Morgunblaðið - 13.05.1987, Síða 17

Morgunblaðið - 13.05.1987, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 13. MAÍ 1987 17 Miklaholtshreppur: Nokkrir bændur komnir með tölvur - nýlokið töivu- námskeiði í Laug- argerðisskóla Borg í Miklaholtshreppi. NÝLEGA var lokið tölvunám- skeiði sem fór fram í Laugar- gerðisskóla. Tölvufræðslan sá um þessa kennslu og var kennari á námskeiðinu Björn Svein- björnsson. Á námskeiðinu voru kennd undir- stöðuatriði í meðferð þessa töfra- tækis. Nemendur á þessu námskeiði, sem stóð í tvo daga, voru þrettán. Flokkuðust þátttak- endur í bændur, húsfreyjur, kennara og skólastjóra. Eflaust er tölvan framtíðartæki sem leysir margvíslega erfíðleika á undraverð- an hátt. Þess má geta að nokkrir bændur hér hafa fengið sér tölvur, fínnst þeim mikið til um alla þá tækni og öryggi sem tölvan veitir þeim. - PáU Þátttakendumir á tölvunámskeiðinu sem haldið var i Laugargerðisskóla. Hafnarfjörður: Nýr félags- málasljóri MARTA Bergmann hefur verið ráðinn félagsmálastjóri í Hafnar- firði. Hún hlaut stuðning ellefu bæjarfulltrúa við atkvæða- greiðslu á fundi bæjarstjórnar 5. maí. Marta gegndi störfum félags- málastjóra þar til hún var ráðin frá og með 1. maí síðastliðnum. Aðrir umsækjendur voru Þorlákur Odds- son, Einar Ingi Magnússon og Öm Helgason. Sumarbú- staður brann Sumarbústaður við Varmá í Mosfellssveit skemmdist mikið í eldi á sunnudagskvöld. Menn urðu varir við eldinn um kl. 21. Þegar slökkvilið kom á vett- vang var bústaðurinn alelda, en hann er gamall og enginn hefur búið þar lengi. Húsið er enn uppi- standandi, en það er mjög mikið skemmt. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Ólaf svallakirkja: Lagfær- ingar á kirkjugarði SÓKNARNEFND Ólafsvalla- kirkju í Árnesprófastsdæmi hefur ákveðið að ráðast í fram- kvæmdir við kirkjugarðinn og yfirfara uppdrátt og legstaða- skrá. Þær framkvæmdir sem ráðist verður í eru að slétta elsta hluta garðsins. Þá verða lagfærðir leg- staðir og minnismerki og ónýtar legstaðagirðingar fjarlægðar. Þeir sem telja sig þekkja ómerkta leg- staði eða hafa eitthvað við fram- kvæmd þessa að athuga eru vinsamlega beðnir að hafa samband við sóknarnefndarformann sem allra fyrst. Trúnaðar- bréf afhent í Kanada INGVI S. Ingvarsson sendiherra afhenti fyrir skömmu Jeanne Sauvé, landshöfðingja í Kanada, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands i Kanada. HEKLA á leið um landið Verðum með sýnishorn af okkar vinsæla bílaflota á eftirtöldum stöðum: Fimmtudaginn 14. mai Kl. 11.30-12.30 Hvammstanga. Kl. 13.00 -13.30 Víöihlíö, V.-Hún. Kl. 14.00 -16.00 Vélsm. Húnv., Blönduósi. Kl. 16.30-17.30 Skagaströnd. Kl. 19.00'21.00 Nýju bílasölunni, Sauðárkróki. Föstudaginn 15. mai: Kl. 10.00' 12.00 Bensínstöðinni, Siglufirði. Kl. 14.00 -15.00 Varmahlíð, Skagafirði. Kl. 17.00-18.00 Sæluhúsinu, Dalvík. Kl. 19.00 - 20.00 Múlatindi, Ólafsfirði. VERIÐ VELKOMIN HF Laugavegi 170-172 Simi 695500 Lancer skutbíll meö sítengt aldrif. Pajero Wagon. L300 með aldrif. Volkswagen Jetta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.