Morgunblaðið - 03.05.1987, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 03.05.1987, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 67 Kasparov heimsmeist- ari náði Ljubojevic Skák Margeir Pétursson Gary Kasparov, heimsmeist- ara, tókst að komast upp að hlið Júgóslavans Ljubomir Ljubojevic í síðustu umferð SWIFT-skákmótsins í Brussel sem lauk um helgina. í síðustu umferðinni áttu báðir sigurveg- ararnir í höggi við fyrrverandi heimsmeistara. Kasparov tókst að yfirbuga landa sinn, Mikhail Tal, sem hlaut þar með sitt eina tap á mótinu. Ljubojevic gerði hins vegar jafntefli við Anatoly Karpov, sem varð í þriðja sæti. Þeir Ljubojevic og Kasparov hlutu báðir átta og hálfan vinn- ing af ellefu mögulegum, sem er frábær árangur á svo sterku móti. Þetta er bezti árangur Ljubojevic og kom sigur hans mjög á óvart því hann var heillum horfinn á alþjóðlegum mótum í Wijk aan Zee í Hollandi og í Reykjavík í janúar óg febrúar. Það kom jafnframt mikið á óvart, að sigurvegarinn á þeim tveimur mótum, Englendingurinn Nigel Short, varð næstneðstur í Brussel. Kasparov sannaði enn einu sinni að hann er verðugur heims- meistari, það var miklu meiri broddur í taflmennsku hans en Anatoly Karpovs. Uppgjör þess- ara tveggja sterkustu skákmanna heims fór fram í næstsíðustu umferð. Karpov hafði hvítt og tefldu þeir hörkuskák sem var lengst af í jámum og lauk með jafntefli eftir 53 leiki. Um röð þátttakenda og einstök úrslit vísast til meðfylgjandi töflu. Bent Larsen var í mjög góðu formi framan af, hafði hlotið fjóra vinninga úr fímm fyrstu skákun- um. En þá sló Korchnoi hann alveg út af laginu í öretuttri skák sem hér fer á eftir. Út úr næstu fimm skákum fékk Larsen aðeins hálfan vinning. Með sigri yfir Short í síðustu umferð náði hann þó 50% vinningshlutfalli. Hvitt: Bent Larsen Svart:Viktor Korchnoi Reti byijun 1. c4 - Rf6 2. g3 - c6 3. Rf3 - d5 4. b3 - Db6 5. Bg2 - e5! 6. 0-0 - e4 7. Rel - h5!T Korchnoi teflir byrjunina eins og fífldjarfur unglingur, blæs til sóknar og hirðir ekki um að ljúka liðsskipaninni. 8. Rc3 - h4 9. d4 - hxg3 10. fxg3 - Da5 11. Dc2? Korchnoi taldi hvít mjög illa staddan eftir þennan leik því það var nauðsynlegt að eiga c2-reitinn lausan fyrir riddarann á el, sem nú verður alveg gagnslaus. Mun betra var því 11. Dd2. 11. Bb4 12. Bb2 - Be6 13. cxd5 — Rxd5 14. Rxd5 — cxd5 15. a3? Afleikur í mjög erfíðri stöðu, svartur hótaði að leika 15. — Bd2 og síðan 16. — Be3+ og Larsen „þvingar" andstæðinginn til að framkvæma hótunina. 15. Hdl var þó ekki gott vegna 15. — Ra6 16. a3 — Hc8! með vinningsstöðu, en helst virðist 15. Hcl! reyn- andi, til að svara 15. — Bd2 með 16. Dc7. 15. - Bd2 16. Ddl - Be3+ 17. Khl - Dc7. í þessari stöðu varð Larsen að bíta í það súra epli að þurfa að gefast upp eftir aðeins sautján STIG- 1 2 3 H 5 (o 7 8 9 10 u 12 VINN. RÓÐ 1 L JunoiEVic ZÍZ0 '//// y/// Vx Vz 'L 1 'L 1 Vz 1 i 1 i SVz 1-2. 2 kfíSPAKOV 27 35 Vz yy// Vz 'L Vz i i i Vz 1 i i SVz 1-2.\ 3 KflPPov 2 710 'k T YY/S Vz i Vz 'L Vz Vz Vz i 1 1 3. ! H TIMMflN 25% 1/z 'lx •A y/s /YYY i Vz O Vz 'Vz i i Vz b’/z H-S.\ 5 KOPCHNO! 21,25 0 Vz 0 o 1 Vz 1 i Vz i i i b'/z (d TflL 2 ÍOS Vz o Vz Vz Vz yzz V/V Vx Vz Vz i Vz i (o í. i ? LflPSEN 2 S65 o a •A i o 'L V/A yy/ ■ Vz i O i i 5/z 7. ! $ VflN VEfl (M/EL 1 S°IO Vz 0 Vz Vz o Vz Vz m Vz. i Vz Vz 5 n 9 TOKRT 2SW 0 Vz Vz Vz Vz Vz o Vz Y/// Vz Vz i 5" 8-9. 10 W/NflNJS 2WS 0 O 'L o o o 1 o \'L m Vz i 3/z 10. 11 SHOPT 2Í1E o o O o o Zz. o Vz Vz Vz v/L i 3 H. 12 MEULISEKÓ 2360 o 0 O 0 VL o o Vz O o 0 777Z, i 12. Svo virðist sem þeim hafi um stund tekist að gleyma gömlum væringum. Frá vinstri: Karpov, Kasparov og Korchnoi á mótinu í Brussel. leiki með hvítu, því hann á enga vöm við hótuninni 18. — Dxg3 með máti í kjölfarið. Þetta ár ætlar að verða Jan Timman mun happasælla en það síðasta og hann er nú aftur kom- inn vel upp fyrir 2600 stigin. Hans bezta skák í Brussel var vafalaust gegn Korchnoi, sem beitti þekktri mannsfóm í tíunda leik í franskri vöm. Timman hefur þrívegis áður orðið að kljást við mannsfómina, enda kom Korc- hnoi ekki að tómum kofunum hjá honum: Hvitt: Jan Timman Svart: Viktor Korchnoi Frönsk vörn 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Rf6 4. e5 - Rfd7 5. f4 - c5 6. Rf3 - Rc6 7. Be3 - Db6 8. Ra4 — Da5+ 9. c8 — cxd4 10. b4 Rxb4!7 Þessi mannsfóm mun fyrst hafa sézt f skákinni Bronstein- Portisch, millisvæðamótinu í Amsterdam 1964. Hún hefur lengst af þótt vafasöm, en var oft beitt á síðastliðnu ári. 11. cxb4 — Bxb4+ 12. Bd2 - Bxd2+ 13. Rxd2 - b6 14. BdS Timman lék 14. Dc2 gegn Ju- supov í áskorendaeinvíginu í janúar í fyrra. Þeirri skák lauk með jafntefli, en í Bugojno stuttu síðar lék Timman 14. Db3 gegn Jusupov og kom þá fram nokkrum hefndum fyrir ófarimar í einvíg- inu með því að vinna skákina. 14. - Ba6 15. Rb2 - Bxd3 16. Rxd3 — Rc5 Skákin Oszvath-Eperjesi f Ung- veijalandi 1973 tefldist: 16. — Dc3 17. Ke2 - Rc5? 18. Rb3! og hvítur fékk unnið tafl. 17. Rf2 - Ra4 18. 0-0 - Rc3 19. Dg4 - 0-0 20. Rf3 - Hac8 21. Dh4 21. Rxd4? var slæmt vegna 21. — Hc4. Það er greinilegt að við heimarannsóknir sínar hefur Tim- man komist að þeirri niðurstöðu að möguleikar hvíts lægju í kóngssókn, fremur en að leggjast í vöm á drottningarvæng. 21. - Da4 22. Rg4 - Re2+ 23. Khl - Dc2 24. Hael - d3 25. Hdl! Vinningsleikurinn. í skákskýr- ingasalnum komust menn að þeirri niðurstöðu að eftir 25. f5 — d2! gengi hvíta sóknin ekki upp. T.d. 26. Rg5 - h6 27. Rxh6+ - gxh6 28. Dxh6 — Dxf5. 25. - h6 26. Rxh6+! - gxh6 27. Dxh6 - f6 28. exf6 - Hc7 29. Re5 - Hh7 Eða 29. — Rg3+ 30. hxg3 — Hh7 31. f7+ - Hfxf7 32. Rxf7 — Hxh6+ 33. Rxh6+ og vinnur. 30. Dg6+ og Korchnoi gafst upp, því éftir 30. - Kh8 31. f7 fær hann ekki varist hótuninni 32. Df6+. ENDURMEIMNTUNAR- NÁMSKEIÐ FYRIR FLUGKENNARA Vélflugfélag íslands og Flugmálastjórn efna til endur- þjálfunarnámskeiðsfyrirflugkennara, dagana 9. og 10. maí nk., í samvinnu við Flugöryggisstofnun AOPA í Bandaríkjunum. Námskeiðið er aetlað öllum flugkennurum, sem hyggjast notfæra sér réttindi sín til starfa við flugkennslu nú í sumar. Leiðbeinendur eru Ken Medley og John McLain frá AOPA, Lárus J. Atlason frá Flugmálastjórn og Guðmund- ur Hafsteinsson veðurfræðingur. Námskeiðið fer fram að Hótel Esju, kl. 9 -17 báða dag- ana. Þátttaka tilkynnisttil loftferðaeftirlits flugmálastjórn- arfyrirmiðvikudaginn6. maíísíma 17430. Vélflugfélag íslands Flugmálastjórn íslands Morgunblaðið/Bjöm Guðmundsson SUMRIFAGNAÐ f ÓLAFSVÍK Á sumardaginn fyrsta í Ólafsvik stóðu skátarnir þar fyrir skrúð- göngu. Börn og fullorðnir fjölmenntu í gönguna þrátt fyrir rigningu og næðing. Gengið var í gegnum bæinn og til messu þar sem sr. Guðmundur Karl Ágústsson prédikaði. Eftir messuna var síðan drukkið kaffi í safnaðarheimilinu. Ráðstefna um sorg og sorg- arviðbrögð FYRIRHUGAÐ er að halda ráðstefnu um sorg og sorgar- viðbrögð fyrir þá sem orðið hafa fyrir ástvinamissi. Ráðstefnan verður haldin fi Templarahöllinni sunnudaginn 10. maí kl. 13.00-18.00. Fyrirlesarar verða Páll Eiríksson geðlæknir, Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahús- prestur, Sigrún Proppé listmeð- ferðarfræðingur, Þóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur og Katrín Amadóttir. Þeir sem standa að þessari ráð- stefnu em hópur fólks sem hefur orðið fyrir þeirri reynslu að missa maka og/eða böm. Hefur hann hist vikulega í vetur og unnið und-í- ir handleiðslu Páls Eiríkssonar geðlæknis. Mikil þörf virðist vera fyrir slíka hópa sem eiga sameigin- lega reynslu og geta miðlað af henni áfram. Vonandi getur þessi ráðsteftia orðið upphaf á slíku starfi. (Fréttatilkynning)^^-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.