Morgunblaðið - 13.05.1987, Side 2

Morgunblaðið - 13.05.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 Heimsmeistaramót unglinga í skák: Hannes Hlífar efstur eftir þrjár umferðir HANNES Hlífar Stefánsson hef- ur fengið 3 vinninga í fyrstu þremur umferðunum á heims- meistaramóti unglinga í skák sem nú fer fram í Innsbruck í Austurríki og er efstur á mótinu ásamt tveimur öðrum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sem teflir í stúlknaflokki er með 1,5 vinn- inga eftir þijár umferðir. íjórða umferðin verður tefld í dag. í fyrstu umferð tefldi Hannes við Kocur frá Belgíu og vann með svörtu eftir miklar sviptingar. í annarri umferð vann hann Vazquez frá Mexíkó og í þriðju umferð vann hann Hill frá Astralíu í ágætri skák að sögn Guðmundar Sigurjónssonar sem er fararstjóri ungmennanna. Guðfríður Lilja tapaði í fyrstu umferð fyrir heimsmeistara stúlkna í skák, Alabjova frá Búlgaríu, en gerði jafntefli í annarri umferð á móti Limbach frá Hollandi. í 3. umferð vann hún Moffata frá Skot- landi. Hannes Hlífar, Adams frá Eng- landi og Biro frá Ungveijalandi eru efstir í drengjaflokki en þar eru 45 keppendur. Alabjova og Majul frá Kólombíu eru efstar í stúlknaflokki með 3 vinninga en 28 stúlkur taka þátt í mótinu. Morgunblaðifl/Árni Sœberg TF-Sif í pörtum inni í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Þyrlan kemst ekki í gagnið aftur fyrr en eftir helgi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg. Grindverkið umdeiida við Hvassaleitisskóla, sem ibúar í nágrenninu vilja að verði rifið niður. Hvassaleitisskóli: Maður flettir sig klæð- um í skjóli grindverks Foreldrar vilja rífa grindverkið niður Landhelgisgæslan: TF-Sif frá þessa viku vegna skoðunar ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-Sif, er nú í reglubundinni skoðun og verður ekki tekin í gagnið aftur fyrr en í næstu viku. Þyrlan, sem kom hingað til lands i nóvember 1985, er nú í 400 klukkutíma skoðun, en alls hefur þyrlunni verið flogið í 700 tíma síðan hún var tekin í notkun. Flug- virkjar Landhelgisgæslunnar annast þessa skoðun en þeir hafa aliir fengið réttindi til slíks hjá frönsku Aerospatialeverksmiðjun- um sem smíðuðu TF-Sif. Notkun þyrlunnar hefur sífellt verið að aukast og fyrstu fjóra mánuði þessa árs sinnti hún 32 útköllum, þar af 18 sjúkraflutning- um og 14 beiðnum um leit og björgun. „ÞARNA er á ferðinni maður sem ekki hefur alveg eins góðar hugsanir og aðrir menn,“ sagði Herdís Hupfeldt, sem á 9 ára dóttur er varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að maður fletti sig klæðum fyrir framan hana. Telpan er ein þriggja telpna á aldrinum 8-9 ára sem orðið hafa fyrir þessari áreitni á sama árstíma á svipuðum slóðum undanfarin tvö ár. Svo virðist sem maðurinn haldi sig við Hvassaleitisskólann, en þar er há girðing á lóðinni, svo erfitt er að fylgjast með hvað þar fer fram. Telpumar þijár voru einar á ferð um miðjan dag þegar maðurinn kallaði til þeirra. Þegar þær litu við Fjármálaráðuneytið segir verkfall flugum- ferðarsljóra ólöglegt Flugnmf erðarstj órar segjast vera í fullum rétti Fjármálaráðuneytið telur að boðað verkfall flugumferðar- stjóra sé ólöglegt þar sem þeir hafi ekki verkfallsrétt. Flugum- ferðarstjórar telja hins vegar að þeir séu í fullum rétti til að boða verkfallið. Hugsanlegt er að þessari deilu verði skotið til fél- agsdóms. Indriði H. Þorláksson formaður samninganefndar ríkisins sagði í samtali við Morgunblaðið að flug- umferðarstjórar hefðu ekki haft verkfallsrétt fremur en aðrir ríkis- starfsmenn utan BSRB áður en lög um verkfallsrétt opinberra starfs- manna tóku gildi 1. janúar síðastlið- inn. í þeim lögum hefði síðan verið ákvæði þess efnis að þeir sem starfa meðal annars við öryggisgæslu hefðu ekki heimild til að fara í verk- fall. Jafnframt var ákvæði um að gerð sé skrá yfir þær starfsgreinar sem ekki hafa verkfallsrétt. Slík skrá, sem unnin var í samráði við fagráðuneytin, fylgdi með laga- frumvarpinu þegar það var lagt fram og á henni voru flugumferðar- stjórar. Því, sagði Indriði, er ljóst að þeir hvorki höfðu verkfallsrétt né hafa hann eftir þessa breytingu á lögunum. Ámi Þ. Þorgrímsson formaður Félags flugumferðarstjóra sagði að við gerð þessarar skrár hefði verið miðað við að haft yrði samráð við viðkomandi aðildarfélög en það hefði ekki verið gert í þessu tilviki því flugumferðarstjórar hefðu frétt utan að sér að þeir væru á þessum lista. Því hefðu þeir mótmælt, bæði munnlega og skriflega, innan þeirra tímamarka sem fmmvarpið sagði til um og sagst vera tilbúnir til við- ræðna en ekkert svar fengið. Þeir hefðu því, í samráði við lögfræðing félagsins, ákveðið að fara fram á verkfallsheimild sem um 80% fé- lagsmanna hefði samþykkt. Við teljum okkur því vera í flillum rétti, sagði Ámi. Indriði var spurður hvort til greina kæmi að vísa þessum ágrein- ingi til félagsdóms og svaraði hann að það væri lang eðlilegasti vett- vangurinn til að skera úr svona deilum. Ákvörðun um slíkt hefði þó ekki verið tekin enn enda treystu menn því að flugumferðarstjórar færu að lögum. Aðspurður um stöðuna í samn- ingaviðræðum við flugmálastjóra sagði Indriði að þeim hefðu verið boðnar launabreytingar sem fælu í sér ívið meiri launahækkanir en aðrir opinberir starfsmenn hefðu fengið undanfarið. Kröfur flugum- ferðarstjóra væru síðan um langt- um meiri launabreytingar en aðrir hafa fengið. Indriði sagði að miðað við heildarlaun gætu flugumferðar- stjórar ekki talist til iáglaunahópa í þjóðfélaginu og því hefði samn- inganefndin ekki talið veijandi að ganga lengra. Ámi Þ. Þorgrímsson sagði um þetta að í ljósi þess að dómsmála- yfírvöld hefðu nýverið birt flugum- ferðarstjómm ákæm vegna mistaka í starfí væra þeir nú að fara fram á vissa tryggingu vegna starfsréttinda sinna. Síðan væri það ekkert launungarmál að þeir vildu miða sig í launum við flugmenn enda hefðu laun flugumferðarstjóra og aðstoðarflugmanna í innanlands- flugi verið sambærileg um 1970. Nú munaði hins vegar töluvert miklu á þessum stéttum. Ámi nefndi sem dæmi um laun flugum- ferðarstjóra að eftir 35 ára starfs- aldur væri taxtinn 50-55 þúsund krónur á mánuði án vaktaálags. kom maðurinn fram undan girðing- unni, fletti sig klæðum og sýndi á sér kynfærin. Lýsing telpnanna á manninum er eins í öll skiptin. Hann er dökkhærður, jafnvel með litað hár á aldrinum 20 til 30 ára. „Dóttir mín lenti i þessu um pásk- ana,“ sagði Herdís. „Ég hef oft beðið hana um að fara frekar göngustíginn sem liggur að skólan- um í stað þess að vera í umferðinni og hún gerði það. Eftir skamma stund kom hún hágrátandi og ég gat ekki skilið hvað hún sagði í fyrstu en svo sagði hún mér hvað hafði komið fyrir. Hún gat ekki komist fram hjá manninum og hlaupið beint heim því hann var í veginum, svo hún hljóp heim til bekkjarfélaga síns hágrátandi. Hún þorði ekki að segja fólki sem hún mætti á leiðinni frá hváð komið hafði fyrir." Herdís sagðist strax hafa hringt til lögreglunnar og tilkynnt um at- burðinn. Hún var beðin um að bíða dijúga stund í símanum eftir að hafa sagt erindið en fékk loks þau svör að lögreglubíll yrði sendur á staðinn við fyrsta tækifæri þegar minna væri að gera hjá lögregl- unni. „Ég sá aldrei neinn bíl koma, en um kvöldið hafði ég samband við kunningja minn í lögreglunni sem tilkynnti rannsóknarlögregl- unni um atburðinn," sagði Herdís. „Nokkmm mínútum síðar er rann- sóknarlögreglumaðurinn kominn hingað og farinn að taka skýrslu af atburðinum. Lögreglan í Reykjavík gerði aldrei neitt." Telpan svaf ekki á nætumar eft- ir atburðinn og vildi ekkert tala um hvað hafði gerst. „Það kom í hana einhver ógleði og henni fannst hún þurfa að kasta upp,“ sagði Herdís. „Og svo var hún með svo mikið samviskubit því hún skammaðist sfn fyrir að hafa orðið fyrir þessu. Henni fannst eins og hún væri eitt- hvað afbrigðileg. Það var ekki fyrr en hún frétti að aðrar telpur sem hún þekkti hefðu orðið fyrir sömu reynslu, að hún áttaði sig á að hún er ekki ein á báti og við það jókst kjarkurinn. Mér fínnst að við foreldrar sem eigum böm á þessum slóðum verð- um að láta hvort annað vita um hvað er á ferðinni. Það er engin ástæða til að ég þegi með niðurbrot- ið bam og önnur móðir sé þegjandi í sömu aðstöðu. Við verðum að sam- einast um að koma í veg fyrir að atvik sem þetta endurtaki sig. Fyrst og fremst verður að rífa grindverk- ið niður og reyna að opna út á göngustíginn svo að hægt sé að fylgjast betur með þeim sem eiga leið þama um.“ Engin lausn að rífa girðinguna - segir Davíð Oddsson borgarstjóri „í mínum huga er það ekki girðingin sem skiptir máli,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri, vegna ummæla Herdísar Hup- feldt um að fjarlægja bæri girðinguna á skólalóðinni við Hvassaleitisskóla. Við girðing- una og á göngustígnum við skólann hefur maður á aldrinum 20-30 ára flett sig klæðum á undanf örnum árum þegar telpur á aldrinum 8-9 ára hafa átt þar leið um. „Svona mál em alltaf viðkvæm og alvarleg þegar þau koma upp,“ sagði Davíð. „í mínum huga er maðurinn vandamálið en ekki girð- ingin. Hann getur hagað sér svona annarstaðar því aldrei er það svo að ekki sé einhverstaðar girðing eða skot. Því tel ég að lögreglan verði að bregðast hart við og reyna að ná manninum. Það er voðalegt að vita til þess að svona kumpánar gangi lausir sem gera svona voða- verk. Hér er augljóslega sami maðurinn á ferðinni og hann lætur ekki af þessari iðju þótt girðingin verði tekin niður, heldur kemur sér fyrir á öðmm göngustíg eða í al- menningsgarði. Hans óeðli hverfur ekki með girðingunni. Eins og móð- irin lýsir atburðinum em vinnu- brögð lögreglunnar forkastanleg en nú hef ég ekki heyrt hlið lögregl- unnar á þessu máli.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.