Morgunblaðið - 13.05.1987, Page 3

Morgunblaðið - 13.05.1987, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 3 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Bifreiðin á hvolfi utan vegar. Lögreglumenn og farþegar kanna aðstæður. • • Okumaður og þrír farþegar sluppu naumlega Selfosai. ^ ÖKUMAÐUR og þrír farþegar sluppu ómeiddir úr Susuki- bifreið sem fór útaf Suður- landsvegi og á hvolf skammt vestan Markarfljótsbrúar. Fólkið var á leið frá Hornafirði til Reykjavíkur. Ökumaðurinn missti stjóm á bílnum þegar hann fór skyndilega að rása á veginum og skipti engum togum að hann fór þvert yfir veginn og útaf. Framend- inn stakkst niður og bíllinn enda- stakkst á hvolf. Á meðan farþegamir bröltu út úr bílnum lak úr buveltu bensín yfir þá og var um tíma hætta á að kviknaði í bílnum. Ökumaðurinn, tvítug stúlka, sagðist ekkert hafa vitað fyrr en bíllinn hefði henst til að aftan og áður en varði var hann á hvolfí. Þak bílsins lagðist niður að hluta og mesta mildi var að ekki fór verr. Ökumaður og farþegar vildu koma á framfæri þökkum til ökumanna og lögreglu sem veittu þeim aðstoð eftir óhappið. Sig. Jóns. Á þessari mynd sést greinilegur munur á þeim svæðum sem hafa verið hreinsuð, á enni og skyrtu. Hér er hreinsun og lagfæringu lokið. Alþingi: Málverk af Jóni Sigurðs- syni hreinsað eftir 120 ár FRANK Ponzi listfræðingur hefur að beiðni Alþingis hreins- að og lagfært málverk af Jóni Sigurðssyni forseta. Myndina málaði danski listmál- arinn August Schiott árið 1866 að beiðni samþingsmanna Jóns og telur Frank Ponzi að myndin hafí verið máluð í Danmörku. Þingmennirnir færðu Alþingi mál- verkið að gjöf og hefur það hangið á sama stað í þingsalnum frá upphafí. „Ég held að myndin hafí ekki verið hreinsuð í 120 ár og enginn hefur tekið eftir hvað hún. var orðin óhrein," sagði Frank. Myndin er máluð í olíu á striga og er 71 cm x 56,5 cm að stærð. FACIT9401 ERICSSON >; Informatiors Systems Já, það komast fáir í fótspor Facit. Enn er Facit feti framar, nú með nýja ritvél. Sérfræðingar Facit hafa hannað þessa afburða ritvél sem byggð er á langri hefð og nýjustu tækni. Líttu við því sjón er sögu ríkari. Við fullyrðum að verð og gæði koma svo sannarlega á óvart. Okkar þekking í þína þágu. GISLI J. JOHNSEN SF. n Nýbýlavegi 16. Sími 641222

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.