stóðu skátarnir þar fyrir skrúð-
göngu. Börn og fullorðnir fjölmenntu í gönguna þrátt fyrir rigningu
og næðing. Gengið var í gegnum bæinn og til messu þar sem sr.
Guðmundur Karl Ágústsson prédikaði. Eftir messuna var síðan
drukkið kaffi í safnaðarheimilinu.
Ráðstefna um
sorg og sorg-
arviðbrögð
FYRIRHUGAÐ er að halda
ráðstefnu um sorg og sorgar-
viðbrögð fyrir þá sem orðið
hafa fyrir ástvinamissi.
Ráðstefnan verður haldin fi
Templarahöllinni sunnudaginn 10.
maí kl. 13.00-18.00. Fyrirlesarar
verða Páll Eiríksson geðlæknir,
Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahús-
prestur, Sigrún Proppé listmeð-
ferðarfræðingur, Þóra Karlsdóttir
hjúkrunarfræðingur og Katrín
Amadóttir.
Þeir sem standa að þessari ráð-
stefnu em hópur fólks sem hefur
orðið fyrir þeirri reynslu að missa
maka og/eða böm. Hefur hann
hist vikulega í vetur og unnið und-í-
ir handleiðslu Páls Eiríkssonar
geðlæknis. Mikil þörf virðist vera
fyrir slíka hópa sem eiga sameigin-
lega reynslu og geta miðlað af
henni áfram. Vonandi getur þessi
ráðsteftia orðið upphaf á slíku
starfi.
(Fréttatilkynning)^^-